Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Síða 36
stölur miðvikudaginn 20.10. ’99 vinningar Vinningóupphœð 20.115.610 2-5 at 697.630 3-5 at 6 93.8G0 at C, 2.890 476 HelldarvinníngAupphœð 41.848.870 LQYY0 3É ;• rae . ..1_ FRÉTTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 Eftirmál vegna sameiningar Jökuls hf. og ÚA: Fyrrum starfsmaður fær 10-11 milljónir - ÚA og Raufarhafnarhreppur deila um hver á aö borga DV, Akureyri: „Við höfum ekkert út á samning fyrrverandi eigenda Jökuls við þennan mann að setja og munum greiða manninum það sem honum ber. Hins vegar munum við gera kröfu um að fyrri eigendur Jökuls greiði manninum þá upphæð sem hér um ræðir,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Akureyringa, um all- sérstætt mál sem upp er komið milli ÚA og fyrri eigenda Jökuls hf. á Raufarhöfn vegna starfsloka manns sem starfað hafði hjá Jökli í um 25 ár. Umræddur maður flutti til Rauf- arhafnar þegar hann hóf störf hjá fcfókus ... Ofmetnir íslendingar í Fókusi, sem fylgir DV á morgun, er grein um „heimsfræga íslendinga i útlöndum" og Fókus skoðar einnig þjóðlifið og reynir að meta hverjir það séu sem séu ofmetnir eða van- metnir. Síðan er viðtal við Maríu Ellingsen leikkonu en hún er að frumsýna Sölku Völku annað kvöld. Það er litið yfir feril hennar, fimm þjóðþekktir einstaklingar gagnrýna gæði símaklámsins og Bragi Ólafs- son segir frá hroka, sjálfstrausti og snobbi. Lífið eftir vinnu er á sínum stað en þar finnurðu allt sem þú •-Ht, vildir vita um menningar- og skemmtanalíflð og miklu meira til. Jökli og í ráðningarsamningi hans við stjórn Jökuls var ákvæði þess efnis að fyrirtækið greiddi honum ákveðið hlutfall af brunabótamati íbúðarhúss sem maðurinn keypti á Raufarhöfn kæmi til þess að honum yrði sa'gt upp störfum. Manninum var sagt upp störfum og í kjölfar sam- einingar Jökuls og ÚA þar sem ÚA eignaðist bróðurpartinn í Jökli gerir maðurinn þá kröfu að staðið verið við ráðningarsamning hans. Upphæðin sem um ræðir er á bilinu 10-11 milljónir króna. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir að þegar sameining Jökuls og ÚA átti sér stað hafi verið miðað við 4 mánaða upp- gjör Jökuls á yfirstandandi ári og ná- kvæmlega ekkert hafi komið fram í reikningum félagsins um starfsloka- Guðbrandur Sigurðsson. samning mannsins og heldur ekki í 6 mánaða uppgjöri. „Við munum krefj- ast þess að þeir sem gerðu þennan samning við manninn standi við samninginn og höfum sent Raufar- hafnarhreppi bréf þess efnis að hreppurinn yfirtaki þessa ábyrgð. Það var ekkert fært til bókar í reikn- ingum félagsins um þennan samn- ing,“ segir Guðbrandur. Raufarhafnarhreppur var meiri- hlutaeigandi í Jökli þegar umrædd- ur samningur var gerður og Reynir Þorsteinsson, sveitarstjóri á Raufar- höfn, segir að hreppurinn muni ekki greiða þessa upphæð. „Það var Jökull sem gerði þennan samning við manninn en ekki Raufarhafnar- hreppur og það er því eigenda Jök- uls að efna samninginn. Við borg- um ekki og meira hef ég ekki um þetta mál að segja," segir Reynir Þorsteinsson. Ljóst er af viðtölum við forráða- menn ÚA og Raufarhafnarhrepps að í þessu máli mætast stálin stinn og ekkert líklegra en að málið muni koma til kasta dómstóla. -gk Stóra fíkniefnamálið: Maður í manns stað Maður á fertugsaldri var handtek- starfsmenn verið sendir i frí.þar inn í tengslum við stóra fíkniefna- til um hægist" eins og þeim var tjáð málið í Reykjavík í gærmorgun. á dögunum. -EIR Verður gæsluvarðhalds krafist yfir honum fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur í dag. Eru gæsluvarðhaldsfang- amir 1 stóra fíkniefnamálinu því aft- ur orðnir tíu eftir að Agli Guðjohn- sen tannlækni var sleppt síðdegis á þriðjudag eftir að þáttur hans í mál- inu þótti að fullu rannsakaður. Vinna hefur legið niðri í kjötiðn- aðarfyrirtækinu Rimax við Elds- höfða, sem er í eigu Egils, frá því hann var handtekihn og Bónus hætti viðskiptum við fyrirtækið. Hafa Akureyri: Fíflar komnir af stað miðað við árstíma og farið í mn 15 stig þegar best hefur látið. Plöntur eins og fiflar misskildu ástandið og tóku við sér nokkuð víða í bænum, en verða sennilega undan að láta að nýju vegna þess að tvær undanfarnar næt- ur hefur mælst frost á Akureyri. -gk DV, Akureyri: Dæmi eru um að gróður hafi tekið við sér að nýju á Akureyri að undan- fómu, í kjölfar mikils hlýindakafla lengst af í októbermánuði. Hitastig hefur verið óvenjuhátt íkveikjur Slökkvilið Reykjavíkur var boð- að í Mosfellsbæ í gærkvöld þar sem kveikt hafði verið í eins kon- ar vinnuskúr. Skúrinn eyðilagðist. Hann var bak við skólalóðina en það logaði glatt í honum þegar að var komið. Kveikt var í öðnun skúr við Skólabraut á Seltjamar- nesi. Þá var kveikt í strætóskýli við Hamrahlíð og Háuhlíð. -hól Lina.net hefur farið mikinn í að leggja Ijósleiðaranet sitt um borgina að und- anförnu. Stórt tæki hefur verið notað til verksins og skilur það mikið sár eft- ir sig. Þessi mynd var tekin í Fellsmúla og eins og sjá má er nokkur slysa- hætta fyrir mótorhjólamenn sem eiga leið þarna um. DV-mynd Teitur Veðrið á morgun: Víða léttskýjað Á morgun verður austan 10-15 m/s með suðurströndinni en hægari suðaustanátt annars staðar. Dálítil súld eða rigning sunnan- og austanlands en þurrt og víða léttskýjað í öðrum lands- hlutum. Hiti verður á bilinu 6 til 12 stig yfir daginn. Veðrið í dag er á bls. 37. MERKILEGA MERKIVELIN bfotherpTi Islenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm Prentar í tvær Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Simi 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.