Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 Louisa Sarah vaknaði skyndilega þegar hún heyrði að ráðist var af afli á útihurðina i húsi hennar í einni útborg Phoenix i Arizona. Klukkan var fjögur um nótt þann 31. ágúst 1997, og það varð ekki ann- að heyrt en einhver væri að reyna að komast inn í húsið. Og það var rétt. Við dymar stóðu fimm víga- lega búnir menn, svartklæddir, með skiðahettur og i skotheldum vest- um. Allir voru þeir með alvæpni og einn þeirra lét sleggjuhögg dynja á útihurðinni. Eftir stutta stund kom á hana gat. Þá gat hann rétt aðra höndina inn fyrir og teygt sig í smekklásinn. Ógnvænleg heimsókn Louisa Sarah, tuttugu og átta ára, varð skelflngu lostin þegar fimm- menningarnir réðust inn í svefnher- bergi hennar. Hún reyndi að hlaupa inn í næsta herbergi þar sem börn hennar tvö sváfu. En tveir mann- anna gripu hana, handjárnuðu fyrir aftan bak og börðu hana með vasa- ljósi svo hún féll á gólfið. Tveir aðrir raddust inn í bama- herbergið. Börnin fóru að æpa af skelfingu. Ekki bætti það úr skák að mennimir hótuðu að skjóta þau. Engu að síður héldu þau áfram að æpa. Er mennimir þóttust hafa tryggt stöðu sína í húsinu fóra tveir þeirra á vakt, en þrír héldu að þriðja svefnherberginu og spörkuðu upp hurðinni. Fyrir innan var Christopher Foote, tuttugu og fimm ára bygg- ingaverkamaður, og unnusta hans, Spring Wright, nitján ára stúd- ína. Þau höfðu vaknað við há- vaðann og Christopher hafði tekið sér í hönd skammbyssu sem hann hafði ætíð í náttborðsskúffu. Sagður á flótta Mikil skothríð Þegar svartklæddu vígamennim- ir raddust inn til parsins og miðuðu á það með sjálfvirkum rifflum fór Christopher að skjóta í sjálfsvörn. Úr varð mikill skotbardagi, en þeg- ar honum lauk lágu þau Christoph- er og Spring dáin á rúminu. Þau höfðu orðið fyrir rúmlega tug kúlna. Svartklæddu mennirnir yfirgáfu húsið og óku á brott. Þá var því hvergi að sjá þegar lögregla kom á vettvang, en skelfdir nágrannar hringdu á hana. Tveir fimmmenn- inganna höfðu hins vegar særst í skotbardaganum og þegar þeir leit- uðu aðstoðar á spítala daginn eftir voru þeir handteknir og hinir þrír skömmu síðar. Mennimir voru Michael Martin Sanders, fertugur, David Bruce Brackney, fjörutíu og fimm ára, sonur hans Matthew William Brackney, tvítugur, Brian Jay Robbins, tvítugúr, og Ronald Eugene Timms, þrjátíu og tveggja ára. Þeir skýrðu svo frá að þeim hefðu orðið á skelflleg mistök. Þeir væra fangaveiðarar frá Los Angeles og hefðu ætlað að koma höndum yfir Victor Alcantar, bankaræningja frá Kaliforníu, sem sagður hefði verið halda sig í Mar- yvale, útborg Phoenix. Saga fimmmenning- anna var á þá leið að Alcantar hefði hlaupist frá 50.000 dala tryggingu. Þeir hefðu því átt að fá tí- unda hluta þeirrar fjár- hæðar, fimm þúsund dali, fyrir að koma honum í réttar hendur. Fyrir mistök hefðu þeir farið í rangt hús. Þeir hefðu aUs ekki ætlað sér að taka Christopher Foote. Hann hefði verið með öllu saklaus. Fimmmenningar vora fangelsaðir og gefið að sök manndráp en það gat kallað á fimm tU sjö ára fangelsi því ekki væri um ásetningsdráp að ræða. En ættingjar hinna látnu sættu sig ekki við þá refsingu og kröfðust þess að hún yrði þyngri. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum og fram komu kröf- ur um að tekið yrði fyrir starfsemi fangaveiðara sem störfuðu á eigin vegum eða starfsemi þeirra yrði að minnsta kosti takmörkuð verulega. Arfur frá gömlum tíma Eins og staðan er nú getur hver sem er gerst fangaveiðari vestra. AUs eru nú um tiu þúsund þeirra starfandi í Bandaríkjunum, og ár- lega hafa þeir hendur i hári um fjörutíu þúsund manna sem eru á flótta undan vörðum laganna og þeim sem sett hafa fjártryggingu þeirra vegna. Skýringin á þessari stöðu mála er hið sér- staka trygginga- kerfi sem felur í sér að þeir sem sakað- ir eru um glæp geta „keypt sér“ frelsi uns mál þeirra er tekið fyrir í rétti. Talið er að árlega sé varið um fjóram miUjörðum dala í tryggingar af þessu tagi, en féð kemur frá svo- nefndum tryggingasölum eða ábyrgðarmönnum. Þeir leggja fram fé gegn þóknun frá hinum meinta sakamanni, en misnoti hann það frelsi sem honum er þannig fært og tyggingasalinn geti endurheimt ábyrgðarféð. Eins og áður segir fær fangaveiðarinn tíunda hluta þess í eigin vasa. Kona í sviðsljósinu Einn frægasti fangaveiðari vestra er kona, Susan Ann Sarkis, en hún er eini aðilinn í Kalifomíu sem er í senn tryggingasali og fangaveiðari. Hún hlaut mikla frægð þegar hún gekk inn á leynilegan fund I glæpa- samtökum manna sem eiga ættir að rekja til Puerto Rico, beindi skamm- byssu að einum helsta leigumorð- ingja þeirra og tók með sér. Að leggja fé til höfuðs mönnum er gamaU siður sem á sér rætur í fyr- irkomulagi liðsins tíma í villta vestrinu. Þá höfðu sýslumannsemb- ættin fæst mannafla til að leita uppi Spring Wright. hlaupist á brott tU að komast hjá réttarhaldi og þá væntanlega dómi, hefur tryggingasalinn heimild til að ráða sér fangaveiðara tU að hafa uppi á hinum brotthlaupna og koma honum í hendur réttvísinnar, svo þá sem flúðu úr fangelsum eða reyndu á annan hátt að koma sér undan refsingu. Þess í stað lögðu embættin fé til höfuðs viðkomandi, og var það greitt fangaveiðurunum hvort sem þeir komu með hinn brugðið sér í gervi fangaveið- ara til að geta framið innbrot eða morð á „löglegan hátt“. Saksóknarinn í Phoenix, Richard Romley, nýtti sér þessa stöðu málsins. Hann sagði að þar sem fimmmenn- ingamir gætu ekki sýnt fram á að þeir hefðu verið í þjón- ustu tryggingasala gætu þeir ekki talist fangaveiðarar og yrðu því ákærðir sem inn- brotsþjófar og morðingjar. Ákærum var því breytt til þess vegar. Þrir mannanna, Martin Sanders, David Brackney og WUliam Brackney, voru sakaðir mn alvarlegustu glæpina og kraf- ist dauðadóms yfir þeim. Hinir tveir skyldu sóttir tU saka fyrir manndráp. Játningin meinta sakamann lifandi eöa dauö- an. Gamlar reglur Enn svífur andi villta vestursins yfir vötnunum vestra. Og umræða manna beinist í auknum mæli að þeirri staðreynd að fangaveiðarar njóta meira frelsis í störfum sínum er verðir laganna. GUdandi lög era frá árinu 1873 og veita fangaveiðuram heimUd til að elta flótta- menn yfir rík- ismörk. Þá má handtaka hvar sem er og hvenær sem er. Þá þarf fangaveiðar- inn ekki að gera hinum handtekna grein fyrir rétti hans eins og skylda er við almenna handtöku. Þessar reglur, eða skortm- á nákvæmari reglum, hafa leitt tU alvarlegra mistaka. Rannsókn á máli fimmmenninganna leiddi í ljós að þeir höfðu unnið fyrir trygginga- salann sem þeir höfðu sagst starfa fyrir. Sömuleiðis kom i ljós að sá sem þeir sögðust leita, Victor Alcantar, var í Phoenix. Hins vegar neitaði tryggingasalinn að hafa sent fimm- menningana eftir Alcantar. Hann sagði mál hans rúmlega fimm ára gamalt og því væri sá frestur sem settur hefði verið í máli hans löngu útrunninn. Aður en málið kom fyrir rétt missti einn ákærðu, Ron- ald Timms, aUan móð og sagðist skyldu gera hreint fyrir sínum dyrum. Hann sagði að Michael Sanders hefði verið uppljóstrari lög- reglunnar árum saman og á þann hátt komist á snoðir um að hún grunaði Christopher Foote um að geyma mikið magn kókaíns og nokkur hundrað þúsund dali heima hjá sér. Þessi grunur um glæpsam- legt athæfi fórnarlambsins var með öUu tilhæfulaus. Það vissu fimmmeningarnir hins vegar ekki og ætluðu sér að efnast vel á einu kvöldi með því að komast yfir kókaínið og peningana. En til þess að láta aUt líta trúverðuglega út, ef eitthvað skyldi fara á annan veg en ætlað var, brugðu þeir sér i gervi fangaveiðara. Tvenn ré Breitt málssókn Ljóst var því að annaðhvort laug tryggingasalinn til þess að firra sig allri ábyrgð á því sem gerst hafði, fimmmenningamir höfðu viljað ná Alcantar af því þeir héldu að þeir ættu enn rétt á sínum tíunda hluta eða þeir vora að ljúga og höfðu Málið gegn Michael Sanders var tekið sérstaklega fyrir í rétti. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði aUs skotið átján kúlum úr sjálf- virkum riffii sem hann var með og að nokkrar af þeim kúlum höfðu orðið Christopher Foote að bana og líklega einnig Spring Wright. 2. nóv- ember í fyrra var Michael Martin _____________________ Sanders dæmdur fyrir morð að yfirlögðu ráði en í slíkum tUvikum gera lög i Arizona ráð fyrir að beita megi dauðarefs- ingu. Réttarhöldin yfir hinum fjórum fara fram síðar á þessu ári. Fangaveiðarar og þeir sem styðja óbreytt fyrirkomulag á starfsemi þeirra vísa tU þess að þeir hafi ár- lega hendur í hári tugþúsunda manna sem séu á flótta til að kom- ast hjá réttarhöldum og þá væntan- lega fangavist. Stór hluti þessa hóps myndi ganga laus ef ekki kæmi til starfsemi fangaveiðara og því hafi þjóðfélagið ekki efni á. Flóttamenn- imir myndu margir halda áfram glæpastarfsemi og því vegi ókostim- ir við framkvæmd laganna frá 1873 mun minna en kostirnir. Matthew William Brackney.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.