Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Blaðsíða 8
46 * #7ar 1 LAUGARDAGUR 23. OKTOBER 1999 * # Bíll ársins valinn í Danmörku: Fiat Multipla vann yfirburðasigur Bíll ársins í Danmörku hefur ver- ið valinn: Fiat Multipla. Eftir niður- stöðu dönsku bílablaðamannanna er beðið um alla Evrópu, hún er orðin eins konar tímataka fyrir For- múluna - ótrúlega oft verður bíll ársins í Danmörku bí]l ársins 1 Evr- ópu svo sem mánuði seinna. Af mörgum góðum bílum var að taka. Bílaframleiðendur hafa keppst við það, hver um annað þveran, að koma með nýja og áhugaverða bíla sem stökkbretti inn í nýja öld - sem flestir telja byrja með árinu setn endar á núlli rétt eins og áratugi ævinnar, hvað sem gómlum upp- runafræðum líður. Skilyrðin í dönsku atkvæða- greiðslunni eru svipuð og þegar bíll ársins í Evrópu er valinn. Hann verður að vera nýr á markaðnum - og vera kominn á markað. Kynning ar hafa átt frekar erfitt uppdráttar í keppninni um þennan titil í Dan- mörku og raunar Evrópu allri. Að vísu varð Mazda 626 bíll ársins í Danmörku árið 1993 og Nissan Pri- mera árið 1991 en þar fyrir utan hafa Evrópubilar skipað þennan sess siðustu 15 árin - Fiat núna í fjórða sinn! Ford og Peugeot hafa tvívegis átt bíl í þessu sæti á tíma- bilinu, aðrir framleiðendur aðeins einu sinni. í fjórða lagi er eftirtekt- arvert að lúxusblllinn Rover 75 kemst á blað sem einn af 5 bestu bíl- unum á þessu ári. Þeir sem eftir sátu voru þessir - í þessari röð: Daihatsu Cuore, Honda Logo, Lexus IS200, Mazda Premacy, Seat Toledo, Subaru Legacy og Volkswagen Lupo. -SHH i:' Fiat Multipla - menn greinir á um útlitið en um innanrými og góða aksturseiginleika verður varla deilt. Mynd DV-bilar SHH Fiat Multipla er sex manna bíll þar sem hver og einn hefur sinn stól - alla jafn stóra. er ekki nóg ef Jens Hansen getur ekki farið út í búð og keypt sér hann. Dóm- | nefndarmenn, sem allir eru starfandi bílablaða- menn, greiða nýjum bílum ársins atkvæði. Þeir fimm bílar sem fá flest atkvæði og er rækilega tekið til kostanna; einkum er tekið tillit til fjögurra þátta: þæginda, rýmis, hag- kvæmni, aksturseigin- leika. Dómnefndarmenn hafa hver um sig 25 stig til að deila á milli 5 af þess- um tíu bílum. Mest má gefa einum bíl 10 stig og engir tveir bílar mega fá sömu stigatölu. Niðurstað- an er síðan lögð saman og sigurvegarinn kemur í ljós. Að þessu shmi var hún svona: Fiat Multipla 221 stig, Toyota Yaris 164 stig, Opel Zafira 151 stig, Fiat Punto 141 stig, Rover 75 73 stig. Þessi niðurstaða er um margt merkileg. í fyrsta lagi hefur útlit Fiat Multipla verið svo umdeilt að margir töldu það geta spillt fyrir. Það virðist hins vegar hvergi hafa spillt fyrir, nema kannski helst heima á ítalíu þar sem salan á bíln- um var fremur lengi að taka við sér. Annars staðar hafa móttökurnar verið mjög góðar og framleiðslugeta fyrirtækisins nýtt til fulls en samt eru biðlistar á flestum markaðs- svæðum. En billinn er ótrúlega rúmgóður, heildarlengdin er rétt innan við fjórir metrar en hann tek- ur 6 fullvaxna í sæti og 500 kg af far- angri að auki, hann er lipur og lið- legur og fer afar vel á vegi. Undirritaður getur vottað að á hraðbraut er hægt að halda dísilútgáfunni á 165 km hraða (í botni) með fullri öryggiskennd og ágætum þægindum. Ég hef einnig bent á hve vel þessi bíll myndi henta sem leigubíll. Og nú má lesa I dönsku blöðunum að hann sé svo stöðugur að hann standist hvaða elgspróf sem er. í öðru Jagi vekur það at- hygli að Fiat á tvo bíla I fimm efstu sætunum og höfðu raunar margir búist við að Fiat Punto yrði sig- urvegarinn í ár. í þriðja lagi má staldra við þá stað- reynd að Toyota Yaris er í öðru sæti en japanskir bíl- Bak hvers stóls má leggja fram og hafa fyrir borð. Auðvelt er líka að kippa stólnum úr bfln- um ef það skyldi nú henta betur. Svo bregðast krosstré sem önnur tré: Löggan svínar líka! „Fariði hérna út á sval,ir og tak- ið mynd af næsta bíl sem kemur niður Stórholtið og svínar á þeim sem kemur úr Brautarholtinu." Þetta var kurteisleg beiðni undir- ritaðs til ljósmyndadeildar DV á mánudaginn var þegar ég hafði í 12 þúsundasta sinn orðið vitni að ótrúlegri svínun á þessu gótu- horni, með tilheyrandi hneykslun- arsvip ökumannsins á bláa Póló- bílnum sem þarna syínaði á al- saklausiun ökumanni sem kom úr Brautarholtinu. Hins vegar átti enginn von á því sem gerðist þegar ljósmyndarinn kom upp á svalir. Fyrsti bíllinn sem kom niður Stórholtið og svín- aði á bíl sem kom úr Brautarholt- inu var - lögreglubHl! Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Við sem vinnum hér í DV-húsinu verðum mörgum sinnum á dag vitni að því að 4 af hverjum 5 ökumönn- um í umferðinni hafa ekki hug- mynd um það sem kallað er „hægri rétturinn" - og felst í því að sá sem kemur að gatnamótum á að gefa þeim forgang sem kemur hægra megin að honum, nema gatan sé að- albraut og þannig merkt með gatna- málun og umferðarmerki. Þess vegna er svínað og svinað rækilega - mér liggur við að halda að þetta eigi jafnvel frekar við um Stórholtið en aðrar götur Reykjavíkur. Orðrétt segir svo í 25. gr. umferð- arlaga: „Þegar ökumenn stefna svo, I Myndin er tekin síðla dags á mánudaginn af svölum DV-hússins, yfir gatnamót Stórholts og Brautarholts. Samkvæmt að veita forgang sendibílnum sem kemur úr Brautarholti. að leiðir þeirra skerast á vegamót- um, opnum svæðum eða svipuðum stöðum, skal sá þeirra, sem hefur hinn sér á hægri hönd, veita honum forgang." Láist ökukennurum að kenna þetta? Er þetta voðalega torskilið? Vita menn ekki hvað er vinstri og hvað er hægri? ,hægri réttinum" átti lögreglubíllinn Mynd DV-bílar Tettur Er einhver skýring til á því hvað hægri rétturinn í íslenskri umferð er hroðalega vanvirtur? -SHH +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.