Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir „Við ætlum að fara með skip okk- ar um allan heim til að mótmæla ólöglegum hvalveiðum og það er rétt að við munum heimsækja ís- land á næsta ári,“ segir Lisa Distefano, yflrmaður alþjóðadeildar Sea Shepherd. í frétt DV í síðustu viku var sagt frá því að Paul Watson og samtök hans, Sea Shepherd, hyggist koma hingað til lands á næsta ári til að hrella íslenskar togaraútgerðir með því að klippa aftan úr togurum. Það var Garðar Björgvinsson trillukarl sem ritaði Watson bréf og óskaði eftir liðsinni hans við að koma á umhverfisvænni fiskveiðistjómun á íslandsmiðum. í svarbréfi sínu lýsti Watson áðurgreindum fyrirætlun- um og sagðist vonast eftir að hrista upp í íslenskum stjórnvöldum. Watson spurði Garðar um sverleika togvíra íslenskra togara og hversu hratt þeir toguðu. Watson lofaði Garðari, sem kunnur er af uppreisn gegn kvótakerfinu, þeirri aðstoð sem hann þyrfti. Garðar hefur verið dæmdur fyrir að veiða þorsk án þess að hafa til þess kvóta. Rétt er að taka fram að það gerði hann fyr- Álfasteinn fluttur: Kaffilykt og brotin skófla Vegavinnumenn fundu greinilega kaffilykt þegar Grásteinn, álfasteinn- inn frægi á Vesturlandsvegi, var flutt- ur um set í gærmorgun en hann hefur staðið í vegi fyrir þróun vegagerðar á staðnum. „Við vönduðum okkur eins og hægt var og notuðum stroffúr af varfæmi. Þetta gekk allt vel þó ein skófla brotn- aði,“ sagði Jónas Snæbjömsson, um- dæmisverkfræðingur hjá Vegagerð- inni, sem stjómaði aðgerðum. „Steinn- inn vó 50 tonn og við fluttum hann 50 metra niður í brekkuna í átt að af- leggjaranum að Keldum," sagði Jónas sem gerði ráð fyrir að Grásteinn væri nú kominn á sinn endanlega stað og vonandi þyrfti ekki að raska ró álf- anna meira en orðið væri en þeir voru greinilega í morgunkaffi 1 gær þegar vegavinnumenn hófu flutninginn.-EIR Grásteinn fluttur í gærmorgun. DV-mynd S Nýs forseta Farmannasambandsins leitað í skugga átaka: Grétar Mar í slaginn - Bjarni Sveinsson segir forystumenn FFSÍ einangraða og íhugar framboð ir opnum tjöldum og tilkynriti yfir- völdum um gjörðir sínar. Distefano segir ekki Ijóst hvenær samtökin sendi skip sitt á íslandsmið. „Hvenær það verður er ekki vit- að en það veltur á því hvenær við getum lagt af stað héðan, en ýmis- legt spilar þar inn í eins og veðurfar og þá tekur nokkurn tíma að sigla, en eins og þú veist getum við ekki Paul Watson sést hér í flugvélinni á leið úr landi árið 1988. Hann hyggst snúa aftur á næsta ári til að hrista aðeins upp í íslenskum stjórnvöldum. stjórnað gangi móður náttúru." Komið þið til með að klippa aftan úr íslenskum togurum eins og Watson lofaði í bréfinu? „Við erum mótfallin öllum ólög- legum hvalveiðum og öllum ólögleg- um fiskveiðum og ef einhver er staðinn að þeim munum við mæta honum með aðgerðum. Samtökin eru á móti ýmsum veiðiaðferðum sem notaðar eru, t.d. veiðiaðferðum togara. Þær eru skaðlegar og við erum á móti öllum kerfisbundnum togveiðum," segir Lisa Distefano, en hún er eftirlýst í Noregi fyrir að sökkva hvalbátum rétt eins og Paul Watson. -hdm „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til forsetaembættis hjá Far- manna- og fiskimannasambandi íslands," segir Grétar Mar Jóns- son, formaður Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Vísis á Suðurnesj- um. Grétar hefur gegnt formennsku í Vísi sl. 7 ár og hefur því mikla reynslu af félagsmálum sjómanna. Hann mun nú taka slaginn um embættið á þingi FFSÍ sem haldið verður í Reykjavík þann 9. nóvem- ber. Mikil ólga er innan sambands- ins og í gangi er samrunaferli flestra fiskimannafélaga en aðeins þrjú standa utan. Gert er ráð fyrir að sameinað félag taki yfir stóran hluta verkefna FFSÍ sem yrði áfram til af tæknilegum ástæðum. „Það er verið að skoða mögu- leika sameiningar fiskimannafé- laganna. Draumur minn er sá að öll félögin geti sameinast og sjálf séð um daglegan rekstur og gætt hafi gagnrýnt forseta og fram- kvæmdastjóra fyrir að fylgja ekki stefnu sambandsins sem mótuð hafi verið á þingi og í stjórn. „Þeir fóru á svig við þessar sam- þykktir og því undi ég ekki og hætti afskiptum af lífeyrismálum. Þarna er hreint ekkert við stjórn- ina að sakast. Það eru bara tveir menn sem eiga hlut að máli,“ seg- ir Bjarni. Þá segir Bjarni að FFSÍ verði ekki lagt niður þó öll fiskimanna- félögin yrðu sameinuð. „Það er flókið mál að leggja FFSÍ niður. Gangi sameining eftir er það mitt mat að það verður sameiginleg skrifstofa í hagræð- ingarskyni. Því fer fjarri að Far- mannasambandið sé á barmi klofnings. Það eina sem hægt er að staðfesta i þeim efnum er að Bene- dikt framkvæmdastjóri og Guðjón forseti hafa einangrast vegna að- gerða sinna og afstöðu í lífeyris- málum,“ segir Bjarni. -rt hagsmuna sinna umbjóðenda. Far- mannasamband- ið yrði þar til hliðar af tækni- legum ástæðum. Þetta veltur á því að öll félögin verði með. Ef ekki þá starfar Farmannasam- bandið á óbreytt- um grunni. Það er því miður ekki útlit fyrir það í dag að öll félögin nái saman en það breytist von- andi,“ segir Grétar. Guðjón A. Kristjánsson, alþing- ismaður og núverandi forseti, hef- ur lýst því að hann vilji hætta. Hann sagði við DV í síðustu viku að hann stykki ekki frá borði ef ekki fengist maður. Ekki er ljóst hvort fleiri en Grétar Mar gefa kost á sér til for- mennsku FFSÍ en nokkrir hafa verið nefndir til sögunnar. „Ég er að skoða málið. Það getur hugsast að ég gefi kost á mér en ekkert er afráðið í þeim efnum,“ segir Bjarni Sveins- son, varamaður í stjórn Far- manna- og fiski- mannasambands íslands. Harðar deilur hafa staðið milli Guðjóns A. Kristjánssonar, forseta Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, og Bjarna vegna skerð- ingar á lífeyrisiðgjöldum. í DV í síðustu viku var sagt að Bjarni skellti sökinni á stjórn FFSÍ. Bjarni segir þetta ekki rétt. Hann Grétar Mar Jónsson. . Kaupa sig frá gagnrýni Svanfríður Jónasdóttir, Samfylkingu, hefur lagt fram fyrirspurn til Björns Bjarna- sonar mennta- málaráðherra um kostun út- varpsþátta í ríkisútvarpinu í kjölfar þess að Kringlan keypti upp morgunþátt rikisútvarpsins 14. október sl. Svanfríður spyr m.a. hversu lengi það hafi við- gengist að menn geti keypt sig frá gagnrýnum spurningum með því að kosta útvarpsþætti og loks hvemig hlustendur séu varaðir við þegar um kostaða þætt sé að ræða. Dagur sagði frá. Sykursýkisgen kortiagt Sykursýki 2, eða fullorðinssyk- ursýki, hrjáir 3-5% jarðarbúa. Líftæknifélaginu Urði Verðandi Skuld hf. hefur ásamt Háskóla ís- lands og Landspítalanum tekist að staðsetja erfðavísi sem veldur þessari gerð af sykursýki og stökkbreytingu í geni. Uppgötv- unin mun auðvelda greiningu og meðferð á sjúkdómnum til muna. RÚV sagði frá. Ekki rekin án skýringa Páll Péturs- son félagsmála- ráðherra segir stjórnvöld stefria að því að fullgilda sam- þykkt Alþjóða- vinnumála- stofnunarinnar í samráði við aðila vinnumarkað- arins. Það mun gjörbreyta stöðu launafólks og tryggja því lág- marksréttindi við uppsagnir, en slík ákvæði vantar í íslenska lög- gjöf. Nú geta atvinnurekendur sagt starfsmanni upp án þess að tilgreina ástæðu. Beinagrind stúderuð Undanfarna daga hefur Guð- rún Kristinsdóttir, minjavöröur á Minjasafninu á Akureyri, rann- sakað gröfina að Hraukbæ í Kræklingahlíð við Akureyri, þar sem beinagrind manns fannst í ágúst. Guðrún segir áður hafa fundist beinagrindur í Kræk- lingahlíðinni. Dagur sagði frá. Barflugur stela farsímum Lögreglan í Reykjavík segir að mikið beri á því að farsímum sé stolið á skemmtistöðum borgar- innar um helgar. Þetta virðist vera að færast sífellt í aukana. í gær bárust lögreglu sex tilkynn- ingar um farsímastuld. Loks fullt gagn af maka Geir H. Haarde fjármálaráð- herra mælti í gær fyrir frumvarpi sem gerir ráð fyrir að persónuaf- sláttur maka verði að fúilu milli- færanlegur. í máli fiármálaráð- herra kom fram að gert er ráð fyr- ir að þessi breyting taki gfldi í fiór- um jöfnum skrefum við fiárlaga- gerð, svo áhrifin á ríkissjóð verði ekki óhófleg. Mbl. greindi frá. . Hagfræðingar óttaslegnir Ótta gætir meðal hagfræð- inga um að efnahagsupp- sveifla síðustu ára endi með brotlendingu líkt og 1988-1989. Kaupmáttur lækkaði þá mjög mikið og er hann fyrst núna, tíu árum síðar, að ná fyrri stöðu. Mbl. sagði frá. Úrgangur að landi Hjálmar Amason, Framsókn- arflokki, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir til sjávarútvegsráð- herra. Annars vegar hvort hann telji koma tfl greina að ísland sæki að nýju um aðUd að Alþjóða hvalveiðiráðinu. Hins vegar hvort ráðherra hyggist beita sér fyrir því að fiskiskipum verði skylt að koma með aflan fiskúr- gang að landi. Dagur sagði frá. -GAR Yfirmaður alþjóðadeildar Sea Shepherd staðfestir komu á íslandsmið: Gegn togveiðum - segir Lisa Distefano sem eftirlýst er í Noregi fyrir að sökkva hvalbátum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.