Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Síða 20
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 Það hefur stundum verið sagt að nátthorðið og það sem fólk geymir á því komi upp um - persónuleika þess. Hvort það er algilt lætur Tilveran ósagt en að líkindum er sannleikskorn í þessari staðhæfingu fólgið. Guðjón Sigmundsson (Gaui litli), Rósa Ingólfsdóttir og Ellý í Q4U féllust öll á aðgefa lesendum innsýn í „náttborðsmenningu" sína. Ellý í Q4U: EUý í Q4U segist skipta ört út því sem er á náttborðinu hennar. „Það eina sem hefur staðið eitt- hvað við þar er lampinn minn,“ seg- ir hún. „Maður verður að geta lýst upp tilveruna, ekki satt? Svo er ég með alls konar dót á borðinu, þrjár bækur, dúkku, spegil, kerti, engil, ilmkerti, spennur og hitt og þetta.“ - Ellý segist hafa verið með bækum- ar þrjár í láni í eitt og hálft ár. „Þetta er alveg hræðilegt. Ég hef alltaf ætlað að lesa þær en hef aldrei komið því í verk. Ég er svo rosalega löt að lesa. Þetta eru bækurnar Betrun eftir Stephen King, Lögmál, sigur, velgengni og Gleði - sigur að morgni. Ég verð nú eiginlega að fara að skila þeim.“ Ellý segir að postulíns- dúkkan sín þjóni engum sérstökum tilgangi á nátt- borðinu. „Hún kemst bara ' hvergi annars staðar fyrir. Þetta er svona hjá mér, dót- ið safnast svolítið upp. En ég geri mikið af því að breyta um stíl inni hjá mér. Rétt eins og ég breyti um skap, skoðanir og fleira: Til- veran sjálf breytist svo ört „að það kemur mér einkenni- íega fyrir sjónir ef fólk er alltaf með sömu hlutina í kringum sig og breytir aldrei neinu.“ Ellý segist halda upp á ilmkerti, reykelsi og þess háttar. „Ég var ófrísk fyrir stuttu siðan og þá fékk ég mikinn áhuga á alls konar iimkertum og reykelsum og það átti greiða leið á nátt- borðið. Núna er ég reyndar komin með svolitla leið á því en ég á örugglega eftir að fá áhugann aftur seinna. Engillinn á náttborðinu mínu er voða krúttlegur og gaman að hafa hann þama. Ég á þó sjálfsagt eftir að skipta honum út síðar eins og j öllu hinu á náttborðinu jð mínu.“ , ' -HG Æ Guðjón segist nota kristal til að brjóta upp rafsegulsviðið í svefnherberginu sínu. * Guðjón Sigmundsson: Ég er eiginlega „húkkt" á englum hansa-Yogananda, ef ég má spyrja? „Yogananda er maður sem stofnaði regluna Selfrealization fellowship en ég er mjög hrifinn af lífsspek- inni sem þar birtist. Hún byggist mikið á hugleiðslu sem bætir lík- ama og sál og hentar mér vel. Ég er búinn að stunda hugleiðslu í 20 ár.“ En hvað um engilinn? Gaui verður örlítið vandræðalegur. „Ja, sko ... ég er eiginlega „húkkt“ á englum. Þennan engil gaf dóttir mín mér og mér finnst svolítið vænt um hann. Hann er á nátt- borðinu því að ég sofna svo vel við engla. Ég nota lavender-dropana mína í þessum tilgangi líka. Ég set alltaf tvo dropa, sinn hvorum meg- in á koddann áður en ég leggst til svefns því maður á að sofa dýpra og betur af því að anda að sér ilm- inum af þeim. Ég get alveg staðfest að það er rétt.“ Hvaða bók ertu með á náttborð- inu þínu? „Þetta er bókin sem ég er að lesa í augnablikinu. Hún heitir Vígslan og er um trúarbrögð og lífshætti í Egyptalandi á tímum faraóanna. Þetta er önnur bókin af tveimur. Hin heitir Vængjaðir fara- óar. Þær eru báðar mjög forvitnilegar." En hvað um kristal- inn þinn? Gaui segist lengi hafa notað krist- ala. „Þeir hreinsa andann og manni líð- ur betur með þá í kringum sig. Þeir brjóta nefnilega upp rafsegulsvið í kring- um mann og það er nauðsynlegt í svefh- herberginu,“ segir Gaui litli að lokum og brosir. -HG Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli, samþykkti fúslega að leyfa lesendum Tilverunnar að skyggn- ast á náttborðið hjá sér. „Þar kenn- ir ýmissa grasa,“ segir hann. „Ég er með lavender-blómadropa, mynd af Parmahansa-Yogananda, eina bók, kristal og pinulítinn eng- il á náttborðinu mínu - fyrir utan lampa og vekjaraklukku." Hvað er Parma- upp Rósa Ingúlfsdóttir auglýsingateiknari: Demantseyrnalokkar og spakmælabækur É„Ég er éilltaf með a.m.k. tvennt á náttborðinu mínu,“ segir Rósa Ingólfsdóttir auglýsinga- teiknari. „Það eru spakmælabækur og demantseyrnalokkarnir mínir. Ég er ekki í vatnsglasafélaginu, heldur drekk nóg fyrir svefninn," segir hún og brosir. „Ég hef aftur á móti haft mjög mikinn áhuga á spakmælabókum, allt frá unglings- aldri, því þar safnast saman viska margra kynslóða. Ég les þetta mér til heilsubótar og ég tel reyndar að þetta séu bestu uppeldisbækur í mannlegum samskiptum sem hægt er að hugsa sér. Sumir eru í ljóðum, ég les spakmæli." En hvað með demantseyrnalokkana? Það eru ekki allir með demantseyrnalokka á náttborðinu sínu? „Nei, ætli það nokkuð. En ég er fagurkeri og verð að blanda saman menningu og fegurð í líflnu. Það endurspeglast í þessum tveimur hlutum. Spakmælabækurnar eru hagnýtar og fegurðin er fólgin í eyrnalokkunum. Ég virði þá meir en svo að ég vilji eyðileggja þá með því að sofa með þá. Svo á ég stórt kasettusafn þar sem ég sæki fróð- Rósa Ingólfsdóttir segir að demantseyrnalokkar, spak- mælabækur og myndir af dætrum hennar myndi heilaga þrenningu á náttborðinu sínu. leik af ýmsum toga. Þær hafa stund- um verið á náttborðinu. En oftar hef ég líka haft myndir af dætrum mmum a náttborðinu. Það má kannski segja að þetta sé hin heilaga þrenning hjá mér, spak- mælabækur, d e m a n t s - eyrnalokk- arnir og myndimar af dætrum min- um. Þar með er þetta nokkum veg- inn upp talið því svefnher- bergið mitt er í antíkstíl og náttborðið er frekar lítið. Lampinn sem stendur á því er tiltölulega plássfrekur þannig að ekki er mikið rúm eftir fyrir dót á því. Þetta er líka alveg fúllkomið." -HG Breyti oft um stíl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.