Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1999 X>V Utlönd i i ! Húsleit hjá Benjamin Netanyahu: Logreglan bar ut illa illa fengna dýrgrípi ísraelsk lögregla leitaði í gær á heimili, skrifstofu og geymslu Benjamins Netanyahus, fyrrverandi forsætisráöherra, vegna gruns um að hann hefði tekið með sér gjafir og önnur verðmæti úr srjórnarráð- inu þegar hann lét af starfi. Lagði lögreglan hald á mörg málverk og gull- og silfurmuni við húsleitina. Lögmenn Netanyahus sögðu lög- regluna hafa þjófstartað. Hann hefði ætlað að ná samkomulagi við ríkið um opinberar gjafir sem borist hefðu í embættistíð hans. Sam- kvæmt ísraelskum lögum eru gjafir, sem forsætisráðherra fær í valdatlð sinni, eign ríkisins en ekki persónu- legar gjafir. , Eigtnkona Netanyahus, Sara, var ísraelskir lögreglumenn yfirgefa heimili Netanyahus. ein heima þegar lögregluna bar að garði. Netanyahu kom ekki fyrr en mörgum klukkustundum seinna. Þrír lögreglumenn fóru inn í íbúð þeirra hjóna en um tuttugu stóðu vörð fyrir utan. Lögreglan leitaði einnig að sönn- unargögnum vegna ásakana um að Netanyahu hefði þegið mútur frá byggingaverktaka á meðan hann var forsætisráðherra. Bæði Net- anyahu og Sara hafa verið yfirheyrð vegna mútumálsins. Það var við rannsókn á því sem grunur vaknaði um að þau hefðu í fórum sínum gjaf- ir til forsætisráðherraembættisins. Verktakinn, Afnver Amedi, hafði sent forsætisráðuneytinu reikning upp á um 7 milljónir íslenskra króna fyrir ýmiss konar þjónustu, þar á meðal hreingerningu og flutn- ing á húsgögnum í einkaíbúð Net- anyahus þrátt fyrir að hann byggi i opinberum embættisbústað forsæt- isráðuneytisins. Amedi var handtekinn i síðast- liðnum mánuði og yfirheyrður. Lit- ið er á vinnu hans fyrir forsætisráð- herrahjónin sem mútur þar sem hann þáði enga greiðslu. Það var fyrst eftir að Netanyahu og flokkur hans, Likudflokkurinn, höfðu tapað i kosningunum í maí siðastliðnum sem Amedi sendi reikninginn. Net- anyahu segir alla lögreglurannsókn- ina lið i pólitísku samsæri. Margir fyrrverandi samstarfsmanna hans hafa einnig verið yfirheyrðir. Maurice Papon flýr í útlegð frá réttvísinni Maurice Papon, lögreglustjóri undir Vichystjórninni í Frakk- landi, tilkynnti í gær að hann væri kominn í útlegð. Papon, sem er orðinn 89 ára, átti að koma fyr- ir rétt í dag þar sem taka átti fyr- ir áfrýjun hans vegna dóms yfir honum í fyrra. Þá var Papon dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að flytja 1590 gyðinga frá Bordeaux til útrýmingarbúðanna í Auschwitz. Elisabeth Guigou, dómsmála- ráðherra Frakklands, kvaðst hafa beðið saksóknara að gefa út hand- tökuskipun á Papon. Lionel Jospin forsætisráðherra for- dæmdi flóttann og sagðist myndu krefjast framsals Pappns skyti hann upp kollinum i öðru landi. Pólitískur ferill Papons að lok- inni heimsstyrjöldinni var lang- ur. Hann var meðal annars fjár- lagaráðherra. Elizabeth Dole ekki lengur með í kapphlaupinu Elizabeth Dole, fyrrum ráð- herra i stjórn Bandaríkjanna, hef- ur dregið sig út úr kapphlaupinu um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosning- unum á næsta ári. Hún segist ekki eiga nægilegt fé til barátt- unnar. „Peningar eru það sem þetta snýst um. Það væri til einskis að halda áfram," sagði hin 63 ára gamla Dole. Hún er fjórði repúblikaninn sem dregur sig út úr kosningabaráttunni þar sem George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, hefur mikla yfirburði. Gorbatsjov dreymir látna eiginkonu sína Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrurn Sovétleiðtoga, dreymir enn skýra drauma um Raísu eiginkonu sína og hann hefur átt erfitt með að einbeita sér að vinnu eftir lát hennar. „Síminn hringdi allt í einu í gærkvöld," sagði Gorbatsjov í við- tali við Reuters-fréttastofuna, hinu fyrsta eftir útför Raísu í síð- asta mánuði. „Ég tók upp tólið og heyrði sagt halló. Þetta var Raísa. Ég sagði við hana: Hvaðan hring- irðu? Þá lauk símtalinu og ég vaknaði." írína dóttir hans og tvær dætur hennar hafa flutt inn til Gorbat- sjovs honum til halds og trausts. Hinn sjö ára gamli Karma Kunsang á Nýja-Sjálandi leikur sér eins og önnur börn á hans aldri. Sá er þó munurinn á að hann hefur verið útnefndur sem tíbetskur æðstiprestur endurholdgaður og leiðtogi Karma Kagyu búddatrúar- hópsins í Tíbet. Hann er næstur í virðingarröðinni á eftir Dalaí Lama, trúarleiðtoga Tíbeta. ítalskir vinstrimenn: Krefjast svara um kjarnavopn Vinstrisinnaðir ítalskir stjórn- málamenn kröfðust þess í gær að stjórnvöld i Róm gerðu hreint fyrir sínum dyrum og greindu frá því sem þau vissu um bandarískar kjarnorkusprengjur sem talið er að hafi verið geymdar í herstöðvum í landinu. Krafa stjórnmálamannanna kom í kjölfar fregna frá Washington um skýrslu þar sem segir að 150 banda- rískar kjarnorkusprengjur séu enn geymdar i sjö aðildarlöndum At- lantshafsbandalagsins. ítalskir fjölmiðlar höfðu eftir ein- um höfundi skýrslunnar, Robert Norris, að um þrjátíu kjarnorku- sprengjur væru á ítalíu. ítalskir fjöl- miðlar fjölluðu mikið um skýrsl- una, enda var það trú manna að öll kjarnorkuvopn hefðu verið fjarlægð í lok kalda stríðsins. Endurreisnarflokkur kommún- ista sagði að það væri brot á samn- ingum um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna að geyma slík vopn á ítölsku landi. Varnarmálaráðherra ítalíu, Carlo Scognamiglio, mun reifa málið í öld- ungadeildinni í dag. Þetta vil ég sjá fimmtudaginn 21. október, kl. 20.30. Friðrik Þór Friðriksson velur verk eftir listamennina Hörö Ágústsson Sigurð Guömundsson Kristján Guðmundsson Magnús Pálsson Steingrím Eyfjörð Bjarna Þórarinsson Tolla Menningarmiðstöðin Gerðuberg Verið velkomin AEG Lækkað verð á... þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélung Opið laugardag 10:00 - 16:00 Nýtt greiðslukorta tímabil r-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.