Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 Préttir Skoðanakönnun DV um leiðtogaefni Samfylkingarinnar: Yfirburðir Margrétar - Jóhanna hrapar en Ingibjörg Sólrún hækkar. Jólasveinninn og Mikki mús nefndir Margrét Frímannsdóttir er öruggur sigurvegari skoðanakönnunar DV, sem tekin var í síðustu viku, um leið- toga Samfylkingarinnar en 28,1% kjósenda vill sjá hana sem leiðtoga. Margrét hefur nokkra yfirburði yfir önnur leiðtogaefni eins og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Jón Baldvin Hannibalsson þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að hún taki ekki að sér leið- togahlutverkið. Rúmlega 35% þeirra sem kjósa Samfylkinguna vilja Mar- gréti sem leiðtoga. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnunar DV. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafht skipt á milli höfuðborg- arsvæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Spurt var „Hver frnnst þér æskilegasti leiðtogi Samfylkingarinn- ar?“ Alls fengu fimmtán einstaklingar atkvæði í könnuninni. Af úrtakinu öllu fékk Margrét Frímannsdóttir 19,8%, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 12,5%, Jón Baldvin Hannibafsson 9,5%, Jóhanna Sigurðardóttir 7,5%, Stefán Jón Hafstein 7,2% og Össur Skarphéðinsson 6,8%. Þá fær Rann- veig Guðmundsdóttir 3,2%, Guðmund- ur Arni Stefánsson 2,5% og þau Bryn- dís Hlöðversdóttir og Sighvatur Björg- vinsson 0,3%. Fimm aðilar fá svo 0,2% atkvæða, Jóhann Ársælsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Ámi Þór Sigurðs- son, Steingrimur Hermannsson og Steingrímur J. Sigfússon. Óákveðnir voru 20% og 9,5% neituðu að svara. Ef einungis er tekið mið af þeim sem afstöðu tóku fær Margrét Frí- mannsdóttir 28,1%, Ingibjörg Sólrún 28,1 25 20 15 10 5 % rkgM Leiðtogaefni Samfylkingar ISS9 - samkvæmt skoðanakönnun DV 20. okt sl. 17,7 LU S Samfylkingin Margrét Ingibjörg Jón Jóhanna Stefán Össur Rannveig Guömundur Bryndís Sighvatur Jóhann Ólafur Árni Þór Steingrímur Steingrimur J. _____________________Baldvin_________________Jón______________________________Árni______________________________________Ragnar Gísladóttir 17,7%, Jón Baldvin Hanni- baldsson 13,5%, Jóhanna Sigurðardótt- ir 10,6%, Stefán Jón Hafstein 10,2%, Össur Skarphéðinsson 9,7%, Rannveig Guðmundsdóttir 4,5% og Guðmundur Ámi Stefánsson 3,5%. Bryndís Hlöðversdóttir og Sighvatur Björgvins- son fá 0,5% en aðrir 0,2%. Hlutverkaskipti Hlutimir hafa heldur betur snúst við frá því í könnun DV í febrúar. Þá bar Jóhanna Sigurðardóttir höfuð og herðar yfir aðra en 58,7% vOdu sjá hana sem leiðtoga. Margrét Frímanns- dóttir fékk þá 28,1%, Össur Skarphéð- insson 5,5%, Rannveig Guðmundsdótt- ir 3,9%, Sighvatur Björgvinsson 2,3 og þau Ágúst Einarsson, Guðmundur Ámi Stefánsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 0,5% fylgi hvert. I könnun DV í október í fyrra var Margrét Frí- mannsdóttir hins vegar sér á báti og fékk 54,6% atkvæða. STOR OG GOÐ VINNUAÐSTAÐA ÞARF SKKI AÐ KOSTA ÞIG MIKIÐ Rekstrarleigusamningur £ngin útborgun 36.545 kr. á mánuði Fjármögnunarleiga Utborgun 338.353 kr. 20.311 kr. á mánu8i Rckstrari.ifa er mi5u8 er við 24 mánu&l og 20.000 km á ári. Fjánnögnunarieiga er miSuð viS 5 ár og 25% útborgun, greiSslur sru án vsk. Vsk. leggst ofan á leigugreiSslur en viSkomandi fser hann endurgreiddan sé hann með skattskyldan rekstur. Öll verS eru án vsk. Grjótháls 1 Sfmi 57S 1200 Söludeild 575 1225/575 1226 ATVINNUBÍLAR FyRIRTffKJAÞJÓNUSTA Margrét Frímannsdóttir; miklir yfirburðir þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að hún taki ekki að sér leiðtogahlutverkið. Hér er hún ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur, leiðtoga Samfylkingar í Reykjavík, sem dalað hefur mikið frá sfðustu könnun DV. DV-mynd Pjetur HYunoni í síðustu könnun vora þær Jóhanna Sigurðardóttir og Margrét Frímanns- dóttir sér á parti og var nokkuð í Öss- ur Skarphéðinsson. Nú hefur Jðhanna aftur á móti hrapað niður í ijórða sæti en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tekið sæti hennar. Jón Baldvin Hannibals- son var ekki inni í myndinni í síðustu könnun en kemur nú inn í þriðja sæt- ið. Össur Skarphéðmsson var í þriðja sæti síðast en hrapar niður í það sjötta. Sighvatur Björgvinsson var fimmti síðast en fer niður í 9-10 núna. í síðustu könnun DV vora einungis sjö aðilar nefnair sem Ieiðtogar og viríust línur vera famar að skýrast frá því í október í fyrra þegar 24 einstaklingar vom nefiidir. Nú heyrast aftur á móti nöfn 15 einstaklinga þannig að ýmis- legt gæti enn gerst í leiðtogaslagnum. Yfirburðir á heimavelli Þegar einungis er litið til stuðnings- manna Samfylkingarinnar í þessari könnun DV koma yfirburðir Margrét- ar enn frekar í ljós. 35,5% Samfýlking- arfólks sem afstöðu tóku vilja Margréti sem leiðtoga á meöan 19,4% vilja Ingi- björgu Sólrúnu. í síðustu könnun DV hafði Jóhanna Sigurðardóttir mikla yf- irburði i þessum ílokki en hún fellur nú niður í þriðja sæti með 14,5%. Ingi- björg Sólrún fékk aftur á móti einung- is stuðning 0,8% samfylkingarfólks í síðustu könnun. Jón Baldvin Hanni- balsson er fjórði I röðinni með 12,9%, Stefán Jón Hafstein fær 8,1%, Össur Skarphéðinsson 4,8%, Guðmundur Ámi Stefánsson 3,2% og Jóhann Ár- sælsson 1,6%. Kosið eftir kynjum Bæði Margrét og Ingibjörg Sólrún. sækja meira af fýlgi sínu tO kvenþjóð- arinnar og kemur 61,3% af fylgi Mar- grétar frá konum. Þá fær Rannveig Guðmundsdóttir um 3/4 af fylgi sínu frá kvenþjóðinni. Jón Baldvin, Stefán Jón og Össur fá einnig stærstan hluta fylgis síns frá kynbræðrum sínum, um 2/3. Margrét Frímannsdóttir sækir 60% af fylgi sínu til landsbyggðarinnar á meðan fýlgi Ingibjargar Sólrúnar skiptist jafnt milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Jón Baldvin fær aftur á móti 75% af fylgi sínu af höfuðborg- arsvæðinu, Jóhanna um 60% og Rann- veig 63,6%. Kjá uuFúiri skiptist fylgið nokkuð jafnt milli landsbyggðar og höfúðborgarsvæðis. -hdm Ummæli: Jólasveinninn og Mikki mús Ekki voru allir á því að nefiia hefðbundin nöfn þegar þeir vom inntir eftir leiðtogaefnum. Karlmað- ur á Norðurlandi var t.d. ekki í nokkrum vafa um hver væri hæfast- ur til að gegna stöðu leiðtoga Sam- fylkingarinnar. „Það er auðvitað j61asveinninn,“ sagði maðurinn. Þegar spyrill óskaði skýringa spurði maöurinn á móti „...nú, kemur ein- hver annar til greina?" Annar nefndi Mikka mús og ítrekaði að enginn væri í sjónmáli. Þessi dæmi em sláandi vegna þeirrar óvissu sem ríkir meðal stuöningsmanna Samfylkingar um leiðtogaefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.