Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 19
ÍJV LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 wöruheiti Er eitthvað alveg sérstaklega púkalegt við að kalla fyrirtæki eða vöru íslensku nafni? Hægt er að draga fram nokkur sérstæð dæmi um að sú skoðun virðist útbreidd, bæði ný og gömul. Þegar viðbygging Kringlunnar var opnuð á dögunum var mikið um dýrðir. Meðal þeirra verslana sem þar eru til húsa er verslunin Nanoq sem selur allan fatnað, tæki og tól tii útivistariðkunar af öllu tagi. Verslunin býður auk þess upp á bókahorn og ferðaskrif- stofu, svo fátt eitt sé nefnt. Nanoq er grænlenska er þýðir isbjöm, enda er fullvaxinn uppstoppaður ísbjörn til sýnis í búðinni og stíl- færð ísbjarnarkló í merki búðar- innar sem er í eigu þriggja aðila, Hjálparsveitar skáta i Reykjavík, eignarhaldsfélagsins Hofs og Ein- ars Sigfússonar og fjölskyldu. Þekktur hönnuður, David Schowalter, var fenginn til þess að hanna verslunina að innan og lét hann hafa eftir sér í viðtali við Mbl. að hann hefði tekið sérstakt mið af íslenskri náttúm við hönn- unina og dæmi um það mun vera m.a. stílfærður lækur sem liðast um gólfið. Þorbjörn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Nanoq, sagði í sam- tali við DV að margir hefðu lagt í púkk um nafnið en hugmyndin sem varð fýrir valinu hefði að lok- um komið frá auglýsingastofunni Góðu fólki. Hann sagði að íslensk nöfn hefðu verið inni í myndinni allan tímann, t.d. hefði Átak verið notað sem vinnuheiti lengi vel en hljómfallið í orðinu Nanoq hefði að lokum ráðið úrslitum og vilji manna til þess að velja nafn af norðlægum slóðum. Félagið sem á verslunina heitir íslensk útivist. Þekktir framleiðendur fjall- gönguskóa, sem selja vöru sína um allan heim, hafa svo mikla trú á ís- landi og íslenskri náttúru sem ímynd fýrir vörur sinar að þeir nota íslensk heiti á vörurnar. Þetta eru Scarpa á Ítalíu, sem býð- ur Hekluskó, og Meindl í Austur- ríki sem kallar eina skógerð sina Island. Af því mætti ráða að þeir teldu vel hægt að selja íslenska náttúru sem ímynd fyrir útivistar- vörur. Don Cano og Cintamani Margir muna ef til vill eftir Don Cano-göllunum sem nutu gríðar- legra vinsælda á íslandi seint á áttunda áratugnum. Þeir voru ís- lensk framleiðsla, hannaðir af Jan Davidson, sænskum fatahönnuði sem lengi hefur starfað á íslandi. Sá sami Jan hannaði sérstak- lega vandaða fjallgöngu- og útivist- argalla fyrir verksmiðjuna Foldu á Akureyri. Þessi fatnaður á að taka mið af þeim erfiðu aðstæðum sem íslenskt útivistarfólk lendir iðu- lega í. Fatnaðurinn var nokkuð í sviðsljósinu þegar íslensku Ever- estfararnir fjórir klæddust slíkum fatnaði í glímu sinni við hæsta fjall heimsins. Umræddir gallar heita Cintamani sem er sanskrít og mun þýða: „Sé takmarkið ein- lægt þá næst það.“ Folda er reyndar hætt starfsemi og í dag eru Cintamani-gallarnir saumaðir í Asíu eins og algengt er. Hér mætti einnig rifja upp dæm- ið um Puffins-skóna sem voru framleiddir á Akureyri árum sam- an en voru samt ekki kallaðir Helgamagraskór eða eitthvað álíka eyfirskt. Hæsta fjall Finnlands Aðrar þjóðir á norðlægum slóð- um virðast hafa sínar eigin hug- myndir um það að söluvænlegt sé að tengja saman náttúru eigin lands og útivistarvörur sem þær framleiða. Sennilega er þekktasta vörumerkið á þessu sviði hinar norsku Fjallráven-vörur sem hafa náð mikilli útbreiðslu á heims- markaði þrátt fyrir að heita norsku nafiii. Einnig mætti nefna sænsku Hilleberg-tjöldin, sem eru ein þau dýrustu sem hægt er að fá, og í Finnlandi er framleiddur úti- vistarfatnaður undir nafninu Halti sem mun vera heitið á hæsta fjalli Finnlands. Verslunin Nanoq í Kringlunni heitir upp á grænlensku en nanoq mun þýða ísbjörn. Á myndinni er Þor- björn Stefánsson, verslunarstjóri Nanoq, ásamt birninum. DV-mynd E.ÓI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.