Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 Spurningin Eiga rjúpnaskyttur að vera sér tryggðar? Haukur Bjömsson nemi: Já, auð- vitað. Tómas Ingi Helgason nemi: Já, aö sjálfsögðu. Gunnar Hreindal: Mér flnnst það ekki skipta máli. Magnús Þór Gylfason nemi: Já, að sjálfsögðu. Sigurjón Stefánsson: Aö sjálf- sögðu. Jökull Harðarson nemi: Já. Lesendur________________________ Heilsufarsupplýs- ingar í gagnagrunni - til hamingju, heilbrigðisráðherra Ljóst er að landsmenn eru svo sannarlega mun betur tryggðir með heilsu- farsupplýsingar um sjáifa sig í tölvutæku formi, gagnagrunni, en þeim af- dalavinnubrögðum að stafla pappír í heilu herbergin, segir m.a. í bréfinu. Guðrún María Óskarsdóttir skrifar: Að taka rétta ákvörðun á réttum tíma er svo sannarlega til fram- dráttar framsæknum stjórnmála- mönnum, og það hefur heilbrigðis- ráðherrann gert, með því að fela Landlækni að athuga geymslu sjúkraupplýsinga um landsmenn, á landsvísu, innan mánaðar. Að vísu eftir að fjölmiðlamenn löbbuðu sér eftir upplýsingum úr sjúkraskýrsl- um af sjálfsdáðum, en þær mátti finna á glámbekk hjá gamalgróinni sjúkrastofnun í Reykjavík. Allt tal um vemdun persónu- upplýsinga er fram hefur farið í tengslum við tilkomu gagnagrunns, og grundvöllur siðferðilegra spum- inga í því sambandi þarfnast endur- skoðunar við, hvort sem er í vís- indasamfélagi lækna eða annars staðar. Og nokkuð ljóst er nú að landsmenn eru svo sannarlega mun betur tryggðir með heilsufarsupp- lýsingar um sjálfa sig í tölvutæku formi, gagnagmnni, en þeim afdala- vinnubrögðum nú á dögum að stafla pappír í heilu herbergin sem al- menningur virðist síðan eiga all- greiðan aðgang að. Vandræðagangur sumra sjúkra- stofnana varðandi það atriði að gefa sjúklingum afrit af upplýsingum um þá sjálfa ef um meint mistök kynni að vera að ræða er í þessu samhengi hreint og beint hlægileg- ur, og lítt til sóma læknum eða öðr- um heilbrigðisstéttum á alþjóðlegan mælikvarða. Það að hlýða síðan á postula mann- og persónuvemdar úttala sig um ómögulegheit gagna- grunns gæti hjálpað einhverjum til þess að komast að einfaldri niður- stöðu i því máli. Vaskleg framganga fréttamanns Stöðvar 2, ásamt vasklegum við- brögðum heilbrigðisráðherra, verð- ur án efa til þess að vaskleg við- brögð Landlæknis koma í kjölfarið hvað varðar úttekt á geymslu sjúkragagna í landinu. Það ber svo sannarlega að þakka fyrir. Kirkjan blessar ekki samkynhneigða Hallgerður skrifar: Mér er ekki í mun að koma höggi á kirkjuna, síður en svo. Ég er einmitt þeirrar skoðunar að kirkjan hér á landi geti gegnt miklu viða- meira hlutverki en hún gerir nú. En aðeins með því að vera frjálslynd, án þess að misnota hugtakið frelsi eins og oft vill verða þegar það góða hugtak er tekið til brúks í verki. Ég skil ekki kirkjuna að segjast ekki blessa sambúð samkyn- hneigðra. Auðvitað á kirkjan að blessa alla þá sem til hennar leita. Hins vegar er það nú einu sinni svo að athöfnin gifting er ekki trú- arlegs eðlis heldur einfaldlega samningur sem má löggilda hvar sem er annars staðar en í kirkju, svo sem hjá lögmönnum, um borð skipi eöa í flugvél, svo fremi hinn ábyrgi ráðamaður um borð fram- kvæmi þennan gjöming. Skímin og fermingin era svo aft- ur trúarlegar athafnir - alls ekki gifting. Ég skil þess vegna ekki afstöðu kirkjunnar að þykjast ekki vilja veita samkynhneigðum blessun sína, svo einfold, skýr og sjálfsögð sem sú skylda kirkjunnar er. Spyrja má, eru samkynhneigðir óæðri öðm fólki, jafnvel dýrum merkurinnar? Myndi kirkjan ekki blessa húsdýrin okkar ef um það væri beðið? Ég bara spyr jafnfávíslega og kirkjan svarar þegar hún neitar að blessa sambúð eða giftingu tveggja karla eða kvenna. Hvílíkir tímar, hvílíkir siöir - prestar og þingmenn gegn kjarnaQ ölskyldunni? Jónas Sveinsson skrifar: Þegar samkynhneigðir (hommar) fóru að vera sýnilegri héldu þeir því fram að samkvæmt rannsóknum væra þeir meira en 10% vestrænna þjóða. Menn tóku þetta gott og gilt lengi vel, en svo fór að nýjustu rann- sóknir sýna samkynhneigða innan við 1%. Nú segja þeir rannsóknir sýna þá betri uppalendur en heilbrigt (venju- legt) fólk. Alþingismenn hér og prest- ar taka þessar rannsóknir hommanna góðar og gildar eins og áður, enda hafa þeir sýnt sig að vera óvandir að meðulum við þá sem þeim era ósam- mála. Ég bið samt alþingismenn og presta að huga að áhyggjum uppeldisfræð- inga af slæmum áhrifum þess að þjónusta allan sólarhringinn H H pk?H r)s) H Lesendur geta sent mynd af ir með bréfum sínum sem rerða á lesendasíðu Lengi vel var þaö tekið gilt, sem samkynhneigðir héldu fram, að þeir væru meira en 10% vestrænna þjóða. Nýjustu rannsóknir sýna nú samkynhneigða innan við 1%, segir bréfritari. Samkynhneigðir halda hátíð í Berlín. kennarar eru að verða kvennastétt. Alþingismenn hafa tekið undir og lýst áhyggjum sínum af því að börn fái ekki fyrirmyndir við hæfl í skólun- um. Þingmenn og prestar virðast eng- ar áhyggjur hafa af því að böm fái ekki fyrirmyndir við hæfi á heimilun- um. Það er skiljanlegt, því að alþing- ismenn hafa einmitt verið þekktir fyrir að vinna gegn kjarnafjöl- skyldunni, t.d. í skatta- málum. Nú reyna prestar og þingmenn að telja okk- ur trú um að það sé óeðli að þykja gaman að horfa á dillibossa á nektarklúbbum í borg- inni. Þetta kom mér verulega á óvart. Það er orðið heilbrigt í augum þessara manna að vera hommi, en óheilbrigt að kætast yfir kven- mannslíkama. Samt er það nú lofsungið í Ljóðaljóðum Davíðs í Biblíunni. Þingmaður- inn og presturinn (í einni og sömu persón- unni) ætti að minnast þess þegar hann kallar okkur „perra“ og vill láta lækna okkur. Nú er svo komið að svona venjuleg- ur kvenhollur karlmaður eins og ég er kallaður' „perri“ en hommarnir eru lofsungnir og taldir heilbrigðir. Líka fyrir börn. Hvílíkir tímar, hvílikir siðir! I>V Reykjavík- Egilsstaðir R.Á. skrifar: í DV var prýðileg hugvekja ný- lega í lesendadálki blaðsins frá Kristleifi á Húsafelli um kosti þess að flytja höfuðborgina Reykjavík til Egilsstaða. Þótt margir kunni að hrista höfuðið og segja að þau rök sem Kristleifur setti fram fyrir flutningi; hugsan- legur stórskjálfti á Suðurlandi eða Reykjanesi, og síðan landsig sem farið er að bera á í vestan- verðri Reykjavík, þá er hugmynd- in um flutning höfuðborgarinnar samt ekki svo vitlaus. Göðviðrinu austanlands er við brugðið og svo má ekki gleyma því að höfuðborg- arsvæðið er illa skipulagt, þéttset- ið og senn ofsetið og erfitt að mörgu leyti. Sá tími kann að koma fyrr en síðar að menn sjái hag í því að flytja í blíðviðrið austanlands. Einskis nýtar sjónvarpsfréttir Viggó skrifar: Fyrr meir horfði maður á hvem fréttatíma sjónvarpsstöðvanna. Nú er mér orðið nokkuð sama hvort ég horfi á sjónvarpsfréttir eða ekki. Þær hafa farið síversn- andi og á ég þá við innihald, vinnslu og fjölbreytni frá degi til dags. Fréttirnar fæ ég nú aðallega úr blöðunum, Mbl. og DV og svo úr gömlu gufurásinni á RÚV. Um helgar keyrir um þverbak hjá sjónvarpssöðvunum, þá er eins og fréttamenn séu í fríi eða taki bara af handahófi eitthvað úr Sky News eða CNN, og þá ekkert sér- stakt eða áhugavert, bara eitthvað til að fylla upp í tímann. Þetta var mjög áberandi um sl. helgi, þá var eins og helgislepjan legðist yfir aö fullu. Sjálfsagt er að leggja frétta- stofur sjónvarpsstöðvanna niður, spara og sýna bara kvikmyndir. Enn eitt dóm- arahneykslið Kristinn Sigurðsson skrifar: Spyrja má, hvers vegna vinnur Hæstiréttur gegn lögregluyfir- völdum? Nú þegar lögreglan taldi rétt að úrskurða erlendan mann í gæsluvarðhald, þá niðurlægir Hæstiréttur lögregluna i Reykja- vík og það ekki í fyrsta skipti. Ég tel að ástæðan sé hroki og til að sýna vald sitt og er það þá óþol- andi. Er ekki einhvers staðar tek- iö fram, að hver sá sem hindrar lögregluna í starfi skuli sæta refs- ingu? Alþingi og dómsmálaráð- herra ættu að kanna þessi mál, því útilokað er að lögreglan sé niðurlægð hvað eftir annað á þennan hátt. Fyrrverandi dóms- málaráðherra fór fram á það að Hæstiréttur notaði lagaheimild til að þyngja dóma yfir ofbeldis- mönnum. Hæstiréttur hefur, því miður, ekki ansað ráðherra í þeim efnum. Nú verður að skoða þessi mál í fyllstu alvöra. Rökþrota heim- speki kristinna Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Nýlega las ég í DV greinina „Rökþrota heimspeki" eftir Gunn- ar Þorsteinsson forstöðumann. Greinin var góð. Ég hef marg- reynt að ræöa við hina kristnu bæði hérlendis og erlendis um innihald Biblíunnar, en án árang- urs. Þeir þora ekki að ræða málin hreinskilnislega. Hvers vegna ekki? Ég hefði viljað að Gunnar hefði útskýrt þegar hann talar um Guð fóður og soninn Jesú. Hver var móöirin? Varla María mey, sem Guð lét fylla heilögum anda til að ala soninn? Hver var hin raunverulega móðir Jesú? Er ekki eitthvað bogið við þetta allt? Líkt og um Adam og Évu, og mann- kynið í kjölfar þeirra. Hver getur útskýrt þetta svo skiljanlegt sé?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.