Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1999, Blaðsíða 4
40 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 V * Skemmti- Laugardaginn 9. október stóðu BUheimar fyrir sérstökum Isuzu- degi. Áætlað hafði verið að fara Fjallabaksleið syðri en vegna veð- urs varð að breyta áætluninni og fara í Þórsmörk í staðinn. Blaða- maður DV hafði fengið nýjan Isuzu Trooper til umráða, breyttan af Bílabót, á 35 tomma dekkjum. Mæt- ing v£ir í salarkynnum Bílheima klukkan 9 um morguninn og þar var mættur fjöldinn allur af Isuzu- eigendum og fjölskyldum þeirra á 60 bílum. Boðið var þar upp á kaffi og vínarbrauð við undirspil félaga úr Harmoníkufélaginu áður en lagt var í hann í slyddu og suðvestanroki. Við Hvolsvöll biðu svo nokkrir bíl- ar Sunnlendinga til að bætast í hóp- inn. leg dísilvél iiaimco oucii lyc, owiumauui uimcmia, iii vmaiii aaann fararstjóranum frá Fjallasport, Reyni Jónssyni. Trooperinn er búinn þriggja lítra dísilvél sem togar vel og átti ekki í neinum vandræðum með að ferja heila hljómsveit með allt sitt haf- urtask. Vélin skilar 159 hest- öflum við 3900 snúninga á mín- útu én einnig er hægt að fá bílinn með aflmikilli 215 hestafla bensínvél. Ný og endurhönnuð dísilvélin er sparneytnari og aflmeiri en sú gamla og nákvæm rafeindastýring á beinni innsprautun eldsneytis tryggir hámarksnýtingu þess hverju sinni. Mengun frá útblæstri vélar- innar er töluvert minni, eirmig titr- ingur í vélargangi, og vélin er þess vegna hljóðlátari. Mátulegur breytintjar- pakki fyrir medaljoninn Bíllinn sem settur var undir mig er með breytingarpakka 2. Hann inniheldur 35 tomma dekk með álfelgum, gangbretti, brettakanta, upphækkunarsett og sérskoðun, auk þess öryggisbúnaðar sem þarf að vera í þess háttar bílum. Að mati undirritaðs eru þetta mátulegar breytingar fyrir fjölnota fjallabíl. Á malbikinu var hann rásfastur og þægilegur og allar ójöfnur hurfu undir hann án þess að maður yrði mikið var við þær. í léttum torfær- um, eins og á Þórsmerkurleiðinni, naut hann sín vel og þurfti ekki að Trooperarnir bíða í röðum eftir að fá að reyna við Krossá sem var með rólegra móti þann dag- inn. hafa mikið fyrir Krossá sem var tiltölulega róleg þennan laugar- dagsfyrripart. Til aðstoðar þeim sem voru óvanir ferðum sem þessum var hjálparsveitin frá Hólmavík sem á einn vel búinn Isuzu Trooper sem margir litu öfundaraugum og þar á meðal ég. Fjallaferðir umboða vin- sælar Þegar komið var upp í Húsadal var áð við skála Austurleiðar þar sem starfsmenn Bílheima grilluðu ofan í hópinn af miklum myndar- skap. Eftir matinn stjórnaði svo Júl- íus Vífill Ingvarsson fjöldasöng með undirspili nikkunnar áður en hald- ið var aftur í bæinn. Ferðir sem þessar eru að verða algengar og leggja umboðin oft út í mikinn und- irbúning og kostnað við þetta. Ár- angurinn er ánægðir jeppaeigendur sem fá tækifæri að reyna bíla sína með aðstoð reyndara ijallafólks og viðgerðarmanna ef eitthvað kemur upp á. -NG Óhætt er að segja að ferðafólkið hafi notið þess sem fyrir augu bar þegar sólin fór að skína á heimleiðinni. Frumsýndur í hverri álfunni eftir aðra: Suzuki MR Wagon - fjölnotabíll af minnstu sort BIFREBÐASTILLINGAR NICOLAI 09 Suzuki MR Wagon - hugmyndabíll sem á að gefa mikið innanrými í litl- um bíl. Mynd DV-bílar SHH BORÐINN hf. Smiöjuvegi 24 Renía^'r' sími 557 2540 VISA • Vélastillingar • Hjólastillingar Kj , • Rafmagnsviðgerðir • Ljósastillingar Eb • Almennar viðgerðir • Varahlutaverslun á staðnum Nú hallar að alþjóðlegu bílasýh- ingunni í Tókíó sem er annað hvert ár eins og Frankfurt-sýningin og u.þ.b. mánuöi á eftir henni. Löngum hefur það loðað við að Asíumenn al- mennt og Japanar sérOagi færu ekki með allt sitt góðgæti tO Frank- furt heldur geymdu það til sýningar í Tókíó, enda eru bílar oft um skeið á heimamarkaði eingöngu áður en þeir fara til sölu á Evrópumarkaði, kannski þá eitthvað breyttir með til- liti til annars markaðar eða jafnvel ný smíði fyrir þann markað, þó undir sama nafni sé. Þetta fer eftir vananum í ár - þeir Suzuki Wagon R+ er að gera það gott. Búið er að selja á aðra miiljón Wagon R heima í Japan og Wagon R+ er að bæta við sig sölu á Evrópu- markaði. Nýr Err Plús verð- ur kynntur á Evrópu- markaði í mars 2000. bílar sem frumsýndir eru í Tókíó eru af helstu japönskum sortum og í sumum tilvikum er þetta frumsýn- ing á þeim austur þar, jafhvel þó menn hafi fengið að líta þá augum í Frankfurt. Þetta á til dæmis við um Suzuki MR Wagon. Þessi snyrtilegi bíll í fjölnotaátt var einmitt sýndur þar en verður núna sýndur líka heima í Japan. Þetta er hugmyndabíll sem byggist að hluta á innrýmishugmyndinni sem varð að veruleika með bílnum Wagon R sem nú er búið að selja milljón bíla af heima í Japan. Hann er þó ekki arftaki hans, ekki að sinni að minnsta kosti, heldur er ný kyn- slóð af Wagon R komin á heima- markað og verður frumkynnt á Evr- ópumarkaði í mars árið 2000 sem nýr Wagon R+. Suzuki MR Wagon er hugsaður með 660 cc vél sem komið er fyrir undir miðjum bíl þannig að hægt sé að nýta lengd bílsins til hins ýtrasta fyrir hjólahaf og innanrými. Heild- arlengd bílsins er 3395 mm og hann er með sæti fyrir fjóra. -SHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.