Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1999 "^ClLEZhjeíB 25 Anna Sigurveig kunni vel við sig í Róm og er staðráðin í að fara aftur til borgarinnar. DV-mynd E.ÓI Evrópska sjálfboða- þjónustan veitirfólki á aldrinum 18 til 25 ára færi á að vinna sjálf- boðavinnu í öðru Evr- Anna Sigurveig Ragn- arsdóttir líffræðinemi: Með þolin- mæðina í farteskinu ig hafði lengi dreymt um að | ' £ fara til útlanda og þegar ég sá • auglýsinguna um sjálfboða- störfin ákvað ég að drífa mig. Mér fannst miklu meira spennandi að ger- ast sjálfboðaliði en að fara til dæmis sem au pair þótt það sé örugglega ágætt líka,“ segir Anna Sigurveig Ragnarsdóttir en hún dvaldi í Róma- borg um eins árs skeið þar sem hún vann með þroskaheftum börnum á sambýli. „Ég var heppin að lenda í Róm en fyrirfram hafði ég engar hugmyndir um hvar ég myndi lenda. Róm er stór- kostleg borg og ég notaði hverja frí- stund sem ég átti til að fara í skoðun- arferðir. Það bjuggu um fimmtíu manns á sambýlinu og fyrstu vikur- nar voru eilítið strembnar, einkum af því að ég skildi ekki orð í ítölsku. Eft- ir því sem á leið gekk allt betur og ég eignaðist mikið af góðum vinum. Heimþráin skaut samt upp kollinum stöku sinnum en oftast var ég fljót að bægja henni frá mér,“ segir Anna Sig- urveig. Anna Sigurveig kom heim að ári liðnu talandi reiprennandi ítölsku og reynslunni ríkari. „Það er þroskandi að vinna með fótluðum og fyrir mig var það sérstök reynsla að búa með svo mörgu fólki. Maður þurfti að sýna af sér endalausa tillitssemi og þekkja sín takmörk. Þolinmæði er líka nokk- uð sem ég lærði á Ítalíu," segir Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, fyrrverandi sjálfboðaliði á Ítalíu. -aþ - til að leggja öðrum lið ópulandi. Hugmyndin er að auka þroska, reynslu og menntun ungs fólks. Til- veran hitti tvö tslensk ungmenni sem bæði hafa látið gott af sér leiða á Ítalíu og ítalska stúlku sem komin er hingað til lands í sömu erindagjörðum. Héðinn Halldórs- son vann sem sjálf- boðaliði á Suður- Ítalíu. Héðinn Halldórsson ítölskunemi: Sjálfboðaliði í mafíubæ að var frábært að prófa þetta og mikil reynsla fyrir mig. Ég hafði aldrei unnið með þroskaheftum né vandræðaunglingum þannig að það má segja að í fyrstu hafi allt verið frekar nýtt fyrir mér. Ég var algjörlega mállaus og í bænum þar sem ég bjó var enskukunnátta af skomum skammti," segir Héðinn Halldórsson sem er tiltölulega nýkominn heim eftir að hafa starf- að sem sjálfboðaliði á Suður-Ítalíu. Frakkland var óskalandið hjá Héðni en engu að \ síður var hann sendur til Ítalíu. Hann var sendur til bæjarins Locri i Calabria-sýslu þar sem búa um 15 þúsund manns. „Starfíð fólst í því að vinna á félagsmiðstöð fyrir vand- £ ræðaunglinga auk þess að veita þroskaheftum stuðning. Það var meira en nóg að gera allan tímann og vandamál margra unglinganna mikil. Þar átti mafían sinn þátt, því á þessum slóðum er hún allsráðandi og hefur mikil ítök í daglegu lífi fólksins. Bæjarbúar reyndu hvað þeir gátu að leiða mafíuna hjá sér en við sem unnum með unglingunum urðum talsvert vör við áhrif hennar. Þetta kom mér auðvitað allt mjög á óvart og stundum fannst mér ég hafa farið nokkra áratugi afturábak. Sumir hlutir eru svo frumstæöir á þessum slóðum," segir Héðinn. Allur aðbúnaður var ágætur og Héðinn bjó með belgískum sjálfboðaliða. í húsinu bjuggu stöku ítal- ir sem voru í þegnskylduvinnu. „Ég byrjaði á að fara á ítölskunámskeið og smám saman fór ég að bjarga mér. Þá varð allt miklu léttara og skemmti- legra. Þetta var eftirminnilegt ár og hefur örugg- lega þroskað mann á margan hátt,“ segir Héðinn Halldórsson, ítölsku- og félagsfræðinemi. -aþ Vilhjálmur Þór, Geir, Daniela, Elísabet Metta, Rebekka, Sigrún og Sól- veig Vaka. DV-mynd Hilmar Þór Daniela di Fura dreymdi um ísland: Trúi því stundum ekki að ég sé hérna u sland hefur lengi verið draumalandið mitt og ég beið lengi eftir tækifæri til að komast hingað. Og nú er ég komin. Það er svo frábært að stundum trúi ég því ekki að ég sé hérna," segir ítalski sjálfboða- liðinn, Daniela di Fura, sem kaus að halda til íslands í fyrsta sinn sem hún fór til útlanda. Hún er hér á vegum evrópskra sjálfboðaliða og ætlar að vinna á Waldorf-leikskólan- um á Höfn í ár. „Börn hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þess vegna er ég einstaklega ham- ingjusöm að fá að vinna héma á leikskólanum. Hér er gott að vera og ég er byrjuð að læra ís- lensku. Frá því ég kom, hef ég reyndar lært miklu meira í ensku en islensku. Það er líka gott en mig langar að verða betri í íslenskunni.“ Daniela, sem er ættuð frá suð- urhluta Ítalíu, nánar tiltekið frá bænum Castelluccio dei Sauri, segist lengi hafa átt sér draum um að upplifa kaldan vetur. „Það trúa því ekki allir en ég hlakka mikið til vetrarins. Mér fínnst gott að vera í köldu lofts- lagi og góð tilbreyting frá því sem ég á að venjast að heiman. í mínum augum er sjálfboðavinn- an frábært tækifæri fyrir ungt fólk sem vill prófa eitthvað nýtt. Ég geri vonandi eitthvert gagn hér á leikskólanum en um leið fæ ég að læra íslensku og búa í draumalandinu mínu,“ segir Daniela di Fura sjálfboðaliði. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.