Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 13 Tilfinningar eöa gildismat? Eyjabakkarnir voru heitasta umræðuefni landsmanna sl. sumar og haust. Auðvitað var fyrst og fremst rætt um framtíð svæðisins. Svo voru nokkrir sem ræddu um umræðuna sem slíka. Hér er ætl- unin að taka eitt skref til og ræða umræðuna um umræðuna! Flestir sem tjáðu sig um orðræðuna fóru um hana neikvæðum orð- um. Fundu menn henni tvennt tii foráttu: Að hún væri sprottin af þörf landans fyrir eilíf- ar þrætur og að hún „Stórorð umræða skapar sjaldan raunverulegt aðhald. Þvert á móti gefur hún stjórnvöldum gullið tækifæri til að fara sínu fram óháð almenningsáliti. Tilfinningar geta þó markað umræðu með öðrum hætti en að móta stíl hennar.“ Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor Frá fundi á Egilsstöðum um virkjanir á Austurlandi. - Tekist á um gildi og gildismat og í slíkum málum verður bæði að beita tilfinningum og skyn- semi, segir m.a. í grein Hjalta í dag. færi fram á tilfinningalegum nót- um. Oftast var þessari gagnrýni beint að andstæðingum virkjunar. Bæði þessi atriði þurfa frekari at- hugunar við. Ekki smámál Sé því haldið fram að umræða sé sprottin af þrætugirni og þörf fyrir illdeilur liggur annað af tvennu undir steini: Að um smá- mál sé að ræða eða að almenningi komi málið ekki við. Hvorugt á við um Eyjabakkaumræðuna. Vemdun einstæðrar náttúruperlu er ekkert smámál. Þvert á móti kann hún vera ómetanlegt andóf gegn óbætanlegu tjóni. Viðleitni til að fjölga störfum á landsbyggðinni og styrkja byggð í heil- um fjórðungi er heldur ekki smá- mál. Þess vegna er rangt að reyna með léttvægum rökum að hleypa loftinu úr umræðunni. Al- menningur í upp- lýstu lýðræðissam- félagi ber auk þess ábyrgð sem ekki verður undan vik- ist. Hún felst í þvi að taka afstöðu og láta hana í ljósi. Á þann hátt er tryggt að sem flest rök komi fram, að mál séu könnuð frá öll- um hliðum, að ákvörðun verði ekki hraðað úr hófi og að niður- staða verði grund- uð þegar hennar tími er kominn. Hlutverk umræð- unnar er að skapa aðhald með þeim sem bera endan- lega ábyrgð og taka að lokum ákvörðun sem oft verður ekki aft- ur tekin. Það er ábyrgðarhluti að drepa slíkri umræðu á dreif með hártogunum og háði. Tilfinningalegs eðlis? Auðvitað settu tilfinningar mark sitt á mál margra sem tjáðu sig um Eyjabakkana. Það á jafnt við um andstæðinga og fylgjendur virkjunar. Nú er ekkert rangt við að standa við tilfinningar sínar. Leiði það til slagorða og sleggju- dóma er hins vegar betur heima setið en af stað farið. Stórorð umræða skapar sjaldan raunverulegt aðhald. Þvert á móti gefur hún stjómvöldum gullið tækifæri til að fara sínu fram óháð almenningsáliti. Tilflnningar geta þó markað umræðu með öðmm hætti en að móta stíl hennar. Rök- in sem beitt er geta líka verið til- finningalegs eðlis og ugglaust virð- ist ýmsum að svo hafi verið um Eyjabakkaumræðuna. Það er þó alls ekki augljóst að svo hafi verið. Gildi og gildismat Umræðan snerist ekki um það eitt hvort hlífa ætti Eyjabökkum eða virkja á Austurlandi. Hún fjallaði frekar um það hvers virði ósnortin náttúra sé, ekki aðeins nú heldur einnig fyrir óbornar kynslóðir sem og hitt hversu stór- ar fórnir megi færa til að halda líf- vænlegri byggð í landshluta þar sem störfum fækkar fremur en fjölgar. Slíkum spurningum verður ekki svarað af neinu viti út frá svokölluðum skynsamlegum rök- um einum saman. Þar með er ekki sagt að um tilfinningamál sé að ræða. Hér er þvert á móti tekist á um gildi og gildismat og í slíkum málum verður bæði að beita til- finningum og skynsemi. Það er sannarlega kominn tími til að við æfum okkur í þeirri jafnvægislist. Hjalti Hugason Samkynhneigö og trú Ég hef eins og flestir verið ein- gyðistrúar hingað til. Ég hef ekki gert djöfulinn að sjálfstæðum guði og dýrkað hann eins og villutrúar- maðurinn Gunnar Þorsteinsson. Þegar hið illa birtist svo áberandi í manni sem honum renna á mig tvær grímur um eðli þess. Sömu lagaákvæðin Hvemig get ég verið kristinn og talað svona illa um annan mann og dæmt og svívirt trúarskoðanir hans svo harkalega? Já, það er rétt, ég get það ekki. Ég er ekki Guð og hans er að dæma. Um leið og ég bið Gunnar og trúarbræður hans afsökunar og dreg upphafs- orð mín til baka skora ég á hann að draga til baka orðnotkunina „kynvillu" um samkynhneigða i nýlegri kjallargrein. Það eru sömu lagaákvæðin sem vemda hann gegn árásum á trúarskoðanir hans og vernda gegn svívirðingum á kynhneigð. Margir hafa verið drepnir fyrir trú sína og menn hafa látið lifið fyrir kynhneigðir sínar. Ýmsir öfgahópar hafa staðið fyrir hroða- legum verkum í nafni trúar sinn- ar. Árásir eins og árásir Gunnars á samkynhneigða geta hrakið þá í dauðann. Trúir hann því virkilega að Jesú Kristur myndi gera slíkt ef hann væri á jörðinni i dag? Með túlkun- arrétt Guðs Gunnar telur sig þess umkominn að taka setning- ar úr Biblíunni, túlka þær og gefa þeim meiri merkingu en orðanna hljóðan gefur tilefni til. Hann gerir þessa túlkun sína að „Orði Guðs“ og ger- ir sjálfan sig þannig að óskeikulli guðlegri vera með beinan túlkun- arrétt á guðs orði svona eins og páfinn í Róm. Þessa túlkun sína endurtekur hann og trúbræður hans í síbylju eins og um bilaðan „Ég er ekki Guð og hans er að dæma. Um leið og ég bið Gunnar og trúarbræður hans afsökunar og dreg upphafsorð mín til baka skora ég á hann að draga til baka orð- notkunina „kynvillu“ um samkyn- hneigða í nýlegri kjallargrein.“ geisladisk sé að ræða. Minn Kristur er andstæðingur hrokans. Hann er andstæðingur faríseanna sem einnig tóku sér þenn- an túlkunarrétt og fóru um með vand- lætingu á gerðum annarra. Ég tel mig ekki vera þess um- kominn að segja að trú mín sé réttari eða betri en trú Gunnars. Ég veit ekki hvor okkar fær æðri sess í himnaríki ef við þá komumst þangað báðir. Ég tel hins veg- ar að enginn megi í nafni trúar valda öðr- um tjóni á sálu eða líkama og ég tel hættu á því að Gunnar geti með skrifum sínum gert slíkt. Gera sig að guðum Ef við færum út i trúardeilur þá myndi hann velja setningar úr Biblíunni og túlka þær eftir pældu skýringarkerfi trúarbræðra sinna. Já, hann myndi túlka þær. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Það stendur hvergi í Biblíunni neitt beint um staðfesta sambúð, ástir samkynhneigðra eða að menn deili kjörum sínum. Skoðanabræð- ur Gunnars taka ákveðnar setningar sem þeim finnst aö gætu stutt fordóma þeirra og gefa þeim þessa merkingu fyrir túlkun. Þeir segja síð- an þjóðinni að þetta sé óskeikult Guðs orð og gera sjálfa sig þannig að guðum. Skaðleg árás Tilgangur skrifa minna er ekki að verja einhverjar leyndar kenndir sem ég, giftur maðurinn, ber þó þetta sé önnur greinin um samkynhneigð og trú. Tilgangur minn er að verja mörk trúfrelsis sem eru sömu og mörk annars frelsis okkar, þ.e. að við göngum ekki á rétt annarra til þess að hafa sama frelsi. Yfírlýsingar manna um að einhver ákveðinn hópur fari til helvítis af því að hann túlk- ar vilja Guðs með öðrum hætti finnst mér skaðleg árás á þá sem fyrir því verða. Jón Sigurgeirsson Kjallarinn Jón Sigurgeirsson héraðsdómslögmaður Með og á móti Er Vinnueftirlitið viljalaust verkfæri í höndum vinnu- veitenda? Vinnueftirlit ríkisins á meðal annars að stuðla að fækkun slysa, atvinnutengdra sjúkdóma og góðri líðan starfsmanna á vinnustað og hafa eftirlit með og sjá um að vinnuverndarlögunum og reglum, sem settar eru samkvæmt þeim, sé framfylgt. Guðmundur Gunn- arsson, formaöur Rafiðnaðarsam- bands íslands. Stendur á bein- an hátt með at- vinnurekendum Aðbúnaði og vinnuaðstöðu launamanna hefur löngum verið ábótavant og hafa stéttar- félögin ásamt trúnaðarmönn- um sínum reynt að fylgjast með því að fyrirtæk- in fari að þeim lögum og reglu- gerðum sem náðst hafa fram. Ekki hefur alltaf gengið sem skyldi, Þeg- ar á það hefur reynt hefur Vinnu- eftirlitið ekki verið tilbúið til þess að standa við bakið á trúnaðar- mönnum. Hér má benda á mál trúnaðarmanna við Búrfellslínu á síðasta ári og hjá ísal í sumar. Báð- ir þessir trúnaðarmenn unnu sér það eitt til saka að benda á að ekki væri farið að gildandi lögum og reglugerðum frá Vinnueftirlitinu um aðbúnað launamanna. í báðum tilfellum svíkst vinnueftirlitið aft- an að þeim og stendur á beinan hátt með atvinnurekendum í brott- rekstri þeirra. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar verið uppfullir af frásögnum um að unnið sé dag og nótt í Kringlunni og lög um hvíld- artíma greinilega þverbrotin. Vinnueftirlitið lýsir því yfir í fjöl- miðlum að það hafa ekkert vitað um þetta, og síðan er bætt við ef það hefði vitað um það þá hefði það gefið fyrirtækjunum undan- þágu frá reglunum. Vinnueftirlitið er viljalaust verkfæri i höndum vinnuveitenda. Starfar fyrir hagsmuni sam- félagsins Nei, því fer víðs fjarri. Vinnueftirlitið starfar sam- kvæmt lögum og reglum að því meginmark- miði að starfs- menn á vinnu- stöðum verði ekki fyrir vinnuslysum og sjúkdómum sem stafa af vinnuumhverfinu. Þetta eru grundvallarhagsmunir launamanna en einnig hagsmunir vinnuveitenda og samfélagsins alls. Stofnunin vinnur og faglega að framgangi þessara markmiða. í stjórn stofnunarinnar eru fúlltrúar bæði launþega og vinnuveitenda sem tryggja að sjónarmið þessara aðila komist að. Ekki er síður al- gengt að vinnuveitendur kvarti undan „íþyngjandi" kröfum eftir- litsmanna stofnunarinnar um úr- bætur en að fulltrúar launþega kvarti undan því gagnstæða. Á síð- asta ári gáfu eftirlitsmenn vinnu- veitendum 12.818 skrifleg fyrir- mæli um úrbætur og settu fram 1.370 ábendingar. Þvingunarað- gerðum (notkun bönnuð) var beitt í 454 tilfellum. Starfsemi Vinnueft- irlitsins er ekki hafin yfir gagn- rýni og unnið er að framþróun starfsins á ýmsum sviðum. Ásak- anir formanns rafiðnaðarsam- bandsins flokkast hins vegar ekki undir málefnalega gagnrýni og þeim er alfarið vísað á bug. -HK Eyjólfur Sæmunds son, forstööumaö- ur Vinnueftirlits ríklslns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.