Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1999 Viðskipti Þetta helst: Úrvalsvísitalan lækkar enn, um 1,4% í gær ••• Viðskipti á VÞÍ alls 369 m.kr., þar af 156 m.kr. með hlutabréf ••• Mest viðskipti með bréf Eimskips ••• Samvinnusjóður íslands hækkaði um 5,7% ••• Landsbankinn lækkaði um 4,4% ••• Fiskiðjusamlag Húsavíkur hækkaði um 5,9% ••• Stóraukið samstarf Opinna kerfa og ACO •• Buröarás með 18 millj- arða í skráðum félögum - mun ekki eiga frumkvæöi aö sameiningu í sjávarútvegi Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í eigu Burðaráss hf., dótturfélags Eimskips, nemur nú samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins, sem út kom í gær, um 18 milljörð- um króna, samanborið við um 13,4 milljarða við siðasta milliuppgjör. Verðmæti eignarhluta Burðaráss í Marel hf. hefur hækkað um rúm- lega 1 milljarð króna frá milliupp- gjöri, verðmæti hlutar Burðaráss 1 UA hefur aukist um 450 milljónir króna og Skeljungs um tæpar 200 milljónir króna. Gengi Eimskips hefur hækkað Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöf- undur og for- stjórl hjá Advanta. Ný stjórn hjá Vöku-Heigafelli Nú stjórn hefur tekið til starfa hjá útgáfunni Vöku-Helgafelli. Hana skipa Ólafur Ragnarsson stjórnarformaður, Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og forstjóri, Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Viðskiptaháskólans, Böövar Þór- isson, markaðsstjóri Flögu hf, og Kristján Thorlacius héraðsdóms- lögmaður. Vekur sérstaklega at- hygli seta Ólafs Jóhanns í stjórn- inni. í samtali sem Bernhard A. Pet- ersen, framkvæmdastjóri Vöku- Helgafells, átti við Viðskiptablað- ið sagði hann að eitt helsta hlut- verk nýrrar stjórnar væri að huga að framtíðarsýn fyrirtækisins. „Ég get stað- fest að fyrir- tækið er með ákveðna fram- tíðarsýn og að stjórnin er þegar byrjuð að vinna að henni. Ég vil þó aö svo komnu máli ekkert gefa út um hvaða sýn er að ræða og reikna ekki með að þaö verði gert alveg strax. Er enda stjórnin nýtekin við störfum og er því ennþá i startholunum. Það eina sem ég get gefið út að svo stöddu er að fyrirtækið hefur þeg- ar ákveðið að hefja störf á breið- ari grunni en áður og munum við t.d. skoða fjölmiðlamarkaðinn vel - og þá möguleika sem við höfum á honum," sagði hann. Þetta er í samræmi við áætlan- ir sem voru kynntar er FBA keypti helmingshlut i fyrirtækinu 5. mars sl. og jók hlutaféð í kjöl- farið. Samkvæmt upplýsingum frá Fjárfestingarbankanum hafa enda þær breytingar sem gerðar hafa verið hjá Vöku-Helgafalli undanfarið verið í takt við þær áætlanir sem bankinn stefhdi að þegar hann kom inn í fyrirtækið og fól í sér breytingar á rekstri og mannafla. Nýverið festi Vaka-Helgafell kaup á fornritaforlaginu Lögbergi og tímarita- og bókaútgáfunni Iceland Review. Velta Vöku- Helgafells á síðasta ári var tæpur hálfur miUjaröur króna en mun á þessu ári nálgast 700 miUjónir. Alls eru um 150 manns á launa- skrá hjá félaginu, liðlega helming- ur í fullu starfi. um riflega þriðjung frá áramótum. Markaðsverðmæti félagsins hefur hækkað úr tæplega 24 milljörðum við síðustu áramót í 32,4 milljarða í lok síðustu viku. Markaðsvirði Eimskipafélagsins við milliuppgjör var um 24,7 milljarðar og hefur þannig hækkað um 7,7 milljarða á hálfum fjórða mánuði. Tæplega 5 milljarða aukning Frá milliuppgjöri hefur Burða- rás flaggað í tveimur fyrirtækjum: Síldarvinnslunni hf, þar sem hlut- ur Burðaráss er nú 23,9% eftir kaup á 6,45% fyrir 245 milljónir króna, og HB þar sem hlutur fé- lagsins er 27%, en Burðarás keypti 16% hlut fyrir 1.135 m.kr. Markaðsvirði 17 stærstu eignar- hluta Burðaráss sem skráðir eru á hlutabréfamarkaði nemur nú um 17,4 milljörðum króna miðað við gengi þann 15. október síðastlið- inn. Gengi Marels hefur hækkað um 67% frá milliuppgjöri og verð- mæti eignarhluta Burðaráss hefur aukist um rúmlega 1 milljarð króna, verðmæti hlutar Burðaráss í ÚA hefur aukist um 450 m.kr. og Skeljungs um tæpar 200 m.kr. Markaðsvirði tíu stærstu félaga í eigu Burðaráss nam samtals 91,4% af heildarverðmæti skráðra félaga við milliuppgjör þannig að ætla má að heildarmarkaðsverðmæti skráðra hlutabréfa Burðaráss nemi nálægt 18 milljörðum króna í dag og hafi þannig aukist um tæp- lega 5 milljarða frá milliuppgjöri. Frumkvæði til sameining- ar? Friðrik Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Burðaráss, segir m.a. í Viðskiptablaðinu í gær, að- spurður um fjárfestingar félagsins í sjávarútvegi, að félagið muni ekki hafa frumkvæði að samruna sjávarútvegsfyrirtækja en það sé mat þess að þróunin muni verða í átt til aukinnar samvinnu, hagræð- ingar og samruna þeirra, enda sé það æskilegt fyrir fyrirtækin, hlut- hafa þeirra og út frá þjóðhagsleg- um sjónarmiðum. Hlutur Fiskiojusamlags Húsa- víkur 60% í sameinuðu félagi - veltan áætluö 3,5 milljaröar Stjórn Fiskiðjusamlags Húsavík- ur hf. (FH) samþykkti í gær að ganga til samruna við Ljósavík hf. í Þorlákshöfn. Gert er ráð fyrir að skiptihlutföll verði þannig að eftir samrunann eigi hluthafar Ljósavík- ur um það bil 40% af heildarhlutafé í sameinuðu félagi en hluthafar FH um það bil 60%. Áætluð velta félagsins á næsta ári er 3,5 milljarðar króna en aflaheim- ildir þess nema rúmlega 5.200 þorskígildistonnum. Ráðgert er að sameina félögin undir merkjum Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. frá og með 1. septem- ber 1999 og að höfuöstöðvar verði á Húsavík. í tilkynningu frá FH sem send var Verðbréfaþingi kemur fram að samnminn miðast við uppgjör fé- laganna 31. ágúst 1999. Komi fram veruleg frávik frá forsendum skipti- hlutfalls verður það tekið til endur- skoðunar. Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiojusam lags Húsavíkur hf. Stefnt er að því að formleg sam- runaáætlun, sameiginleg greinar- gerð félagsstjórna, skýrsla mats- manna, yfirlýsing löggiltra endur- skoðenda ásamt sam- runaefnahagsreikn- ingi liggi fyrir 20. nóvember 1999 og að boðað verði til hlut- hafafunda í félögun- um til að taka af- stöðu til samrunans í janúar næstkomandi. Sameinað félag hefur yfir að ráða aflaheimildum sem nema rúmum 5.200 tonnum, í þorskígild- um talið. Helst má nefna 1% af þorsk- kvóta innan lögsögu og tæp 8% af úthafs- rækjukvóta innan lögsögu. Einnig á fé- lagið rúm 9% af kvóta íslendinga á Flæmingja- grunni. Þá er áætlað að velta félags- ins á næsta ári verði um 3,5 millj- arðar króna. Vísitala sjávarútvegs hækk- aði um 4,71% á þremur árum - hækkun heildarvísitölunnar á sama tímabili 46% Þrjár atvinnugreinavísitölur skera sig nokkuð úr á þessu ári hvað varðar hækkanir, eða öllu heldur hversu hækkun þeirra er miklu minni en í öðrum greinum. Þetta eru vísitala verslunar og þjón- ustu sem hefur lækkað um 4,35%, vísitala lyfjagreina sem hefur hækk- að 2,94% og vísitala sjávarútvegs sem hefur hækkað um 12,03%. Sérfræðingar FBA veltu ólíkri þróun vísitalnanna fyrir sér í Morg- unkorni FBA í gær. Þar er sérstak- lega bent á að þróun sjávarútvegs- vísitölunnar yfir lengra tímabil kann að koma einhverjum á óvart. Síðastliðin 3 ár nemur uppsöfnuð hækkun visitölunnar 4,71% en til samanburðar nam hækkun heildar- vísitölunnar tæpum 46% á tímabil- inu. Þrátt fyrir þessa tilþrifalitlu hækkun, hefur þróunin alls ekki verið tíðindalaus. Á tveimur vor- Hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækja hafa ekki hækk- að elns mikið og margur hefðl annars haldlð. mánuðum 1997 fór vísitalan t.d. úr 100 stigum í 150 stig í ferli sem eftir á að hyggja var drifið áfram af spá- kaupmennsku, en var aftur komin í 100 stig um haustið þar sem vísital- an hefur meira og minna verið síð- an. Á þessu ári hefur hækkun vísitöl- unnar skv. athugunum FBA að langmestu leyti átt sér stað á siðustu mánuð- um. Samkvæmt hálfsárs- uppgjörum sjávarútvegs- fyrirtækja sem skráð eru á VÞÍ dróst samanlögð velta fyrirtækjanna saman um 5,9% frá sama tíma í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfsemi lækkar úr 10,0% af rekstrartekjum í 6,20% og heildarhagnaður eftir skatta lækkar úr 2.465 í 1.827 m.kr. Óreglulegar tekjur eru einnig mun hærra hlut- fall af heildarhagnaði, eða 39% á móti 17% í fyrra, en til þess að hafa borð fyrir báru er skynsamlegt að gera ekki ráð fyrir slíkum tekjum í framtíðinni að marki, a.m.k. ekki ef þær eiga að standa undir nafni. Magnús Gunnarsson. Þorbjörn hf. selur ÓseyriGK412 Þorbjörn hf. hefur þann 13. októ- ber sl. gengið frá samkomulagi við Bervík ehf. i Ólafsvík um sölu á m/b Óseyri GK 412, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfa- þings. Salan er án aflahlutdeildar og án aflamarks. Hvorki er sölu- hagnaður né tap af þessari sölu. Eigendaskipti á Pólum ehf. Nýlega urðu eigendaskipti á raf- geymafyrirtækinu Pólum ehf. Fjöl- skyldufyrirtæki Magnúsar Gunn- arssonar, Capital ehf., keypti fyrir- tækið og hefur tekið við rekstri þess. Pólar ehf. hef- ur um árabil starfað við inn- flutning, sölu og þjón- ustu á raf- geym- um og sólarraf- hlöðum, auk innflutnings á hjólbörðum. I fréttatilkynningu sem Pólar ehf. sendu frá sér af þessu tilefni segir að fyrirtækið sé eitt fremsta fyrir- tæki hér á landi á sínu sviði og bjóði rafgeyma fyrir hvers konar atvinnustarfsemi og heimili. Stefnt sé að því að efia fyrirtækið enn frekar í þjónustu á sviði rafgeyma. Framkvæmdastjóri Póla ehf. er Gunnar Kristinn Magnússon en Magnús Gunnarsson er srjórnar- formaður. Viðskiptablaðið greindi frá. Framkvæmdastjóri Jökuls lætur af störfum Ásbjörn Ól. Ásbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Jökuls hf. á Raufar- höfn, hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að fá að láta af starfi framkvæmdastjóra þess. Stefht er að sameiningu Jökuls og Útgerðarfélags Akureyringa og miðast hún við 1. september sl. Stjórn Jökuls hefur orðið við ósk Ásbjörns og hefur orðið að samkomulagi að hann láti af störf- um um næstu mánaðamót, að því er fram kemur í frétt frá Jökli. Ástæða þess að Ásbjörn vill láta af störfum framkvæmdastjóra er sú að stjórn Jökuls hf. hefur lagt til við hluthafa að félagið verði sam- einað Útgerðarfélagi Akureyringa hf. frá og með 1. september sl. Eins og fram hefur komið í fréttum er áætlað að boða til hluthafafundar hjá Jökli hf. í lok nóvember nk. þar sem tillaga um sameiningu verður tekin fyrir. Ásbjörn telur eðlilegt, í ljósi þeirra breytinga sem verða munu á rekstrinum, að gefa nýjum eigendum frjálsar hendur um end- urskipulagningu. Microsoft eykur hagnað um 30% Hagnaður hugbúnaðarrisans Microsoft á ársfjórðungnum sem lauk 30. september sl. nam 2,19 milljörðum dollara, eða um 40 sent- um á hvern dollar namverðs hluta- bréfa. Minnkandi viðskipahalli í Bandaríkjunum Viðskiptahalli í Bandaríkjunum minnkaði í ágúst og nam alls 24,1 milljarði dollara en í júlí var við- skiptahallinn 24,89 máljarðar doll- ara. Þá minnkaði halli á viðskipt- um Bandaríkjamanna við Japan lítillega og var 6,39 milljarðar doll- ara í ágúst á móti 6,78 milhorðum dollara i júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.