Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1999 I>V Fréttir Nýtt tilkynningaskyldukerfi í öll skip fyrir áramót: Hefði flýtt björg un um helgina - sendir sjálfvirkt út staðsetningartölur með stuttu millibili í tveim skipsströndum um helg- ina kom vel í ljós hvað viðbragös- flýtir getur skipt miklu máli við björgun sjómanna. í öðru tilfellinu mátti ekki miklu muna að illa færi, en með nýju tilkynningaskyldukerfi sem nú hefur verið lögleitt, hefði þó mátt bregðast mun fyrr við. Það var þó ekki til staðar í bátunum sem strönduðu. Það er reyndar einstakt í heiminum að slíkt kerfi sé gert að skyldu á öllum skipum. Við leit að Víkingi SU sem strandaði undir Barðanum um helg- ina, þá gat stjórnstöð í Reykjavik fylgst með öllum ferðum björgunar- skipsins Gunnars Friðrikssonar og var kort af siglingaferlinu reyndar sýnt i frétt um strandið í DV á mánudag. Slysavarnafélag íslands hefur barist mjög fyrir því að tekið yrði upp nýtt tilkynningaskyldukerfi fyrir öÚ skip í íslenska flotanum yfir sex metrum að lengd. Byggir kerfíð á sjálfvirkum sendingum á staðarákvörðunum frá skipum til stjórnstöðvar Tilkynningaskyldunn- ar i Reykjavík. „Kerfið virkar þannig að ef boð hætta að berast, þá fer sjálfvirkt kerfi í gang sem kveikir á ákveðnu ferli til að leita að viðkomandi skipi. Þá er líka neyðarhnappur um borð í skipinu sem ekki þarf ann- að en slá á til að senda út neyðar- kall. Um leið heyra skip á svæð- inu neyðarkallið um kerfið hjá sér. Þá getum við ráð- ið tíðni sending- anna frá skipun- um og í slæmum veðrum getum við aukið tiðnina niður i fárra sek- úndna millibil og fylgst þannig ná- virkan tilkynn- ingaskyldubúnað um næstu áramót. Eftir það fá þau ekki fullgild haf- færnisskírteini nema hafa búnað- inn um borð. Hann segir að vel gangi að koma búnaðinum í skipaflotann en um 350 skip eru þegar komin með hann. Þar bætist um 50 skip við í hverri viku, en rík- ið borgar hluta af hverju tæki og kostar búnaðurinn um borð í skip án vsk. um 95.000 krónur. Hann samanstendur af GPS leiðréttingar- búnaði og sendum. -HKr. Hrunakirkja: Skírt upp úr heitu Eiríkur Jóhannsson, sóknar- prestur í Hrunakirkju í Hruna- mannahreppi, skírir börn upp úr volgu vatni og telur það gef- ast betur og trufla síður athafn- ir en ef kalt vatn er notað. „Það C_JB____„___! er ómögulegt að vera með ískalt vatn í skírnar- fontinum því börnin eru yfir- leitt hárlítO og hrökkva við þegar því er stökkt á þau," sagði séra Eiríkur sem er orð- inn þekktur í sveitinni fyrir að vera með grátlausar skírnarat- hafnir. Heyrir til undantekn- inga að börn gráti við skírnar- fontinn í Hrunakirkju og þakk- ar séra Eiríkur það volga vatn- inu. „Ég tek þetta bara úr kran- anum og hef vel volgt," sagði séra Eiríkur og minnti á að ís- lendingar hefðu neitað að láta skíra sig nema í heitum laug- um árið 1000 þegar kristni var lögtekin á Alþingi. „Menn settu kalda vatnið fyrir sig þá og ekki að ástæðulausu," sagði séra Eiríkur í Hruna. -EIR Helgarferð mnm Þetta kort sýnir feril björgunarskipsins Gunnars Friðrikssonar við leitina að Vikingi SU. Ferillinn var skráður með sjálfvirkum tilkynningaskyldubúnaði skipsins. Þór Magnús- son. kvæmlega með hvar skip er statt metra fyrir metra", segir Þór Magn- ússon hjá SVFÍ. „Þetta er að okkar viti gífurlega mikið öryggistæki og er gjörbylting í öryggismálum sjómanna. Við erum fyrsta þjóðin í heiminum sem gerum slikt kerfi að skyldu sem ör- yggisbúnað í skipum. Þó hægt sé að fylgjast nákvæm- lega með ferli skipa, þá er það alveg tryggt að það fá engir aðgang að þeim upplýsingum nema Tilkynn- ingaskyldan og verið er að vinna að nánari reglum á meðferð gagna," segir Þór Magnússon. Samkvæmt kerfinu sem notað er í dag, er það skylda sjófarenda að tilkynna sig þegar látið er úr höfn og síðan tvisvar á sólarhring og aft- ur þegar komið er í höfn. Eins og dæmin sanna geta þó liðið nokkrir klukkutímar frá því bátur tilkynnir sig þar til farið er að óttast um ferð- ir hans. Eiríkur Þorbjörnsson, verkefnis- stjóri SVFÍ nýja kerfisins, segir að samkvæmt nýjum lögum eiga öll skip sex metrar og stærri i íslenska flotanum að vera komin með sjálf- Úthlutun byggðakvóta: Sæunn Axels í mál - ef ekki hefur verið farið að reglum „Ég er að láta kanna rétt minn gagnvart Byggðastofnun og hvort á okkur hefur verið brotið varðandi úthlutun byggðakvóta," sagði Sæ- unn Axelsdóttir, útgerðarmaður í Ólafsfirði, við DV. Fyrirtæki Sæ- unnar fékk ekki „eitt einasta kíló" við síðustu úthlutun. „Ólafsfjörður er kvótalaust byggð- arlag," sagði Sæunn. „Bæjarfélagið byggir að mestu á fiskverkun. Við keyptum 270 tonna kvótalausan bát um áramótin. Við sóttum um byggðakvóta strax eftir áramót. Þeir hjá Byggðastofhun virðast hafa ver- ið búnir að ákveða hvað þeir myndu gera en ég efast um að það séu til lög fyrir því sem þeir gerðu. Það erum við að láta kanna og förum beint i mál ef svo reynist ekki hafa verið." -JSS fíjmTíji 5. nóvember CnrivuUf"1 Heimsferðir kynna nú einstakt tilboð til heimsborgarinnar London þann 5. nóvember. Flug, fiugvallarskattar og hótelgisting í 2 nætur á hreint frábærum kjörum.Hvergi í Evrópu er jafnmikið um að vera í listum og menningarlífi og hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval hótela. Verð kr. 13.890.- Flugsæti með flugvallarsköttum, 1. nóv., 8. nóv., 15. nóv. Gildir ftá mánudegi til fimmtadags. Verð kr. 24.990,- Flug og gisting á Bayswater -hótelinu í London með morgunmat. Flugvallarskattar innífaldir. 5. nóvember, 2 nastur. :j HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, 562 4600, www.heimsferdir.is 177.7, PU Nöfn allra þeirra sem kaupa SHARR Aonaer AEG tæki eða aðrar vörur fyrir að lágmarki 10.000 kr., frá Bræðrunum Ormsson, eða hjá umboðsmönnum, komast í lukkupott sem dregið verður úr í desember næstkomandi. Verðlaunin eru ekki af verri endanum O Þrfr farseðlar á leik Manchester Unitod f Manchester f byrjun næsta árs. (Innifalið: Flug, gisting, morgunverður og miðar á leikinn). O 2 flugmiðar tll Akureyrar með fslandsflugi og gistinótt á Fosshótel KEA O 5 stk. Game Boy Color O 10 SHARP-bolir O 100 stk. Nintendo Mini Classics /^ro/ieer BRÆÐURNIR ©JORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Alls eru 120 vinningar í Lukku-pottinum. Þú kaupir SHARP, PIONEER, AEG tæki eöa aörar vörur að verðmæti 10.000 kr., á tfmabilinu sept.-des. og ferð f Lukku-pottinn (fyllir út miða með nafni og heímilisfangi). Gildir hjá Bræörunum Ormsson og hjá öllum umboösmönnum. OLYMPUS ^ji NINTENDO.64 GAMEBOY AEG _ Manchester United. IQI sA-fcp ¦^"TEFAt ©YAMAHA sJamq fjJinoesiT FINLUX Nikon 10EWE BEKO (Niniendo) - sameiginleg sigurganga frá 1982 •SHAftPheturvetiðaöilstyfktaraðiliMaiKesterUnituStfá 1982

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.