Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 Fimm skátar fóru í ævintýraför til Afríku: Tjaldað innan um Ijón og sungið með Zuluskátum Fimm skátar, þau Sig- urður Úlfarsson, Krist- björn Gunnarsson, Einar Jón Gunnarsson, Margrét Vala Gylfadóttir og Chiara Casari eru ' nýkomin heim úr mikilli œvintýraferö um suðurhluta Afríku. Ferðin hófst í byrjun ágúst og var fyrsti áfangastaður Jóhannesarborg í Suður-Afríku með stuttri viðkomu í Frankfurt. Þar tóku suður-afrískir skátar á móti hópnum og sýndu hon- um borgina. „Það var gott að vera í „öruggum" höndum fyrstu klukku- stundimar í Suður-Afríku en daginn eftir héldum við ferðinni áfram tO Pi- etermaritzburg. Þar tóku vinir okkar á móti okkur og við byrjuðum á að heimsækja Lexden skátamiðstöðina," segir Sigurður í samtali við DV um upphaf ferðarinnar. í Pietermaritzburg er margt að sjá og að sögn félaganna ein „breskasta" borg- '-:rin í S-Afríku og státar meira að segja af stærstu múrsteinsbyggingu á suður- hveli jarðar. „Þama hittum við skáta af Zulu-ættbálknum en Pietersmaritzburg er einmitt í Zululandi. Það var mikið Öör, einkum um kvöldið þegar hópamir skiptust á að kenna hvor öðmm skátasöngva," segir Kristbjöm. Höfðinn heimsóttur En ferðin var rétt að byrja og eftir velheppn- mða dvöl í Pietersmaritz- '' 'burg hélt hópurinn áfram og nú með rútu áleiðis til Höfðaborg- ar. Ferðin tók 19 klukku- stundir en að sögn Sig- urð- ar em rútur á þess- um slóð um afar full- komnar og þægilegar að ferðast í. „Þama bjuggum *.við á skemmtilegu gistiheimili, Oak Lodge, sem er fyrram hippakommúna og stemningin eftir því. Borgin er gríð- arleg ferðamannaborg og að sjálfsögðu fórum við upp á Borðfjallið - Table Selanýlenda við Cape Cross þar sem um 80 þúsund selir hafast við á lítilli strönd. Mountain - sem er sambærileg ------ Esjunni okkar,“ segir Sig- urður. Flestir þeir sem heim- sækja Rétt utan við Swakopmund renndi hópurinn sér niður 200 metra háar sandöldurnar á masonítplötum. Hraðinn náði 80 kílómetrum á kiukkustund. manna oft að það sé bara svo gaman að geta sagst hafa heimsótt Höfðann. „Eitt sem kom okkur á óvart var að í Höfða- borg ríkir Miðjarðarhafsloftslag. Þar rignir að vetri til en annars staðar í ferðinni mætti okkur skrælþurrt lofts- lag,“ segir Kristbjöm. I íslensku slagveðri Fyrsta vikan gekk vel en það var þó aðeins forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Farið var í 20 daga trukkaferð á vegum Acaia-ferðaskrif- stofúnnar um Namibiu, Botswana og Zimbabwe beið nú hópsins. Trukka- ferðir eru algengar á þessum slóðum og ferðast þá í kringum 14 farþegar í mjög fúllkomnum rútubíl með öllum helstu þægindum. Nú átti að heim- sækja Namibíu en ferðin byrjaði svo- I morgungöngu með Ijónum i Zimbabwe. Siggi veltir því fyrir sér hvort hann sé nokkuð á matseðli Ijónsins þennan daginn. Þarna geta menn tjaldað á Ijónabúgarði og tjalda þá innan rammgerðra girðinga. metra djúpt. „Það var stórfenglegt að standa á barmi gljúfursins. Við fórum síðan niður á botninn til að upplifa þetta náttúruundur enn betur,“ segir Kristbjörn. Margt fleira er stærst á þessum slóðum, þar á meðal sandöld- umar þar sem hópurinn reyndi sig við sandbrettabrun. Eftir stutta viðdvöl í Walvis Bay, þar sem hópurinn heimsótti Walvis Troll, dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, var ferðinni heitið á blettatígrabúgarð þar sem höfð var næturdvöl. Ferðamenn í búmm í Namibíu er einn stærsti dýragarð- ur heims, 20 þúsund ferkilómetrar, og þar dvaldi hópurinn í tvær nætur. „Það var mikil upplifun að sjá fjöl- skrúðugt dýralífið. Við sáum sebra- hesta, antilópur, flla og meira að segja ljón en það þótti fararstjórunum vera mikO heppni. Tjaldstæðin eru innan dýragarðsins og í stað þess að hafa dýrin í búrum má segja að túristamir séu í búrum. Maður gat því alveg soflð rólegur þótt stöku ljón væri á vappi i nokkurra metra fjarlægð," segir Sig- urður. Botswana var næsti áfangastaður ferðalanganna og að sögn Sigurðar þótti þeim sem þá fyrst væra þeir komnir til þriðja heimsins, ailt hefði verið svo þýskt í Namibiu en nú tóku við strákof- ar og frumstæð samfélög. í Botswana kynntist hópurinn einstöku náttúr- undri. „Við fórum að ánni Wkawangao Höfða- borg takast á hendur dags- ferð út á Góðrarvonarhöfða en það kom þeim félögum á óvart að höfðinn er alls ekki sá syösti í Afríku og mun- ar um 50 kílómetrum. Þetta er hins vegar fallegt svæði og viðkvæði ferða- Magnað útsýni Risavöxnu Parísarhjóli, sem er kailað Lundúna-augað í daglegu tali, hefur verið komið upp á suðurbakka Thames-árinnar í London. Hjólið, sem er 130 metra hátt, þykir nú vera ein- hver allra besti útsýnisstaður borgar- innar. Parísarhjólið er aðeins einn liður í stórtækum undirbúningi Lundúna vegna árþúsmidamótanna um næstu áramót. Borgin hefur þegar lýst sig sigurvegara þegar kemur að hátíðar- höldunum næsta gamlárskvöld. Talið er víst að minnsta kosti þrjár milljón- ir manna verði á götum úti á gamlárs- kvöld. Eitt stórfenglegasta atriðið verður að fmna á Thamesánni þar sem 61 metra hár eldveggur verður notaður til að skjóta upp flugeldum og mynda eina glæsilegustu flugeldasýn- ingu sögunnar. Eldri borgarar til Portúgal Hótelkeðjan Pousadas í Portúgal, sem er i eigu portúgalska rikisins, býður öllum þeim sem hafa náð 60 ára aldri 40% afslátt frá 2. nóvember næstkomandi til 31. mars á næsta ári. Hótel Pousadas keðjunnar era fjöl- mörg og þau er að finna í gömlum köstulum, sveitasetrum og yfírgefn- um klaustrum víðs vegar um Portú- gal. Vert er að taka fram að á fyrr- greindu tímabih fellur afslátturinn niöur um þriggja daga skeið; þ.e. um áramótahelgina. Þeir sem vilja kynna sér betur þessa gistingu geta leitað til Keytel Intemational í síma 0171 616 0307. Kostaboð um áramótin Árþúsundamótin eru ofarlega í hugum margra þeirra sem vinna að ferðaiðnaði og allir ætla sér væna sneið af kökunni. Nú keppast hótel í Bandarikjunum til að mynda við að setja fram ýmis kostaboð, reyndar eru mörg þeirra ansi dýr, og allir vilja bjóða ógleymanlegustu helgi ævinnar. Glæsikerrur, brytar, skartgripir og heimsins bestu kampavin era notuð til að lokka ferðamenn inn á hótelin um næstu áramót. Tilboðin era mörg afar freistandi og rokka frá 70 þúsund krónum fyrir áramótahelgina og upp í allt að sjö milljónum og svo er auð- vitað allt þar á milli. Hægt er að lesa nánar um einstök tilboð á ferðavef CNN á Netinu. Hópurinn með hina stórfenglegu Viktoríufossa í baksýn. Viktoríufossar eru mestu fossar heims, tæpir tveir kílómetrar á breidd. Við Viktoríufossa er boðið upp á heims- ins hæsta teygjustökk, 111 metra hátt, og reyndu tveir úr hópnum fyrir sér í stökki með ^pgætum árangri. DV-myndir Sigurður Úlfarsson Bestu pöbbarnir England er eins og flestir vita þekkt fyrir frábæra pöbbamenningu. Það vita Ðestir sem þangað hafa komið enda úir og grúir af skemmtilegum krám sém sumar hverjar eiga sér jafnvel nokkur hundruð ára sögu. Nýlega valdi leiðsöguritið The Gooe Pub Guide bestu krár Eng- lands, Skotlands og Wales. Dóm- nefndin stóð í ströngu enda sex þúsund krár sem komu til greina. Besti pöbbinn er í Crickowell í Wales og kallast The Bear. Besta bjórinn er hins vegar að finna á Ale House í Truro á Englandi. Besti heimagerðinn bjórinn er á Brewery Tap í Peterborough. Svo virðist sem bestu krámar sé ekki endilega að fmna í alfaraleið og til að mynda komst engin krá í London á listann yfir þær allra bestu. Bjórá- hugamenn munu þó væntanlega margir gera sér ferð á fýrmefndar krár til þess skoða herlegheitin. Sautján klukkustundir í einni kös í trukknum á meðan rigndi eldi og brenni- steini. Áttu eyðimerkur ekki alltaf að vera svona heitar? lítið brösuglega. „Þaö er venjan að keyra fyrsta daginn i svona átta tíma og finna síðan náttstað. Þama vorum við stödd á svokölluðu „þurru“ tíma- bili þegar hann byrjaði allt í einu að rigna. Fararstjór- amir sögðu okk- ur að vera róleg, við myndum keyra út úr rign- ingunni. Það var ekta íslenskt slagveður úti og við íslendingam- ir kipptum okkur svo sem ekki upp um það bil mest við það en þegar Sem um getur. við höfðum ekið í tíu tíma fór okkur nú að hætta að lít- ast á blikuna," segir Sigurður og raun- in vai-ð sú að hópurinn komst ekki út úr regninu fyrr en eftir 17 stundir. Þá var komið til borgarinnar Ai-Ajs þar sem ferðalangamir gátu svamlað um í heitum lindum og látið líða úr sér. Fiskárgljúfur eða Fish River Canyon var næsti áfangastaður en um er að ræða eitt af stærstu gljúfrum heims, 160 kílómetra breitt og 550 sem rennur úr Mið-Afríku en gufar upp í Kalahai-eyðimörkinni. Þetta er öragg- lega eina áin í heiminum sem rennur ekki til sjávar," segir Kristbjöm og bætti við að ævintýraþránni hefði verið fullnægt á þessum slóðum því hópur- inn tók sér tveggja sólarhringa ferð á eintrjáningum fyr- ir hendur auk þess að leggja sér til munns krókódfla, strúta og vörtu- svín. Og var víst slakandi ferðamáti aUt herramanns- matur. í síðasta hluta ferðarinnar lá leiðin um Zambíu og síð- an til Harare, höfúðborgar Zimbabwe. í borginni var dvalið um hríð áður en haldið var með flugi aftur Jóhannesar- borgar, þar með var hringnum lokað og ekkert eftir nema halda áfram heim til Islands eftir vel heppnaða ævintýrafór um suðurhluta Afríku, ferð sem skát- amir fimm munu aldrei gleyma. -aþ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.