Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 5 Fréttir Veitingamenn á Laugaveginum grípa til aðgerða: Ráða dyraverði af ótta við Keisaraliðið „Ég ætla sjálfur að standa við dymar við annan mann til að koma í veg fyrir að óæskilegir við- skiptavinir leggi undir sig staðinn. Mónakó verður eftir sem áður rek- inn sem spilastaður og krá en ekki sem einhver framlenging eða fram- hald á Keisaranum,“ sagði Margeir Margeirsson, veitingamaður á Keisaranum og Mónakó við Lauga- veginn, en eins og kunnugt er af fréttum lokar Keisarinn við Hlemm um næstu mánaðamót og verður lagður niður í kjölfar kaupa Nóatúns og fleiri aðila á staðnum. íbúar í nágrenni veit- ingastaðarins Mónakó hafa lýst yflr áhyggjum sínum af því að fastagestir Keisarans muni flytja sig um set niður Laugaveginn og setjast að á Mónakó. „Það hafa fjölmargir veitinga- menn við Laugaveginn haft sam- band við mig undanfama daga til að fá nákvæma tímasetningu á lok- un Keisarans. Þeir ætla flestir að ráða sér dyraverði til að fá ekki gesti Keisarans inn til sín. Þeir segja mér að dyraverðimir verði í starfl fyrstu tvær vikumar eftir lokun Keisarans og svo verði séð til með framhaldið," sagði Margeir aP «• 'k A r í fZi W fr t » V ' vs> Margeir Margeirsson ásamt gestum á Keisaranum. Margeirsson sem lokar Keisaran- um 1. nóvember. „Það eru enn 13 dagar til stefnu.“ -EIR . Þingeyri: Vinna hafin hjá Fjölni - 13 hófu störf kl. 13 þann 13. október Prufuvinnsla hófst á laugardag í fyrri viku hjá nýja fiskvinnslufyrir- tækinu Fjölni í fyrram Rauðsíðu- frystihúsi á Þingeyri. Alvöravinnsla hófst svo hjá 13 starfsmönnum kl. 13 miðvikudaginn 13. október. Á sunnudag landaði vélbáturinn Fjölnir um 31 tonni af þorski til salt- flskvinnslunnar og tæpum 7 tonnum af öðram tegundum sem fóra á mark- að. Stjórn vinnslunnar er í höndum Súðvíkingsins Jónasar Ragnarssonar, fyrram framkvæmdastjóra á Stöðvar- firði, og Magnúsar Björnssonar frá Bíldudal sem tóku verkið að sér sem verktakar. „Þetta leggst vel í mig. Við rekum fyrirtæki í Hafnarfirði sem heitir Hafnarvík og höfum verið þar sem verktakar í eitt ár fyrir Vísi í Grinda- vík sem einnig á Fjölni á Þingeyri," sagði Jónas. „Við munum ekki nýta frystinguna til að byrja með, en hugs- anlega verður farið í að sprautusalta og lausfrysta. Þegar allt verður kom- ið á fullan snúning getur verið um 30 störf að ræða. Afurðimar fara allar á Spánarmarkað þar sem verð hefur haldist nokkuð hátt.“ Að sögn Jónasar er verið að undir- búa að koma á fót fiskmarkaði á Þing- eyri líkt og gert var hjá fyrirtæki Vís- is á Djúpavogi með ýmiss konar þjón- ustu við báta. Auk bátsins Fjölnis mun dragnótabáturinn Mýrafell veiða fyrir vinnsluna á Þingeyri og síðan er líka búist við afla af fleiri heimabáhun. Á meðan Rauðsíða var og hét störf- uðu um 100 manns í frystihúsinu og auk þess um 25 manns hjá fisk- vinnslunni Unni sem nú er líka hætt starfsemi. Fyrirsjáanlegt er að störf verða hins vegar talsvert færri á næstu misseram á Þingeyri, eða um 30 hjá Fjölni auk 12 starfa við sím- svörun hjá íslenskri miðlun. -HKr. Fiskvinnsla Fjölnis, áður frystihús Rauðsíðu á Þingeyri. Ællir bilar undir þúsuid iániE i'ií S ára t vikui / / NYBYLAVEGUR 2 • SIMI 550 2400 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.