Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1999 Afmæli Guðmundur G. Brynjólfsson Guðmundur Garðar Brynjólfsson, fyrrv. bóndi að Hlöðutúni í Staf- holtstungum í Borgarfirði, er átt- ræður 1 dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Hlöðutúni og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hann gekk í skóla á Hlöðutúnsholtinu, stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi 1943. Guðmundur vann við bú foreldra sinna í Hlöðutúni, tók þar síðan við búi af foreldrum sínum og var þar bóndi um árabil. Guðmundur var fjallkóngur Tungnamanna um árabil og sat í hreppsnefnd Stafholtstungna í tutt- ugu og átta ár. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 5.5. 1961 Þorgerði Jónu Árnadóttur, f. 9.11. 1935, d. 21.6. 1990, húsfreyju. Hún var dóttir Árna Magnúsar Andrés- sonar og Þuriðar Guðmundsdóttur en þau bjuggu á Hólmavík. Börn Guðmundar og Þorgerðar eru Brynjólfur Guðmundsson, f. 8.2. 1962, bóndi í Hlöðutúni, kvæntur Sæunni Elfu Sverrisdóttur, f. 15.5.1961 og eiga þau synina Guð- mund Garðar, Magnús og Hauk; Þuríður Guð- mundsdóttir, f. 3.6. 1964, bóndi og húsfreyja að Sámsstöðum í Hvítársíðu en maður hennar er Ólaf- ur Guðmundsson, f. 10.10. 1941 og eru börn þeirra Guðmundur, Þorgerður Ómar og Árni. Fóstursonur Guðmundar, sonur Þorgerðar, var Ásgeir Pétursson, f. 28.4. 1960, d. 30.6. 1996 en kona hans var Margrét Högna Magnúsdórtir, f. 13.6. 1960 og eru börn þeirra Þor- gerður Jóna, Pétur Haukur og Reyn- ir Tumi, búsett á Akranesi. Systkini Guðmundar: Anna Brynjólfsdóttir, f. 26.9. 1906, fyrrv. húsfreyja og kennari á Gilsbakka í Hvítársíðu, var gift Sigurði Snorra- Guðmundur Garðar Brynjólfsson. Daníel, syni, f. 23.10.1894, d. 2.10. 1978; Margrét Brynjólfs- dóttir, f. 15.6. 1908, d. 25.1. 1928; Jón Ásgeir Brynjólfsson, f. 22.11. 1909, d. 11.7. 1981, sölu- maður í Reykjavík, kvæntur Kristínu Ólafs- dóttir, f. 22.10. 1910, d. 25.5. 1993; Ragnheiður Soffía Brynjólfsdóttir, f. 4.3. 1912, kennari í Reykjavík, var gift Helga H. Tómassyni, f. 25.9. 1896, d. 2.8. 1958; Guð- brandur Gissur Brynjólfsson, f. 24.2. 1914, læknir í Chicago, en kona hans er Sigrid Aina Brynjólfsson, f. 22.2. 1926; Ingibjörg Brynjólfsdóttir f. 30.5. 1916, búsett í Reykjavík en sambýlismaður hennar er Leifur Steinarsson, f. 29.5. 1927. Foreldrar Guðmundar voru Brynjólfur Guðbrandsson, f. 18.9. 1875, d. 25.8. 1959, bóndi og kennari í Hlöðutúni, og k.h., Jónína Guðrún Jónsdóttir, f. 19.11.1875, d. 6.12.1961, húsfreyja. Ætt Brynjólfur var bróðir Helga, föð- ur Sigurðar borgarfógeta, föður Gísla Heimis yfirlæknis. Brynjólfur var sonur Guðbrands, b. á Klafa- stöðum i Skilmannahreppi Brynj- ólfssonar, b. á Ytra-Hólmi á Akra- nesi, bróður Arndisar, langömmu Finnboga Rúts, föður Vigdísar Finn- bogadóttur. Brynjólfur var sonur Teits, vefara við Innréttingarnar Sveinssonar. Móðir Brynjólfs var Margrét Helgadóttir, b. í Stóra-Botni í Hval- firði, bróður Erlings, langafa Þór- mundar, föður Jónatans prófessors. Helgi var sonur Erlings, b. á Stóra- Botni Árnasonar.og Margrétar Sveinsdóttur, pr. í Landþingum Vig- fussonar, og Steinunnar Glsladótt- ur, b. á Miðsandi Sveinssonar Jónína Guðrún var dóttir Jóns, b. á Fossi í Grímsnesi Þorsteinssonar, og k.h., Önnu Guðmundsdóttur hús- freyju. Guðmundur verður heima á afmælisdaginn. Vilhjálmur Grétar Pálsson Vilhjálmur Grétar Pálsson skrif- stofustjóri, Nesbakka 11, Neskaup- stað, er fertugur í dag. Starfsferill , Vilhjálmur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp fyrstu þrjú árin, að Brekku í Mjóafirði til sjö ára aldurs og síðan á Seyðisfirði. Hann gekk í barnaskóla Seyðis- fjarðar, lauk landsprófi frá Eiðum 1974 og lauk stúdentsprófi frá ML 1979, og prófi í viðskiptafræði frá HÍ 1984. Vilhjálmur stundaði sjómennsku á sumrin með skóla frá sextán ára aldri og til tuttugu og fimm ára ald- urs en veturinn eftir stúdentspróf var hann á skuttogaranum Gullveri þar sem faðir hans var skipstjóri. Vilhjálmur hóf störf við lánadeild Alþýðubankans hf. vorið 1984, var aðalbókari Alþýðubankans hf. 1985-88, var ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Árskógsstrandar haustið 1988. Sparisjóður Árskógsstrandar, Svarfdæla og Hríseyjar sameinuð- ust 1993, og varð Vilhjálmur þá úti- bússtjóri yfir afgreiðslunum í Hrís- ey og Árskógsströnd til 1997. Með starfmu í Sparisjóðnum á Árskógsströnd, rak Vilhjálmur bók- haldsstofuna Rún sf. ásamt Soffíu G. Ragnarsdóttur. Þá sá hann um bók- hald fyrir Árskógshrepp. Vilhjálmur flutti til Neskaupstað- ar 1997 og hóf þar störf sem skrif- stofustjóri hjá Sparisjóði Norðfjarð- ar. Vilhjálmur sat í sóknarnefnd Stærri-Árskógshrepps og situr í sóknarnefnd Norðfjarðarkirkju. Fjölskylda Eiginkona Vilhjáms er Soffía Sig- ríður Sigbjörnsdóttir, f. 17.11. 1958, fiskiðnaðarmaður og sjúkraliði. Hún er dóttir Sigbjörns Sigurðsson- ar, bifreiðastjóra á Egilsstöðum, og Þórlaugar Jónsdóttur, starfsmanns hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum. Börn Vilhjálms og Soffiu Sigriðar eru Páll Vilhjálmsson, f. 25.6. 1984, nemi; Arna Vilhjálmsdóttir, f. 3.1. 1991, nemi. Systkini Vilhjálms eru Valgerður Pálsdóttir, f. 9.4.1961, matráðskona í Reykjavík; Svanbjörg Pálsdóttir, f. 20.10. 1963, hjúkrunarforstjóri á dvalarheimili aldraðra í Hulduhlíð á Eskifirði; Anna Margrét Pálsdóttir, f. 20.5. 1969, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík; Jóhanna Pálsdóttir, f. 27.1. 1973, nemi í Inns- bruck í Austurríki. Foreldrar Vilhjálms eru Páll Vilhjálmsson, f. 23.5. 1940, skipstjóri á Seyðisfirði, og Kristín Gissurardóttir, f. 17.4. 1938, húsmóðir. _ r Á. ^ Vilhjálmur Grétar Pálsson. Ætt Páll er bróðir Hjálmars fiskifræðings. Páll er sonur Vil- hjálms, fyrrv. menntamálaráðherra Hjálmarssonar, útvegsb. á Brekku Vilhjálmssonar, b. í Brekku Hjálmarssonar, hreppstjóra á Brekku Hermannssonar, í Firði Jónssonar pamfils. Móðir Hjálmars hreppstjóra var Sigriður Salómonsdóttir frá Vík í Lóni. Móðir Vilhjálms var María frá Jórví í Breiðdal, dóttir Jóns Jónssonar í Flögu í Breiðdal, og Margrétar Jónsdóttur, frá Krossi Jenssonar. Móðir Hjálmars var Helga Halldórsdóttir Hermanns í Firði. Móðir Vilhjálms, fyrrv. ráðherra var Stefanía, systir Bjargar, móður Árna, útvegsb. á Hánefsstöðum, fóður Tómasar, fyrrv. seðla- bankastjóra. Stefanía var dóttir Sigurðar, b. á Hánefsstöðum Stefáns- sonar, og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, b. á Brekku Vilhjálmssonar. Móðir Páls er Margrét Þorkelsdóttir, verkamanns á Seyðisfirði Björnssonar, og Helgu Ólafsdóttur húsmóður. Foreldrar Kristínar eru Gissur Ólafur Erlingsson löggiltur skjala- þýðandi, fyrrv. umdæmisstjóri Pósts og síma, og Margrét Mjallhvít Linnet húsmóðir, seinni kona Giss- urar er Valgerður Óskarsdóttir hús- móðir. Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson síma- verkstjóri, Stóragerði 29, Hvolsvelli, er fertugur í dag. Starfsferill Jón fæddist i Hafnar- firði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann stundaði barna- skólanám í Lækjarskóla, stundaði nám við Flens- borgarskólann í Hafnar- firði og síðan Iðnskólann í Hafnarfirði. Jón lærði síðan símsmíði við Póst- Jón Slgurðsson. símsmiður 1978. Jón hefur starfað hjá Pósti og síma, síðan Landssímanum, frá 1976, fyrst í Reykjavík og síðan á Hvolsvelli frá 1982. Jón hefur starfað mikið með leikfélagi Rangæ- inga á undanfömum ár- um. Jón og Þórunn fluttu á Hvolsvöll 1982 og hafa átt þar heima síðan að und- anskildu árinu 1991 er þau fiuttu til Vestmanna- Fjölskylda og skólanum og lauk prófi sima- sem eyja og voru þar búsett. Kona Jóns frá 1982 er Þórunn Ólafsdóttir, f. 11.3. 1962, húsmóðir. Hún er dóttir Ólafs Tryggvasonar, bónda á Raufarfelli undir Eyjafjöll- um, og k.h., Bóelar Guðmundsdótt- ur húsfreyju sem er látin. Systkini Jóns: Sverrir, f. 13.4. 1943, stýrimaður í Hafnarfirði; Helgi, f. 23.5. 1945, rafvirki á Kefla- víkurflugvelli, býr í Hafnarfirði; Gylfi, f. 17.2. 1950, trésmíðameistari í Hafnarfirði; Guðfinna, f. 24.11. 1953, skrifstofumaður, búsett á Snorrastöðum; Jónína, f. 2.12. 1961, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Jóns: Sigurður Ingvars- son, f. 1.11. 1914, fyrrv. verkstjóri hjá Pósti og síma, og k.h., María Kristín Helgadóttir, f. 17.6. 1921, d. 11.12. 1964, húsmóðir. Ætt Sigurður er sonur Ingvars Sig- urðssonar og Friðbjargar Einars- dóttur. María var dóttir Helga Bjarna- sonar og Maríu Jónsdóttur. Jón og Þórunn taka á móti ætt- ingjum og vinum í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli, laugardaginn 23.10. n.k. Tll hamingju með afmælið 21. október 75 ára Andrés Jóhannsson, Þrastarhólum 10, Reykjavík. Hallgrímur Ólafsson, Dalbraut 29, Akranesi. 70ára Birgir Sigurðsson skipstjóri, Blómsturvöllum 17, Neskaupsstað. Helga Þórisdóttir, Skagabraut 26, Akranesi. Jón B. Guðjónsson, Urðarvegi 6, ísafirði. Sigurður Emil Marinósson, Hvassaleiti 141, Reykjavík. 50 ára _________ Ásdís Jensdóttir, Löngumýri 34, Akureyri. Guðfinnur Halldórsson, Lækjargötu 4, Reykjavik. Kristján Guðnason, Rafstöðvarvegi 23, Reykjavik. Ragna Jóhannsdóttir, Háuhlíð 9, Sauðárkróki. Sigurður Pálsson, Rauðalæk 7, Reykjavík. Þórunn Friðriksdóttir, Smáratúni 16, Keflavík. Örn Bragason, Þverholti 32, Reykjavík. 40 ára Axel Kristinsson, Grundargerði 9, Reykjavík. Elis Örn Hinz, Þrastarlundi 13, Garðabæ. Fjalar Vigfússon, Munaðarhóli 6, Hellissandi. Guðlaug Halla Birgisdóttir, Kársnesbraut 88, Kópavogi. Helena Bjarman, Hvassaleiti 55, Reykjavík. Hjörtur Hoffmann, Suðurhólum 8, Reykjavík. Jóhanna A Hartmannsdóttlr, Huldugili 74, Akureyri. Jón Ingi Benediktsson, Búlandi 13, Reykjavík. Jón Ingi Sigurðsson, Grenihlíð 7, Sauðárkróki. Jón Jónasson, Engihjalla 3, Kópavogi. Jón Sigurðsson, Stóragerði 29, Hvolsvelli. Kristvin Jóhannes Sveinsson, Eyjabakka 9, Reykjavík. Magnea Þóra Erlingsdóttir, Snorrabraut 35, Reykjavík. Yupin Lumpa, Bugðulæk 5, Reykjavík. I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.