Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1999 Göðhjörtuð ^ennsíukona „Hillary Clinton gleymdi öll- um vandamálum heima hjá sér. Hún talaði eins og góð- hjörtuð kennslu- kona og taldi öll- um borgið ef bandarískt lýð- ræði yrði innleitt í öðrum löndum." Guðrún Helgadóttir, fyrrv. alþingiskona, í DV. Fyrirmynd nútíma- kvenna „Framkoma Hillary Clinton þótti mér sérstaklega eftirtekt- arverð. í öllum hennar verkum stafaði frá henni bæði útgeisl- un og krafti. Hún kom fram sem hin sanna fyrirmynd nú- túnakvenna." Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra, í DV. Eldprestur „Ég segi sögur og spila og reyni að mæta krökkunum á jafnréttisgrunni, ekki tala niður til þeirra. Samt er ég eldprestur, þótt ég hóti þeim ekki helvítisvistefþau hlusta ekki á mig." Bubbi Morthens um spjalltónleika hans í skól- um, í Austra. Ekkert eftir „Þessi tvö síðustu leikhlé fóru aöallega i að gráfbiðja menn um að klára þetta. í síð- asta leikhléinu bað ég strákana að vinna með hjartanu því það var ekkert annað eftir." Guðjón Þorsteinsson, liðs- stjóri Isfirðinga í körfubolt- anum, eftir fjórframlengdan leik, í DV. Undirbúningsáfall „Ég hef komið á eina æfingu. Það var eins konar undirbúningsá- fall." Auður Haralds rit- höfundur en leik- rit eftir hana verður frumsýnt á næstunni. í DV. Miðbæjarrugl - „Ég leyfi mér aðmælast til þess sem íslenskur þegn og áhugamaður um listmenntun í landinu að stjórn og rektor Listaháskóla íslands láti af þessu miðbæjarrugli." Bjarni Daníelsson, óperu- stjóri Islensku óperunnar, í Morgunblaðinu. Björgvin G. Sigurðsson, varaþingmaður og stjórnarmaður í Samfylkingunni á Suðurlandi: Málefnaskortur er ekki það sem þvælist fyrir okkur Samfylkingin á Suðurlandi var stofnuð á Selfossi á dögunum. Einn þeirra sem stóðu í eldlínu stofnunar- innar var Björgvin G. Sigurðsson: „Það var ljóst strax á vordögum að mikill áhugi var á því að skapa form- legan vettvang fyrir stuðningsmenn Samfylkingarinnar á Suðurlandi. Það var mikill fjöldi af óflokksbundnu fólki sem kom til liðs við okkur og það fólk, sem og þeir sem úr flokkunum koma, vill eðlilega hafa vettvang til srjórnmálaumræðna þar sem það get- Maður dagsins ur komið sjónarmiðum sínum á fram- færi við slna þingmenn. Ekki er siður mikilvægt fyrir þingmennina okkar að hafa aðgang að öllu sínu fólki í einu og sama félaginu, enda búa fá kjördæmi að eins framúrskarandi þingmönnum og þeim Margréti Frí- mannsdóttur og Lúðvíki Bergvins- syni." Björgvin segir mikið fjölmenni hafa verið á stofnfundinum í Tryggvaskála á Selfossi: „Við undirbjuggum fund- inn með því að safha tæplega 200 nöfnum þeirra sem lýstu yfir stuðn- ingi við stofnunina og birtum í helstu blöðum kjórdæmisins og landsins. Stofnfélagar eru á fjórða hundrað talsins þannig að það var þétt setinn bekkurinn í Tryggvaskála og stemningin engu lík. Enda dunaði dansinn vel fram í næturhúmið." Björgvin er spurður hvort stofn- Hafdís Bjarnadóttlr á milli þeirra Þórðar Högnasonar og Birgis Baldurssonar. Djass í Klaustrinu I kvöld verður djassað í Klaustrinu við Hverfisgötu. Þá mun Tríó Hafdísar Kjamma skemmta gestum og Skernmtanir gangandi með djassi í anda Wayne Shorter og Miles Dav- is. Einnig spilar trióið þekkta standarda í bland. Trió Haf- dísar Kjamma er ungt að árum en bandið skipa Hafdis Bjarnadóttir gítarleikari, Þórður Högnason kontra- bassaleikari og Birgir Bald- ursson trommuleikari. Þórð- ur og Birgir hafa spilað sam- an um árabil og gengu þeir til liðs við Hafdísi síðastliðið sumar. Myndgátan Forstöðumaður Myndgátan hér að ofan lýsir oröasambandi. The Gaelic Club skemmtir í Ala- fosskvosinni í kvöld. írsk þjóðlagatón- list írsk þjóðlagatónlist mun hljóma á veitingastaðnum Álafoss fót bezt í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ í kvöld en þá kemur fram The Gaelic Club og leikur írska þjóðlagatónlist. í Gaelic Club eru Dan Cassidy, fiðla og gítar, Eggert Pálsson, bodhran, mandola, bouzuki og írsk þver- flauta, Tena Palmer, söngur, tin- flauta, og Wilma Young, fiðla. Tónleikara Haröar Torfa Hörður Torfa er að fara aftur utan eftir mjög vel heppnaða tón- leikaför um landið. Hörður hélt ár- lega hausrtónleika sína í íslensku óperunni í september fyrir troðfullu húsi og rífandi stemningu og komust færri að en vildu. Síðusru forvöð til að upplifa hann á tónleik- um í Reykjavík að þessu sinni verð- ur næstu daga. í kvöld, kl. 21, held- Tónleikar ur hann tónleika i sal Norræna hússins. Á laugardagskvöld verða tónleikar í sal Leikfélags Keflávík- ur, kl. 21. Föstudagskvöldið 29. okt. verða svo síðustu tónleikar Harðar hér á landi að sinni í sal Leikfélags- ins á Selfossi að Sigtúnum. Hefjast þeir kl. 21.00. Bridge ítalir og Frakkar áttust við í und- anúrslitaleik sýhingarkeppni fyrir Ólympíuleika sem fram fór í Laus- anne í Sviss fyrir nokkrum vikum. ítalirnir náðu sérlega góðri vörn í þremur gröndum í þessu spili. Samningurinn var 3 grönd á báðum borðum, ítalirnir voru ekki í vand- ræðum með að vinna sinn samning, en vörnin þróaðist á annan máta á hinu borðinu í leikrium: * G1062 W ÁG6 * G1086 * 93 * 873 * D53 * ÁKD5 * Á106 N * AK95 V K8 * 932 * G542 * D4 * 109742 * 74 * KD87 Vestur var ságnhafi og fékk út tígulgosann frá norðri. Þar sem lík- legt mátti telja að aðeins fengjust 3 slagir á tígul, varð sagnhafi að gera sér mat úr laufinu. Spaða var því spilað á ásinn og laufi úr blindum. ítalinn setti lítið spil og tían átti slaginn. Næst lagði sagnhafi niður laufásinn og ítalinn setti drottninguna! Þá spilaði sagnhafi litlu laufi og suð- ur tók tvo slagi á lauf. Sagnhafi henti spaða (sem hann mátti ekki) og norður tveimur hjörtum. í þess- ari stöðu spilaði suður spaðadrottn- ingu og sagnhafi gaf þann slag. Þá kom tígulsjöan og sagnhafi drap á kónginn. Hann spilaði hjarta, norð- ur fékk á ásinn og spilaði áfram tígli. Þar með átti sagnhafi ekki lengur innkomu heim, til að njóta hjartadrottningarinnar. Sagnhafi fékk því aðeins 8 slagi á þessum samningi. ísak Örn Sigurösson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.