Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðstjóri hjá VÍB, um hlutabréfakaup í árslok: Mælir með Opnum kerf- um og íslandsbanka i. - dýr markaður og því færri tækifæri á markaði „Hækkanir hafa verið miklar á árinu og tækifærum til hlutabréfa- kaupa hefur þar af leiðandi fækkað. Samt bendi ég á að það eru alltaf tækifæri á markaði, bara misjafn- lega erfitt að flnna þau. Reyndar er óvissa fram undan. Vextir hafa ver- ið að hækka og verðbólguþrýstingur hefur verið töluverður. Þetta veldur því að hlutabréf eru dýrari kostur fyrir vikið. Síðan munu kjarasamn- ingar hefjast fljótlega og útkoma þeirra gæti orðið mjög neikvæð fyr- ir hlutafélög," segir Einar Bjami Sigurðsson, sjóðstjóri hjá VÍB, við DV. Einar hélt erindi á námsstefnu sem VÍB stóð fyrir á Grand Hóteli í fyrrakvöld. Fjallaði erindið um inn- lendan hlutabréfamarkað og hvaða hlutabréf væri mest spennandi að kaupa nú fýrir áramótin. Rúmir tveir mánuðir eru til áramóta og því fara margir að huga að hluta- bréfakaupum í þeim tilgangi að fá skattaafslátt á næsta ári. Hlutabréfaverð tók mjög við sér í byrjun árs 1999, þegar ríkisbankar- nir voru skráðir á markaö og um- ræða um sameiningar og hagræð- ingu tröllriðu öUu. Afkomutölur í sex mánaða uppgjörum voru tals- vert umfram væntingar markaðar- Frá námsstefnunni á Grand Hóteli í fyrrakvöld. Ókeypis náms- stefna VÍB á Grand Hótel: Fjárfest í innlendum og erlend- um hluta- bréfum Verðbréfamarkaður Islands- banka, VÍB, stóð fyrir námsstefnu á Grand Hótel í fyrrakvöld þar sem fjallað var um fjárfestingar í inn- lendum og erlendum hlutabréfum. Tilefnið var útgáfa VÍB 2000, nýja verðbréfa- og þjónustulista VÍB. Mikil aðsókn var að námsstefnunni og því var ákveöið að halda aðra í kvöld kl. 20 á sama stað. Sama dag- skrá verður í kvöld og á þriðjudags- kvöld. Á námsstefnunni á þriðjudag fjallaði Einar Bjami Sigurðsson um innlendan hlutabréfamarkaö og hvaða hlutabréf væri mest spenn- andi að kaupa fyrir árþúsundamót- in. Hann fjallaði einnig sérstaklega um árangur Hlutabréfasjóðsins hf. og Vaxtarsjóðsins hf. og hvaða hlutabréf sjóöimir hefðu valið. Eftir kaffihlé fjallaði Guörún Tinna Ólafsdóttir um hagkvæmustu leiðina til aö byggja upp verðbréfa- safn, hvemig besta ávöxtun næðist með minnstri áhættu. Loks svaraöi Sigurður B. Stefánsson spuming- unni um hvort meiriháttar verð- lækkun væri yfirvofandi á erlend- um hlutabréfamörkuðum. Aðgangur er ókeypis en fundar- salurinn tekur einungis 300 manns í sæti. Því þarf að tilkynna þátttöku á netfanginu vib@vib.is. -hlh ins og það hafði í for með sér að markaður- inn hélt áfram að hækka og hefur nú hækkað um rúmlega 1 Misjafnt eftir atvinnu- greinum tæki hafa hækkað hvað mest á árinu 1999 en síðan fylgja iðnaður og fjármálafyrirtæki fast á eftir. Þar sem fjár- málafyrirtæki em um 33% af heildarmarkaði þá hefur sú hækkun mest áhrif til hækkun- ar heildarmarkaðar.“ Opin kerfi Einar mælir sér- staklega með tveimur fjárfest- ingarkostum nú, þegar rúmir tveir mánuðir eru til ára- móta. hækkan ímar skipt- mis- jafn- lega á milli at- vmnu- greina. Olíudreif ingarfyr- Fyrri kosturinn er Opin kerfi. „Fyrirtækið er á markaði sem er að vaxa um 30-40% á ári. Það hefur yfir aö ráða mjög hæfum stjórnend- um sem hafa rekið félagið vel ásamt því að fjárfesta mjög skynsamlega í öðrum félögum. Fyrirtækið er eitt af stærstu upplýsingatækni- fyrirtækjum landsins og býr við mjög sterka markaðsstöðu. Því tel ég hlutabréfin vera mjög vænlegan fjárfestingarkost um þessar mund- , « Einar segir helstu verðmæti Op- inna kerfa liggja í þeim óskráðu fé- lögum sem fyrirtækið á í. „Þar eru eignir bókfærðar tölu- vert lægra en markaðsverðmæti þeirra er í dag. Félagið stofn- aði síðan um daginn, ásamt Skýrr og Tækni- vali, AX-hugbúnaðar- hús sem er og verð- ur eitt stærsta hugbúnaðar- hús lands- ins.“ Opin kerfi hafa verið með hæstu arðsemi eigin Qár hjá upplýsinga- „Hækkanir hafa verið miklar á árinu og tækifærum til hlutabréfa- kaupa hefur þar af leiðandi fækkað. Samt bendi ég á að það eru alltaf tækifæri á markaði, bara misjafn- lega erfitt að finna þau,“ segir Einar Bjarni Sigurðsson, sjóðstjóri hjá VÍB, og mælir með kaupum f Opnum kerfum og íslands- banka. DV-mynd Hilmar Þór Kostnaður við að mála og teppaleggja í íbúðablokk: Skiptist á eigend- ur eftir hlutfalls- tölum eignarhluta Meðal algengustu álitaefna sem upp koma í fjöleignar- húsum er það hvort tiltekinn kostnaður sé sameigin- legur eða ekki og hvaða reglur gildi um skiptingu sam- eiginlegs kostnaðar milli eigenda. Maður sem býr vestur í bæ í kjallaraíbúð með sérinngangi spyr: Það á að fara að mála og teppaleggja sameignina í blokkinni hjá mér. Á að skipta þessum kostn- aði jafnt milli íbúðaeigenda? (Mér finnst það skrýtið af því að við borg- um í framkvæmdasjóð skv. hlut- fallstölu hverrar íbúðar í sameign.) Á ég að borga að fullu í þessum framkvæmdum í sameigninni þó ég noti alltaf minn sérinngang og fari aldrei þama um? Sandra Baldvinsdóttir hdl. hjá Húseigendafélaginu svarar: „Meðal algengustu álitaefna sem upp koma í fjöleignarhúsum, er það hvort tiltekinn kostnaður sé sameig- inlegur eða ekki og hvaða reglur gildi um skiptingu sameiginlegs kostnaðar milli eigenda. Meginreglan um skiptingu sam- eiginlegs kostnaðar er að hann skuli skiptast á eigend- ur eftir hlutfalls- tölum eignarhluta í viðkomandi sameign. Það er því hlutfallstala séreignar sem segir til um hve stóran hluta af sameiginlegum kostnaði eigandi hennar á að bera. Kostnaði við að mála og teppa- leggja sameign- ina ber að skipta í samræmi við meginregluna. Tiltekinn kostnaður getur verið sameigin- legur kostnaður sumra en ekki allra eigenda. Um sameign sumra er að ræða þegar það kemur fram eöa má ráða af þinglýstum heimildum aö svo sé eða þegar lega sameignar eða afnot hennar eða möguleikar til þess eru með þeim hætti að sann- gjarnt og eðlilegt er að hún tilheyri aðeins þeim sem hafa aðgang að henni og afnotamöguleika. A það m.a. við þegar veggur skiptir húsi svo að aðeins sumar íbúðir eru um sama gang, stiga, svalir, tröppur eða annað sameiginlegt húsrými, lagn- ir, búnað eða annað. Þannig er t.d. húsrými inni í einstökum stigahús- um í sameign eigenda þar og öðrum óviðkomandi." tæknifyrirtækjum undanfarin ár. Nýherji og Skýrr hrósa ekki eins háum tölum en arðsemi hjá þessum félögum hefúr þó hækkað verulega undanfarin ár. íslandsbanki Einar mælir einnig með íslands- banka sem góðum fjárfestingar- kosti. „íslandsbanki hefur hagrætt mik- ið í sínum rekstri á undanfömum árum. Það hefur haft í fór með sér mikla aukningu hagnaðar og er arð- semi félagsins komin vel yfir 20%. Þess ber þó að geta að félagið greið- ir ekki fullan tekjuskatt þar sem ís- landsbanki á yfmfæranlegt tap frá fyrri árum. Sterkustu rökin eru samt þau að íslandsbanki er mjög líklegur sam- einingaraðili viö einhvem af ríkis- bönkunum. Helstu skilyrði fyrir einkavæðingu bankanna hefur ver- ið að bankarnir komist í dreiföa eignaraðild. Islandsbanki er eitt af þeim félög- um sem er í hvað dreifðastri eign í dag og stenst þannig skilyrði ríkis- stjórnarinnar um sameiningu." -hlh Hagsýnir fjárfestar Einar Bjarni Sigm-ðsson, sem rætt er við hér til hliðar, segir að þeim sem kaupa og selja hluta- bréf megi skipta í þrjá hópa fjár- festa: Hagsýna fjárfesta (value in- vestors), vaxtarfjárfesta (growth investors) og „hækkandi" fjár- festa (moment- um in- vestors) Hagsýn- ir fjárfest- ar hafa það að leiðarljósi að kaupa hlutabréf sem hafa orðið fyrir tímabundnum áfóllum í sínum rekstri en hafa til lengri tíma mjög sterkar rekstrarfor- sendur. Vaxtarfjárfestar Vaxtarfjárfestar leita eftir því að kaupa í fyrirtækjum sem eru í miklum vexti, bæði í starfsemi félagsins og hagnaði. Þessir fjár- festar sætta sig við hærri kenni- tölur og hærra verð en eðlilegt þykir hverju sinni þar sem vöxt- ur félagsins mun vinna upp þetta háa verð og gott betur. Þessir fjárfestar taka mikla áhættu með sínum kaupum og vonast eftir töluverðri ávöxtun að sama skapi. „Hækkandi“ fjár- festar „Hækkandi" fjárfestar fylgja þeim hækkunum sem verða á markaði. Ef félag er drifið áfram af miklum kaupáhuga, þá koma hækkandi fjárfestar og taka þátt í þeim kaupum. Sem sagt þeir stökkva í lestina til að vera með. Arðsemi eigin fjár Arðsemi eigin fjár segir til um hversu vel fyrirtæki er að ávaxta þá fjármuni sem bundnir eru í fyrirtækinu. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.