Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 18
18 FMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 Fréttir Samningur við stéttarfélögin á Selfossi: Launþegar hitta lögmenn Dy Selfossi: Sunnlenskir launþegar eiga kost á lögfræðilegri ráðgjöf hjá lög- mönnum í Reykjavík. Þjónustu- skrifstofa stéttarfélagana á Suður- landi og Lögmenn Hafnarstræti 20 ehf. hafa gert með sér samning um lögmannsþjónustu á Selfossi. Með þjónustusamningnum skuldbindur Lögmannsstofan sig til að vera með viðtalstíma fyrir félagsmenn verkalýðsfélaganna á Selfossi ann- an hvern þriðjudag. Þjónustuskrifstofan mun aug- lýsa þessa viðtalstíma meðal fé- laga sem aðild eiga að skrifstof- unni. Sú þjónusta sem veitt verður af Lögmannsstofunni lýtur ekki eingöngu að vinnurétti fyrir félög- in og félagsmenn þeirra heldur einnig að öðrum lögfræðilegum álitaefnum sem félagsmenn þurfa að fá leyst úr. Félagsmenn verða þó ábyrgir fyrir þeim kostnaði sem leiðir af þeirri vinnu sem lög- maður þarf að inna af hendi leiði viðtal lögmanns við félagsmann til þess að lögmaðurinn taki að sér mál félagsmannsins. Félagsmenn stéttarfélaganna sem standa að þjónustuskrifstof- unni fá einnig verulegan afslátt af þóknun til Lögmanna Hafnar- stræti. Þeir lögfræðingar sem veita þjónustu frá Lögmönnum Hafnarstræti eru þeir Björn L. Bergsson hrl., Jóhann Halldórsson hdl. og Ástráður Haraldsson hrl. sem hefur starfað um árabil sem lögmaður Alþýðusambands ís- lands. Þjónustuskrifstofa verka- lýðsfélaganna á Suðurlandi veitir allar upplýsingar um þá þjónustu sem boðið er upp á og tekur niður tímapantanir fyrir félagsmenn þeirra stéttarfélaga sem að henni standa. -NH Banna rjúpnaveiöi í Borgarbyggð DV.Vesturlandi: Rjúpnaveiðitímabilið er hafið eins og kunnugt er með tilheyrandi hvellum og látum upp um fiöH og firnindi. Ekki þýðir fyrir rjúpna- skyttur að skjóta rjúpur 1 landi Borgarbyggðar því að tillaga land- búnaðarnefndar um bann við rjúpnaveiði i landi Borgarbyggðar var samþykkt í bæjarstjóm Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag. Að tillögu iandbúnaðarnefndar sam- þykkti bæjarstjóm einnig samhijóða að skora á umhverfisráðuneytið að veiðitími á rjúpum verði styttur þannig að veiði hefjist 15. nóvember og verði til 20. desember. -DVÓ Plöstunarvél Ábóti í Frakklandi safnaði fyrir spítala á Fáskrúðsfirði fyrir einni öld: Brio Alumina- kerruvagn 2000-árgerð er komin. Úrvalið er hjá okkur. SÍMl 553 3366 Glæsilegt hjukrunar- heimili opnað Föt á alla fjöisKyiduna á frábaEru verði Fatamarkaðurinn Laugavegi 103 n Sími: 562 3311 ig ®l DV Fáskrúðsfirði: Nýtt og glæsi- legt hjúkrunar- heimili var form- lega tekið í notk- un á Fáskrúðs- flrði á laugardag- inn að viðstödd- um fjölda gesta. Þeirra á meðal voru heilbrigðis- ráðherra Ingi- björg Pálmadóttir og þingmennimir Jón Kristjánsson og Ambjörg Sveinsdóttir. Ingi- björg Pálmadóttir lýsti ánægju sinni yflr glæsilegum húsakynnum um leið og hún opn- aði hjúkrunar- heimilið form- lega. Hún sagði í ræðu sinni að fyrir um það bil eitt hundrað árum hefði ábóti úti í Frakklandi hafið það verk að safna fjármunum fyrir sjúkrastofn- un á þessum stað að beiðni franskra sjómannskvenna. Franskur spítali var reistur hér fýrr á öldinni sem kunnugt er og kostaði hann fyrsta héraðslækn- inn á staðnum. Hún tók einnig fram í ræðu sinni að til þess hefði verið tekið að Þorsteinn Bjamason bygginga- meistari sem haföi veg og vanda af byggingunni, hefði verið einstakt ljúf- menni hvað varðaði öli samskipti. Steinþór Pétursson sveitarstjóri sagði í ræðu sinni að þetta væri stór dagur fyrir sveitarfélögin þrjú sem að byggingunni standa en það em Búða- hreppur, Fáskrúðsfjarðarhreppur og Stöðvarhreppur ásamt ríkinu. Hann lýsti byggingarsögu hússins sem er mn 780 fermetrar að stærð. I húsinu em 14 hjúkrunarrúm og eitt bráðaherbergi, ennfremur aðstaða fyrir sjúkraþjálfa, iðjuþjálfa, hársnyrtingu eða aðra slíka þjónustu. í húsinu er litil kapella og líkhús ásamt aðstöðu fyrir starfsfólk. Steinþór gat einnig um þá mismun- un sem ríkir miili landsbyggðar og höfuðborgar- svæðis í sjúkra- flutningum. Á meðan kostnaður við að koma sjúk- lingum til sjúkra- húss getur orðið um 40 þúsimd krónur eystra, kostar sambæri- legur flutningur í Reykjavík 2.500. krónur. Arkitekt húss- ins er Helgi Hjálmarsson, Teiknistofunni Óðinstorgi, og byggingameistari Þorsteinn Bjama- son en hann hafði fjölmarga undir- verktaka. Það var Sölvi Ólason, íbúi dvalarheimilisins Uppsala, sem tók fyrstu skóflushmg- una 19. desember 1997. Sveitarstjóri sagði kostnað við bygginguna vera í dag nálægt 137 miiljónum, en áætlanir hljóðuðu upp á 145 milljónir króna. Hjúkrunarheimilinu hafa borist marg- ar góðar gjafir, ein sú stærsta er frá Al- berti Stefánssyni frá Brimnesi sem var dvalargestur á Uppsölum en hann gaf eina milljón króna. Albert er nú lát- inn. Þess má geta að hjúkrunarheimil- ið er nánast fúllsetið. Hjúkrunarfor- stjóri er Árdís Hulda Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur. -Ægir Heilbrigðisráðherra þegar nýtt hjúkrunarheimili var opnað á Fá- skrúðsfirði. Steinþór Pétursson sveitarstjóri benti á dýra sjúkraflutninga á lands- byggðinn. a morgun Láttu eKKi bösta >ig bera Nú getur þú loksins eignast þína eigin plöstunarvél og plastað allt sem þú vilt að varðveitxst. Verð á vélum og pokum helmingi iægra en almcnnt gerist. Vélfyrir upp að A4 kr. 12.800 Vélfyrir upp að A6 kr. 4.800 Japönsk gæði. Tilvalin jólagjöf. X/Yó/ /,/ Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 Myndin er af Þorsteini Bjarnasyni húsasmíðameistara sem hafði veg og vanda af nýja hjúkrunarheimilinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.