Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1999 27 4 Fréttir Sambandsþing UMFÍ í Tálknafirði undirbýr stórmót: Hátt á fjórða þúsund erlendir keppendur DV.Tálknafirði: 41. Sambandsþing Ungmennafé- lag íslands var haldið á Tálknafirði 16.-17. október sl. Mættir voru um 85 manns; full- trúar og gestir. í ávarpi formanns, Þóris Jónssonar, í upphafi þings leiddi hann hugann að þeim tíma- mótum sem í vændum eru um næstu áramót hvort sem aldamót eru þá eða ekki. UMFÍ hefur starfað frá 1907 og ljóst að nokkrar áherslu- breytingar hafa orðið innan hreyf- ingarinnar á liðnum áratugum. Þó er ljóst að flest þau baráttumál sem sett voru á oddinn fyrir tæpum hundrað árum eiga enn i dag fullt erindi til íslensku þjóðarinnar, m.a. umhverfismál og hin fjölbreytta menningarstarfsemi ungmennafé- laganna víðs vegar um land. Mörg og krefjandi verkefni eru fram undan hjá ungmennafélags- hreyfingunni. Á næsta ári verður norrænt menningarmót hér á landi í tengslum við Reykjavlk, menning- arborg Evrópu árið 2000. Mótið er haldið á vegum NSU, sem UMFÍ veitir nú forystu og er von á að hingað komi á fjórða þúsund er- lendra þátttakenda auk íslenskra. Fjórða Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Tálknafirði og Vest- urbyggð um verslunarmannahelg- ina árið 2000 og er þetta í fyrsta skipti sem stórmót á vegum UMFÍ er haldið á Vestfjörðum. Héraðs- sambandið Hrafnaflóki hefur veg og vanda af því móti. Árið 2001 verður 23. Landsmót UMFÍ haldið á Egils- stöðum og er undirbúningur þar komin á fullan skrið. í lok ávarps lýsti formaður þeirri skoðun sinni og ósk að ungmennafé- lagshreyfingin ætti eftir að vaxa og dafna um ókomna tíð og farið yrði að huga að aldarafmæli UMFÍ árið 2007. Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður ávarpaði þingið og lýsti ánægju sinni með að UMFÍ héldi þing sitt hér á Vestfjörðum og hvatti stjórnendur sem og hinn al- Vitabrautin skapaði mikla atvinnu DV, Hómavik: Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir i gatnagerð á Hólmavík síðan fyrir mitt sumar og fer senn að sjá fyrir endann á því sem lokið verður við áður en vetur gengur í garð. Tek- in var fyrir Vitabrautin með tengi- vegum við Hafnarbraut ásamt bíla- stæði við grunnskólann, um 3.600 fermetrar. Miklir efnisflutningar áttu sér stað og komið var niður regnvatnslögn til að taka við rennsli, ekki síst úr holtum og hæðum ofan byggðarinnar. Á næsta sumri verður gengið frá gangstéttum og bundið slitlag lagt. Miklar framkvæmdir hafa verið á þessu svæði frá vordög- um og nánast hver hönd og hvert vinnutæki haft næg verkefni og útlit er fyrir að svo verði enn um sinn og í undirbúningi eru miklar bygging- arframkvæmdir á Hólmavík sem gerð verður grein fyrir síðar. -GF Búmenn vilja byggja á Króknum Byggingarfélagið Búmenn, félag um nýjar leiðir i húsnæðismálum eldra fólks, hefur sótt til íbúðalánasjóðs um framkvæmdalán vegna 12 íbúða á Sauðárkróki. Félagið áætlar að byggja íbúðirnar á skipulögðu svæði vestan Sjúkrahúss Skagfirðinga. Á næstunni verður boðað til stofnunar Skagafjarð- ardeildar Búmanna, að sögn Reynis Ingibjartssonar framkvæmdastjóra, en Búmenn hófu á dögunum að byggja á Akureyri og félagið er einnig byrjað að byggja hús í Kópavogi, í Bessa- staðahreppi á Álftanesi. í undirbúningsnefnd fyrir stofnun Skagafjarðardeildar Búmanna eru þeir Þórður Eyjólfsson, Kári Þor- steinsson og Trausti Pálsson, en þeir ásamt þremur öðrum aðilum eru ákveðnir í að byggja á Sauðárhæðum vestan við Sjúkrahúsið þar sem skipu- lagt svæði er fyrir 32 íbúðir. Stjórn Búmanna fundaði með hóp heima- manna í Skagafirði á dögunum. Af sveitarfélagsins hálfu er ákveðið að ráðist verði í framkvæmdir á svæðinu nú í haust, þannig að það verði bygg- ingarhæft næsta vor. Verkið verður boðið út á næstunni, en áætlað er að byggingarframkvæmdir hefjist á svæðinu í aprilmánuði næsta vor. Reynir Ingibjartsson, framkvæmda- stjóri Búmanna, á ekki von á öðru en íbúðalánasjóður verði við þessum um- sóknum, en óskir hafi borist til Bú- manna ur mórgum sveitarfélögum um samvinnu við eldri borgara um bygg- ingu íbúða. Sótt hefur verið um lán til bygginga í 16 sveitarfélögum. Búmenn er félag ætlað fólki 50 ára og eldri, en Reynir segir að yngra fólk geti sótt um inngöngu í félagið til að fá þá fyrr íbúðarétt. Byggt er eftir leiguíbúða- kerfi þar sem fólk kaupir íbúðarétt, 10-30% eftir þörfum kaupendanna. Áætlað er að fermetrinn í íbúðunum sem Búmenn byggja muni kosta um 100 þúsund krónur. -ÞÁ Óvenjuleg afmælisskreyting á Seltjarnarnesinu. Ungir menn gera sér sitt hvað til gamans. Höddi 20 ára: Kannski full- langt ekið Hei, er þetta nú ekki fulllangt gengið, gæti bílstjórinn á gamla japanska bílnum verið að segja, kominn hálfur út með hausinn, þegar jeppinn ekur upp á hann. Skýring: í stað þess að hengja mislitar blöðrur eða skrautborða uppi í tré eins og títt er þegar ungt fólk á afmæli fitjuðu ungir Seltirningar upp á annars konar skreytingu sem sést á þessari mynd. Áfmælisgestirnir hans Hödda, Harðar Smára Sigurðsson- ar, ráku upp stór augu þegar þeir sáu þessa afmælisskreytingu í hlaðinu á Melabraut 6. Þar sat jeppinn hans Hödda uppi á gömlu bílhræi eins og hani á haug. Ekki voru frekari uppákomur í þessu fyrsta verulega stóra afmæli unga mannsins, 20 ára afmælinu, en allt fór fram eins og best varð á kosið. menna félagsmann til dáða. Einnig ávörpuðu þingið Hafsteinn Pálsson frá ÍSÍ og Jón Þórðarson frá Vestur- byggð. Fyrir þinginu lágu margvís- leg málefni ásamt hefðbundnum verkefnum sambandsþings ásamt stjórnarkosningu. Ný stjórn UMFÍ er svo skipuð, Þórir Jónsson var endurkjörinn for- maður og aðrir í stjórn eru Kristín Gísladóttir, Kristján Ingvason, Helga Guðjónsdóttir, Björn B. Jón- son, Anna R. Möller og Sigurbjörn Gunnarsson, og varamenn eru Sig- urður Aðalsteinsson, Jóhann Ólafs- son, Kjartan Einarsson og Helga Jónsdóttir. í lokin þakkaði formaður þing- fulltrúum fyrir starfssamt og gott þing ásamt því að færa heimamönn- um þakkir fyrir móttökurnar. -KA Margir trassa bílask ii Lögreglan í Kópavogi hefur sektað fjölda eigenda óskoðaðra bíla að undanförnu. Þegar eigend- ur bifreiða hafa ekki farið með bif- reið sína í skoðun á tilsettum tíma mega þeir eiga von á 8000 króna sekt fyrir aðalskoðun en 4000 króna sekt ef um endurskoðun er að ræða. Eigendur hafa þá viku- frest eftir að bifreiðin hefur verið merkt af lögreglu til skoðunar en eftir það eru númerin klippt af henni. Það er síðasti tölustafurinn á númerinu sem gefur til kynna hvenær á árinu bíllinn skal vera skoðaður. Þ6 má fara sex mánuð- um fyrr og gefinn er frestur til þriggja mánaða frá síðasta tölustaf númers. Miðað er við áramót og geta þessi lög því verið ósanngjörn í þeim tilfellum sem númerið end- ar á núlli en þá hefur eigandi þrjá mánuði en ekki mánuðina á árinu á undan. -hól Taka aö sér fréttaflutning fyrir RÚV: Ekki minnkar hrepparígurinn DV.Vesturlandi: Ríkisútvarpið og Skessuhorn hafa gert með sér samkomulag um frétta- flutning af Vesturlandi. Fréttamenn Skessuhorns munu framvegis flytja fréttir úr öllum landsfjórðungnum. Rikisútvarpið hefur komið upp nljóð- stofu i Borgarnesi þannig að allar fréttir af Vesturlandi verða unnar og fluttar frá Borgarnesi. Hingað til hef- ur RÚV verið með fréttaritara í Borg- arnesi, á Akranesi og í Grundarfirði. Þannig að gamli hrepparígurinn held- ur áfram, Borgnesingar berjast alltaf við Akurnesinga um að fá sína sneið af hverrí köku. -DVÓ »leit.is íslenska leitarvélin á Netinu LAGER UTSALA Reiðhjóla aukahlutir 70 o/o afsláttur Fulla ferð á útsöluna... ** £\fRÓ Borgartún 22 105 Reykjavík sími: 551 1414

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.