Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 15 Tilbúið morgunkorn: Dýrari og sætari en heima tilbúinn morgunverður Haustiö er komið og skólamir era byrjaðir. Hjá mörgum islenskum ijöl- skyldum þýðir það að álagið verður meira á morgnana, allir þurfa að fara á fætur á sama tíma, e.t.v. á eftir að smyrja nesti fyrir bömin og allir eiga eftir að borða morgunmat. Þá getur verið freistandi að skeOa pakka af til- búnu morgunkorni á borðið fyrir mannskapinn sem skóflar korninu í sig á mettíma. En ekki er allt gull sem glóir. Þótt morgunkornið geti verið þægilegur og fljótlegur morgunverður er kornið mishollt og sumt af þvi er hreint og beint óhollt. Auk þess er kornið mun dýrara en heimatilbúinn morgunmatur, s.s. heimabakað brauð, hafragrautur eða ósykraðar mjólkur- vörur. Hagsýni fór á stúfana og kannaði næringargildi nokkurra algengra teg- unda af morgunkorni. Ekki er um tæmandi umfjöllun að ræða því að sjáifsögðu eru mun fleiri tegundir af morgunkomi á markaði hér heldur en teknar eru fyrir í greininni. Auk þess var kannað meðaltalsverð átta þessarra morgunkornstegunda og var þá í öllum tilvikum tekið mið af stærstu pökkunum þar sem þeir eru hlutfallslega ódýrari en þeir minni. Auk þess var kannað verð og næring- argildi gamia góða hafragrautsins og var notað Solgryn haframjöl til við- miðimar. Æskileg samsetning Allt morgunkom inniheldur tals- vert af kolvetnum sem eru nauðsynleg- ur hluti af daglegri fæðu okkar. En þrátt fyrir að kolvetnin séu hluti af daglegri fæðu okkar eru þau ekki öll holl. Sykur er nefnilega ein gerð kol- vetnis. Sykurinn er slæmur í óhófl m.a. vegna þess að hann inniheldur engin önnur næringarefni, hann tekur I fyrsta sæti trónir Cocoa Puffs með hvorki meira né minna en 46.7 g af sykri í hverjum 100 g af kúlunum. Þar á eftir kemur Frosted Cheerios með 43 g, þá Kellogg’s Chocos með 36 g af sykri og Honey Nut Cheerios með 35 g af sykri. Kellogg’s All Bran og Kellogg’s Special K sem gjarnan eru auglýstar sem heilsuvörur koma þar á eftir. All Bran inniheldur 24 g af sykri og Special K 15 g. Þá er komið að vörutegundunum sem em innan sykurmarkanna (mest 10 g af sykri í 100 g af vörunni.) Kellogg's Rice Krispies rétt sleppur inn í þann hóp því það inniheldur 10 g af sykri í 100 g af korninu. Þar á eftir koma Weetabix og Cheerios sem inni- halda aðeins 5 g af sykri og Solgryn haframjöl með 1 g af sykri í hverjum 100 grömmum. Morgunkornið er mishollt og sumar gerðir innihalda allt of mikið af sykri. Auk þess er kornið mun dýrara en heimatilbúinn morgunverður þar sem uppistaðan er t.d. hafragrautur eða ósykraðar mjólkurvörur. Hvað kostar morgunkornið? 35.000 30.000 - 25.000 - 20.000 - 15.000 - 10.000 5.000 Krónur 36,- 36.244 I 35.308 35.256 _ 35.048 Special K Honey Nut Cheerios All Bran Frosted Cheerios Cocoa Puffs Cheerios Korn Flakes Solgryn hafragrautur *Miöaö viö ca 550.gr af korni og 4 lítra af mjólk á viku allan ársins hring. pláss frá vítamínum og steinefnum í líkamanum og að sjálfsögðu er hann fitandi og fer illa með tennumar. Æskilegt er að matur sem maður neytir, þ.á m. morgunkorn, innihaldi ekki meira en lOg af sykri í hverjum 100 g af vörunni. Trefjar eru einnig mikilvægur hluti i fæðu okkar. Þær bæta melting- una og hafa góð áhrif á hjartað. Æski- legt er að neyta a.m.k. 25-30 grömm af trefjum á dag Upplagt er að fá hluta trefjanna úr trefjaríkum morg- unverði. Flest morgunkorn innihalda einnig einhverja fitu. Æskilegt er að halda fituneyslunni í hófi. Á innihaldslýs- ingum sumra pakkanna kemur fram hversu stór hluti fitunnar er ómettuð fita. Því stærri hluti sem er ómettað- ur því „hollari" er fitan. Mikill sykur Eins og áður sagði er það mat margra næringarfræðinga að ekki sé æskilegt að meira en 10 g af sykri séu í hverjum 100 g af vörunni. Af þeim fjórtán vömtegundum sem skoðaðar voru innihalda tíu þeirra meira magn af sykri. Mismiklar trefjar Trefjar em mikilvægur hluti af fæðu okkar og hluta þeirra má fá úr morgunkorni. Tegundirnar fjórtán innihalda mjög mismikið af trefjum. Kellogg’s All Bran er í efsta sæti með 16 g af trefjum i hverjum 100 g af vör- unni. Þar á eftir koma Weetabix og Solgryn haframjöl með 10 g af trefjum, íslenskir hafrahringir með 9,8 g og Cheerios með 9 g af trefjum í hverjum 100 grömmum. Eins og áður sagði er æskilegt að neyta a.m.k. 25-30 gramma af trefjum daglega. Best er að fá trefjamar úr sem fjölbreyttustum tegundum fæðu, t.d. úr brauði, grænmeti og kommat. Þær morgunkomstegundir sem á eftir koma innihalda fá grömm af trefj- um og geta því aðeins uppfyllt lítinn hluta af trefjaþörf okkar. Honey Nut Cheerios inniheldur 6 g af trefjum í hveijum 100 g af hringjun- um og Frosted Cheerios inniheldur 4,5. Kellogg’s Special K og Kellogg’s Frosties innihalda 3 g af trefjum, ís- lenskar Kókókúlur 2,2 g og Kellogg’s Rice Krispies og Kellogg’s Comflakes innihalda 2 g af trefjum í hverjum 100 grömmum. Súkkulaðihúðuðu Cocoa Puffs-kúlurnar reka svo trefjalestina því þær innihalda engar trefjar. Svipað fitumagn Fitumagn í þeim morgunkomsteg- undum sem skoðaðar vom var svipað. Neytendur ættu þó að gæta að því þeg- ar fituinnihald er skoðað hversu mik- ill hluti fitunnar er ómettaður. Ómett- uð fita er nefnilega, eins og áður sagði, talin hollari en mettuð fita. Rétt er þó að taka fram að ekki gefa allir fram- leiðendur upp hlutfall ómettaðrar fitu í vömm sínum. Því er ekki hægt að bera saman hvaða tegundir innihalda minnst eða mest af ómettaðri fitu, Þegar heildarfita í hverjum 100 grömmum er skoðuð reynist Solgryn haframjölið vera í efsta sæti með 7 g af fitu, Cheerios í næstefsta sæti með 6 grömm af fitu. Þar á eftir koma ís- lenskir hafrahringir með 5 grömm, síð- an Honey Nut Cheerios með 4 grömm, Frosted Cheerios með 3,6 grömm og Weetabix með 3 grömm. Hundrað grömm af Kókókúlum innihalda 2,6 grömm af fitu og sama magn af Kellogg’s Rice Krispies, Kellogg’s All Bran og Kellogg’s Chocos inniheldur 2 grömm af fitu. Kellogg’s Special K og Kellogg’s Cornflakes innihalda 2 grömm af fitu og í hundrað grömmum af Cocoa Puffs-kúlum er engin fita. Léttir pyngjuna Af þessarri upptalningu má sjá að hollusta morgunkornsins er mjög mismunandi og því vert að vera vel vakandi, sérstaklega fyrir mismun- andi sykurinnihafdi varanna svo tannlæknakostnaður fjölskyldunnar rjúki ekki upp úr öllu valdi. Auk þess kostar pakkamaturinn sitt ef hans er neytt á hverjum degi. Lauslegir útreikningar sýna að ef kjarnaflölskyldan neytir um 550-600 gramma af tilbúnu morgunkorni á viku allt árið um kring og notar fjóra lítra af Léttmjólk út á kostar tilbúna kornið allt að 36400 krónum á ári. Dýrast er að borða Kellogg’s Speci- al K. Árskammturinn af því með mjólk, miðað við áðurgefnar forsend- ur kostar 36400 krónur. Næst dýrast er Honey Nut Cheerios á 36244 krón- ur, þá All Bran á 35304 krónur, Fro- sted Cheerios á 35256 krónur, Cocoa Puffs á 35048 krónur, Cheerios á 34164 krónur og Korn Flakes á 27040 krón- ur. Heimatilbúni hafragrauturinn sker sig hins vegar algjörlega úr þvi hann kostar aðeins um 5096 krónur á ári miðað við sömu forsendur. Rétt er þó að taka fram að gert er ráð fyrir að grauturinn sé soðinn i vatni en ef not- uð er mjólk hækkar verð hans mikið eða um 300 krónur á viku. -GLM Fegrunarefni náttúrunnar sjálfrar: Ódýrar snyrtivör- ur úr ísskápnum Það er engin tilvOjun að snyrti- vöruframleiðendur hafa aukið hlut- fall ávaxta og grænmetis í vömm sínum. Löngu er viðurkennt að þess- ar afurðir eru hollar fyrir innri starfsemi líkamans og því ekki fyrir þá ytri líka? Hægt er að spara umtalsverðar fjárhæðir með því að nota grænmeti og ávexti úr ísskápnum. Agúrkur og appelsínur Agúrkan er nærandi og dregur húðina saman og er því sérlega góð fyrir feita húð. Rífið agúrkuna fínt og dreifið um andlitið. Einnig má skera gúrkuna í sneiðar með osta- skera og raða á andlitið. Appelsínur henta vel fyrir þá sem hafa þurra húð. Appelsínusafínn mýkir þurra húðina og gott er að nota maska úr appelsínum á háls- inn. Afhýðið og maukið hálfa appel- sínu. Blandið saman við 3/4 dl af hökkuðum möndlum. Bætið út í 2 msk. af þeyttum ijóma og 2 msk. af glyseróli. Þeytið vel saman. Látið maskann liggja á andlitinu í um 20 mínútur. Apríkósur og lárperur Apríkósan mýkir og er því mjög góð fyrir sólbað eða ljósabekkjanotk- un. Hafið fjórar þurrkaðar apríkós- ur í bleyti í sólarhring. Maukið þær saman við 3 msk. af jógúrt og bætið svolitlu vatni saman við til að þynna blönduna. Látið liggja á húðinni í um 20 mínútur. Lárperan, öðru nafni avokadó, er feit og vítamínauðug. Hún er einnig rakagefandi og hreinsandi. Maukið hálfa lárpem og nuddið vel yfir andlitið. Einnig má blanda 2 msk. af möndluolíu og 3 msk. af tjóma saman við ef húðin er mjög þurr. Látið liggja á andlitinu í 10-15 mínútur. Bananar og hunang Bananinn nærir, mýkir og er rakagefandi. Eftir sólbað er gott að sneiða tvo banana og raða þeim á andlit, háls og bringu. Ef húðin er þreytt og þurr er gott ráð að mauka einn banana og blanda saman við 1 tsk. af hunangi og 5 tsk. af hafra- mjöli. Bleytið aðeins upp í húðinni áður en maskanum er dreift yfir og látið liggja í 15 mínútur. Hunang er nærandi og mýkjandi. Til varnar hrukkum er auðvelt að blanda samn 4 msk. af hunangi og 2 msk. af rjóma. Hitiö saman yfir vatnsbaði. Kælið blönduna aftur en hafið hana samt volga þegar hún er borin á andlitið. Penslið á andlitið í mörgum lögum. Látið liggja á í um 15 mínútur. Nuddið andlitið með hringlaga hreyflngum á eftir. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.