Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 13 Ferðaþjónusta á Vestfjörðum - geta Austfirðingar bjargað? Ferðaþjónustu á Is- landi fylgir stór og mikill galli. Hringveg- urinn er of langur. Ferðamaður sem ætl- ar sér að aka hringinn verður að halda sig innan skynsamlegrar fjarlægðar frá honum ætli hann sér ekki að eyða öllum tímanum í akstur. Ferðamenn sem fara umhverfis landið í skipulögðum ferðum ná oft alls ekki að komast á staði utan alfaraleiðar, menn sneiða hjá Vestmanna- eyjum, Snæfellsnesi, VestQörðum, Mel- rakkasléttu og svo „Það er ódýrara að fljúga frá meginlandi Evrópu til Egilsstaða heldur en Keflavíkur, auk þess sem flestir koma til íslands vegna náttúrunnar og höfuðhorg- in skiptir þá litlu máli. “ Kjallarinn Andri Snær Magnason rithöfundur Einhverra hluta vegna lenda þotur svo sjaldan á Egilsstöðum að það kemur í fréttum þegar þær staldra þar við ... á Egilsstaðaflugvelli. framvegis. Ferðamenn dreifast því ekki sem skyldi og margir eru svo lengi að fara hringinn að þeir hafa engan tíma til að skoða höfuðborg- ina. Menn hafa verið sammála því að styttri „hringferðir um landið" væru bráðnauðsynlegar. Sumir hafa séð lausnina felast í heilsársvegi yfir Kjöl til að kljúfa lándið í tvennt en ég heid að mönnum sjáist yfir eitt mikil- vægt atriði. Alþjóöaflugvöllur- inn - vannýtt milljarðafjárfesting Fyrir sex árum var flug- völlurinn á Egilsstöðum stækkaður og búinn öR- um þeim búnaði sem þarf til að taka við stór- um þotum í millilanda- flugi. Egilsstaðir urðu fyrir valinu meðal ann- ars vegna þess að Hús- víkingar vildu alls ekki fórna hrauninu í Aðal- dal sem hefði lent að stórum hluta undir vell- inum. Einhverra hluta vegna lenda þotur þó svo sjaldan á EgOsstöð- um að það kemur í frétt- um þegar þær staldra þar við og er þá yfirleitt verið að ferja húsmæð- ur til Glasgow. Ég hringdi og spurði hvernig á því stæði að engar þotur notuðu völlinn. Svarið var: Öll aðstaða er fyrir hendi en enginn að vinna í þvi. Ég spurði hvort menn væru ekki að þrýsta á þingmenn eða ráðherra. Svarið var á þá leið að þetta kæmi ráðherrum ekkert við, þeir létu gera völlinn, en nú þyrftu menn bara að vinna í málunum sjálfir og sannfæra ferðaskrifstofur um ágæti þess að lenda fyrir austan. Þarna er á ferðinni brýnt hags- munamál Vestfirðinga og allra ís- lendinga sem búa íjarri þjóðvegi eitt. Ef ferðamenn gætu flogið til Egils- staða eða frá Keflavík (og öfugt) þá gætu þeir skoðað landið miklu betur og dreifingin myndi minnka álag á viðkvæma staði. Menn gætu farið ferðir eins og Dimmugljúf- ur-Melrakkaslétta-Dettifoss-Siglu- fiörður-Vestfirðir-Snæfellsnes-Kefla- vík og þá fyndist þeim jafnvel ástæða til að koma aftur og fara suðurleiðina (eða öfugt). Hver og einn ætti að geta búið sér til hundrað leiðir í hugan- um. Það er ódýrara að fljúga frá meginlandi Evrópu til Egilsstaða heldur en Keflavíkur, auk þess sem flestir koma til íslands vegna náttúr- unnar og höfuðborgin skiptir þá litlu máli. Flugvöllur er höfn, þota tog- ari Ferðamönnum fiölgar um 10% á ári. Það má því búast við tvöfóldun á fáum árum og ef menn eru vakandi gætu einhverjar þotur átt heimahöfn fyrir austan. Þess má geta að hverri þotu fylgja 15 áhafnir - það eru 30 flugmenn og 70 flugfreyjur (það er á við lítið álver). Þá eru ekki meðtald- ir flugvirkjar, kokkar, hótelgreifar, leiðsögumenn, rútueigendur og ótal fleiri störf sem byggjast á einstak- lingsframtaki og skapandi hugsun en ekki risavöxnum vernduðum vinnu- stað. Eina hindrunin gæti verið sveitar- stjórnarmenn sem setja allt afl sitt í stóriðju en þeir hafa margir hverjir lýst frati á ferðaþjónustu. En það er reginmunur á stóriðju og ferðaþjón- ustu. Stóriðjunni fylgja gamaldags karlastörf en við flugið starfar ekki síst vel menntað kvenfólk og það eru oftast konumar sem ráða því hvar fiölskyldur setjast að. En kannski hafa ráðamenn enga samúð með atvinnuuppbyggingu Vestfirðinga, enda verður hver að skara orku að sínu áli. Andri Snær Magnason Símatorg - heiðarleg starfsemi Kynlífsiðnaður er hugtak sem rúmar afar margbreytilega starf- semi og ýmsir hlutar hennar eiga í raun fátt sameiginlegt. Sem áþreifanlegt dæmi er gott að taka tímaritið Bleikt og blátt: Dettur einhverjum i hug að bera eigendur Fróða (útgefendur B&B) saman við erlenda þrælasala sem hneppa konur og börn í kynlífsánauð? - En svo fráleitur ruglingur er einmitt farinn að skjóta upp koll- inum í andófsumræðu gegn klámi upp á síðkastið. Hæglátt fjölskyldufólk Símatorgsstarfsemi hóf göngu sína hér á landi með megináherslu á upplýsingaþjónustu og markaðs- leiki. Nýir fiölmiðlar á borð við textavárp og internet gerðu hluta af starfseminni úreltan og frjáls- ræðisvindar í samfélaginu blésu stefnumótaþjónustum og erótísk- um sögum inn á markaðinn. Um tíma var ráðandi markaðshlut- deild í höndum dótturfyrirtækis mjög þekktra og virtra viðskipta- aðila. Enn er svo að rekstur megins af símatorgsþjónustu er i höndum aðila sem eru að upplagi skrif- stofufólk, tölvuforritarar, rithöf- undar og textagerðarmenn, mark- aðsmenn og auglýsingafólk. Hæg- látt fiölskyldufólk sem ekki hefur látið falla á sig víxil, hvað þá að lenda með nafn sitt á sakaskrá. En dagleg störf þessa fólks hafa þróast í sam- ræmi við aukið frjálsræði og vaxandi áhuga almennings á kynlifi. Uppistaða í þeirri símatorgs- þjónustu sem auglýst er í smá- auglýsingum DV eru stefnumóta- línur og spjallrásir, m.ö.o. tölvu- stýrður yettvangur fólks sem vill kynnast hvað öðru eða einfaldlega spjalla saman. Tekur þetta vænt- anlega til um 70% af þessari þjón- ustu. Sá hluti almennings í land- inu sem notar þessa þjónustu mót- ar efni hennar. Samtöl og einka- málaauglýsingar geta snert allt frá hversdagslegu spjalli eða áhuga- málum á borð við áans og göngu- ferðir, upp í lostafullt kynlíf. Rekstraraðilar hafa í raun ekk- ert með hið gagnvirka efnisinni- hald að gera, fyrir utan að halda frá vafasöm- um notendum, nokkuð sem virðist takast vel. Um 30% af umræddum hluta símatorgsins eru erótískar sögur, ýmist lesið efni eða sannar kynreynslufrásagnir. Það er þessi hluti þjón- ustunnar sem fellur undir skammaryrðið „símaklám". Stutt í ofstækið Nú skal viðurkennt að umræddur sögu- flutningur er e.t.v. ekki á háu plani. Hið sama gildir um marg- víslega aðra afþrey- ingu í samtímánum þar sem mark- aðnum er þjónað af fólki sem vill geta lifað af atvinnu sinni. En mikið ofstæki eða vanþekkingu þarf til að telja þennan hluta síma- torgsins hættulegan eða spyrða rekstur hans saman við þann glæpalýð sem misnotar konur og böm. . Þegar ekki er ljóst á hvaða for- sendum andmælendur fordæma kynlifsiðnað eða að þeir leyna for- sendum sínum, þá er stutt í of- stæki og rangfærslur. Fórnarlömb kynferðisofbeldis eiga betri málsvara skilið en þá sem nota þjáningar þeirra sem vopn í bar- áttu sinni fyrir upphafningu eigin tepruskapar eða kreddukenninga. Kirkjunnar menn átti sig Á kirkjuþingi við- hafði biskup íslands hörð orð um kynlífs- iðnað á íslandi sem hann sagði anga af alþjóðlegri verslun með konur og börn. Hann nefndi síðan símatorgsþjónustu sem dæmi um þessa „viðurstyggð". For- mælendur þess að kirkjunnar menn tjái sig um veraldleg efni ættu hér að staldra við. Eða trú- ir því nokkur í raun og veru að símatorg á íslandi sé angi af alþjóðlegri verslun með konur og börn? Öllum til heilla er sú tíð liðin að kirkjan takmarki tilfinninga- og hugsana- frelsi almennings. Auðvitað kemur biskupi íslands það ekki við þótt fólk leyfi sér að kynnast í gegnum símatorgslinu (margt af því hefur í kjölfarið lát- ið gefa sig saman í kirkjum lands- ins). Kirkjunnar menn þurfa hins vegar að átta sig á því að vitneskju um efnislegar staðreyndir er ekki að finna í gömlu trúarriti. Til að tjá sig af viti um málefni þarf að hafa á þeim þekkingu. Trúarlegur innblástur breytir þar engu um. Ágúst Borgþór Sverrisson, „Enn er svo að rekstur megins af símatorgsþjónustu er í höndum að- ila sem eru að upplagi skrifstofu- fólk, tólvuforritarar, rithófundar og textagerðarmenn, markaðsmenn og auglýsingafólk. Hæglátt fjöl- skyldufólk sem ekki hefur látið falla á sig víxil, hvað þá að lenda með nafn sitt á sakaskrá.“ Kjallarinn Ágúst Borgþór Sverrisson framkvæmdastj. og rit- höfundur Með og á móti Er Afturelding alveg ósigr- andi í íslenskum hand- knattleik? Afturelding úr Mosfellsbæ virðist vera yfirburðalið í íslenskum hand- knattleik í dag. Liðið hefur leikið fjóra leiki í Nissan-deildinni og unn- ið þá alla. Ekkert lið virðst líklegt til að leggja Aftureldingu að velli og því er spurning hvort liðið sé alveg ósigrandi. Guðjón Guðmunds- son, íþróttafrétta- maður á Stöð 2. Annað lið ekki sjáanlegt í dag „Málið er að mínu mati mjög einfalt. Aftur- elding leikur bestu vörnina í deildinni, liðið er með besta markvörðinn, bestu skytturn- ar, besta hand- knattleiks- mann landsins, bestu stjórn- ina, peninga- flæðið er gott og liðið virkar ekki blankt. Þetta þarf til að verða íslandsmeistari eða bikarmeistari i handknatt- leik. Það er mín skoðun að Aftur- elding eigi ekki eftir að vinna bæði stóru mótin í ár. Mörg lið eiga eftir aö koma á óvart. Einnig er það þannig að þegar þú þarft að sigra nánast i hverjum einasta leik átt þú þér mjög erfið- an andstæðing sem ert þú sjálf- ur. Þannig að einhvers staðar á leiðinni gæti reynst kúkur í laug- inni í Mosfellsbæ þannig að önn- ur lið gætu náð að velgja Aftur- eldingu undir uggum. Eins og staðan er í dag er það lið hins vegar ekki sjáanlegt sem getur ógnað Aftureldingu. Þetta getur orðið stutt gaman en gaman á meðan á því stendur." Skipt um nöfh á bikurunum „Það er auð- velt að vera á móti því að Afturelding sé að verða yfir- burðalið í handboltanum. Víst eru leikmenn liðs- ins mjög sterk- ir en það má ekki mikið út af bregða til að liðið fari að tapa leikjum. Breiddin hjá liðinu er alls ekki góð og Afturelding er að spila sína leiki á 10-11 leikmönn- um. Þá byggist gengi liðsins mjög mikið á dagsformi Bjarka Sigurðssonar. Ef eitthveð fer að bjáta á er liðið fyrr en varir kom- ið I vandræði. Ég tel að leikmenn liðsins hafi spennt bogann um of fyrir mótið þegar þeir voru að tala um að þeir ætluðu að vinna alla þrjá bikarana aftur á þessari leiktíð. Þeir hafa sett mikla pressu á lið- ið og ég tel að þessar yfirlýsingar hafi alls ekki verið réttar og skynsamlegar. Það er mín spá að skipt verði um nöfn á bikurun- um í vor og við sjáum hvað set- ur. Það hafa mörg lið bætt sig frá síðustu leiktíð og þetta verður síður en svo auðvelt hjá Aftur- eldingu." Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er • ' vakin á því að ekki er tekið við j greinum í blaðið nema þær ber- l ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- j diski eða á Netinu. DV áskilur < sér rétt til að birta aðsent efni á , stafrænu formi og í gagnabönk- 1 um. j Netfang ritstjórnar er: i dvritst@ff.is j V-.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.