Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1999, Blaðsíða 1
Atli Eðvaldsson einn í myndinni sem næsti landsliðsþjálfari: „Erfitt að fara frá KR" Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnu- sambands íslands, kem- ur til landsins í dag og þá er búist við að hlut- irnir komist á hreyf- ingu í þjálfaramálum landsliðsins. Eins og fram hefur komið er aðeins tíma- spursmál hvenær geng- ið verður frá ráðningu Guðjóns til Stoke City í kjölfar kaupa islenskra fjárfesta í meirihluta fé- Ovænt úrslit í hand- bolta kvenna lagsins. Reiknað var með því að kaupin færu fram í dag en síðustu fréttir í gær hermdu að þau yrðu ekki fyrr en í næstu viku. Atli vænlegur kostur „Ég met stöðuna þeg- ar ég kem til lands- ins. Það er ekkert stress þessu enn sem komið er. Ég hef lýst því yfir að Atli sé vænlegur kostur í stöðunni. Hann er búinn að þjálfa U-21 árs liðið í 4 ár, er einn af leikjahæstu leik- mönnum með landslið- inu og hefur skilað frá- bærum árangri sem þjálfari. Það væri skrýt- ið ef hann væri ekki inni i myndinni," sagði Egg- ert í samtali við DV í gær. - Eru fleiri kostir í stöðunni? „Ekki eins og stend- ur. Við höfum ekki rætt aðra kosti en Atla," sagði Eggert. Get farið sáttur frá KR „Eins og fram hefur komið hefur Eggert lýst yfir áhuga á að tala við mig og við munum heyra í hvor öðrum á morgun (í dag). Ég hef ekki fengið að vita í hverju starfið felst hjá KSÍ, hverjar skyldur ég hef og hvort ég geti uppfyllt þær og þetta þarf ég allt að skoða. Ég mun ör- ugglega fá einhverjar upplýsingar í þessu samtali mínu við Egg- ert í hvernig formi þetta mun verða og hvort ég treysti mér í þetta," sagði Atli Eð- valdsson, þjálfari T*"4A. . : KR- inga, í samtali við DV í gær. „Auðvitað hef ég áhuga á starfi landsliðs- þjálfara og hver hefur það ekki. Það verður hins vegar mjög erfitt að fara frá KR og ef svo verður held ég að geti farið mjög sáttur. Ef ég fer þá getur maður alltaf sagt að maður skildi eins vel við og hægt var," sagði Atli. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.