Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 Neytendur Húsráð Það er e.t.v. ekki ástæða til að fleygja strax gömlum eldhús- tækjum eða pottum og pönnum þótt útlit þeirra sé ekki lengur sem áður. Flikkað upp á gömlu brauðristina Til að losna við gulu slikjuna á hvítum eldhústækjum skal reyna eftirfarandi: Blandið sam- an 1/2 bolla af bleikiefni, 1/4 bolla matarsóta og 4 bollum af heitu vatni. Berið á með svampi og látið bíða í tíu mínútur. Skolið og þurrkið vel af. í stað- inn fyrir bón má síðan fægja tækin með sótthreinsunar- spritti. Annað ráð til aö losna við gula slikju er að nota blöndu af vatni og ammoníaki á tækin ef mikiö liggur á. Ef engin hreinsiefni eru til staðar má einfaldlega nota sóda- vatn. Það hreinsar og fægir um leið. Blandarinn Ef blandarinn er orðinn gam- all og lúinn og lyktar e.t.v. illa er ráð að fylla hann með heitu vatni og setja nokkra dropa af uppþvottalegi út í. Setjið lokið síðan á og látið blandarann ganga í nokkrar sekúndur. Skolið og látið þorna. Þar með er gamli blandarinn orðinn eins og nýsleginn túskildingur. Brauðbretti Gömul brauðbretti lykta oft illa af lauki, hvítlauki eða fiski og eru jafnvel orðin ónothæf af þeim völdum. Þá er ráð að skera sítrónu í tvennt og nudda brett- iö meö henni. Einnig er ráð að búa til blöndu úr matarsóda og vatni og bera á brettið og skola siðan vel af þvi. Þá mun brettið losna við lyktina og verða nothæft að nýju. Steikarpannan Gamla steikarpannan verður sem ný ef á hana er stráð þurru þvottaefni á meðan hún er heit. Setjið síðan raka nannírs- þurrku yfir og bíðið örlitla stund. Það verður auðvelt að ná brunnum matar- leifunum af pönnunni á eftir. Svarta, steypta járnpann- an Hreinsið pönnuna að utan með venjulegum ofnhreinsi. Lát- ið bíða á í 2 klukkustundir. Svarta bletti má fjarlægja með ediki og vatni. Eftir að pannan hefur verið hreinsuð er gott að taka vax- pappír og nudda hana að innan meðan hún er heit. Það hindrar ryðmyndun. Eða þegar hún hefur verið hreinsuð má nudda örlitlu af matarolíu innan á hana til að halda henni í lagí. Vissirðu þetta? Ef þú eldar á járnpönnu tekurðu járn úr henni. Súpa sem soðin er í nokkrar klukkustundir í járn- potti hefur 30 sinnum meira jáminnihald en súpa soðin í annars konar potti. Augnlinsur: Rétt umhirða mikilvæg Þrátt fyrir mikið úrval fallegra gleraugnaumgjarða vilja sumir frekar ganga með augnlinsur, t.d. þeir sem stunda íþróttir. Þrátt fyrir mikið úrval faUegra gleraugnaumgjarða vilja sumir frekar ganga með snertUinsur en gleraugu. Ástæðurnar geta verið margar, t.d. henta linsur að sjálf- sögðu betur við aUa íþróttaiðkun heldur en gleraugu. Sumar konur vUja einnig nota linsur við hátíðleg tækifæri frekar en gleraugun sem notuð er dagsdaglega svo andlitið og andlitsfórðunin njóti sín betur. Hverjar sem ástæðurnar em þarf að ýmsu að hyggja við notkun linsa. Hér á eftir fara nokkur góð ráð og svör við spumingum sem kunna að vakna hjá þeim sem hyggjast kaupa sér linsur. Linsur við allra hæfi FræðUega séð geta aUir notað snertUinsur. Hægt er að fá linsur við fjarsýni eða nærsýni í öllum styrkleikum og fyrir allar augngerð- ir. Lengi vel gat fólk sem notaði tví- skipt gleraugu eða var haldið sjón- skekkju ekki notað linsur en nú eru komnar á markað linsur sem laga sjónskekkju og tvískiptar linsur. Þrátt fyrir að aUir geti fræðilega séð notað linsur er ekki víst að svo sé í reyndinni. Afar mikUvægt er að táraframleiðsla augnanna sé góð því linsurnar verða að hafa ákveðinn raka til að fljóta vel á yfirborði aug- ans. Þeir sem finna fyrir augn- þurrki eða vinna þar sem andrúms- loftið er óvenjulega þurrt eða ryk- mettað gætu því átt í erfiðleikum með að nota linsur. Annað áríðandi atriði er að linsurnar faUi rétt að auganu svo auðvelt sé að venjast þeim. Harðar og mjúkar linsur Mjúkar linsur hafa rutt sér til rúms á undafornum árum og nú nota mun fleiri mjúkar linsur held- ur en harðar. Kostir mjúku linsanna eru m.a. þeir að auðveld- ara er að venjast þeim og þær henta betur við viss tækifæri, s.s. íþrótta- iðkun. En ekki geta allir notað mjúkar linsur. Harðar linsur henta t.d. betur þeim sem hafa einhverja óalgenga sjóngalla og óeðlUega sjón- skekkju. Einn aðalkostur hörðu linsanna er líka að þær endast mun betur heldur en mjúku linsurnar. Harðar linsur geta enst í aUt að þrjú ár með réttri umhirðu. Til eru nokkrar gerðir af mjúkum linsum sem eiga að endast mislengi. Hægt er að fá linsur sem endast í nokkra mánuði, aðrar endast í einn mánuð og eru þá þynnri en endingarbetri linsurnar og síðan er hægt að fá linsur þar sem hvert par endist bara daglangt. Aðlögun og hreinsun Áður en linsurnar eru keyptar er nauðsynlegt að láta mæla augað og táraframleiðsluna hjá augnlækni. Því næst eru settar prufulinsur í augað tU að athuga hvort súrefni er nægilegt í homhimnunni og hvort linsan hefur góða viðloðun við aug- að. Það getur reynst vandaverk að setja linsurnar í augun til að byrja með en það kemst upp i vana. Mik- Uvægt er að augun sé rök þegar linsurnar eru settar í og fingumir hreinir svo linsan festist við augað. Eins og áður sagði á augað auð- veldara með að aðlagast mjúku lins- unum en þeim hörðu. Hörðu linsumar geta virkað eins og að- skotahlutir í auganu tU að byrja með. Flestum þykir best að venjast linsum smátt og smátt með því að nota þær í stuttan tíma daglega. Bæta má við klukkustund á dag og hvíla augun þessi á milli. Ef linsurnar venjast ekki borgar sig að hafa samband við augnlækni. Hreinlæti er afar mikilvægt í meðhöndlun linsa. Við notkun þeima safnast saman fita og eggja- hvíta á þær. Ef hreinlæti skortir geta myndast bakteríur sem skaða augað. Linsurnar era þvegnar úr þartilgerðum hreinsivökva. Margir nota linsur alla daga árið Þessi skemmtilegi kjúklingarétt- ur er ættaður frá Ítalíu. Munið bara nú sem og hingað til að gegnum- sjóða kjúklinginn og gæta ýtrasta hreinlætis. Uppskrift 4 msk. ólifuolía 750 g kjúklingabitar 2 niðursneiddir laukar 3 pressuð hvitlauksrif 150 g smáir sveppir, skornir í tvennt 1 dl rauðvín 1 msk. vínedik lmsk. söxuð steinselja 2 msk. saxað nýtt basil 1 lárviðarlauf 1 stór dós niðursoðnir tómatar 1 dl kjúklingasoð salt og svartur pipar sykur á hnífsoddi. Aðferð 1) Hitið oliuna í stórri pönnu og raðið kjúklingabitunum á pönnuna með skinnið niður. 2) Látið bitana brúnast í 3-4 mín- útur á hvorri hlið. Takið kjúklinga- bitana af pönnunni og haldið þeim heitum, t.d. í ofni. 3) Setjið laukinn og hvítlaukinn saman við olíuna og kjúklingasoðið á pönnunni og látið krauma í 2-3 mínútur eða þar til þeir era orðnir ljósbrúnir. 4) Bætið sveppunum við og hrær- ið í á meðan þeir brúnast í u.þ.b. um kring án þess að flnna til nokk- urra óþæginda. Hins vegar er talið ráðlegt að hvíla sig öðru hverju á linsunum og nota gleraugu í stað- eina mínútu. 5) Hellið vininu og edikinu á pönnuna og látið snöggsjóða þar til um helmingur vökvans hefur gufað upp. Hrærið stanslaust í. 6) Bætið kryddjurtunum, lárvið- arlaufinu og tómötunum saman við og hrærið vel. inn. Annars er hætt við að hom- himna augans fái ekki nægt súrefni og svokallaðar æðaflækjur myndist í augunum. -GLM 7) Hrærið kjúklingasoðinu út í og kryddið með salti, pipar og sykri. 8) Takið nú kjúklingabitana og raðið þeim í sósuna. Setjið þétt lok á pönnuna og látið krauma við hæg- an hita í 1 klst. eða þar til kjúkling- urinn er alveg meyr. -GLM Kjúklingur Cacciatore Þessi skemmtilegi kjúklingaréttur er ættaður frá Ítalíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.