Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Side 11
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 'ennmg u Friðrik Þór Friðriksson velur myndir eftir SÚMara á sýningu í Gerðubergi: Kór Snælandsskóla Umsjón Silja Aðalsteinsdottir í kvöld verður i ann- að sinn opnuð sýning í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi undir titl- inum Þetta vil ég sjá. Þar eru leikmenn fengnir til að velja listaverk til að sýna gestum, og í þetta sinn er það Friðrik Þór Friðriksson, kvik- myndaleikstjórinn og kvikmyndaframleið- andinn kunni, sem vel- ur verk. Friðrik Þór skipti sér töluvert af myndlist um tíma eftir að hann stofnaði Gallerí Suður- götu 7 ásamt Bjarna Þórarinssyni, Stein- grimi Eyfjörö og fleiri árið 1977. „Húsnæðið var á lausu,“ segir hann um tilurð galler- ísins, „og það var i eigu ættingja okkar Bjarna. Þeir leyfðu okkur að vera endur- gjaldslaust í húsinu þangað til það var flutt upp á Árbæjarsafh, og þar sýndum við í nokkur ár bæði kvikmyndir og alls konar myndlist aðra.“ Sjálfur vann Friðrik það afrek, þegar starfsemi Gallerís Suðurgötu 7 stóð í sem mestum blóma, að selja Listasafni íslands mynd eftir sig. Það er ljósmynd sem heitir „Að festa blund“ og sýnir andlitið á Frið- riki Þór njörvað niður með kaðalspottum! Sú mynd er ekki á sýningunni, en hvaða listamenn skyldu eiga verk þar? „Ég valdi verk eftir þá menn sem höfðu haft mest áhrif á mig í gegnum tíðina. Hörður Ágústsson flnnst mér alltaf tilheyra SÚMurunum af því hann sýndi í SÚM og var að gera sniðuga hluti eins og myndirn- ar bera með sér sem ég er með hér. Þetta eru teipmyndir sem sýna að hann var að gera tilraunir með efni sem voru ekki við- urkennd í myndlistarheiminum þá, og sum- ar þeirra voru ætlaðar til kvikmyndunar öðrum þræði. Þær hafa optísk áhrif og eru byggðar upp eins og kvikmyndir, enda verk frá foreldrum hans, Ný- listasafninu og eitt frá Kjar- valsstöðum. Listasafn ís- lands á líka verk eftir hann en þurfti að nota þau sjálft.“ - Svo rekur ToÚi lestina. „Já, með myndir sem tengjast Bömum náttúrunn- ar; málverk sem hann skiss- aði uppi á Straumnesfjalli á sama stað og ég filmaði loka- atriði Barna náttúrunnar og áður en Kaninn hreinsaði þar til.“ - Átt þú þær myndir sjálf- ur? „Nei nei nei nei, ég á ekk- ert sjálfur! Maður á að sjá myndir á söfnum, til þess eru þau, og fá svo lánuð myndverk hjá þeim eins og núna. Það er allt of mikið til af góðri myndlist sem er læst inni á heimilum sem fáir koma á. Sýningar eins og Þetta vil ég sjá gætu lokkað hana þaðan út.“ Töluvert erfiðlega gekk að safna verkum eftir lista- mennina sem Friðrik Þór valdi sér og sagði hann þá skýringu á því að á SÚM- tímabilinu hefðu listamenn farið að efast um markaðsgildi myndlistar og það hafði í fór með sér að fólk hélt að það væru engin verðmæti í verkum þeirra. Var þeim þá hent? „Ja, maður hefur heyrt alls konar hryll- ingssögur," segir Friðrik Þór leyndardóms- fullur. - Segðu mér eina! „Ja, mér er sagt að ákveðinn rammagerð- armaður sem rammaði inn fyrir SÚMara hafi gjaman fengið greitt í verkum og átt orðið álitlegt safn. Síðan lenti þessi maður í hjónaskilnaði. Verkin voru ekki uppi á vegg heldur i geymslu og þaðan lét makinn aka þeim á haugana! Hún hafði ekkert verðmætaskyn á þetta, konan. En þetta get- ur auðvitað verið kjaftasaga." Það verða sem sagt fáséð myndverk sem gestir Gerðubergs fá að líta á næstu vikum. Sýningin stendur til 14. nóvember. Friðrik Þór Friðriksson með myndverki eftir Bjarna Þórarinsson: Alit of mikið af góðri myndlist er læst inni á heimilum sem fáir koma á. DV-mynd E.ÓI. heita þær til dæmis Kvik 1 og Kvik 2. Hann sýndi þær á Kjarvalsstöðum 1977 á mjög sterkri og áhrifamikilli sýningu. Hann var kannski elstur af SÚMurum en hann var líka yngstur." Félagar Friðriks Þórs úr Galleríi Suður- götu 7 eru að sjálfsögðu á sýningunni, Steingrímur Eyfjörð og Bjami Þórarinsson. „Við Steingrímur vorum samlokur til margra ára og það eina sem komst að í hausnum á honum var myndlist þannig að hann dró mig oft með sér á myndlistarsýn- ingar,“ segir Friðrik. „Ég á kannski honum öðrum fremur að þakka áhuga minn á myndlist." Einnig eru á sýningunni Magnús Pálsson og bræðurnir Sigurður og Kristján Guð- mundssynir. Sýndu þeir hjá ykkur? „Magnús Pálsson tók þátt í samsýningu þar, en ekki man ég til að bræðurnir hafi sýnt hjá okkur,“ segir Friðrik. „Ég komst að því meðan við vorum að undirbúa þessa sýningu að það er skammarlega litið til af verkum Sigurðar i landinu. Þó fengum við Tveggja heima grín syngur í Salnum Á laugardaginn kl. 16:00 heldur Kór Snælands- skóla tónleika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópa- vogs. Þetta eru útgáfutónleikar geisladisksins „Fagur er Fossvogsdalur" sem kórinn vann að síðastliðið vor og kemur út um þessar mundir. Þar eru 19 lög, bæði innlend og erlend. Nafn disksins er úr texta sem herra Sigurbjöm Einars- son biskup samdi fyrir skólann og bamabam hans Mist Þorkelsdóttir gerði lag við. Á tónleikunum verður einnig flutt verk sem Mist samdi við ljóðið Afmælisósk sem afi hennar samdi í tilefni af 25 ára afinæli skólans. Tónleikarnir sjáifir eru einmitt hluti af afmælishaldi skólans á þessum tímamótum. Kór Snælandsskóla hefur fengið boð um að taka þátt í menningarhátíð í Norfolk í Bandaríkj- unum í apríl á næsta ári. Hátíð þessi, sem nefnd er Alparósarhátíð, er haldin á hverju ári og hafa íslendingar verið tilnefnd heiðursþjóð hátiðarinn- ar að þessu sinni, meðal annars vegna 1000 ára af- mælis landafunda Leifs Eirikssonar. Einu sinni áður hafa íslendingar verið heiðursþjóð hátíðar- innar og var þá Kór Öldutúnsskóla fiilltrúi okkar. Stjónandi Kórs Snælandsskóla er Heiðrún Há- konardóttir. Velferð til frambúðar Nýlega kom út hjá Iöunni bókin Þjóöráö eftir Hörð Bergmann. Hún er hugsuð sem innlegg í umræðuna um þróun og framtíð íslensks þjóðfé- lags, vandamál þess og viðfangsefni í upphafi nýrrar aldar. Hörður skilgreinir hvaða vanda er helst viö að etja og varpar fram rökstuddum tillögum um lausnir sem felast ekki í auknum fjárframlögum og meiri hagvexti held- ur breytingu á markmiðum, lífsháttum og viðhorfum. Ef þjóðráðum hans verð- ur hlýtt „ættum við að uppskera réttláta tekjuskiptingu, viðráðanlegan húsnæðis- kostnað, atvinnu handa öllum, skilvirk- an og hallalausan opinberan rekstur, réttláta út- hlutun aflaheimilda, ábyrga auðlindanýtingu, sannkallað lýðræði og ríka ábyrgöarkennd; í stuttu máli: velferð til frambúðar,“ eins og höf- undur segir í inngangsorðum. Bókinni Þjóðráð er ætlað að kveikja umræðu meðal manna, þar er varpað fram spumingum og bent á lausnir sem verðugar eru umhugsunar. Hörður gaf út fyrir tíu árum bókina Umbúðaþjóð- félagið - Uppgjör og afhjúpun sem hafði að geyma gagnrýna greiningu á þróun lífshátta og þjóðfé- lags. Stálfljótið Það er skammt högga á milli hjá Normu E. Samúelsdóttur. Fyrir fáeinum vikum kom út eft- ir hana bókin Mömmublús með minningarljóðum um móður hennar, nú er komin önnur ljóðabók, Stálfljótið og fjögurra laufa smárinn. Ekki eru þetta þó stór högg því báðar eru bækurnar smáar i sniðum. í ljóöum bókarinnar segir frá manneskjunni sem situr við gluggann og horfir út á stáifljót um- ferðarinnar eða gengur um og veltir fyrir sér um- hverfi sínu, náttúrunni mitt i malbikinu, fugla- söngnum mitt í vélardyninum. Ljóðin eru mettuö óþoli gagnvart manngerðu umhverfi, hávaða, stressi, stybbu frá útblástursrörum, sjónmengun frá rusli og skiltum. Við og við rjúfa tilvitnanir í Völuspá eða Snorra-Eddu flaum stálfljótsins svona rétt til að minna á aðra tíma, annan lifstakt. Bókin er einn samfelldur bálkur og við grípum niður af handahófl: Bílar fílar menn blautar götur stöövaö stál Löggubíll skýst á hœla gljáfœgöur Hin danska drottning hvílist i nótt Sem œöar í líkama renna slóö snuröulaust aö mestu of hœgt hratt hindrun árekstur áfall og hió óumflýjanlega Hœttuljós Höfundur gefur bókina út. Móðirin og kærastan fylgjast vandlega með þegar grannkonan ies framtíð piltsins úr bollanum. Ylfa Mist Helgadóttir, Hulda B. Hákonardóttir og Silja Björk Huldudóttir í hlutverkum sínum. DV-mynd Pjetur Áhugamannaleikfélag- ið Hugleikur er enn komið á kreik með nýtt verk eftir nýja höfunda. Völin & kvölin & mölin heitir það og er eftir Hildi Þórðardóttur, Sig- ríði Láru Sigurjónsdótt- ur og V. Kára Heiðdal. Sagan er einföld: Ungur maður fer suður í Lærða skólann og skilur stúlk- una sína eftir fyrir norð- an þó gefið sé í skyn að hún eigi ekki síður heima í skóla en hann - en við erum stödd á þeim tíma þegar stúlkúr fengu ekki inngöngu í skólastofnanir. Syðra kynnist hann ýmsum fordjörfuðum manneskj- um og heimasætan í hús- inu þar sem hann býr flekar hann og neyðir til að trúlofast sér. Þetta fer þó betur en á horfist, en endirinn er óvæntur og býður upp á Völina & kvölina II. Ungi maðurinn fer af einu heimili á ann- að og það sniðuga við uppsetningu Þorgeirs Tryggvasonar leikstjóra er að láta sama fólkið leika heimilismenn á báðum stöðum. Þannig fæst ákveðin speglun milli þessara tveggja heima sem pilturinn fer á milli. Stúlkan trygglynda fyrir norðan er til dæm- is leikin af sömu leikkonu og leikur tál- kvendið syðra og fór Silja Björk Huldudótt- ir létt með að skipta yfir þó að stundum Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir fengi hún aðeins sekúndubrot til þess. Sá galli er þó á að heimilið fyrir norðan fær ansi fljótfærnislega meðferð í textanum. Það sem vantar í þetta verk miðað við bestu Hugleikina fram að þessu er hin menningarsögulega eða bókmenntasögu- lega dýpt. Hér er al- mennt verið að skop- ast að saklausum 19. aldar sveitapilti sem talar í rími og stuðl- um en ekki verið að taka fyrir ákveðið verk eða bókmennta- grein. Með öðrum orðum býr ekki neitt á bak við grínið og einfaldleikann eins og til dæmis í Sálir Jónanna ganga aftur sem sýnt var 1998, og textinn er ósköp þunnur. En leikar- arnir bregðast ekki og gerðu sitt til að gera kvöldið skemmtilegt. Fyrst þarf þá auk Silju að nefna Huldu B. Há- konardóttur sem alltaf er jafndásamleg leik- kona. Rúnar Lund var flnn í hlutverkum feðra stúlknanna, Yifa Mist Helgadóttir lék frúna á Bleyti og dóttur hennar syðra með tilþrifum, Einar Þór Einarsson og Sigurður Atlason bjuggu báðir til tvær fullkomlega ólíkar týpur og spielluðu af hjartans lyst. Og alveg er makalaust hvað Sigurður hefur góða stjórn á andlitsvöðvum sínum; líklega er hann kominn af Agli í beinan karllegg. Þetta vil ég sjá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.