Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 5
4- Tv LAUGARDAGUR 23. OKTOBER 1999 K • %lar ** ¦ 43 Lúxus-skúffubíll Lincoln Blackwood, stór hálf- kassa-skúffubíll, stóö á dimmum stað á brú yfir aðalsal Ford á bíla- sýningunni 1 Frankfurt og lét ekki mikið yfir sér. Þetta er lúxus-skúffu- bfll sem byggður er á lúxusjeppan- um Lincoln Navigator og var fyrst sýndur sem hugmyndabíll á bíla- sýningunni í Los Angeles í desem- ber síðastliðnum. Viðbrögðin voru svo mögnuð, að sögn J. Mays, að- stoðarframkvæmdastjóra hönnun- ardeildar Ford i Ameríku, að ákveð- ið var að taka þennan bíl til fram- leiðslu og koma fyrstu bílarnir á markað síðla árs 2000. 4 breiðar hurðir tryggja öllum gott aðgengi í hverjum sem þeir hyggjast sitja af fjórum leður- klæddu körfustólunum i bílnum. Vökvadælur opna lokið á skúffunni um allt að 45 gráður og þá er hægt að ljúka upp lokinu aftan á henni til helminga í hvora átt út á hlið. Með fram skúffuhliðunum eru hólf fyrir minni hluti. Lincoln Blackwood verður með 5,4 lítra 300 ha. V8 vél og undir hon- um verða hjól á 19 þumlunga felg- um, P286R60xl9. Verð liggur ekki fyrir en búast má við að hérlendis verði hægt að kaupa nokkra af al- ¦ engustu hálfkassa-skúffubílunum fyrir verð eins Lincoln Blackwood. -SHH Skúffan er með lok frá verksmiðjunnar hendi sem opnast á tjökkum. Afturhler- inn er í raun tvær lágar hurðir sem opnast út á hlið. Myndir DV-bílar SHH Harður toppur sem fljótlegt er að smella af og á er aukabúnaður á MR2. Nýr Toyota MR2 Sport Roadster frumkynntur: Spameytnastur í sínum flokki Næsta kynslóð Toyota MR2 Sport Roadster er verðugur fulltrúi Toyota inn í nýja öld, sögðu þeir Toyotamenn þegar MR2 var frumkynntur á sérstök- um kynningarfundi í Palmengarten í Frankfurt daginn fyrir sjálfa sýning- una. Hann er með létta en teaftrnikla 1,8 miðjuvél af WT-i Toyota-fjölskyld- unni, það er að segja með síbreytileg- um ventlatíma eftir þörfum vélarinnar og akstursins. Þessi vél er með sér- stakt háspennukefli á hverju kerti, svokallaða beina kveikingu, sem þýðir að það er engin kveikja í venjulegum skilningi og ekkert slíkt sem þörf er að stiÚa. Þetta dregur úr mengun og við- haldskostnaði. Vélin skilar 140 hö. við 6400 sn.mín., snúningsvægi 172 Nm v. 4400 sn.mín. Hröðun er 0-100 á 7,9 sek- úndum og 210 km hámarkshraði. Bíll- inn er með 5 gíra handskiptingu. Með- aleyðsla er uppgefin 7,61 á 100 km skv. ' >t V '•: EU-staðU en það gerir hann sparneytn- asta bQ í sínum flokki. Jafnframt á hann að vera sá vistmildasti. MR2 er ekki stór, aðeins 3885 mm á lengd, en hjólahafiö er 2450. Blæja er staðalbúnaður en hægt er að fá harðan topp, sem hægt er með fljótlegum hætti að smella af eða á, sem aukabúnað. BUlinn er að sjálfsógðu með öll nú- tímaþægindi, rafknúnar rúðuvindur og fjarlæsingu, svo nokkuð sé nefnt. Hitastýrð miðstöð - öðru nafhi loftkæl- ing - er aukabúnaður. Öryggisbúnað- ur er lika í takt við það sem tíðkast undir aldamót: tveir líknarbelgir, læsi- varðar diskabremsur framan og aftan með átaksjömun, kippibelti með átaks- stýringu, fyrir utan mikla áherslu á virkt öryggi í góðu veggripi og góðri þyngdardreifmgu. Toyota MR2 kemur í sölu í Evrópu næsta vor. -SHH Lincoln Blackwood er stór skúffubíll og ekki beint ætlaður í hversdagslegt gösl hestamanna eða verktaka. Tólfan kemur árið 2000 ...og hún segir: farðu frá, fálki Kawasaki-mótor- hjólin hafa alltaf verið þekkt fyrir kraft. Það þótti því nokkrum tíð- indum sæta að Suzuki- hjól væri í toppsætinu hvað kraft, stærð og há- markshraða áhrærir. Ekki gátu þeir græn- klæddu sætt sig við " það til lengdar og ætla nú að svara fyrir sig með ZX-12R. Nýja hjólið mun þó ekki koma í staðinn fyrir ZX-11 hjólið sem áfram verður selt sem hófsamt allrahandahjól. Það er samt ekkert hófsamt miðað við 275 kílómetra hámarkshraða þess. Útlit nýju tólfunnar ekkert nýtt í sér og kepp- ir ekki við framtíðarútlit Hayabusa-Súkkunnar. Tóífan ætlar að nota afl og aftur afl enda státar hún af yfir 180 hestum í kviðnum. ZX-12R og 1300 Hayabusan eru svipuð þannig að miðað við 172 Súkkunnar á Kawinn vinninginn. Spurningin er bara hvort þessi hest- öfl skila því nálægt efstu tölu hraða- mælis þess, 360 km, þegar snún- ingshraðamælir- inn nær 11.500. Það er fieira ýkt við þetta hjól. Þrykktir stimpl- arnir draga blönd- una inn um 46 millímetra inntök og til að hafa eitthvert grip var 200 mfllímetra dekk sett undir að aftan. Hjólið er búið háþróuðu pústkerfi með hvarfakút sem búast má við á óllum hjólunum hönnuðir Kawasaki lánaða sérfræð- inga frá flugvéladeild sinni. Fram- endi hjólsins er mjög grannur og smávængir eru á neðri hluta plast- kúpu og framdempara. Trýnið sem skagar fram úí kúpunni er þar af góöri ástæðu. Þar flæðir loft inn til blöndunganna af meiri krafti held- ur en ef inntakið væri aftar, sér- staklega á miklum hraða. Hvort tólfan nær toppsætinu frá Suzuki ætti að koma í ljós á næstu mánuð- um þegar mótorhjólatímaritin fá eintök til prófunar. -NG ber að 200 mm breltt afturdekkið er það sverasta undlr fjöldaframleiddu mótorhjóli í dag þyngd hestöfl þar sem hann býður upp á ákveðnari stillingu á knastás- unum og rík- ari blöndu sem aftur skilar sér í meira afli og hreinni bruna. Til að hjálpa sér við vindstuðulinn fengu Stór framljósin eru sérkennl á þessu hjóll. Suzuki- menn segja að svipurinn mlnni á hrædda uglu. Sportbíllinn Toyota MR2 kynntur blaðamönnum á sérstökum fundi áður en bilasýning- in í Frankfurt hófst í síðasta mánuði. Myndir DV-bílar SHH Ytra byrði tólfunnar er ftannað af ioftafIsfræöingum flugvéladeildar Kawasaki. Takið eftir vængjunum á neðri hlura kápunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.