Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 8
heimili MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 Framtíðarsýn arkitektastofu Finns og Hilmars: Heimili og vinna á sama stað Tölvumynd af framtíðarheimilinu sem sýnd er á Metropolitanarkitektasýn- ingunni í New York. Á tímum síbreytilegrar tækni og sviptinga í lifnaðarháttum er ekki ólíklegt að maðurinn móti nánasta umhverfi sitt upp á nýtt með hliðsjón af nýjum þörfum og óskum. Ekki er langt síðan íslendingar skriðu út úr torfkofunum með pírð augun en fullyrða má að heim- lii okkar og hús hafi tekið tals- verðum breytingum síðan þá. Eftir miklar vangaveltur hafði DV samband við Hilmar Þór Björnsson og Finn Björgvins- son hjá arkitektastofu Finns og Hilmars og bað þá að reifa hugmyndir sínar um íslensk heimili framtíðarinnar. Flestar þær íbúðir sem byggðar hafa verið á undanförnum árum hafa verið hannaðar fyrir staðalfjölskylduna. Þeir gallar fylgja bessum íbúðum að þær fullnægja illa breytilegum þörfum íbúanna á lífsleiðinni vegna breytilegrar fjöl- skyldustærðar, aldurs og heilsu- fars,“ segir Hilmar. „Við sjáum fyrir okkur íbúða- byggingar sem eru þannig úr garði gerðar að þær geti þjónað íbúum sínum alla þeirra ævi, allt frá því að vera bamlaust par til barnmargrar fjölskyldu og að lokum þegar aldur- inn færist yfir og þörf vaknar fyrir heimahjúkrun,“ segir Hilmar. „íbúðarhús framtíðarinnar þurfa að vera fyrirferðarminni og ábyrg- ari í neyslu af fermetrum, orku og dýrum „þægindum" en fyrirferða- meiri hvað varðar félagsleg tengsl, frítíma, orkusparnað og þess háttar. Það má segja að staðalíbúðir nútím- ans fullnægi aðeins húsnæðisþörf en ekki öðrum þörfum sem nútíma- húsnæði þarf að uppfylla," segir Finnur. Breyttir fjölskylduhættir Að sögn Hilmars hefur orðið mik- il breyting á fjölskylduháttum síð- ustu áratugi. „Fyrir þrjátíu árum sat fjölskyld- an í stofunni og hlustaði saman á útvarpið. Börnin léku sér á gólfinu, móðirin vann við hannyrðir og fað- irinn lá í sófanum og las í blaði eða bók. Þegar lagst var til náða fóra börnin inn í sitt herbergi, oft tvö í hvert og sváfu í kojum. Fyrir tuttugu árum sat fjölskyld- an í myrkvaðri stofu eða sjónvarps- holi og horfði á sjónvarpið. Öll fjöl- skyldan horfði á það sem bauðst og samskipti voru minni en tíu árum áður. Barnaherbergin munu taka umbyltingum á komandi tíð. Baðherbergi framtíðarinnar? Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson arkitektar fyrir framan hug- mynd sína að íbúðahverfi sem er nánast sjálfbært hvað varðar félagslega þjónustu. DV-mynd S Eldhús framtíðarinnar er einfalt og hreinlegt í sniðum með nægri birtu. í dag er fiölskyldan dreifð um íbúðina, býr í raun í nokkrum sér- býlum innan íbúðarinnar, hver ein- staklingur með sitt sjónvarp, sína tölvu og sinn síma. Börnin horfa á annað efni en foreldrarnir og borða jafnvel pitsumar sínar inni á sér- býlinu, þ.e. herberginu sínu. Sam- skipti innan fiölskyldunnar eru mjög takmörkuð miðað við það sem áður var,“ segir Hilmar. Einkabíllinn tóm- stundatæki Finnur og Hilmar telja höfuðá- herslu samfélagsins undanfarna áratugi hafa verið lögð á magn frek- ar en gæði. „Keppikeflið hefur verið hærri laun, meiri vinna, stærri hús, breið- ari götur, fleiri bílar, meiri einka- neysla og meiri félagsleg neysla. Þetta hefur leitt af sér að minni tími hefur gefist til samskipta innan fiöl- skyldu og vinahópa, meiri mengun og óheyrilega dýrar fiárfestingar á umferðarmannvirkjum. í skipulagi hefur undanfarin ár verið lögð áhersla á skýr mörk milli atvinnu- og íbúðasvæða. Þessi hugmynd var neyðarlausn sem fundin var upp í upphafi aldarinnar þegar mengun af atvinnusvæðum var gríðarleg," segir Hilmar. Að sögn Finns munu skilin milli atvinnusvæða og íbúðasvæða ekki vera eins skýr i framtíðinni. „Und- anfarna áratugi hafa vinnustaðir verið að fiarlægjast heimilin. Á komandi árum mun þetta snúast við og heimili og vinnustaður nálg- ast bæði huglægt og hlutlægt. Vélai- munu menga minna og minni há- vaði frá þeim en verið hefur og munu því vinnustaðirnir verða þrifalegri og minni og geta því með betri hætti en áður blandast íbúða- svæðum," segir Finnur Að sögn Finns mun tæknin gefa möguleika á því að gera skilin milli vinnu og frítíma ógreinilegri. „Háþróuð tölvustýrð framleiðsla af ýmsu tagi verður unnin á litlum vinnustöðum sem dreifðir verða um íbúðahverfin. -Stór hluti inn- kaupanna verður gerður inni á heimilinu með tölvu og meginhluti háskólanáms mun fara fram í íbúðahverfum með margmiðlunar- tækni,“ seg- ir Finnur. Með þessu móti segja Finnur og Hilmar að umferð og mengun henni sam- fara muni minnka tals- vert auk þess fiár sem sparast í fiárfest- ingu í um- ferðamann- virkjum. „Einka- bíllinn verð- ur á hverju heimili líkt og sjónvarp en breytist í að verða tómstunda- tæki líkt og vélsleði og notaður í lengri ferðir sem ekki eru i göngu- færi eða á leiðum almenningsflutn- inga,“ segir Finnur. -jtr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.