Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 17
U"\T MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 heimili o o P 31 Ragna Pálsdóttir Erwin: Hannar glitrandi silki - sem slegið hefur í gegn víða um heim Ragna Pálsdóttir Erwin, fyrrum frjálsíþróttakona, hefur um árabil hannað og selt silki og verið í sviðs- ljósi tímarita og annarra fjölmiðla í Evrópu og víðar fyrir hönnun sína. Hún býr nú í Englandi en heldur sýningu á silkiefnum í Gallerí Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, frá 25. til 30. október. í stað þeirrar framtíðarsýnar sem ríkjandi var á níunda áratugnum sem gerði ráð fyrir óskreyttum, inn- antómum heimilum, með fólki í silf- urlitum og glansandi geimfótum, þá er allt annað uppi á teningnum í dag. Arkitektúr frá Asíu og Afríku er blandað saman við evrópskan innanhússarkitektúr. Þar fá nátt- úrulegir og frjálslegir hlutir að njóta sín og viðamikil gluggatjöld og stórisar hafa skotið upp kollinum aftur en samt á nýjan hátt. Allt er miðað við þægindi og notalegheit. Gegnsæ efni og silki eru þar vin- sælust og eitt þeirra fyrirtækja sem þar eru í fararbroddi er einmitt fyr- irtæki Rögnu, Chase Erwin. Versl- unin Vefur á Skólavörðustíg 25 er systurfyrirtæki Chase Erwin og rek- ið af Rögnu og fóður hennar, Páli Pálssyni. Viðskiptavinir Rögnu eru víða um heim, svo sem heimsfrægir Hollyood-leikarar, arabískir furstar og fimm stjömu hótel. Óhætt er því að segja að hönnun Rögnu hefur slegið í gegn á alþjóðavettvangi . Fyrirtæki hennar, Chase Erwin, rekur nú tvær verslanir í virtri hönnunarmiðstöð í London sem heitir Chelsea Harbour Design Center. Ljósleiðari: Ljós í stað rafboða Ljósleiðari er fyrirbrigði sem er orðið vel þekkt í síma- og sjónvarps- tækni. Þar er um að ræða glerþráð sem nýttur er til að senda gögn í formi ljóss á milii staða í stað rafboða um hefðbundinn síma- eða rafstreng. Ljósleiðarar hafa verið í þróun frá því um 1960 eða frá því að LASER- tæknin kom fram á sjónars viðið. En það er ekki fyrr en í kring um 1976 sem verulegur árangur fór að sjást og hefur þróunin síöustu árin verið mjög ör. Þau vandamál sem menn hafa helst verið að glíma við varð- andi ljósleiðara varða hreinleika glersins sem notað er í strengina. En til þess að hægt sé að nota leiðarann þarf glerið að vera laust við eins mik- ið af snefilefnum og mögulegt er. Sem dæmi má nefna að ef sjórinn væri eins hreinn og glerið í ljósleiðaranum þá sæist til botns jafnvel niður á ailt að 8 km dýpi. Ljósleiðarinn er byggður upp af tveimur efnum með mismunandi eig- inleika. Innst er kjami, ca 1/125 úr miilimetra i þvermál og utan um hann er ytra lag, ca 1/8 úr millimetra i þvermál. Ekkert ljós má tapast út í ytra lagið. í dag hafa menn náð svo góðum tökum á þessari framleiðslu að hægt er að leggja ljósleiðara um 300 km ieið án þess að nota magnara eða annan aukabúnað á leiðinni. Sem dæmi um flutningsgetu ijós- leiðara má nefha að með þeim enda- búnaði sem til er í dag er hægt að flytja um 39 000 talrásir (í aðra áttina) eða allt að 73 sjónvarpsrásir á einum glerþræði. Komið hafa fram hugmyndir um notkun ljósleiðara til lýsingar húsa. Sú hugmynd byggist á því að ljósleið- ari komi í stað raflagna og þannig verði hægt að lýsa upp heilt hús með einni ljósaperu. Jafiivel hafa verið uppi hugmyndir um að ljósabúnaður bifbeiða verði hannaður með svipuð- um hætti þar sem öll lýsing verði sótt í einn ljósgjafa og leidd á sinn stað með glerþráðum. -HKr. Það nýjasta í gluggatjaldaefnun- um eru litlir spéglar, handsaumaðir í silki „organza". Gluggatjöldin bók- staflega glitra. Þetta silki hefur vak- ið mikla athygli fjöimiðla, enda talið nokkuð á undan sinni samtíð. Hátiska fataiðnaðarins hefur ætíð verið nokkrum skrefum á undan innanhússtískunni en Ragna er tal- in brúa bilið á milli þessara heima með hönnun sinni á þessu bylting- arkennda silki. Auk silkis hannar hún áklæði úr nýjum efnablöndum. Þá hefur hún hafið framleiðslu á nútíma 21. aldar húsgögnum, sem eru í senn vönduð, stílhrein og þægileg. Eins og áður segir gefst íslendingum tækifæri á að skyggnast aðeins inn í heim Rögnu Pálsdóttur Erwin á sýning- unni í Galleri Nema hvað á Skóla- vörðustígnum í næstu viku. -HKr. Ragna Pálsdóttir Erwin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.