Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Blaðsíða 6
^22 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 íauiÆij ¥ Nýjar Nintendo 64 vélar Apple-fyrirtæk- I ið sló rækilega i í gegn með iMac-tölvunni. í kjölfarið hafa ] minni spámenn J fylgt í kjölfarið og stolið og stælt hugmyndina á allan hátt. ] Nú virðist sem leikjatölvuris- í inn Nintendo ætii að fara sama stíginn og Apple-fyrirtækið. í farvatninu fyrir jólamarkaðinn eru nýjar gerðir af Nintendo 64 leikjatölvunni vinsælu. Og hvað ætli þær hafi fram yflr gömlu Nintendo 64 tölvuna? Jú, þær eru í mörgum litum og hálfgegnsæjar. Nintendo-menn segjast ekki vera að stela neinu heldur aðeins vera undir áhrif- um af iMac-tölvunni. Þá er bara að sjá hvort Apple kærir. GTA 2 beðið með eftirvænt- ingu Rockstar Games sögðu frá því í síðustu viku að síðan prufuút- gáfa af Grand Theft Auto 2 kom á Netið þann 22. septem- ber hafl um það bil 600,000 GTA-aðdáendur um allan heim j nælt sér í prufuna. „Hinn mikli áhugi á GTA2 demóinu sýnir vinsældir Grand Theft Auto-nafnsins og gerir GTA 2 einn af mest eftir- sóttustu leikjum ársins," sagði Sam Houser, forstjóri Rockstar Games, við þetta tilefni. „Aðdá- endur jafnt sem nýir notendur eru yfir sig spenntir yfir demó- inu og við búumst við að fjöldi þeirra sem sækja það eigi eftir að aukast töluvert fram að út- gáfu leiksins." GTA 2 mun verða geflnn út fyrir PC-tölvur og PlayStation í lok október. GTA 2 er fram- haldið af hinum magnaða leik Grand Theft Auto sem hefur selst í yflr 2.5 milljónum ein- taka. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar er bent á heima- síðu leiksins, http://www.gta2.com. /íjJVii- JaíísJ/ /jjjyu- JaJJiJ/ t Medal of Honour: Seinni heimsstyrjöldin í fýrstu persónu Steven Spielberg með puttana í tölvuleik Talið er að kvikmyndin Saving Private Ryan hafi vakið áhuga fólks á seinni heimsstyrjöldinni. Skotleikir sem hafa seinni heims- styrjöldina sem bakgrunn hafa ver- ið frekar fáséðir síðustu árin en það virðist vera að breytast. Aragrúi slíkra leikja er í framleiðslu fyrir hinar ýmsu gerðir leikjatölva. Svo virðist sem kvikmyndin Saving Pri- vate Ryan, sem einmitt er leikstýrt Skotleikir sem hafa seinni heimsstyrjöldina sem bakgrunn hafa verið frekar fáséðir siðustu árin en það virðist vera að breyt- ast. Aragrúi slíkra leikja er í framleiðslu fyrir hinar ýmsu gerðir leikjatölva. af Spielberg, hafi glætt áhuga fólks á leikjum af þessari gerð. Þess má þó geta að einn fyrsti fyrstu persónu skotleikurinn sem framleiddur var gerðist í heimsstyrjöldinni síðari en það var leikurinn Wolfenstein frá id Software sem seinna bjuggu til Doom og Quake leikina. PlayStation-eig- endur hafa ekki haft úr mörgum fyrstu persónu skotleikjum að velja. Að vísu er Doom til fyrir PlayStation en hann er kannski heldur gamall. Aragrúi af frekar lé- legum fyrstu persónu skotleikjum hefur komið á markaðinn og ekki gert neina lukku meðal PlayStation- eigenda. Nú er útlit fyrir að þetta komi til með að breytast. Quake II er á leið- inni, heldur seint, og fréttir hafa borist af Unreal. Annar leikur þess- arar tegundar er leikurinn Medal of Honour. Eins og nafnið bendir kannski til gerist hann í stríði og ekki hvaða striði sem er heldur seinni heimsstyrjöldinni. Medal of Honour-leikurinn er hugdetta Stevens Spielbergs og framleiðir fyr- irtækið hans, Dreamworks, leikinn. Hraðaflklar kætast: Colin McRae rís aftur Eins og alltaf með framhaldsleiki er ráð- gert að bæta úr sem flestum göllum fyrir- rennarans. Ef eitthvað plagaði fólk við fyrsta leíkinn þá varþað einna helst skortur á fleiri akstursleiðum en þær voru „aðeins“ 44. Colin McRae flýgur um loftin blá í Ford Focus-bíl sínum á síðasta keppnis- tímabiii í rallinu. í Colin McRae Rally 2 verður hann einnig kominn á Focus og búinn að skipta út Imprezunni. göllum fyrirrennarans. Ef eitthvað plagaði fólk við fyrsta leikinn þá var það einna helst skortur á fleiri akstursleiðum en þær voru „að- eins“ 44. Jafnframt verða akst- ursleiðimar í næsta leiknum mun nákvæmari eftirlíkingar af hinum raunverulegu akstursleiðum, þannig að spilarar ættu að kannast við sig ef þeir hafa fylgst með rall- inu í sjónvarpi. Svo er auðvitað ein augljós breyting þar sem Colin, rall- kappinn sem leikurinn er kenndur við, hefur skipt Imprezunni út og rúntar þessa dagana um á Ford Focus. -sno Á síðasta ári kom út fyrir PlayStation og PC einn besti akstursleikur sem gerður hef- ur verið, Colin McRae Rally. Þar fór saman góð grafík, frábær leikhæfni og trúverð- ugir aksturseiginleikar rallbílanna. Leikurinn gekk enda mjög vel bæði á PC- og á PlayStation-leikjatölv- unni. Nú hafa framleiðendur leiksins, Codemasters, ákveðið að bæta um betur og gera framhald af leiknum. Leikurinn, sem þegar er langt á veg kominn, mun koma út fyrir PlaySta- tion og PC eins og áður. Myndir úr leiknum hafa birst í leikjablöðum og er ekki hægt að segja annað en þær lofi góðu. Eins og alltaf með framhaldsleiki er ráðgert að bæta úr sem flestum ■j'SJvih JííjJíjj' Leikurinn vinsæli Half Life mun á næstunni koma út fyrir Play Station 2, Dreamcast og Macintosh. Half Life á önnur mið Einn vinsælasti leik- urinn sem kom út á síðasta ári fyrir PC var leikurinn Half Life, en leiknum hef- ur verið lýst sem besta fyrstu-persónu skotleik til þessa. Þeir sem spilað hafa leikinn hafa vart haldið vatni af hrifningu yfir gæðum hans. Nú virðist sem röðin sé komin að eigendum annarra kerfa að njóta kræsinganna. Half Life mun koma út fyrir PlayStation 2, Dreamcast og síðast en ekki síst Makkann. Tím- arnir breytast og svo virðist sem Makkinn sé orðin fýsilegri í augum leikjaframleiðenda. Áætlað er að Half Life komi út fyrir Makkann á þessu ári. Einn galli virðist þó vera á makkaútgáfunni, því í byrjun var ráðgert að hafa möguleika á því að spila við PC-eigendur á Netinu en svo virðist sem þessi möguleiki verði ekki fyrir hendi. Það er auö- vitað bagalegt þar sem mótherjar verða þá óhjákvæmilega færri. ÍÚiVJ- JalJiJ/ Framleiðendur haldnir fortíðarþrá: Pac Man öðlast nýtt líf Mikill áhugi virðist vera á tölvuleikjum af gamla skólanum þessa dagana. Annar hver tölvuleikjaframleiðandi virðist vera þungt haldinn af fprtíðarþrá. Verið er að gera alla gömlu klassísku tölvuleikina upp á nýtt eða gefa þá út óbreytta. Einn þekktasti karakter gömlu tölvu- leikjanna er án efa gamli góði Pac Man. Útibú tölvuleikjafram- leiðandans Namco í Bandaríkjunum hefur nú klárað sinn fyrsta leik og er það sérstök - afmælisútgáfa af Pac Man. Leikurinn, sem er fyrir PlayStation leikjatölvuna, er dag- réttur og er allur í þrívídd. Alla helstu fitusana sem prýða svona endurgerðir er að finna í Pac Man en leikurinn er svona hopp og skopp leikur í anda Crash Band- icoot og Croc-leikjanna. Segja má að það sé óumflýjanlegt að Pac Man öðlist nýtt líf þar sem hann var einn fyrsti tölvukarakt- erinn sem varð frægur um allan heim. Flestir þeir sem íjallað hafa um nýja Pac Man-leik- inn hafa gefið honum góða dóma en hvemig er hægt að segja eitt- hvað ljótt um gamlan fjölskylduvin? Tribes teiknimyndasaga PC-leikjavinir þekkja flestir til net-leiksins Tribes. Tribes hefur verið vinsæll meðal þeirra sem spila leiki á Netinu. Nú virðist sem fleiri geti fengið að njóta leiksins en þeir sem eiga PC-sam- hæfðar tölvur. Ekki fá þeir þó að skjóta allt í klessu heldur gefst fólki kostur á að lesa Trihes- myndasögu á vefsíðunni www.tribesplayers.com. Það ættu að vera einhverjar sárabæt- ur fyrir þá sem ekki hafa aðgang að PC-tölvu. Teiknimyndasagan á að verða nokkurs konar forsaga fyrir nýja Tribes-leikinn, Tribes Extreme. MBSE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.