Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 10
24 heimili MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 Prepin sem þátttakendur vist- verndar í verki fylgja: Leiðin til vist- væns heimilis A. SORP 1. Sorpflokkun Ruslapoki fullur af alls kyns úrgangi er ekki mikils virði. Aftur á móti getur sorp sem búið er að flokka orðið verðmætt hráefni í endurvinnslu. Sem dæmi má nefna gler. Dæmi um að- gerð getur verið að hafa samband við viðkomandi að- ila í ykkar sveitar- félagi til að komast að því hvað hægt er að setja í end- urvinnslu á ykkar svæði og hvar móttökustöðvar eru. B. ORKA 1. Eldhúsið Af allri rafmagns- notkun heimilisins tengist a.m.k. helmingur eldhús- inu - geymsla og vinnsla matar er þar orkufrekust. Hægt er að gera margt hér án þess að færa fórnir, eins og sést á öllum að- gerðunum sem taldar eru upp hér að neðan. Hver óþarfa kæligráða í frystinum eykur orkunotkunina til dæmis um 5% og sömuleiðis hver hitagráða og með því að setja lok á pott minnkar orkutapið um þrjá fjórðu hluta. en nauðsynlegt er til að halda bílnum í fimmta gír, jafnvel upp brekku; við 110 km hraða á klukkustund er niturútblásturinn tvöfalt meiri en við 80 km hraða á klukkustund. Fylgdu þessum grunnreglum í a.m.k. einni bíl- ferð í vikunni. Ákveðið hvaða grunnreglu(m) þið viljið fylgja og gerið þær að akstursvenjum ykkar í kjölfarið. Haltu dagbók yfir akstur þinn og bensínnotkun svo að þú getir glaðst yfir ávinningum þínum. C. SAMGÖNGUR 1. Gerið ferðaáætlun Samkvæmt tölfræðilegum upp- lýsingum er um það bil þriðja hver bílferð óundirbúin, en fyrstu tíu mfnútur ferðar eru verstar hvað varðar loftmengun frá útblæstrinum og á þeim verða einnig flest slysin. Það er þvf heillaráð að reyna að fækka þessum mörgu ferðum sem eru farnar eftir skyndiákvörðun. Dæmi um aðgerð: Næst þegar þú grípur bíllyklana til að fara í stutta, óundirbúna ferð skaltu hugleiða hvort ekki sé hægt að fara hana frekar gangandi eða hjólandi, eða sleppa henni al- veg. Slepptu a.m.k. einni bílferð í vikunni. Skráið allar óundir- búnar ferðir sem eru farnar á heimilinu í viku og ræðið saman um þær. Er hægt að sleppa þeim með einföldum hætti eða skipuleggja og nýta þær sem eru farnar betur? Ávinningur: Hver ferð sem er ekki farin sparar bensín og þar með auðlindir og peninga. 2. Aktu mjúklega Ef þú ekur mjúklega sparar þú bensín og peninga og dregur úr loftmengun. Enn fremur dregur þú úr hættu á umferðaróhöpp- um. Aktu eins og þú sért með eggjabakka í aftursætinu. Aðgerðir felast í að kynna sér grunnreglur mjúks aksturs: - að halda jöfnum hraða - að forðast að auka eða draga úr hraðan- um snögglega - að aka í hæsta mögulega gir: að keyra í fimmta gír í stað fjórða sparar allt að einum áttunda úr desilítra á hvern km - að aka ekki hraðar Ávinningur: Allt að 20% minni bensínnotkun miðað við sömu akstursvegalengd sem minnkar loftmengun og sparar peninga. D. INNKAUP 1. Hvers vegna kaupa einmitt þetta? Það er orðið að lífsstíl að versla. Við kaupum af ýmsum ástæðum. Hafið þið lent í því að telja nauðsynlegt fyrir ykkur að eignast einhvern hlut og velta síðan fyrir ykkur nokkrum vikum seinna hvers vegna í ósköpun- um þið keyptuð hann? í hvert skipti sem við kaupum eitthvað erum við að nota eitthvað af auðlindum jarðar, sama hvers kyns það er. Það er því ekki úr vegi að hugsa áður en keypt er og gerast jafnvel svolftið nísk. Reynum að kaupa aðeins hluti sem við virkilega þörfnumst en ekki þá sem eru til að fullnægja einhverjum gerviþörfum. Látum ekki blekkjast af auglýsingum. Dæmi um aðgerðir getur verið að fara einu sinni enn í gegnum einnota vörurnar á heimili ykkar og athuga hvort ekki sé hægt að skipta út fleirum. Næst þeg- ar þið farið út að versla og finn- ið fyrir þörf til að kaupa eitthvað sem var ekki búið að ákveða að kaupa fyrirfram skuluð þið staldra við í nokkrar sekúndur og spyrja ykkur eftirfarandi spurningar: Mun þetta auðga líf mitt eða bara taka pláss? - Hvað var það sem fékk mig skyndilega til að láta mér detta í hug að kaupa þetta? - Sést eitthvert mynstur í innkaupum mínum? Kaupi ég t.d. meira þegar ég er leið eða með Gaui litli ásamt Magneu konu sinni og dætrum þeirra, Áslaugu Sif og Tinnu Björt. Gaui íitli heldur áfram baráttu sinni til betri lifnaðar: Fjölskyldan sam- einast í sorpinu - sorpflokkun og dósasöfnun er Qölskyldusport „Það er sláandi að heyra að mengun í Reykjavík sé svipuð og í stórborgum erlendis í þessu landi sem gerir út á hreina náttúru. Við tökum þátt í þessu lífi gjörsamlega með- vitundarlaust og í þessum allsnægtum fer meira til spillis en góðu hófi gegnir. Með þessu litla framlagi vonast ég til að geta markað spor í þessa umhverfisbaráttu okk- ar,“ segir Guðjón Sigmunds- son, betur þekktur sem Gaui litli. Fjölskylda Gaua er ein þeirra 20 íslenskra fjölskyldna sem nú taka þátt í alþjóðlega umhverfis- verkefninu vistvernd í verki. Upp- haf þess að fjölskyldan gekk til liðs við áætlunina má rekja til þess að þau svöruðu auglýsingu frá Land- vernd þar sem lýst var eftir áhuga- sömum fjölskyldum í þetta verkefni. „Reyndar var Áslaug Sif, yngri dóttir okkar, löngu byrjuð að safna rafhlöðum upp á sitt eindæmi og henni gramdist sá litli hljómgrunn- ur sem átak hennar hlaut hjá okk- ur. Hún talaði fyrir daufum eyrum í nokkum tíma en ég tel að hún hafi með seiglunni breytt viðhorfum okkar til hins betra,“ segir Magnea Sigríður Guttormsdóttir, húsfreyjan á heimilinu. Nú er svo komið að fjölskyldan flokkar rusl sameiginlega, ásamt því að safna dósum og flöskum sem eftirlátnar eru íþróttafélögunum á svæðinu. „Úr þessu verður í rauninni góð fjölskyldustund og fyrir mann eins og mig sem hefur lítinn tima er þetta gulls ígildi," segir Gaui litli. Auk þess vinnur fjölskyldan að því að spara vatn og rafmagn og endurvinna allt frá pappír til kerta en Gaui lætur ekki þar við sitja. „Það sem fer mest í mig er bíla- notkunin. Hér eru alltof margir bil- ar og ég er ekki barnanna bestur þar sem tveir bUar eru á mínu Áslaug Sif kveðst mjög ánægð með að fjölskyldan hafi gengið til liðs við hana í baráttunni til bjargar umhverfinu. heimili. Það þarf ekki annað en góða skipulagningu, eins og t.d. það að hjóla styttri vegalengdir eða leggja bUnum lengra frá áfangastað og ganga tU þess að spara verulegt bensín. Þannig vemdar maður nátt- úmna, sparar peninga og lifir heUbrigðara liferni,“ segir Gaui. Að sögn Gaua er fjölskyldan ekki í þessu af greiðasemi við móður náttúm. „Jörðin tekur endalaust við. Þetta er ekki spurning um að við níðumst á henni á einhvern hátt. Spumingin er hins vegar hvort við munum geta lifað á þeirri jörð sem við sköpum okk- ur. Þannig erum við sjálfum okkur verst þegar við spUlum náttúrunni," segir Gaui alvar- legur í bragði. Verkefnið er hvorki erfitt né flókið og segir Gaui það ekki krefjast neinnar umbyltingar á heimUishögum. „Ég væri ekki að þessu ef þetta væri ekki gaman,“ segir Gaui og bætir við að mikU vellíðunartilfinning fylgi því að láta gott af sér leiða. „Þetta er jákvætt, við bætum umhverflð og spömm pening og svo er þetta skemmtUegt. Fjölskyldan tekur þátt í þessu saman þannig að þetta er líka fjölskylduvænt og eyk- ur samstöðuna á heimUinu,“ segir Gaui. -jtr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.