Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 4
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 21 rsjrai MdU ÉIIÉ H ■ ■ IIII ■ H1MIP1* ■ ■ H H ■ ■ ■ ■ ■■ ■■ ■ fggg Gróðurhúsaáhrifin takmörkuð að mati sumra: Hækkandi hiti ekki bara manninum að kenna - segir Ágúst H. Bjarnason rafmagnsverkfræðingur Ekki bara gróðurhúsaáhrif sem skipta máli: Sjávarhiti fyrir norðan mikilvægur - segir Páll Bergþórsson sem spáir góðri tíð á næstu árum Á íslandi er með- alhiti það nálægt frostmarki að við finnum mun meira fyrir minnstu breyt- ingum á hitastigi heldur en íbúar landa nær miðbaugi þar sem meðal- hitinn er nær 20 gráðum. Hitastigið hefur jafnframt geysilega mikið að segja hvað varðar gróður á landinu og fiskinn í sjónum. Páll Bergþórs- son veðurfræðingur hefur rannsak- að hitastig hér á landi og komist að því að einn helsti áhrifavaldur þess er sjórinn. DV-Heimur hafði sam- band við Pál og bað hann að útskýra þetta nánar. „Það hefur komið í ljós að lofthiti hér á norðurslóðum fylgir greini- lega sjávarhitanum," segir Páll. „Það er náttúrlega ekki óeðlilegt því loftið þarf ekki mikinn varma til að hitna og það er geysilegur varmi í sjónum. Sjórinn í kringum landið ræður því úrslitum um hvað loftið er hlýtt í landinu og þess vegna skipta hafstraumarnir jafnframt miklu máli.“ Gott útlit næstu ár „Því er hægt að spá fyrir um loft- hita hér á landi með því að fylgjast með hitastigi sjávar í kringum okk- ur. Straumarnir hingað til lands liggja í stórum dráttum frá Sval- barða og þaðan eru þeir um þrjú ár á leiðinni. Þar sem sjórinn geymir hita sinn geysilega vel þýðir þetta að ef hlýtt er þarna norður frá þá mun veðurfar verða tiltölulega hlýtt hér við land næstu ár á eftir.“ Aðspurður um veðurhorfur á ís- landi næstu ár út frá þessum spá- dómum segir Páll að útlitið sé mjög gott þvi á öllum veðurstöðvum fýrir norðan land er mjög mildur sjór um þessar mundir. En hann bendir á að sjávarhiti við Svalbarða segi til um meira en hitann á íslandi þvi hann hefur spádómsgildi varðandi allt norðurhvel jarðar, allt að 5 til 10 ár fram í tímann. Síðan byrjað var að mæla hitastig á Svalbarða hefur komið í ljós að hægt er að spá fyrir um hitastig á norðurhvelinu sjö ár fram í timann með skekkju sem oft- ast hefur verið minni en 0,05 gráð- ur. Mikil áhrif á íslendinga „Þetta hefur mikla efnahagsþýð- ingu fyrir okkur,“ heldur Páll áfram, „því hitinn ræður svo miklu um lífsskilyrði manna hér á norðurhveli jarðar. Þetta er aug- ljóst hvað varðar fiskveiðar því greinilegt er að fiskveiðar ganga mun betur hér á landi þegar sjór- inn er hlýr til lengdar. Síðustu 30 ár hefur verið helmingi minni þorskafli heldur en var áður þegar sjórinn var hlýrri og það er mjög nærtæk skýring að hitastig sjávar hafi haft þar mikil áhrif.“ Páll segir að þessar sveiflur vegna mismunandi hitastigs sjávar séu skýring á þeim hitasveiflum sem hafa orðið á jörðinni síðustu 100 ár. Þær skýra jafnframt út af hverju gróðurhúsaáhrifin hafa ekki birst þannig að jafnt og þétt hafi hlýnað á jörðinni á þessum tíma. „Sjávarhitinn veldur skamm- tímasveiflum á hitastigi jarðar og þar af leiðandi hefur verið erfiðara að greina gróðurhúsaáhrifin. Hækkandi hitastig nú á síðustu árum og þeim næstu eru því ekki bara af völdum gróðurhúsaáhrif- anna heldur eirmig vegna skamm- tímasveiflu á hitastigi jarðar. Þetta getur einnig virkað öfugt, þannig að kólnun á hitastigi sjávar á norð- urhveli jarðar vinni á móti gróður- húsaáhrifunum. Þetta gerðist t.d. á sjöunda áratugnum þegar hitastig lækkaði þrátt fyrir gróðurhúsaá- hrifin. Þá töldu margir að allt tal um gróðurhúsaáhrif væri mark- laust en þetta var útskýringin á því hvers vegna hitastig hækkaði ekki,“ segir Páll. Ef svo heldur fram sem horfir má búast við að einhvern tímann á næstu öld verði hitastig orðiðþremur stigum hærra heldur en var fyrr á þessari öld. Þá verður loftslag hér orðið svip- að því sem það er í Vestur-Noregi og Skotlandi og má því bú- ast við td. góðum skil- yrðum til kornræktar og skógræktar hér á landi. Þeir eru þónokkrir sem hafa efast um aö gróðurhúsa- áhrifin svokölluðu séu eins mikil eða hættuleg og sumir vísindamenn hafa haldið fram. í hópi þeirra er Ágúst H. Bjamason rafmagnsverkfræðingur en hann hefur haldið úti vefsiðu (http://www.rt.is/ahb/soI/) þar sem finna má ýmis rök gegn því að hækkun hitastigs af manna- völdum sé alvarlegt vandamál. DV-Heimur hafði samband við Ágúst til að forvitnast nánar um þessa afstöðu efasemdarmann- anna. „Ég held að gróðurhúsaáhrifin séu heldur minni en margir halda og mér sýnist sem flestir þeirra sem hafa rannsakað þessi mál mikið séu þeirrar skoðunar að það séu aðrir þættir sem vega ef til vill jafn þungt eða þyngra en losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum," segir Ágúst. „Menn vita að það hafa verið sveiflur i veðurfari alla tíð og sem dæmi má nefna að um árið 1000 var veður jafn hlýtt og það er um þessar mundir. Þá sigldu víkingar á opnum bátum yfir Atlantshafið og Eiríkur rauði settist að á Grænlandi. Upp úr 1300 fór síðan kólnandi og mjög slæmt árferði fylgdi i kjölfarið allt fram á átj- ándu öld þegar aftur fór að hlýna og allt var þetta án þess að nein gróðurhúsaáhrif þyrfti til.“ Þéttbýlisáhrif Að sögn Ágústs telja margir að skýringin á þessum sveiflum á hitastigi sé að talsverðu leyti hæg- fara breytingar á sólinni. Menn vita að virkni sólar hefur verið stígandi á þessari öld og hefur hitastigið á jörðinni fylgt virkni hennar mjög greinilega á þessum tíma. Jafnframt er vitað að þegar hvað kaldast var á sautjándu öld var virkni sólarinnar i lágmarki. Hann segir einnig að gæði veð- urstöðva geti orsakað það að hærra hitastig mælist án þess þó að raunveruleg hækkun hafi átt sér stað. „Það hefur komið í ljós að þar sem góðar og þróaðar veð- urstöðvar eru í meirihluta verður ekki vart við mikla hækkun á hitastigi, en hins vegar er hækk- unin meiri þar sem skilyrðin eru ekki eins góð. Þetta hafa menn reynt að skýra með því að í upp- hafi voru settar upp veðurathug- unarstöðvar fyrir utan borgir, en síðan stækka borgirnar og hús og malbik umlykja rannsóknarstöðv- arnar en skóglendi og gras minnka. Þetta verður til þess að nánasta umhverfi veðurstöðv- anna verður heitara án þess þó að um raunverulega hækkun hita- stigs sé að ræða. Þetta hefur verið kallað þéttbýlisáhrif eða „urban effect" á ensku,“ segir Ágúst. Áhuginn að minnka „Gervihnattamælingar sem gerðar hafa verið frá því 1979 eru að margra mati mun betri mæl- ingar en þær sem hafa verið gerð- ar á jörðu niðri. Þær mæla hita- stigið yfir höfum, yfir báðum skautunum og alls staðar þar sem erfitt er aö komast að fyrir fólk á jörðu niðri. Þarna eru því meðal- talsmælingar yfir allan heiminn. Samkvæmt þessum mælingum hefur engin markverð hækkun orðið siðan 1979 ef undanskilin er hækkunin sem varð á síðasta ári vegna E1 Nino, en sú hækkun hef- ur gengið til baka í dag.“ En Ágúst leggur áherslu á að þetta sé auðvitað ekki einfalt mál og að það sé ósköp einfalt að draga rangar ályktanir af ákveðn- Athyglisverð tilgáta um gróðurhúsaáhrifin: Geta valdið lækkun sjávarborðs - vegna holumyndunar á hafsbotni Suðurskautið hefur bráðnað í 10.000 ár Ágúst H. Bjarnason rafmagnsverk- fræðingur heldur úti vefsíðu á slóð- inni http://www.rt.is/ahb/sol/ þar sem finna má röksemdafærsiur fyr- ir því að gróðurhúsaáhrifin séu ekki eins alvarlegt mál og margir telja. um niðurstöðum í fljótfærni. „Undanfarin ár hefur þetta gerst alloft að mínu mati, en mér finnst þó að upp á síðkastið hafi áhugi manna á þessu máli minnkað nokkuð og þetta er ekki orðið eins mikið fár og það var á sínum tíma. Nú finnst mér umræðan skjóta upp kollinum sérstaklega í kringum ákveðnar ráðstefnur eða slíkt og mann grunar að þama séu vísindamenn sem hafa at- vinnu af því að rannsaka þessi mál að reyna að halda uppi hræösluáróðri svo þeir fái áfram fjármagn til rannsókna sinna,“ segir Ágúst að lokum. -KJA Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir að sjávarhiti í Norðursjó skipti mjög miklu um það hve mikili hitinn er hér á iandi. Hann telur að búast megi við því að á næstu öld verði meðalhiti orðinn um þremur gráðum hærri en við upphaf þessar- ar aldar vegna gróðurhúsaáhrifanna. Það sem Bratton er að benda á er að hækkandi hiti sjávar vegna gróð- urhúsaáhrifanna getur leitt til þess að ákveðin tegund kristalla á hafs- botni (e. „Clathrates") bráðni. Krist- allar af þessu tagi loka inni gasteg- undir eins og t.d. metan og þegar þeir bráðna verða til „holur“ þegar gasið fer upp á yfirborðið. Sjórinn flæðir inn í þessar holur á hafsbotninum og því lækkar sjávarborðið. Að mati dr. Bratton er líklegast að þetta valdi því að sjávarborð lækki um einn og hálfan metra en í allra versta falli gæti þetta orðið til þess að sjávarborðið lækkaði um heila 25 metra. Hann telur þó að sennilega muni lækkun sjávarborðs vegna þessara áhrifa Þetta eru vissulega góð tíðindi fyr- ir þá sem búa í sjávarbæjum og borg- um um allan heim. Hins vegar eru vondu fréttimar þær að mögulegt er að losun metangass, sem er eitt þeirra efna sem orsakar gróðurhúsa- áhrifin, af hafsbotni geti leitt til þess að gróðurhúsaáhrifin muni verða jafnvel enn meiri í framtíðinni. verða jafnmikil og hækk- Þorp eins og t.d. Vík í Mýrdal gætu farið illa út úr unin sem verður vegna hækkun sjávarborðs. Nýjar tilgátur um gróður- bráðnunar jökla af völdum húsaáhrifin herma að ef til vill sé mögulegt að hækkandi hitastigs. sjávarborð hækki ekki vegna þeirra. Jjj> njBiíi í þúsundir ára hefur vænt stykki af Suð- urskautsland- inu verið að bráðna og mun eflaust halda því áfram um ókomna tíð. Og það sem meira er, enginn getur gert nokkurn skap- aðan hlut við því. Ólíkt því sem víða er á Suðurskautslandinu er gróðurhúsaáhrifunum líklega ekki um að kenna. „Á síðustu ísöld var ísbreiðan á Suðurskautslandinu vestanverðu um 1.300 kílómetrum meiri en hún er nú í Rosshafsflóanum,“ segir Brenda Hall við háskólann I Maine sem vann að rannsókninni. „Gögn okkar benda til að hún hafi hopað allt frá lokum ísaldarinnar, senni- lega síðustu tíu þúsund árin.“ Vísindamennirnir segja í grein í tímaritinu Science að bráðni is- breiðan algjörlega muni yfirborð sjávar um heim allan hækka um fimm til sex metra og sökkva þar með milljónum kílómetra af strand- lengju. Howard Conway, jarðeðlisfræð- ingur við Washingtonháskóla, sem Slitinn brandari En hverju má búast við af gróður- húsaáhrifunum hér á landi að mati hans? „Það virðist vera að gróður- húsaáhrifin séu nú þegar orðin þau að hitastig hafi hækkað um eina gráðu hér á landi og á Svalbarða hef- ur hitastig hækkað um rúmar tvær gráður. Ef svo heldur fram sem horf- ir má búast við því að einhvem tím- ann á næstu öld verði hitastig orðið þremur stigum hærra heldur en var fyrr á þessari öld. Þá verður loftslag hér orðið svipað því sem það er í legt atferli eins og bmni jarðelds- neytis hófst og hitastig fór hækk- andi. En orsakirnar fyrir bráðnun annars staðar em ekki alveg jafn- augljósar. Breytingar á hafstraum- um eða á þvi hvernig vatn fer und- ir ísbreiðuna geta einnig átt þar hlut að máli. Hall, Conway og félagar þeirra fóru í tugi ferða út á ísbreiðuna á vesturhluta Suðurskautslandsins til að mæla bráðnunarhraðann. Þau leituðu að ýmsum vísbending- um um hversu stór ísbreiðan hefur verið í gegn um tíðina. Núna þekur hún um 932 þúsund ferkílómetra. Vísbendingarnar sem leitað var vom meðal annars mörgæsaskitur. Einnig var stuðst við ratsjármynd- ir af yfirborðsisnum og ísnum niðri við fast land. Hall segist vona að rannsóknin verði ekki vopn í höndum þeirra sem gagnrýna kenninguna um gróðurhúsaáhrifin. „Þótt við segjum að núverandi hopun ísbreiðunnar sé kannski ekki af völdum gróðurhúsaáhrif- anna þýðir það ekki að þau séu ekki tÚ,“ segir Brenda Hall. Vestur-Noregi og Skotlandi og má því búast við t.d. góðum skilyrðum til komræktar og skógræktar hér á landi. Skuggahliðarnar em svo þær að það hækkar í sjónum og af því get- ur skapast stórhætta bæði hér á landi og þó sérstaklega í þéttbýlum löndum eins og t.d. í Indlandshafi og víðar," segir hann. En hvað um spádóma um að Golfstraumurinn muni ekki lengur veita hita hingað upp eftir? „Ég segi nú stundum að það sé bara slitinn brandari. Auðvitað getur Golfstraum- Gróöurhúsaáhrifin eiga ekki sök á öllu: Ekki er hægt að kenna mannskepnunni um allt sem aflaga hefur farið í nátt- úrunni. Þannig hefur hluti Suðurskautslandsins verið að bráðna í tíu þús- und ár, án þess að gróðurhúsaáhrifin hafi átt nokkra sök þar á. leiddi rannsóknina, segir að þó svo að gróðurhúsaáhrif af mannavöld- um flýti kannski fyrir ferlinu sé lít- ið hægt að gera við því. „Þetta virðist vera hluti náttúru- legrar hringrásar," segir Conway. Ljóst er að sums staðar hefur ís- inn verið að bráðna frá því mann- urinn breyst eitthvað en það er alls ekkert, sýnist mér, sem bendir til þess að hlýnandi veðurfar dragi úr honum og hér muni kólna vegna gróðurhúsaáhrifanna. Hitt er annað mál að hér verða áfram sveiflur á veðurfari vegna áhrifanna að norðan sem geta ýmist unnið með eða á móti gróðurhúsaáhrifunum,“ segir Páll að lokum. -KJA Afleiðingar gróðurhúsaáhrifanna fyrir fiskveiðarnar, aðalatvinnuveg íslendinga, eru óljósar en líklegt er að áhrifin gætu orðið veruleg á lífríki sjávar hér við land og vfðar í heiminum. Skýrsla umhverfisráðuneytis: Áhrif á ísland mjög óljós - nokkur hækkun hitastigs þó líkleg Árið 1997 gaf umhverfisráðu- neytið út um- fangsmikla skýrslu sem bar heitið „ísland og loftslagsbreyt- ingar af mannavöldum". Þar var meðal annars velt upp þeirri spurn- ingu hverjar afleiðingar gróður- húsaáhrifanna gætu orðið hér á landi. Meginniðurstaða þeirra vanga- veltna var að mjög erfitt væri að koma með ákveðið svar. Sérstaklega vegna þess að ísland liggur á haf- svæði þar sem mætast kaldir og hlý- ir haf- og loftstraumar og er í raun bæði talið mögulegt að hitastig lækki hér á landi og hækki. Lík- legra er þó talið að um hækkun á hitastigi verði að ræða þó flest bendi til þess að hækkunin verði minni hér á landi en víðast hvar annars staðar. Skipti máli fyrir fiskveiðar í skýrslunni er litið nánar á af- leiðingar gróðurhúsaáhrifanna á einstaka þætti í náttúru íslands. Þar kemur t.d. fram að allar breytingar á hafstraumum og hitastigi sjávar myndu hafa miklar afleiðingar á alla grunnþætti sem hafa áhrif á fiskveiðar, s.s. frumframleiðslu (ljóstillifun þörunga) í hafinu, út- breiðslu einstakra fiskistofna, fiski- göngur og staðsetningu hrygningar- stöðva. Eins og með flest annað sem þessu viðkemur er hins vegar ekki ljóst hverjar þessar afleiðingar ná- kvæmlega yrðu. Hvað hækkun sjávarborðs varðar er bent á að hún sé nokkurt áhyggjuefni fyrir íslendinga „enda býr mikill meirihluti landsmanna við ströndina eða skammt frá henni. Hækkun sjávarborðs gæti valdið töluverðum skaða vegna auk- innar tíðni sjávarflóða og skemmda sem þau gætu valdið á höfnum, veg- um og öðrum mannvirkjum," segir í skýrslunni. Jákvætt fyrir landbúnað Skilyrði til landbúnaðar og skóg- ræktar hins vegar ættu að batna hér á landi vegna gróðurhúsaáhrif- anna svo framarlega sem þau leiði til þess að hitastig muni hækka á landinu. Meðal annars kom í ljós við rannsóknir að hlýnun hér á landi upp á 1,3 gráður gæti leitt til 16-19% aukningar á heyframleiðslu. Þó má jafnframt búast við að aukn- ing meðalhita á íslandi myndi verða til þess að ýmsar plágur eins og skordýr og plöntusjúkdómar myndu Þar kemur t.d. fram að allar breytingar á haf- / straumum og hitastigi/ sjávar myndu hafa miklar afleiðingar á alla grunnþætti sem hafa áhrifá fiskveiðar; s.s. frumframleiðslu í hafinu, útbreiðslu ein- stakra fiskistofna, fiskigöngur og stað- setningu hrygningar- stöðva. færast í vöxt í landbúnaði. Að lokum er svo bent á að gróður- húsaáhrifin gætu leitt til þess að möguleikar til raforkuframleiðslu hér á landi myndu aukast vegna bráðnunar jökla og aukins rennslis í jökulám. Hægt er að skoða þessa skýrslu umhverfisráðuneytisins alla á heimasíðu umhverfisráðuneytisins sem hýst er á vef Stjómarráðsins, http://www.stjr.is/ Samkvæmt bandaríska jarð- fræðingnum dr. John Bratton er mögulegt að hækkandi hita- stig andrúmslofts jarðar muni leiða til þess að sjávar- borð lækki og það jafnvel verulega. Þetta er öfugt við það sem flestir hafa haldið fram en það er að sjávarborð- ið hækki vegna aukinnar bráðnunar íss um heim allan. Að mati dr. Bratton er líklegast að þetta valdi því að sjávarborð lækki um einn og hálfan metra en í allra versta falli gæti þetta orðið til þess að sjávarborðið lækkaði um heila 25 metra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.