Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Page 22
26 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 Sviðsljós Sjónvarpsníðingurinn Jerry Springer afhjúpaður: Duflaði við blondínu í aftursæti limmúsínu Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Jerry Springer, sem þykir með ósvífn- ari kjaftaþáttastjórnendum vestanhafs, er ekki jafn áfjáöur í að fjalla um eigið ástarlíf og annarra. Þótt sjónvarps- þættir hans fjalli ekki um neitt annað en alls kyns furðulegar ástaruppákom- ur gestanna er kappinn þögull sem gröfin um eigin afrek á þessu sviði. Sem betur fer þarf þó tvo til að dansa tangóinn og nú hefur dansfélagi Jerrys leyst frá skjóðunni í viðtali við breska æsiblaðið Heimsfréttir. Dansfé- laginn er íturvaxin 24 ára blondína að nafni Emily Ansell. Hún segir frá því að Jerry hafi farið á fjörurnar við sig í aftursæti glæsilegrar límúsínu. Ekki nóg með það, heldur gat hann ekki séð hana í friði í hléi á sýningu á söng- leiknum Vesturbæjarsögu í London. Loks reif hann af sér fótin þegar þau voru komin upp á hótelherbergið hans, öll nema boxemærbuxurnar sem vom með skotapilsamynstri. „Aldursmunurinn á okkur var kannski 31 ár en hann hefði mín vegna mátt vera 101 ár. Hann var mjög lið- tækur elskhugi. Hann er sko almenni- legur karlmaður," segir Emily í viðtal- inu. Allt byrjaði þetta við upptökur á at- riði í sjónvarpsþætti sem Jerry verður með í Bretlandi. Emily lék lítið hlut- verk í atriði þessu. Að tökum loknum kom Jerry auga á hana, þreif i hana og bauð þegar í stað út að borða. Og svo fór sem fór. Kjaftaþáttarstjórnandinn Jerry Springer heillaði breska Ijósku úr fötunum. PlatinJazz í kvöldl KLAUSTRID Veitinga- og skemmtistaðurínn Klatistrið ' Sími552 6022 Hirðin kallar Sophie beljuna Sophie Rhys Jones fékk titil- inn hertogaynjan af Wessex þeg- ar hún giftist Játvarði prinsi sið- astliðið sumar. Nú hefur Sophie fengið nýjan titil til viðbótar en ekki jafn virðulegan. Starfsmenn Buckinghamhallar kalla her- togaynjuna belju vegna þess hversu merkileg þeim þykir hún vera. „Sophie var mjög geðþekk í fyrstu en nú býst hún við að fá þjónústu allan sólarhringinn. Hún tekur oft vini með sér heim í kvöldmat. En hún lætur okkur aldrei vita fyrir fram,“ er haft eftir einum starfsmanni hirðar- innar í blaðinu Daily Star. Roseaune enn einu sinni ein Sjónvarpsstjaman Roseanne er orðin ein á ný. Hún hefur rekið eiginmanninn Ben Thomas á dyr. Og nú segja kunningjar hjónanna að í þetta sinn sé skilnaður í aðsigi. Roseanne sé búin aö fá nóg af framhjáhaldi karlsins og skemmtanafíkn hans. Sjónvarpsstjaman var sögð hafa verið í miklu uppnámi fyrir nokkmm vikum er hún kom til vinnu eftir hörkurifrildi við Ben kvöldið áður. Þungavigtarliðið Martin Scorsese leikstjóri og leikararnir Patricia Arquette og Nicolas Cage voru viðstödd frumsýn- ingar nýjustu myndarinnar hans Scorseses, Bringing Out the Dead, í New York í vikunni. Ástarjátningar í Hollywood: Antonio og Melanie vona bara það besta Melanie Griffith er raunsæ stúlka. Hún gerir sér fulla grein að eldheit ást hennar og Antonios Bandera varir kannski ekki að ei- lífu. Hún vonar þó að svo verði. Antonio hafði uppi efasemdir um það í tímaritsviötali á dögunum. „Antonio er bara raunsær," segir Melanie í viðtali við blaðið USA Today, þar sem þau Antonio ræða ástina og fjölskylduna. Þau hafa verið gift í þrjú ár, sem verður að teljast allgott vestur í Hollywood. Þau hafa sosum reynslu af upp- flosnuðum samböndum. Melanie hefur tvisvar sinnum veriö gift broddgaltarhausnum Don Johnson og einu sinni þótti hjónaband Ant- onios og hinnar spænsku Ana Leza vera til fyrirmyndar. „Við eigum þó alltaf ástina hvort á öðm, á fjölskyldunni og bömun- um. Svo verður gott samband að sjálfsögðu að byggja á trausti og hreinskilni, og trúnni á að ástin sé alltaf fyrir hendi,“ segja hjónakorn- in í viðtalinu við blaðið. Antonio segir að Melanie sé stór- kostleg manneskja. „Hún geislar, bæði innan í og ut- an á,“ segir hann. „Fjölskyldan mín elskar hana meira en mig.“ Og Antonio brosir. Antonio og Melanie á valdi ástarinn- ar og hamingjunnar. Cruise hræddur eftir dauðsfall Johns Kennedys Tom Cruise er mikill flugáhuga- maður. Eftir að John F. Kennedy lést í flugslysi síðastliðið sumar er Cruise hins vegar hálfhræddur og sýnir meiri varkárni. Hann hefur látið koma fyrir flughermi, sem kostaði um 25 milljónir íslenskra króna, við kvikmyndaverið í Ástr- alíu þar sem hann er við tökur. I hvert sinn sem tækifæri gefst frá vinnunni sest Cruise inn í flug- herminn til að æfa sig á mælaborð- ið. Fullyrt er að Paramount hafi gef- ið Cruise flugherminn þar sem leikarinn sé svo mikilvægur fyrirtækið. Islandsvinurinn er sóðakiaftur íslandsvinurinn Robbie Willi- ams hefur að geyma sóðakjaft, ef marka má frásagnir erlendra blaða af tónleikum hans í Dyfl- inni um síðustu helgi. Tónleik- unum var sjónvarpað á Sky One sjónvarpsstöðinni bresku. Svo gróft var orðbragð popparans að opinberir siðgæðisverðir sáu ástæðu til að gagnrýna útsend- inguna. Ekki fyrir að Robbie spýtti út úr sér klúryrðunum, heldur haga hann sér einnig eins og hann væri í eldheitum ástar- leikjum uppi á sviði. Jackson aflýsir tíaldamótasöng Hinn nýfráskildi sykurpopp- ari Michael Jackson hefur dreg- ið sig út úr fyrirhuguðum tón- leikum sem halda á í Honululu á Hawaii í tilefni tíaldamótanna. Þess í stað ætlar stórstjarnan að einbeita sér að nýjum geisla- diski. Popparinn ætlaði að eyða gamlárskvöldinu í Sydney í Ástralíu en taka síðan fyrsta flug til Honolulu til að halda upp á tí- aldamótin þar líka. Að sögn bandaríska blaðsins New York Daily News hefur hann hins veg- ar hætt við allt. De Niro fékk nafn sitt fjarlægt Flestir myndu nú bara vera ánægðir með að fá veitingastað skírðan í hausinn á sér. Eða hvað? Nei, ekki Robert De Niro, sá lágvaxni stórleikari. Hann fékk því framgengt á dögunum að veitingakonu einni í Vancou- ver í Kanada var gert að fjar- lægja nafn leikarans af veitinga- stað hennar. Konan hafði nefnt staðinn De Nno’s Supper Club, i virðingarskyni við meistarann. Sjálfur á De Niro veitingastaði og kann það að vera skýringin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.