Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 T>V Sávannatríó hið nýja „Hillary átti að hitta Ólaf Ragnar, Davíð og Keikð, sem virðast þannig vera orðnir að nokkurs konar Savannatríói sem sérhverri hátign- armanneskju sem hingað kemur ber að votta virðingu sina.“ Guðmundur Andri Thors- son rithöfundur, í DV. Annaðhvort í at- hugun eða í nefnd „Ekki tók betra við þegar vindaskuplan Siv Friðleifs- dóttir var sett yflr umhverfis- ráðuneytið. Síðan hún tók við embætti fyrir fimm mánuð- um hefur ekki farið öðrum sögum af frammistöðu henn- ar en hvaðeina sé í athugun eða verði sett í nefnd.“ Sigurður A. Magnússon rit- höfundur, í DV. Af gamla skólanum „Árni Þór er einn af þeim sem vilja halda inni gömlum gild- um sem voru mjög góð hér á árum áður en ýmislegt hefur nú breyst síðan þá þó að hann hafi ekki fylgt með.“ Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinn- ar, í DV. '-9 1 9 I 1 | Sá fyrirsögnina fyr- ir mér „Þegar ég áttaði mig andar- | taki eftir skotið og uppgötvaði | að ég var ekki lífshættulega slasaður þá sá ég fyrir mér fyrirsögn í DV - Oddvitinn skaut sveitarstjórann!" Reynir Þorsteinsson sveitar- stjóri, í DV. Sænska stefnan „Börn sem geta öskrað ókvæðis- | orð og fá engin viðbrögð vegna sænskrar upp- eldis- og um- burðarlyndis- stefnu upplifa það sem áhuga- leysi og skynleysi frá um- hverfinu." Auður Haralds rithöfundur, í DV. Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags: * * Orðinn Keflvíkingur eftir tutt- ugu ára veru á Suðurnesjum DV, Suðurnesjum; Afmælishátíðin tókst mjög vel en við hefðum þó viljað sjá fleiri bæjar- búa fagna með okkur,“ sagði Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, en félagið hélt um síðustu helgi upp á það að sjötíu ár eru liðin frá stofnun þess. „Það hefur ýmislegt verið gert til há- tíðarbrigða allt afmælisárið. Deildir félagsins hafa haldið mót sem hafa verið tOeinkuð afmælinu. Það kann að hljóma einkennilega að Keflavik, íþrótta- og ungmennafélag sé sjötíu ára en 30. júni 1994 sameinuðust sex íþróttafélög í Keflavík í eitt stórt féiag sem hlaut nafnið Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag. Það var strax ákveðið að nota stofndag elsta félagsins, sem var 29. september 1929, því ekki var verið að stofna nýtt félag heldur að sameina félög í eitt stórt íþróttafélag." Félagið rekur samkvæmt samningi við Reykjanesbæ íþrótta- og leikja- skóla Keflavíkur á sumrin auk þess að sjá um rekstur íþróttavalla Keflavík- ur. Þá hefur félagið umsjón með 17. júni hátíðahöldum í bænum ásamt ungmennafélagi Njarðvíkur. Á hverju ári er gefið út veglegt jólablað þar sem rakin er starfsemi deilda félagsins. í tilefni afmælisins var 2. október haldin vegleg afmælishátíð í iþrótta- húsinu við Sunnubraut. „Þar var öllum félagsmönnum, velunnurum félagsins og bæjarbúum boðið að koma og þiggja káffiveitingar og njóta þeirrar glæsilegu sögusýning- ar sem félagið og deildir þess settu upp. Þá voru sérstaklega heiðraðir tveir félagar úr íþróttahreyfingunni, þeir Hafsteinn Guðmundsson og Sig- urður Steindórsson, og fengu þeir af- mælismerki sem sérstaklega var hannað í þessu tO- efni og fána félagsins." Einar er búinn að starfa með íþrótta- hreyfingunni í Keflavík frá árinu 1985. Hann var vara- formaður eftir sameininguna tO ársins 1998 að hann varð formaður félagsins. Hann er húsasmíðameistari og starfaði við smíðar á Keflavíkurflug- veOi þar tO 1. maí á þessu ári að hann tók við framkvæmda stjórastöðu hjá félaginu. Einar segist vera orð- inn Keflvikingur eftir rúmlega tuttugu ára veru á Suð- umesjum en hann er al- inn upp í Garða- bæ. Að sjálf- sögðu snúast áhugamálin um íþróttir. „Já, ég hef áhuga á öOum íþróttum og útiveru og þá taka félagsstörf nokkurn tíma líka.“ Eiginkona Einars er Jóhanna Krist- ín Guðbjartsdóttir, gjaldkeri í Spari- sjóðnum í Keflavík, og eiga þau þrjú börn. Þóra Guðrún er nemi við Kenn- araháskóla íslands, Harald- ur Axel er i Bjölbrauta- skóla Suðurnesja og Einar Trausti er nem- andi í Myllubakka- skóla. -A.G. DV-mynd Arnheiður. Maður dagsins Finnrás á Súfistann í kvöld verður finnskt kvöld á Súfistanum - bóka- kaffi í verslun Máls og menn- ingar, Laugavegi 18. Þar mun hinn frækni finnski ritfjöOistahópur The Fabulous Four and A Blondie skýra í tali og tónum frá því Blessuð veröld helsta sem er á döfinni í finnskri ritlist og fjaUa gaum- gæfilega um muninn á finnskum og íslenskum bók- menntum. Dagskráin fer fram á finnsku, sænsku, ensku og íslensku. Einnig les Guðrún Sigurðardóttir úr þýðingu sinni á skáldsögunni Ári hérans eftir finnska rit- höfundinn Aarto Paasilina. Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis og öOum heimill meðan húsrúm leyfir. Sagnfræðilegar spennitreyjur í dag flytur Gísli Gunnars- son, prófessor við sagn- fræðiskor Há- skóla íslands, fyrirlestur sem hann nefnir: Hvenær hættir kennig að vera hjálpartæki og verður spennitreyja? Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbók- hlöðu á 2. hæð í hádeginu (12.05-13.00) og er hluti af fyr- irlestraröð Sagnfræðingafé- lags íslands sem nefnd hefur verið Hvað er hagsaga? Rúllar upp andstæðingi sínum Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Hljómsveitin Dan modan leikur á Gauknum í kvöld. Dan modan og Brain Police á Gauknum Það verður mikið um að vera á Gauki á Stöng í kvöld. Fremst- ar í flokki verða hljómsveitimar Dan modam og Brain Police en þær eru báðar nýjar og eru með ferska dagskrá. í Dan modan, sem spOar framsækið, eru Jón Björgvin á gítar, Guðmundur íþróttir Bjami syngur og spOar á gítar, Guðmundur Freyr spOar á bassa og Karl Óttar spOar á trommur. Tónleikamir hefjast kl. 23. Annð kvöld skemmtir síðan hljóm- sveitin Poppers sem eins og nafnið bendir tO hefur létt popp í fyrirrúmi. Á fimmtudagskvöld er síðan komið á nítjánda stefnumóti Undirtóna. Bridge Þetta forvitnOega spil kom fyrir í hausttvimenningi Bridgefélags Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag. Algengt var að NS spOuðu þijú grönd á hendur NS en fæstum tókst að vinna þann samning. Þó er hægt að vinna þrjú grönd með tiltölulega skynsam- legri spilamennsku og vörnin getur ekki komið í veg fyrir að slagir sagn- hafa verði 9 hið minnsta. Á sumum borðum opnaði suður á einu sterku grandi (15—17) og norður stökk beina leið i þijú. Á öðrum borðum var al- gengt að suður opnaði á eðlilegu laufi, vestur sagði eitt hjarta og norður tvo tígla. Síðan lá leiðin upp i þrjú grönd. Vestur spOaði á báðum tilfeOum út fjórða hæsta hjartanu og austur setti gosann: # 52 V D102 ♦ KG8752 * D2 # DG10843 V G7 D10 * 1053 # ÁK6 V K98 -# 43 * ÁG987 Sagnhafi drepur á kóng og nú þarf hann : að taka ákvörðun um hvort hann veðjar eingöngu á tígulinn eða reynir að gera sér mat úr lauflitnum. Einn möguleikinn er sá að spila strax tígli á gosann. Sú spOaleið gengur ef vestur á bæði ÁD (blankt eða þriðju) eða ef vestur á Dx í litnum. í þessari legu tapast samningurinn með þeirri spilamennsku. Hin spOaleiðin felst í þvf að spOa tígli á kónginn. Vestúr setur væntanlega lítið spO því það dugar honum lítt að fara upp með ás- inn. Þegar tígulkóngur heldur slag verður að gefa tígulinn upp á bátinn því innkomur vantar tO að hægt sé að hafa gagn af litnum. Sennilega er best í þeirri stöðu að spila laufi á ásinn og síðan laufi að drottningunni. Ef vest- ur gefur þann slag er spaða spOað á ásinn og laufi spilað áfram. SpOið vinnst þá í þessari legu (þegar litur- inn er 3-3) og einnig ef tian er önnur í laufi. Aukamöguleikinn er sá að annar hvor andstæðinganna eigi blankan laufkónginn (Er laufkóngur- inn ekki oftar einspil en önnur spO?!). En þeir voru ekki margir sem fundu vinningsleiðina við borðið. En hvað gerist ef austur setur hjartasjöuna í fyrsta slag? Setur suður ekki kónginn tO að vernda innkomurnar í blindan? ísak Öm Sigurðsson 4 97 Á6543 •# Á96 * K64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.