Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 5
•-+ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 Fréttir Guðmundur Bjarnason seldi ríkisjörð í trássi við reglur síðasta daginn í embætti: Ráðherrann brotlegur segir ráðuneytisstjórinn Guðmundur Bjarnason seldi ríkisjörðina Hól á Fljótsdalshér- aði án auglýsingar síðasta dag sinn í embætti landbúnaðarráð- herra þrátt fyrir að hafa, fáum dögum áður, skrifað undir reglur um að slíkt skyldi ekki gert. Guð- mundur hafði þá nýlega fengið í hendur ítarlega skýrslu Jónasar Jónssonar, fyrrverandi búnaðar- málastjóra, þar sem Jónas lagði til að eyðijörðin Hóll yrði ekki seld enda gætu mikil verðmæti verið fólgin í henni vegna nálægð- arinnar við virkjunarstæði fyrir- hugaðrar Fljótsdalsvirkjunar. Enginn vissi neitt Að sögn Björns Sigurbjörnsson- ar, ráðuneytisstjóra landbúnaðar- ráðuneytisins, var Hóll seldur án vitundar starfsmanna ráðuneytis- ins en með aðstoð fyrrverandi starfsmanns jarðadeildar ráðu- Björn Sigur- björnsson. neytisins. Kaup- in fóru fram 11. maí sl. en Björn segir söluna ekki hafa uppgötvast í ráðuneytinu fyrr en í ágúst. Björn segir til marks um grunleysi ráðuneytisins í málinu að 17. maí, nokkrum dögum eftir söluna, hafi verið fal- ast eftir HóU til kaups en því svarað til að jörðin væri ekki til sölu að svo stöddu, fremur en aðr- ar eyðijarðir í ríkiseigu. „Ég vissi ekki um þetta sem ráðuneytisstjóri og enginn af yfir- mönnum ráðuneytisins og það kom dálítið fiatt upp á okkur þeg- ar við fréttum af þessu," segir Björn. Hann ítrekar að ráðherra hafi haft fulla lagaheimild til að selja Hól á þann hátt sem hann gerði. „Hins vegar finnst mér hann hafa brotið allar okkar regl- ur; reglur sem hann setti sjálfur. Frá haustinu 1998 hefur í ráðu- neytinu verið blátt bann við að selja eyðijarðir, samkvæmt regl- um sem ráðherra setti. Og mér vitanlega hefur engin eyðijörð verið seld nema þessi þrátt fyrir fjölmargar beiðnir. í maí voru síð- an settar reglur um að engar rík- isjarðir megi selja nema að und- angenginni auglýsingu. Þessar reglur voru undirritaðar af Guð- mundi Bjarnasyni 1. maí," segir Björn. Fótur og fit í ráðuneyti Jörðin Hóll er ysti bær vestan megin í Norðurdal sem gengur inn af Fljótsdal og er næsti bær innan við Valþjófsstað. Söluverð jarðarinnar var tæpar 1.700 þús- und krónur en til frádráttar kom sú upphæð sem kaupendurnir höfðu greitt í leigu af jörðinni frá árinu 1993, á bilinu 50 til 60 þús- und krónur á ári, á að giska 300 þúsund krónur alls. Menn hrukku upp með andfæl- um í iðnaðarráðuneytinu þegar þar uppgötvaðist að Hóll var ekki lengur í eigu ríkisins. Sólveig Dagmar Bergsteinsdótt- ir, sem keypti Hól ásamt ÞórhaUi Þorsteinssyni eiginmanni sínum, segir starfsmann iðnaðarráðu- neytisins hafa haft samband til að fá upplýst hvort frárennslisgöng sem boruð voru á árinu 1991 væru í landi Hóls. „Þeir virtust ekki klárir á landamerkjum og hringdu hér um daginn en ég gat sagt þeim að göngin eru ekki inn- an okkar landamarka. Það er því ekkert gull í jörðu hjá okkur, því miður," segir Sólveig. Hún segir að þau hafi búið á jörðinni frá 1984 og stundað á henni sauðfjár- rækt þar til allt fé var skorið nið- ur vegna riðu á svæðinu árið 1986. Þá fluttu þau af jörðinni en hafa haft hana á leigu síðan og nýtt hana sem sumardvalarstað og hafi nú gert samning um að svokallaðir Hérðasskógar verði á Hóli. Sólveig segir þau Þórhall hafa falast eftir jörðinni til kaups fyrir árið 1990 og að kaupin hafi í raun verið frágengin þegar í fyrra þótt þeim hafi ekki verið lokið formlega fyrr en í vor. Sólveig segist ekki telja Hól eiga fjárkröf- ur vegna Fljótsdalsvirkjunar. Þess má geta að munni um- ræddra ganga er i landi Valþjófs- staða sem er prestssetursjörð í eigu ríkissjóðs. Ríkislögmaður hefur nú landamörk Valþjófsstaða og Hóls til skoðunar en ágreining- ur er uppi um hvar þau eru. -GAR W Frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. DV-mynd Arnheiður Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Vilja innanlands- flugiðsuður DV, Suðurnesjum: Samgöngumál voru ofarlega á baugi hjá sveitarstjórnamönnum Suð- urnesja sem héldu aðalfund samtaka sinna, Sambands sveitarfélaga á Suð- urnesjum, í Fjölbrautaskóla Suður- nesja um síðustu helgi. Þeir vilja tvö- falda Kefiavíkurveg, fá innanlands- flugið og láta leggja nýjan veg með suðurströndinni. Meginefni fundarins var þó annars vegar skólamál og hins vegar fjármál sveitarfélaga. Um skólamálin fiuttu erindi Margrét Harðardóttir, deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu, Amalia Björnsdóttir, lektor við Kenn- araháskóla íslands, Eiríkur Her- mannsson, skólamálasrjóri Reykjanes- bæjar, og Jónina Bjartmarz, formaður landssamtakanna Heimili og skóli. Framsögu um fjármál sveitarfélaga höfðu bæjarstjórarnir Ellert Eiríks- son í Reykjanesbæ og Ingimundur Sigurpálsson í Garðabæ. Þá ávarpaði Páll Pétursson félagsmálaráðherra fundinn. Á fundinum voru samþykktar fjöl- margar ályktanir, meðal annars um forvarnir, heilbrigðismál og vegamál, svo og um að flytja innanlandsflug til Keflavíkur ásamt ferjuflugi og kennsluflugi. Sveitarfélögin á Suður- nesjum vilja bjóða fram krafta sína til samstarfs við ríki og Reykjavíkurborg um framtíðarlausn þeirra mála. Þá lagði fundurinn áherslu á að flýtt verði tvöföldun Reykjanesbraut- ar og jafnframt hafinn undirbúningur við Suðurstrandarveg. I greinargerð með ályktuninni um vegamál kemur fram að á milli áranna 1997 og 1998 jókst umferð um Reykjanesbraut um 8% eða úr 5870 bílum á sólarhring í 6330. Slys á kaflanum frá Krýsuvíkur- vegi til Keflavíkur hafa verið að með- altali 40 á ári á árunum 1992-1996. í ályktuninni um forvarnir leggur SSS til að ráðið verði í 100% stöðu- gildi fíkniefnalögreglumanns við Sýslumannsembættið í Keflavik, auk 50% stöðugildis tollvarðar hjá Toll- gæslunni á Keflavíkurflugvelli. -AG Hitaveita Stykkishólms: Heitt vatn í fýrsta húsið DV.Vesturlandi: Á föstudaginn var hleypt heitu vatai frá Hitaveitu Stykkishólms á fyrsta einbýlishúsið í Stykkishólmi. Með þessum áfanga er hafin tenging íbúðarhúsnæðis við dreifikerfi hita- veitunnar. Rúnar Gislason, forseti bæjarstjórnar, hleypti heita vatainu á einbýlishúsið Nestún 8, hjá hjón- unum Heröi Karlssyni og Sigur- borgu Leifsdóttur. Verktaki við dreifikerfið er Borgarverk hf. og eru framkvæmdir hans um 4 vikum á undan áætlun. Eftir næstu viku geta tengingar haflst af fullum krafti en vikan verður notuð í ýms- ar prófanir. Allar vísbendingar um kostaað benda til þess að kostnaðar- áætlanir standist. Við þessi tima- mót hvatti bæjarstjórinn, Óli Jón Gunnarsson, íbúa Stykkishólms til að hraða undirbúningi þess að geta tengst veitunni, því þannig væri hagsmunum Hóhnara best borgið til framtíðar varðandi húshitun. -DVÓ Rétt að Ijúka málinu segir Guðmundur Bjarnason „Málið hafði verið lengi til með- höndlunar í ráðuneytinu," segir Guðmundur Bjarnason, fyrrver- andi landbúnaðarráðherra, um umdeilda sölu eyðijarðarinnar Hóls. Hann segir söluna hafa átt langan aðdraganda, a.m.k. allt frá 1993. „í apríl 1995, um það leyti sem ég sest inn í ráðuneytið, kemur beiðni frá þessu ágæta fólki, sem hefur haft jörðina á leigu, um að fá hana keypta. Málið var til um- fjöllunar öll þessi ár í ráðuneyt- inu, aðallega að því er mér sýnist vegna landamerkjadeilna, mis- munandi hugmynda um verð og álitamála varðandi samninga við Héraðsskðga," segir Guðmundur. Hann minnir á að heimildir hafi verið á fjárlögum vegna sölunnar og bendir á að Ríkisendurskoð- un og Alþingi hafi gert athuga- semdir vegna þess hve langan tíma tók að af- greiða mál í ráðuneytinu og því hafi verið rétt að b'úka mál- inu. „Þó að verið væri að vinna Guðmundur Bjarnason. nýjar reglur á sama tíma rakst það í mínum huga ekki á neinn hátt við afgreiðslu þessa máls. Einhvern tíma verður málum að ljúka." Guðmundur segir skýrslu sem Jónas Jónsson vann að hans beiðni um eyðijarðir ríkisins vera afar mikilvæga en að hún hafi ekki legið fyrir fyrr en rétt í þann mund að gengið var frá málinu. „Þó afsalið hafi verið undirritað í maíbyrjun var prinsippákvörðun um söluna tekin um veturinn og það var einfaldlega komið að lok- um verksins," segir Guðmundur. -GAR Treystir þú á tölvukerfið? Ef starfsemin í þínu fyrirtæki reiðir sig á tölvukerfið er eins gott að rafmagnið sé alltaf til staðar. Eina vörnin við straumrofi eða truflunum er varaaflgjafi. Við bjóðum mjög gott úrval varaaflgjafa frá stærsta Hefuröu hugleitt að... • Þremur mánuðum eftir að tölvan þín var tekin í notkun eru gögnin sem hún hefur að geyma verðmætari en tölvan sjálf? • 70% allra bilana í tölvubúnaði eru vegna rafmagnstruflana? • Varaaflgjafi er eina lausnin sem þú hefur til að vernda bæði tölvuna og þau gögn sem í henni eru fyrir rafmagnstruflunum? framleiðanda heims, APC, sem henta m.a. fyrir netþjóna, einmenningstölvur, búðarkassa, símstöðvar og faxtæki. Frábært verö! NYHERJI Skaftahlíð 24 • S:569 7700 Sölu- og þjónustuaðilar Nýherja: Suðurland: Tölvu- og Rafeindaþjónustan Selfossi og Tölvun Vestmannaeyjum. Austurland: Martölvan Höfn í Hornafirði og Tölvusmiðjan Egilsstöðum/Neskaupsstað. Norðurland: Nett Akureyri, Element Sauðárkróki og Ráðbarður Hvammstanga. Vestfirðir: Tölvuþjónusta Helga Bolungavfk !+

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.