Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 33 Myndasögur Fréttir Ég só um afganginn!.. .Égeraögefa Bandarikja] monnum taakifasri tii ad KAUPA aftur sprangjuna Og þú gleymir því. flugmaður. að Holrath er snillingurl... Ég get gert sprengj una virka og ógnaö þannig ollu mannkyninul^ Ö) tJ) • H in ( Þú ert eö eyfla \ til s teUnskis. Péturl. ÉB V8tt það ) ~þ=C>—------~, Ég fæ ekki næga V hreyfingu! Þv( nái f leikmaóur boltanum _ ►hangir hann ó hon- • ^ I umllkt og boltinn sé Aferfðagripur! Ólafur F. Magnússon: Ekki ánægður með borgarstjóra - átti viö borgarstjórn en ekki borgarstjóra „Ég er ekki hrifmn af framgöngu borgarstjóra í þessu máli. Þess vegna finnst mér afleit þau mistök sem urðu hjá DV við vinnslu kjallaragreinar minnar sem birt var í blaöinu í dag (í gær) þar sem grein mín er ranglega nefnd Borgarstjórinn styður umhverfis- mat en átti að vera Borgarstjórn styöur umhverfismat," segir Ólafur F. Magnús- son, borgarfulltrúi Sjáifstæðisflokks. Ólafur flutti tillögu í borgarstjóm 7. október sl. um að skora á Alþingi að koma Fljótsdalsvirkjun í umhverfismat. „Ingibjörg Sólrún hefur sýnt það í þessu máli að það er lítið að marka yfir- lýsingar hennar, samanber fræga yfir- lýsingu á Bessastaðaárbrú 23. ágúst sl. Ég hef áður látið hafa eftir mér að ef hún stæði ekki viö þau stóru orð sem hún lét falla þar væri það pólitísk geng- isfelling á henni. Það liggur því í hlutar- ins eðli að ég er ailt annað en hrifmn af framgöngu hennar í málinu. Hún stóð að frávísunartillögu á tillögu minni í borgarstjóm og eins og kemur fram i grein minni í DV þá tel ég það bera vott um kjarkleysi annarra borgarfulltrúa að stíga skrefið ekki til fulls og halda mál- stað borgarbúa og meirihluta þjóðarinn- ar á lofti í þessu máli. Reykvíkingar hafa meira að segja um hvað gert er við hálendisperlur landsins en fámenn sveitarfélög út á landi," segir Ólafur F. Magnússon. -GAR óskar eftir að ráða umboðsmann. ► | Upplýsingar gefur Kristín Leifsdóttir í síma 452-2703 Afgreiðsla Reykjavík, símar 550 5741 / 550 5742 Reykjavíkurborg auglýsir eftir almennum styrkumsóknum og ábendingum vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2000 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2000. Auglýst er eftir umsóknum og tillögum borgarbúa svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka) um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi í Upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur og á heimasiðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is. Hægt er að fá umsóknareyðublöð send þaðan ef óskað er. Umsóknir skulu sendar til eftirtalinna aðila eftir því sem efni þeirra gefur tilefni til. Félagsmálaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði félags- og heilbrigðismála í Reykjavík. Umsóknir til félagsmálaráðs skuiu berast til Elvu Bjarkar Garðarsdóttur, Félagsþjónustunni, Síðumúla 39,108 Reykjavík. Fræðsluráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til skóla- og fræðslumála, einkum vegna nemenda á grunnskólaaldri. Umsóknir til fræðsluráðs skulu berast til Sigurbjörns Knudsens, Fræðslumiðstöðinni, Fríkirkjuvegi 1,101 Fteykjavík. Auglýst verður sérstaklega eftir umsóknum í Þróunarsjóð grunnskóla Reykjavíkur í janúar árið 2000. íþrótta- og tómstundaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarfa í Reykjavík og eftir styrkjum vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Umsóknir til iþrótta- og tómstundaráðs skulu berast til Helgu Björnsdóttur, Iþrótta- og tómstundaráði, Frfkirkjuvegi 11, 101 Reykjavík Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna, til verkefna á sviði jafnréttisfræðslu í skólum og á öðrum uppeldisstofnunum og til annarra sérstakra þróunar- eða samstarfsverkefna. Umsóknir til jafnréttisnefndar skulu berast til Hildar Jónsdóttur, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík Leikskólaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi fyrir leikskólabörn. Auk þess auglýsir leikskólaráð eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í leikskólum borgarinnar og geta umsækjendur verið leikskólar, starfsmannahópar eða einstaka leikskólakennarar og fagmenn á sviði leikskólamála. Umsóknir til leikskólaráðs skulu berast til Jakobinu Sveinsdóttur, Leikskólum Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík Menningarmálanefnd Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs í borginni. Umsóknir til menningarmálanefndar skulu berast til Signýjar Pálsdóttur, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík Styrkumsóknir til annarra verkefna, til byggingar og kaupa á fasteignum skulu sendar borgarráði. Umsóknir skulu berast til Höllu Maríu Árnadóttur, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík Umsóknir skal senda til þess aðila sem sótt er til í síðasta lagi 19. nóvember 1999. Umsóknir sem berast eftir þann tima munu að jafnaði ekki hljóta afgreiðslu. Þeir aðilar sem fengu styrk á síðasta ári þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þess fjár. Félagasamtök sem sækja um niðurfellingu eða lækkun fasteignaskatts sbr. 5. gr. laga nr. 4 /1995 um tekjustofna sveitarfélaga skulu skila umsóknum sínum á fyrrnefndum eyðublöðum fyrir 19. nóvember 1999. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563 2000 alla virka daga milli kl. 10 og 12. Borgarstjórinn í Reykjavík 8. október 1999 tf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.