Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Síða 7
I>V LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 45 *» ] ★- BMW X5 - fallegur bfll sem sameinar ýmsa kosti margvíslegra bílgerða. Aldrifsbíllinn BMW X5 frumkynntur: Fólksbíll, jeppi, jepplingur og sportbíll - allt í senn og þó... Þessa dagana er verið að kynna BMW X5 fyrir bílablaðamönnum hvaðanæva úr heimi og ef til vill má taka undir með framleiðanda sem segir að þessi bíll sé einstakur, svo varla sé hægt að setja hann á einhvern sérstakan bás í bílafán- unni. í upphafí var unnið út frá spurninginni: hvað vill fólk fá í „Sports Utility Vehicle" - en bók- stafleg þýðing á þessum orðastafla væri líklega „sportnytjagripur". Á ensku er þetta skammstafað SUV og er alþjóðlegt samheiti um það sem við skiptum einkum upp í jeppa annars vegar og jepplinga hins veg- ar. Ráðamenn bæversku mótorverk- smiðjanna eru þó ekki sáttir með að kalla X5 bara SUV; þeir vilja heldur kalla hann SAV - „Sports Activity Vehicle" sportvirknigrip. Markmið- ið var að búa til bíl sem skaraði fram úr við hvað sem væri, enda virðist BMW X5 í senn vera fólks- bíll, jeppi og jepplingur og jafnvel skara inn á skilgreiningu sportbíla að vissu marki: hann er ekki nema tæpar 7,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Eigi að flokka BMW X5 sem jeppa er a.m.k. hægt að fullyrða sam- kvæmt þessu að hann er mesta spíttkerran í hópi jeppa. Fyrst um sinn er aðeins ein vél í boði, 8 strokka 4,4 1 286 ha. vél sem á að eyða 13,61 á hundraðið í blönd- uðum akstri, en fljótlega verður einnig hægt að fá hann með stærstu 6 strokka línuvélum BMW, 2,8 1 193 ha. og 3 1 einbunudísil, 183 ha; X5 er ekki sist miðaður við Ameríku- markað enda framleiddur í verk- smiðjum BMW í Spartanburg þannig að gera má ráð fyrir að sjálf- skipting sé í fyrirrúmi, en auk þess er alls konar nútímabúnaður í gripnum eins og stöðugleika- og gripstýring (DSC V Dynamic Stability Control) likt ef ekki alveg eins og er í Land Rover Discovery og Range Rover (enda sami fram- leiðandi) og ný gerö af brekkutaki (á ensku: Hill Descent Control), bún- aði sem fyrst sást í Land Rover Freelander en hefur síðan birst í dýrari Land Rover jeppunum og felst í sjálfvirku viðhaldi niður snarbrattar brekkur. Og svo er grip- urinn með hvorki meira né minna en 8 líknarbelgi og -pulsur - tveir í viðbót fáanlegir sem aukabúnaður! Blaðamaður D- bíla er meðal þeirra sem þessa dagana eru að skoða BMW X5 og verður nánar sagt frá bílnum hér á næstunni. SHH Mercedes Benz C220 Sport, model '94 Silfurgrár, topplúga, ekinn 110 þús. km. 18” low profile-dekk, leður innr. allt rafdrif- ið. Ásett verð 2.490 þús. Skipti ath. Uppl. 862 6931 X ■kS&in QuickAIR UPPHÆKKUNARGORMAR titftit ttUHtti itl wtamxt t» LEÐUR1NNRETT1NGAR MALARHÖFÐI 2-110 REYKJAVÍK ■ SÍMI 577 4X4 Verið velkomin í verslun okkar þar sem við bjóðum upp á mikið úrval aukahluta fyrir jeppa. Alltaf heitt á könnunni! Verum viss um að bíllinn fái þá bestu frostvörn sem býðst. ísvari / Frostlögur / Rúðuvökvi BMW X5 er ekki á grind heldur er burðurinn f yfirbyggingunni. Fjöðrun að framan byggist á McPherson gormaturn- um en að aftan gildir loftfjöðrun. /ÁjuW^, S .535 9000 Comma á 4 stööum Borgartúni 26 • Skeifunnj 2 Bíldshöfða 14 • Bæjarhrauni 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.