Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 2
34 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 JL>V Honda Shuttle 2,2 LSi ssk. '98 Svartur Ek.10 þ. 2.290.000 ÆKm’' W Honda CR-V RVi 2,0 ssk. ‘98 GrænnEk. 65 þ. 2.050.000 Honda Accord EXI ssk. 4d. •91 102 þ. 780 h. Honda Accord couoí VE 2 d. ‘99 3b. 3.540 b. Honda Accord LSI ssk. 4 d. ‘95 100 p. 1.250 h. Honda Civlc Si ssk. 4 d. '97 33 h. 1.150 I). Honda Civlc LSI 5 g. 5d. '98 22 p. 1.570 b. Honda CR-V147 hp.5 g. 5 d. •99 5 þ. 2.290 h. Honda CR-V RV) 5 g. 5d. '98 21 þ. 2.150 b. BMW 316IA ssk. 4d. '96 26 h. 1.850 h. Citroen XM turto 5g. 5 d. '93 138 h. 890 b. Dalhatsu Tor., 4x4 ssk. 5 d. '98 »þ. 1.390 h. Jeep Grand Cherokee 5 d. '93 90 h. 1.550 h. Jeep Cherokee Jamboree '94 76 h. 1.350 b. MMC Carisma GDI ssk. 5 d. '98 52 þ. 1.500 b. MMC Lancer 5 g 4d. '91 92 þ. 499 b. MMC Lancer ssk. 5 d. '92 58 þ. 640 h. MMC Lancer GL 5g 4d. '93 115 h. 590 h. MMC Lancer STW 4x4 5 d. '93 89 h. 799 b. MMC Spacewagon ssk 5 d. '93 137 h. 990 h. Suzuki Vitara JLX 1.6 3 d. '97 18 þ. 1.270 þ. Suzukl Sldeklck Sg 5 d. '93 105 h. 870 h. Tovota Corolla XL 5 g. 4d. '88 190 h. 180þ.itor. Tovola Corolla ssk. 4 d. '92 117 h. 730 h. Toyota Corolla ssk. 4 d. '96 ASþ. 950 h. Tovota Corolla GL 5 g 4 tí. '92 113 P. 760 h. Toyota Corolla GL 5 g 3 d. '92 73 h. 790 b- Toyota Corolla G6 3 d. ‘98 42 þ. 1.190 b. Toyota Corolla XL 5 g 5d. '97 40 h. 1.090 b. Toyota Tourlog <ix4 5g 5 d. '91 130 b. 620 h. Toyota ARunner hxh 5 5 d. ‘91 107 h. 1.090 h. Volvo S40 ssk. 4d. '96 21 þ. 1.820 b. Volvo V40 stalloo ssk. 5 d. '97 22 bv 1.950 h. VW Golt Manhattan 2.0 5 d. '96 41 þ. 1.290 b. VW Vento GL ssk. 4 d. '93 50 b. 990 h. (gjHONDA NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 520 1100 Mikil breyting Það er langt síðan undirritaður hef- ur fengið bíl af nýrri kynslóð sem tek- ur jafnmikiili stökkbreytingu og þessi Primera gerir, svo mikil er breytingin í búnaði og akstri. Mesta breytingin er í hljóðeinangr- uninni. Hér er um að ræða allt annan bíl en áður, veghljóð er nánast alveg horfið, það er aðeins á grófasta vegyf- irborði sem þess verður vart og það er lítill munur þótt skipt sé yfir á malar- veg, veghljóðið eykst lítið. Enn minna ber á vindgnauði. Hvað aksturseiginleika varðar er fjöðrunin og veggrip enn sem fyrr í góðu lagi, það má taka verulega krapp- ar beygjur áður en hjólin fara að missa veggrip og átaksstýring hemlanna, sem er nýjung, kemur mjög vel út, en hemlakerfið svarar sérlega vel án þess aö ökumaður þurfi að beita afli við hemlun. Vel búinn Primera kemur á markað, nú i fleiri búnaðarstigum en áður, Comfort, El- egance og Luxury. Eins og nöfnin bera með sér er stigsmunur á milli búnað- ar. í grunngerðinni, Comfort, eru meðal staðalbúnaðar afl- og veltistýri, flar- stýrðar samlæsingar með NATS-þjófa- vöm, rafdrifnar rúðuvindur, loftpúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti, ABS-læsivöm hemia. Elegance-gerðin er að auki komin með hliðarloftpúða, kastara í fram- stuðara og 6 gíra M6 valskiptingu, sem er samtvinnuð sjálfskipting og hand- stýrð þrepaskipting. Allt of langt mál væri að tíunda all- an búnað í hinum mismunandi gerð- um, þar er sjón sögu ríkari og einnig gefur vandaðaður og stór upplýsinga- bæklingur um bílinn góðar upplýsing- ar um búnaðinn. Við réðumst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og fengum 4ra hurða Elegance með 140 hestafla 2,0i með val- skiptingu til reynsluaksturs. Skemmtileg skipting Þessi nýja gerð sjálfskiptingar, sem er óðum að ryðja sér rúms, er sérlega þægileg og skemmtileg, enda nánast al- veg stiglaus og laus við þessa hefð- bundnu hnökra sem eldri sjálfskipting- ar hafa. Óski ökumaður að hafa sjálfur stjóm á skiptingu á milli gira er skipti- stönginni einfaldlega rennt til hliðar, en hægra megin við „Drive“ er þrepa- skipting. Þar er hægt að skipta upp eða niður um eitt skiptiþrep í einu, alls sex þrep, og kalla fram svipaða tiifinningu í akstri og með hefðbundnum hand- skiptum gírkassa, Það vantar nafn á þessa „tvinnskipt- ingu“, við höfum valið heitið valskipt- ing til að einkenna þessa nýju gerð skiptingar þar til betra orð sem lýsir þessari tvivirku skiptingu betur rekur á flörur okkar. Það tekur þó nokkum tíma aö venj- ast þessari handskiptu þrepaskiptingu og vegna þess hversu vel aflmikil vélin vinnur með sjálfskiptingunni sjáifri var miklu meira freistandi að láta sjálfvirknina um skiptingamar. Þrepaskiptingin mun eflaust nýtast vel um leið og hún venst, og þá sér- Nissan Primera, laglegur bíll með ákveðinn svip. Ný framljós, sem gefa sérlega góða akstursbirtu í myrkri, setja sinn svip á bílinn. Myndir DV-bílar JR Sjálfskiptingin er sérlega skemmti- leg. Þetta er vaiskipting, gefur bæði möguleika á sérlega mjúkri og lið- legri sjálfskiptingu, sem er nánast stiglaus, og einnig er hægt að breyta yfir í afbrigði handskiptingar, sex þrepa, með því að renna skipti- stönginni til hliðar og skipta um gír með því að smella stönginni fram eða aftur eftir því sem við á. Stallbakurinn er með háan afturenda. Stór afturljósin undirstrika yfirbragðið enn frekar. Hurðir opnast vel og gefa gott aðgengi. Hluti af bættri hljóðeinangrun er betri frágangur á kiæðningu og einangrun og þéttari kantar. staklega í akstri f snjó og hálku, þegar hægt er að auka akstursöryggi til muna með því að tvinna saman rétt Farangursrýmið er ekki með stærra móti í bílum í þessum stærðarflokki en sleppur þó vel. Aðgengi er þokkalega gott. skiptistig og afl vélarinnar miðað við aðstæður til aksturs. Skemmtilegur í akstrí Þessi nýja gerð Primera er stór- skemmtilegur bíll í akstri. Hann situr vel á vegi, fjöörunin er dágóð og góð hljóðeinangrunin eykur enn frekar akstursánægjuna. Með þessum endur- bótum hefur Nissan ýtt Primera svo vel upp einkunna- stigann að hér er yfir næsta fáu að kvarta, allt er með þeim hætti að tveggja daga reynsluakstur nægði ekki til að flnna frádráttar- stig. Tveggja lítra vél- in malar létt og lið- lega og það er eng- inn skortur á afli þegar þess er þörf. Með stig- lausu sjálfskipt- Þrjár válar í boði Ingvar Helgason hf. hefur valið að kynna nýjan Primera til leiks með vali á þremur gerðum véla. Bensínvélar eru tvær: Grunngerðin er 1,6 lítra vél, 100 hestöfl, en einnig 2,0 lítra 140 hest- afla vél. Þar að auki er 2,0TD, 90 hest- afla dísilvél í boði. Auk búnaðarstiganna þriggja er val um hefðbundinn 4ra hurða fólksbfl eða 5 hurða hlaðbak auk stationgerðar eða Wagon. Verðbilið er nokkurt frá ódýrustu gerðinni, 4ra hurða Primera Comfort 1,6 sem kostar kr. 1.615.000, en 100 hest- afla vélin er aðeins fáanleg með hefð- bundinni 5 gíra handskiptingu. Aðeins þarf að bæta við 140.000 krónum til að fá 1,6-bflinn í Wagon-útgáfu, en 1.755.000 er dágott verð fyrir slíkan bíl. Primera Elegance byijar í kr. 1.930.000, 4ra hurða með handskipt- ingu, en kostar kr. 2.069.000 sjáifskipt- ur. Dísflgerðin er aðeins fáanleg í Lux- ury-útgáfu og með handskiptum gír- kassa, 4ra hurða gerðin kostar kr. 2.120.000 og 5 hurða hlaðbakur kr. 2.249.000. -JR Mælaborð er í ágætu lagi og stjórntæki eru liðleg, ekkert prjál en notagildi í fyrirrúmi. Reynsluakstur Nissan Primera 2,0 Góðar breytingar og stór- skemmtileg skipting Við fyrsta augnakast er ný kynslóð Nissan Primera ekki svo mjög frá- brugðin þeirri sem er að kveðja, en likt og margir aðrir bílaframleiðendur þessa dagana hefur Nissan valið að bylta ekki útlitinu algerlega, fínpússa það frekar og fága en gera þess í stað meiri endurbætur á bflnum í heild, bæði í búnaði og tæknilegu tilliti. Það veröur þó að undirstrika að þessi nýja kynslóð Primera er nýr bíll frá grunni, en sá grunnur sem hann byggir á er líka traustur, meira en miiljón Primera-bflar hafa verið smíð- aðir í Sunderland. sá milljónasti rann af færibandinu fyrr á þessu ári. Primera Elegance 2,0 4ra hurða, sjálfskiptur Heildarlengd: 4.522 mm Breidd: 1715 mm Hæð: 1410 mm Sporví dd: 1465/1.471 mm Þyngd: 1350 kg. Farangursrými: 490 lítrar Vél: 4ra strokka, 1.998 cc, 140 hö (103 kW) v/5800 sn. mín. Snúningsvægi: 181 Nm v/4800 sn. Eyðsla 8,5 iitrar/100 km í blönduðum akstri. Fjöðrun: Sjálfstæð fjölliða- fjöðrun á öllum hjólum. Hemlar: Kældir diskar fram- an, diskar aftan. ABS-læsivörn hemla. Hjól: 185/65VR15 Verð: Kr. 2.069.000 Umboð: Ingvar Helgason hf. ingunni er auðvelt að stflla hraða í hóf, þannig að minni hætta er á því að sprengja mörk á hámarkshraða en í mörgum öðrum bílum, en augljóslega líður þessum bfl þó miklu betur á ívið meiri hraða en okkur er skammtaður af löggjafanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.