Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 4
38 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 1 -k -jt Millikælir á dísilvél með túrbínu í Land Cruiser 90: Einfaldur búnaður sem gefur ótrúlega mikla aflaukningu Fljótlega eftir að menn fóru að auka afl bílvéla með því að setja við þær forþjöppur eða túrbínur sem juku loftflæðið til vélanna og þar með aflið komust þeir að því að við þessa aðgerð hitnaði loftið mjög. Heitt loft rúmar minna súr- efni og þar með nýttist þessi aukni loftstraumur ekki sem skyldi. Til þess að loftið sem streymir til vélarinnar nýtist til fulls þarf að kæla það aftur, eftir að það hef- ur farið í gegnum forþjöppuna, og til þess var hannaður millikælir eða „intercooler". Millikælir er ekki svo frábrugð- inn venjulegum vatnskassa sem lækkar hitastig kælivatns vélar- innar. Munurinn er fyrst og fremst sá að í stað vatns er það loft sem streymir um kælielementin og kemur það kaldara út úr milli- kælinum en þegar það fór inn. Góð reynsla er komin á milli- kæla við dísilvélar með forþjöppu og má nánast telja það reglu að stærri vörubílar og vinnuvélar með dísilvélum séu nú með túrbínu og millikæli. í raun er það svo að markaður- inn krefst þess að millikælar séu fáanlegir í alla dísilbíla með túrbínu. Millikælir fyrir Land Cruiser Þar sem markaðurinn krafðist þess að slíkur millikælir væri fáan- legur í Land Cruiser 90, sem á máli Toyotamanna heitir KZJ95, var ráð- ist í það af hálfu Tæknideildar P. Samúelssonar, Toyota-umboðsins á íslandi, að athuga hvort ekki væri hægt að hanna slíkan millikæli án þess að notkun hans kæmi niður á endingu og virkni vélarinnar, jafn- framt því að aflaukningin yrði nægjanleg til þess að þetta borgaði sig. Oliuverk dísilvéla skammtar það magn eldsneytis sem þörf er á hverju sinni og þar eð olíuverkið í disilvélinni í Land Cruiser 90 er tölvustýrt varð að hanna sérstaka millikælitölvu til að stýra olíuflæð- inu í réttu hlutfalli við loftmagnið. Millikælitölvan byggist á breyti- legu viðmiðunargildi sem virkar þannig að hún eykur olíumagnið í réttu hlutfalli við þrýstinginn frá forþjöppunni (túrbó-þrýstinginn) og kælingin sem millikælirinn gefur er nálægt því að vera í réttu hlutfalli við þennan forþjöppuþrýsting. Valið var í þennan millikæli el- ement sem Blikksmiðjan Handverk flutti inn frá Hollandi en endastykk- in voru hönnuð af Tæknideild P. Samúelssonar með sem minnsta loftmótstöðu í huga en jafnframt þannig að þau myndu passa vel í það rými sem var til staðar í Land Cruiser 90-bilnum. Málmsteypan Hella í Hafnarfirði sér um að steypa endastykkin sem eru síðan soðin á elementin. Frá því að byrjað var á þessu verki hefur sú breyting orðið að Blikksmiðjan Handverk hefur sameinast Bílanausti og er nú hluti þess fyrirtækis. Meira en 15% aflaukning Umfangsmiklar prófanir voru framkvæmdar af þeim Frey Jóns- syni tæknifræðingi og Boga Sig- urðssyni, starfsmönnum P. Samú- elssonar, áður en þessi millikælir var fullþróaður. hjól reyndist vera 15,2%. Tog vélar- innar jókst einnig meira en aflið þar sem hámarkssnúningsvægi vél- arinnar næst við mun minni snún- ing en hámarksafköst vélarinnar. Tilraunirnar voru gerðar í októ- ber og nóvember 1998, fyrst á óbreyttum bíl og síðan á sama bil með millikæli. Niðurstaða allra þessara prófana kom út á sama veg: aflaukningin var staðfest og aukið snúningsvægi. Mikill munur A dögunum gafst DV-bílum tæki- færi til að sannreyna þessa aflaukn- ingu með því að aka fyrst óbreytt- um sjálfskiptum Toyota Land Cru- iser 90 án millikælis og síðan aftur tveimur dögum síðar eftir að búið var að bæta millikæli við en engar breytingar voru gerðar á bílnum að öðru leyti. Án millikælis er Toyota Land Cruiser ágætlega sprækur bill, sjálf- skiptingin svarar ágætlega og bíll- inn bætir vel við hraða ef stigið er á olíugjöfina í akstri upp sígandi Telkningin sýnir loftflæði að og frá millikæli. Niðurstaða þessara prófana og mælinga var sú að aflaukning út í brekkur. Túrbínan er komin inn af fullum þunga við 2.200 snúninga og það finnst vel þegar hún bætir við vélar- aflið. Tveim dögum síðar var aftur lagt upp í ökuferð á sama bíl, nú með millikæli. I sem stystu máli þá kem- ur þessi aflauking verulega á óvart. Strax í fyrstu beygju á gatnamótum varð undirritaður sér nánast til skammar því gefið var inn um leið . og beygt var inn á aðalgötu. Vélar- aflið kom svo snöggt inn að það munaði minnstu að billinn snerist til á veginum. Óvanur ökumaður hefði getað lent í alvarlegum vand- ræðum ef hann hefði ekki áttað sig strax. Svipað gerðist aftur síðar á Hér má sjá millikæli í Toyota Land Cruiser. Kællrinn sjálfur fellur hag- anlega í rýmið fyrir framan vatns- kassann og greið leið er fyrir slöng- ur að og frá honum frá forþjöppu og aftur að loftinntaki vélarinnar. þessum hring en þá var líka hægt að vera betur á verði. Staðreyndin er einfaldlega sú að með millikæli svarar vélin miklu betur, aflið kemur inn með meiri þunga og túrbínan byrjar fyrr að svara. Aflið í akstri upp sígandi brekku er mun meira og hér finnst greinilega hversu snúningsvægið hefur aukist miðað við óbreytta vél. Hægt er að halda sömu ferð með minni inngjöf og eyðslan verður þvi örugglega eitthvað minni þótt afl kosti ávallt meira eldsneyti. Snyrtilegur frágangur Millikælirinn var settur í á verk- stæði Aukahlutadeildar Toyota og frágangur allur er starfsmönnum þess til sóma. Endastykkin sem Hella hefur steypt eftir hönnun Freys og félaga hjá Tpyota eru snyrtileg og falla vel að festipunktum sem fyrir voru fyr- ir framan vatnskassann í Land Cru- iser 90. Leggja þarf tengibarka frá for- þjöppunni að millikælinum og síðan frá honum aftur að loftinntaki sog- greinarinnar. Hönnuðir búnaðarins hafa verið naskir á að vinna þessum loftslöngum góða leið og engu er lík- ara en að fullt tillit hafi verið tekið til alls þessa við hönnun vélarhúss- ins austur í Japan á sínum tíma. Aðeins tekur einn dag að setja millikælinn í á verkstæði Toyota og íkominn kostar hann með öllum búnaði 148.000 krónur. -JR Konur verri ökumenn? Freyr Jónsson, tæknifræðingur h]á Toyotaumboðinu P. Samúelsson, og Eiríkur Ingvarsson, starfsmaður Bílanausts, með millikælinn á milli sín. Millikælirinn sjálfur er fluttur inn að tilstuðlan Bílanausts en endastykkin eru hönnuð af Frey og steypt hjá Málmsteypunni Hellu í Hafnarfirði og loks soðin við element millikælisins. Þessi fyrirsögn stingur dálitið í stúf við vel þekktar staðreyndir um að konur lendi í færri slysum á bil- um í umferðinni. Þegar komið er að því að keyra mótorhjól er það allt önnur Ella. Þrátt fyrir að konur aki mótorhjólum minna lenda þær helmingi oftar í óhöppum á þeim en karlmenn. Fyrir hverja 160.000 ekna kilómetra missir kvenmaður hjólið 14 sinnum á hliðina, lendir 4 sinn- um í áreksfri og slasar sig 5 sinn- um. Það sem virðist skipta mestu máli í þessu sambandi er reynsla. Karlmenn hafa meiri reynslu í akstri mótorhjóla, 16 ár að meðal- tali, en konur hafa 6 ára reynslu. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.