Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 2
36 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 Í-lV %\ar Ný og endurbætt útgáfa á bókinni „Bíllinn": „Lítum svo á að þetta sé ný bók" - segir höfundurinn, Guðni Karlsson deildarserfræðingur „Bókin er ekki beint ætluð fyrir skóla, en ég hef orðið var við að hún hef- ur þótt hentugt kennslugagn þar sem það hefur átt við,“ sagði Guðni Karls- son, deildarsérfræðingur hjá dómsmála- ráðuneyti, í viðtali við DV-bíla, en út er komin eftir hann hjá bókaútgáfunni Iðnú bókin Bíllinn. í aðfaraorðum segir að í henni sé „lýst búnaði og vinnu bif- reiðarinnar. Einnig er lýst hvemig á að hirða bifreiðina svo að hún endist sem best og hvemig á að greina bilanir sem upp kunna að koma áður en þær valda miklum skaða.“ „Bók eftir mig með þessu nafhi kom úr árið 1967 eða 1968,“ sagði Guðni. „Upprunalega var það Prentsmiðja Jóns Helgasonar sem stóð að útgáfunni, en síðar keypti Valdimar Jóhannsson hjá Iðunni útgátúréttinn. AUs var sú bók líklega endurútgefm fjómm sinnum. Guðni Karlsson: Gaf bók með heit- inu „Bfllinn" fyrst út fyrir rúmum 30 árum. Mynd DV-bflar Síðan varð nokkurt hlé, en eftir að Iðnú varð útgefandi að bókinni tók ég hana og umbylti henni alveg og um- skrifaði. Við lítum nú svo á að þetta sé ný bók með sama heiti og sú gamla." Það hlýtur að vera þörf fyrir bók sem er endurútgefm svona hvað eftir annað. „Já, það virðist vera þörf tyrir hana. Auðvitað má um það deila hversu tæm- andi hún er, og það er alltaf matsatriði I svona útgáfu hvað á að vera inni og hverju má sleppa. En ég hef fengið góð viðbrögð við henni og ég hef orðið þess var að það er allt önnur og betri hirða á bílum fólks sem hetúr lesið bókina. Ég held því fram að fólk sem ekki skilur það sem það umgengst, hvort sem það er dauður hlutur eða lifandi vera, geti ekki meðhöndlað það sem skyldi. Þaö þarf nokkra þekkingu til að fá það besta út úr hverjum grip“ Bókin er með fjölda skýringarmynda sem auðvelda skilning á efninu sem fjallaö er um og er aðgengileg í hví- vetna. Hún er 232 bls. á stærð og kostar 3145 kr. -SHH Sportlegur lúxusbíll í fyrra kynnti Honda tO sögunnar nýjan Accord coupé. Reyndar hafði Honda um langt skeið framleitt coupé- útgáfú af Accord-bOnum en hann ekki vakið mikla athygli þar sem hann var svo gott sem tveggja dyra útgáfa af fjögurra dyra bílnum. Þegar þessi bfll kom hins vegar á markaðinn varð uppi fótur og flt því að hann átti ekk- ert sameiginlegt með þeim gamla. Út- litið var að öflu leyti nýtt og nú var hægt að fá hann með V6 vél, 212 hest- afla, eins og í þeim bfl sem DV prófaði á dögunum. Sá bfll heitir Honda Accord coupé V6 EX og er Evróputýpa að öOu leyti þótt hann sé framleiddur í Bandaríkjunum. Gott er að hafa farangursnet í þess- ari gerð af bfl. stjómtæki em vel sýnOeg og þægindi að því að hafa aOa rofa stóra og læsi- lega. Þó er mælaborðið einfaldara heldur en búast mætti við í bfl í þess- um flokki. AOs staðar eru hólf fyrir aOa hluti og bOlinn kemur með geisla- Hliðarsvipurinn á bflnum er stflhreinn og þar fá einfaldar, klassískar línur að njóta sín. Mikil þægindi Hið nýja útlit bflsins kemur vel út þótt Honda hefði alveg mátt skipta um framendann sem minnir einna helst á fjölskyldubílinn. Hliðarsvipurinn er hreinn og beinn og laus við prjál og afturendinn þykir undirrituðum sér- lega faOegur. Þegar sest er upp í hann fmnur maður þar meiri þægindi og pláss heldur en búast má við í sportbO. Þar er vel rúmt um ökumann og far- þega og plássið aftur í er líka nokkuð gott. Skottið er einnig sæmflega rúmt og net aftast í því tfl að setja í lausa hluti og plastpoka sem ekki er gott að láta kastast tfl þegar bflnum er ekið. Framsætin eru upphituð og í þessum bfl er leðursett. Á öku- mannssæti eru aflar stiflingar rafstýrðar í ein- um takka sem hreyflr sætið á sex vegu. ÖO Það fer vel um mann bak við stýrið á Accordinum og stutt í öll stjórn- tæki.Takið eftir skriðstillinum hægra megin á stýrishjóli. Dyrnar eru stórar og auðvelt að ganga um bflinn. Rafdrifin sætisstillingin vinstra megin við sætið er líka einstaklega þægileg. spflara með sex hátölurum sem hægt er að stjóma með tökkum í stýri. í kristals- skjánum á útvarp- inu getur ökumað- ur svo séð hitastig- ið í bilnum eða valið það hitastig sem hann vfll hafa þar og alsjálfvirk miðstöðin sér svo um framhaldið. í stýrinu er einnig tölvustýrður skriðstiflir sem er mjög þægOegur og hægt að stifla fljótt og vel þannig að Stórt vélarrúmið tekur varla við öllu meira en V6 VTEC-véiinni. ökumaður fær það á tilflnninguna að hann sé kominn með rafstýrða bensín- gjöf í hendumar. í prófúninni var skriðstiOirinn settur á 100 kOómetra hraða við Hveragerði og þaðan hreyfð- ist nálin ekki fyrr en slökkt var á hon- um við Litlu kafflstofuna. Hraðbrautarbíll í akstri er bíflinn þægOegri og mýkri heldur en dæmigerður sportbOl, enda er þessi bfll einhvers staðar á gráu svæði mifli lúxusbOs og sportbíls. Fjöðrunhi er mýkri en virkar vel og heldur honum vel niðri í kröppum beygjum. Þó þarf að passa vel að missa hann ekki út í spól þegar geflð er í út úr þeim. Öflug vélin er hreinræktuð sportbflavél og gaman hefði verið að prófa hana með beinskiptingu en þessi bífl fæst aðeins með fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Inni í bílnum er fúrðu- lítið vélarhljóð, jafnvel á miklum snún- ingi, en aðeins varð maður var við veg- hljóð aftan úr bílnum. BOlinn er vel rásfastur og hreyflr ekki afturenda þótt 90" beygja sé tekin á 60 kOómetra hraða. Þó vfldi hann missa gripið þeg- ar komið var út á lausamölina, enda nokkuð langur og á breiðum 205 mm dekkjum. Eiginlega má segja að þetta sé hraðbrautarbífl þar sem lítið verður vart við hraðann og maður nýtur þess i staðinn hversu vel fer um mann. Vel búinn bíll á góðu verði í hefldina eru kostir bflsins helstir afl og þægindi. Hröðunin er góð miðað við bO í þessum stærðarflokki, eða 7,9 sekúndur í hundraðið. Verðið verður líka að taljast nokkuð gott miðað við hvað í bílnum er, eða 3.570.000 krónur með ryðvöm og skráningu. Það að boð- ið sé upp á tveggja dyra bfl í þessum stærðarflokki er þó nokkuð fátítt en þeir em aðeins famir að sjást aftur, enis og tfl dæmis Peugeot 405 coupé. Eiginlega verður þó að kafla Accord Coupé sportlegan lúxusbfl frekar en sportbO því hann skortir ýmis atriði sem þurfa að vera tfl staðar í alvöm- sportbfl, eins og nýja S2000-bílnum frá Hondu, en hann er einmitt gott dæmi um alvörusportbO. Meira um hann síð- ar. -NG 0MISSANDIIVETRARAKSTRINUM BASTA BASTA BASTA ie-icer 'jjtfertrænjEW. $** LmvxrniA l-owws nff- ekkert hrím a ruðtim * engar frosnar læsingar • engar frosnar hurðir auðveld gangsetning í kuldanum e rakavörn fyrir rafkerfið m Olíufélagiðhf www.esso.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.