Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 1
Lyktá netinu Bls. 19 Colin McRae 2 á leiðinni Bls. 22 Helíum í skón Bls. 18 PlayStation tölvui taakni og vísinda Persónuleikatölvur Bill Gates, ríkasti maður heims og að- aleigandi 'tölvurisans Microsoft, játaði í viðtali við BBC sem sent var út um helgina að hann teldi að eitfhvað annað fyrirtæki myndi að lokum taka við forystu- hlutverkinu af Microsoft. Hann sagði að það sé alltaf möguleiki á að einhverjir frumkvöðlar séu inni í bílskúr að vinna að hug- mynd sem muni gjörbylta tölvu- heiminum á svipaðan hátt og hann sjálfur gerði ásamt félögum sínum á áttunda áratugnum. Gates sér helsta verk- efni tölvu- iðnaðarins í framtíðinni að koma Net- inu inn í sjónvörpin og símana. Hann segir jafnframt að það sé ekki langt að bíða þess að fólk geti farið að tala við tölv- ur sínar sem muni svara að bragði og jafnvel verði hægt að ákvarða „persónuleika" þeirra. Hann sagði þó að langt væri hins vegar í að tölva sem myndi raun- verulega „hugsa" yrði að veru- leika. Veðurspá árið 2050 Breskur vís- indamaður hefur sett af stað verkefni sem byggir á því að al- menningur geti „lánað" honum tölvur sínar á meðan þær eru í skjáhvíld til að reikna út hvernig veðurfar verður um miðja næstu öld. Þar með notar hann sömu hugmynd og hefur verið notuð með frábærum árangri við SETI@home verkefnið, þar sem almenningur er að hjálpa geimvísindamönnum að leita að skilaboðum geimvera í útvarpsbylgjum sem berast til jarðar. Vísindamaðurinn, dr. Myles Allen, telur hins vegar að sín rannsókn sé praktískari en SETI@home, enda eru mestar líkur á að ekkert komi út úr öllum þeim útreikningi sem unninn er við það verkefni. Rannsókn hans muni að minnsta kosti örugglega skila ákveðnum niðurstöðum um málefni sem skipti alla jarðarbúa máli. Nánari upplýsingar um verkefnið fást á slóðinni http://www.climate- djTiamics.rl.ac.uk/ ¦|i|MUiMBfPlijpMP lOIVllí' A dögunum fór fram nokkuð sérstæð tísku- sýning í Singa- pore sem bar yf- irskriftina „Print-á-Porter" og var myndin hér til hliðar tekin af því tilefni. Eins og sjá má eru flíkur þessarar ungu stúlku úr allsérstæðu efni, enda eru hér á ferðinni út- prentanir úr nýjustu tegundum tölvuprentara frá fyrirtækinu Hew- lett-Packard. Það var hópur fata- hönnuða bæði frá Singapore og einnig annars staðar úr heiminum sem tók þátt í að nýta prentara- tæknina til fatahönnunar. Allur ágóði af sýningunni rann síðan til góðgerðamála. Enn er of ffjótt að spá um það hvort prentarar verði nýjasta æðið 1 tískubransanum, en þó er ljóst að fatahönnuðir geta nú farið að líta þessi jaðartæki, sem hingað til hafa kannski ekki verið talin neitt rosa- lega töff, sem heppilegt tól til að komast áfram í tískubransanum. "" "-\ í lífi og leik...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.