Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON Og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vlsir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekkí viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Einangrun og ofurtortryggni Bandaríska öldungadeUdin hefur rýrt friðarlíkur í heiminum og aukið einangrun landsins með því að hafna alþjóðasamningnum um bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn. Þessi samningur var gerður að undirlagi Bandarikjanna sjálfra og með ærinni fyrirhöfn. Öldungadeildin hefur gefið grænt ljós á frekari tilraun- ir Indverja, Pakistana og annarra þeirra, sem vilja gera sig breiða í hermálum. Hún hefur lýst frati á alla helztu bandamenn Bandaríkjanna í öryggismálum og ögrað Rússum og Kínverjum að ástæðulausu. í kjölfarið hefur Rússland þegar hafnað ósk Bandaríkj- anna um breytingu á sáttamála þjóðanna um eldflauga- varnir og mun hafna vestrænum ráðum um friðsamlegri framgöngu í Tsjetsjeníu. Kína mun herða truflanir sínar á hernaðarlegu jafnvægi í austanverðri Asíu. Verst er, að öldungadeildin hefur sýnt stjórnvöldum um allan heim, að engum tilgangi þjóni að gera skriflega samninga við Bandaríkin, af því að þingið muni ekki virða þá. Allt alþjóðlegt samningaferli verður erfiðara en áður, til dæmis á sviði heimsviðskipta og tolla. í nóvember hefst ný lota í alþjóðaviðræðum á vegum Heimsviðskiptastofnunarinnar um lækkun tolla og ann- arra viðskiptahafta til eflingar velmegunar í heiminum og ekki sízt í Bandaríkjunum, sem jafnan hafa staðið sig vel í framleiðslu fyrir alþjóðlegan markað. Þessi lota er nú orðin marklaus, af því að málsaðilar sjá, að einangrunarsinnar og verndarsinnar á Banda- ríkjaþingi muni koma í veg fyrir staðfestingu hvaða samnings, sem gerður yrði. Samningamönnum hafa því fallizt hendur nokkrum vikum áður en lotan hefst. Bandaríkjaþing hefur árum saman komið í veg fyrir, að landið standi við skuldbindingar sínar um greiðslur til Sameinuðu þjóðanna. Er nú réttilega komið að því í lok þessa árs, að Bandaríkin missi atkvæðisrétt sinn hjá samtökunum og rýri áhrif sín á alþjóðavettvangi. Vaxandi einstefna, einangrunarstefna og ofurtor- tryggni Bandaríkjaþings á sér hljómgrunn meðal kjós- enda, sem telja utanríkismál litlu skipta og telja þar á of- an, að útlendingar séu jafnan að reyna að hafa fé af Bandaríkjunum, oft með lævíslegum hætti. Þeirri skoðun eykst fylgi, að Bandaríkin eigi að hætta afskiptum af deilumálum úti í heimi og breyta sér í lok- að virki undir kjamorkuregnhlíf. Kjósendur og þing- menn virðast ekki gera sér grein fyrir, hvað einangrun- in muni kosta bandaríska útflutningsatvinnuvegi. Kjósendur og þingmenn í Bandaríkjunum lifa í óraun- verulegum heimi, þar sem bæði er hægt að eiga kökuna og éta hana. Slík viðhorf eru að vísu algeng um allan heim, en hafa hvergi á Vesturlöndum fengið eins mikinn byr undir báða vængi og í Bandaríkjunum. Völdum á heimsvísu fylgja tækifæri til að treysta við- skiptahagsmuni, svo sem sölu á kvikmyndum og tölvu- búnaði. Einstefna, einangrun og ofurtortryggni leiða hins vegar til þess, að önnur ríki og ríkjasamtök hefta bandarísk útflutningstækífæri og loka þeim. Allir tapa á þeim viðhorfum, sem hér hefur verið lýst og Bandaríkjamenn sjálfir tapa mest. Verst er þó, að Vesturlönd sem heild veikjast af þessum völdum og hafa minni möguleika en áður á að framkalla friðsamlegt svigrúm til lýðræðis og viðskipta sem allra víðast. í kjölfar bandaríska virkisins rís evrópska virkið og hliðstæð virki víðar um heim. Veröld okkar mun verða hættulegri en hún hefur verið síðustu áratugi. Jónas Kristjánsson „Árin 161-180 eftir Krists burð var keisari yfir öllu Rómaveldi Marcus Aurelius Antoninus, eitt hið mesta göfugmenni og speking- ur, sem nokkru sinni hefur ráðið löndum og þegnum.“ - Þannig hefst hin þekkta dæmi- saga Sigurðar Nordal, Ferðin sem aldrei var farin. Síðan segir frá því að alúðarvinur og ráðgjafi keisarans féll í styrjöld og lét eftir sig 18 ára son, Lucius að nafni. Lucius brá brátt af hreinlífi og siðavendni fóður síns, safnaði að sér gjálífum höfðingjasonum, leik- urum og dansmeyjum og lifði hvern dag í dýrlegum fógnuði. Keisarinn sendi einn spekinga sinna, dulbúinn sem söngvara, á fund hins unga manns og bauð honum að búa sig undir vanda- sama sendiferð fyrir hið róm- verska ríki. Lucius setti hljóðan og sendi frá sér alla gesti sína og skemmtanamenn. Segir síðan af undirbúningi hans undir ferðina sem aldrei var þó farin. Þessi bók- menntaperla hefur verið íslend- ingum hugstæð frá því Sigurður flutti hana fyrst í erindaflokki í Ríkisútvarpinu árið 1940. í anda meistara síns En nokkrum árum áður birtist á íslensku önnur saga um aðra ferð sem var farin. Hún hefst þannig: Ferðin Sigurður Nordal, norrænufræðingur og rithöfundur. sem var farin ———— ljóðrænu, hljómþýðu Kjallarinn máli Hringferðin mikla Höfundar er ekki get- ið á titilsiðu né annars staðar og bókin er þýdd á íslensku af ónafngreindum manni. „Þýtt“ er það eina sem stendur um það efni. Bókin mun þó vera eft- ir enska píanóleikar- ann og lagasmiðinn Cyril Scott. Scott, Cyril stendur skrifað með blýanti á titilsíðu ein- taksins sem geymt er í Þjóðarbókhlöðu. Bókin með frásögninni af — „Það eru hugmyndirnar um hið sanna og góða líf sem höfund- arnir vilja koma til skila með dæmisögum sínum. Og báðir telja þeir að hinar fornu dyggðir vísi mönnum veginn.“ Hólmfríður K. Gunnarsdóttir „í fjallalandi einu langt í burtu lifði endur fyrir löngu maður nokkur rík- ur, sem Antoníus hjet. Hann hafði notið allra þeirra skemmtana, sem auður hans gat veitt honum, þangað til hann var orðinn leiður á þeim, líkt og barn, sem fengið hefur leiði á leik- fangi, sem misst hef- ur, í þess augum, það sem heillandi var við það í fyrstu." Þannig hefst Hringferðin, annar hluti bókarinnar Inn vígði sem gefin var út hjá Prent- smiðju Odds Bjömssonar á Ak- ureyri árið 1933. Inn vígði er að fyrri hluta „frásögn um afburða andans mann eftir nem- anda hans“, síðari hlutann skrifar nemandinn í anda meistara síns og samkvæmt fyrirsögn hans. í stuttu forspjalli segir svo m.a.: „Um stilinn í frásögn minni gaf Justin Moreward Haig mjer nokkrar leiðbeiningar, áður en hann fór. „Hafðu málið fornt, snjallt og eins skáldlegt og unnt er,“ sagði hann, „því að sannindi dulspekinnar ná betur tökum á lesandanum, sjeu þau sett fram í ferðalagi Antoníusar kom reyndar aftur út árið 1962 i þýðingu Stein- unnar Briem undir titlinum Full- numinn. Höfundarins Cyril Scott er getið á titilsíðu og útgefandi er Prentsmiðjan Leiftur. í þýðingu Steinunnar heitir síð- ari hlutinn Hringferðin mikla. - Gamlan fórumann ber að garði Antoníusar. Öldungurinn er í raun lærisveinn mikils meistara. Eftir að hafa þegið beina hjá Ant- oníusi býður hann honum að hverfa frá hóglífi og munaði og leita viskunnar. Honum beri að leggja allar bækur á hilluna, fela þjónum sínum hús og aðrar eignir til forráða því að viskuna finni hann uppi á snæviþöktum fjallatindum, þar sem meistarar viskunnar dveljast. Antoníus fékk til fylgdar við sig fornvinkonu sína, gleðikonu sem hann hafði á sínum tíma yfirgefið og smáð. Þau lenda í mannraun- um en allt fer vel að lokum. Endir- inn er óvæntur eins og í dæmisögu Sigurðar. Hugmyndir sveima í loftinu Ferðin sem aldrei var farin minnir á Hringferð Cyrils Scott. Þar með er ekki sagt að Sigurður hafi þekkt þá sögu, þótt það megi vel vera, heldur hitt að sögunum svipar saman. Lucius lagði reynd- ar aldrei af stað en Antoníus fór i sina ferð. Það skiptir þó ekki sköp- um. Það eru hugmyndirnar um hið sanna og góða líf sem höfund- arnir vilja koma til skila með dæmisögum sinum. Og báðir telja þeir að hinar fornu dyggðir vísi mönnum veginn. Málið er fornt, snjallt og skáldlegt eins og Justin Moreward Haig ráðlagði læri- sveini sínum. Þar bregst hvorki Sigurði né Cyril bogalistin. Um skyldleika sagnanna er kannski aðeins um það að ræða að hugmyndir sveima í loftinu á hverjum tíma - og það er snilldin að grípa þær og búa til úr þeim listaverk. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skoðanir annarra Tískulausnir Samfylkingarinnar „Ein helsta ástæða þess hvernig komið er fyrir Sam- fylkingunni er að hún býður aðeins upp á tískupólitík og tískulausnir, svo vitnað sé til ummæla fyrrverandi liðsmanns, Árna Þórs Sigurðssonar, í Degi. Samfylking- in er samsuða utan um óskilgreinda „þriðju leiðina" sem farið hefur sigurfór um hinn vestræna heim ... Reykjavíkurlistinn hefur aftur á móti náð ákveðnum ár- angri í að búa tO eins konar útgáfu af „þriðju leiðinni"... Margt af því sem Reykjavíkurlistinn hefur framkvæmt eða boðað myndi sóma sér vel á stefnuskrá stjórnmála- aíls sem kenndi sig við hægristefnu, svo sem einkavæö- ing félagslega íbúðakerfisins og hugmyndir um hlutafé- lagavæðingu og jafnvel einkavæðingu veitufyrirtækja." Úr forystugreinum Vidskiptablaðsins 20. okt. Dagblöðin og grænmetið „Samband garðyrkjubænda hefur upp á síðkastið lagt í mikinn auglýsingakostnað í því skyni að halda græn- metisverði háu á íslandi. Eins og venjulega þegar mál- staðurinn er slæmur er gripið til slæmra röksemda til að verja hann. Um helgina birti sambandið opnuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem bent er á þá staðreynd að dag- blöð eru dýrari hér á landi en annars staðar. Mun þetta hafa átt að stinga duglega upp í þá sem gagnrýnt hafa háa tolla á innflutt grænmeti, sérstaklega DV. Þaö að leggja að jöfnu ólikt verð á grænmeti annars vegar og dagblöð- um hins vegar er vitaskuld alger fjarstæða og ekki boð- legt vilji garðyrkjubændur láta taka sig alvarlega. Inn- lend dagblöð njóta engrar vemdar hins opinbera gagn- vart erlendum keppinautum." Úr Vef-þjóðviljanum 18. okt. Samræmd próf tímaskekkja „Ég tel að samræmdu prófin séu tímaskekkja í ís- lensku skólakerfi eins og þau eru framkvæmd í dag. Þessi próf eru fáránlegur samanburður milli bama í heilum árgangi, sem öll eiga að hafa sömu forsendur en hafa þær i raun ekki. Níu ára börn eru enn mjög mis- jafnlega langt komin í þroska. Próf á þessu stigi eru ein- ungis til þess fallin að ýta of snemma undir samkeppni á milli bama, fjölskyldna og skóla og bömin verða stressuð því að próf af þessu tagi er ekki framkvæman- legt öðru vísi en með stressi... Kerfið gengur greinilega ekki upp.“ Guðrún Helga Sigurðardóttir í Degi 20. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.