Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Bush eldri segir bók um nafna sinn tóma lygi George Bush, fyrrum Banda- ríkjafoseti, réðst harkalega í gær að ævisögu son- ar síns og naftia, Georges yngri, ríkisstjóra í Texas, þar sem segir að ríkis- stjórinn hafi verið handtek- inn með kókaín í fórum sínum 1972 og kallaði bók- ina illkvittna lygi. „Þetta er lygi, illkvittin lygi og ég skal segja ykkur að þetta er ein ástæðan fyrir því að margt fólk veigrar sér við að bjóða sig fram til opinberra embætta. Hver vill láta skrifa um sig bækur sem fara með rangt mál?“ sagði Bush í við- tali við Fox-sjónvarpsstöðina. Útgefendur bókarinnar hættu dreifingu hennar á fostudag vegna frétta um að höfundur hennar hefði verið dæmdur fyrir mis- heppnaða morðtilraun árið 1988. Deilt um öryggi í kjarnorkustöö Yflrmaður öryggismála í Ald- ermaston kjarnaoddaverksmiðj- unni 80 kílómetra frá London seg- ir ekkert hæft i fréttiun um að ör- yggismál þar séu I miklum ólestri. Breska sunnudagsblaðið Obser- ver sagði í gær að það hefði kom- ist yfir trúnaðarupplýsingar um að öryggisreglur hefðu verið brotnar meira en hundrað sinnum á undanförnu ári og stórslys hefði getað hlotist af. Afslappað hjá Chirac og Jiang Jacques Chirac Frakklandsfor- seti og Jiang Zemin Kínaforseti ræddu mannréttindamál á afslöpp- uðum fundi á sveitasetri franska forsetans um helgina. Haft var eftir kínverska forset- anum að hann hefði aldrei fyrr rætt þessi mál jafnvítt og breitt við nokkurn erlendan þjóðhöfðingja. Nokkur hundruð mannréttinda- baráttumenn og útlagar frá Tíbet komu saman í París til að mót- mæla heimsókn Jiangs. En rétt eins og í London fengu þeir ekki að koma nærri gestinum. Trump er hætt- ur Bandaríski kaupsýslumaðurinn Donald Trump tilkynnti í gær að hann hefði sagt sig úr Repúblikanaflokknum og gengið til liðs við umbótaflokk Ross Per- ots. Trump, sem hefur áhuga á að bjóða sig fram til forseta á næsta ári, sagði að repúblikanar væru klikk og of langt til hægri. Svisslendingar kusu sér nýtt þing í gær: Hægriöfgamenn unnu stórsigur Flokkur hægriöfgamanna, Þjóðar- flokkurinn (SVP), vann yfirburðasig- ur í þingkosningunum í Sviss í gær. Búist er við að flokkurinn geri kröfu um að fá annað ráðherraembætti í stjóm landsins. Kosningaspár bentu til að flokkur- inn, sem er bæði á móti innflytjend- um og Evrópusambandinu, fengi flest atkvæði en hann varð í fjórða sæti í síðustu kosningum. Fylgisaukning hans minnir mjög á frammistöðu hægriöfgamanna í kosningunum í Austurríki fyrr í mánuðinum. Vegna kjördæmaskipunar í Sviss gerðu spár ráð fyrir því að Þjóðar- flokkurinn yrði þriðji stærsti flokkur- inn í neðri deild þingsins, á eftir jafn- aðarmönnum og róttækum demókröt- um sem er frjálslyndur flokkur. Næsta víst þykir að úrslitin muni þrýsta mjög á að gerðar verði breyt- ingar á samsteypustjómarfyrirkomu- laginu sem hefur verið lýði í Sviss undanfarin fjörutíu ár. Fjórir flokkar eiga nú sæti í samsteypustjóminni. Christoph Blocher, formaður Zurich-deildar svissneska Þjóðar- flokksins, er greinilega ánægður með það sem upp úr kjörkössunum kom í gær. Flokkurinn vann mikinn sigur, fékk flest atkvæði. „Það er alveg ljóst að SVP þarf ann- að sæti í stjórninni," sagði flokksfor- maðurinn Úli Maurer. Varaformaður flokksins gegnir embætti landvamaráðherra. Hinir þrír flokkarnir í stjóminni, jafnaðarmenn, róttækir demókratar og kristilegir demókratar hafa tvo ráðherra hver flokkur, meðal annars til að jafnvægi ríki milli hagsmuna einstakra héraða og tungumálahópa, svo og flokkanna sjálfra. „Þjóðin hefur verðlaunað okkur fyrir stelhu okkar, svo sem baráttuna gegn misnotkun laga um þá sem leita hér hælis og fyrir umbætur á ríkis- ijármálunum með skattalækkunum. Hún vill enn flokk sem vill ekki ganga í ESB og sem stendur vörð um sjálf- stæði landsins. Þegar allt kom til alls var það uppskriftin að velgengni okk- ar,“ sagði Maurer við svissneska sjón- varpið. Endanleg úrslit kosninganna liggja fyrir síðar i dag. Miklir fagnaðarfundir urðu í gær þegar Xanana Gusmao, leiðtogi aðskilnaðarsinna á Austur-Tímor, hitti gamla félaga sína í hreyfingu uppreisnarmanna í þorpi einu nærri héraðshöfuðborginni Dili. Gusmao hafði ekki ávarpað þessa fé- laga sína í mörg ár, eða þann tíma sem hann sat í fangelsum indónesískra stjórnvalda. Gusmao vöknaði um augun þegar hann ræddi við félagana og meðal skæruliða var hvergi þurran hvarm að sjá. Frír prufutími Fj jira ur 'rwmiu; Russar drepa tugi í loftárás á tsjetsjenskt þorp Russneskar orrustuflugvélar Grensásvegi 50 • Símí 553 30 iB Russneskar orrustuflugvélar vörpuðu sprengjum á þorp í Tsjetsjeníu í gærmorgun og féllu að minnsta kosti tuttugu og sjö manns, þar af nfu böm. íbúar þorpsins Serzhen-Júrt sögðu fréttamanni Reuters að mikill flöldi særðra, þar á meðal gamalt fólk og böm, hefði verið fluttur til bæjar í næsta dal. Talsmaður rússneska vamar- málaráðuneytisins neitaði að tjá sig um árásina. í vesturhluta Tsjetsjeníu reyndi hópur flóttamanna að komast yfn- landamærin til nágrannaríkisins Ingúsjetíu en rússneskir hermenn höfðu lokað veginum. Leiðtogar á Vesturlöndum hafa Iýst þungum áhyggjum af vaxandi mannfalli í röðum óbreyttra borg ara í árásum Rússa á Tsjetsjeníu að undanförnu. Búist er við að Pútfn forsætisráð- herra ræði ástandið við Jeltsín for- seta á fundi í dag. Serbar stofna þing Fulltrúar serbneska minnihlut- ans í Kosovo mynduðu sérstakt þing í gær til að knýja á um rétt- indi sin í héraðinu. Serbar óttast mjög um hag sinn vegna hefndar- árása albanska meirihlutans. Cook tjaslar upp á Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, reyndi í gær að tjasla upp á samskipti ísraels og Bret- lands með því að lofa ísraelsk stjórnvöld í há- stert fyrir fram- göngu þeirra í friðarviðræðun- um við Palest- ínumenn upp á síðkastið. Sam- skipti ríkjanna stirðnuðu mjög eftir síðustu heimsókn Cooks til ísraels í fyrra. Koddaslagur á sýningu Hið virta Tate-listasafh í London lokaði dyrum sínum í gær eftir að tveir menn fóru í koddaslag á einu listaverkanna sem þar eru til sýnis, óumbúnu rúmi með tilheyrandi notuðum smokkum og skítugum nærfötum. Hugur í kennurum Færeyskir kennarar hafa hótað að fara í verkfall frá 1. nóvember ef stjómvöld koma ekki til móts við kröfur þeirra. Kennaramir vilja fá laun og starfsaðstöðu í samræmi við ný lög um gmnn- skóla í Færeyjum. VW á Grænlandsjökli Þýsku bílaverksmiðjumar Volkswagen hafa komist að sam- komulagi viö grænlensku heima- stjómina um að leggja 35 km lang- an veg svo hægt verði að aka upp á Grænlandsjökul og prufukeyra þar nýjar gerðir bíla við erfiðar aðstæður. Góöur afgangur Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, getur glaðst yfir því að tekjuafgangur- inn á fiárlögum þessa árs verð- ur um tvöfalt meiri en áætlað var. Fjárlaga- fmmvarpið gerði ráð fyrir um 2,5 milljarða afgangi en hann verður rúmir fimm milljarðar, samkvæmt nýj- ustu tölum frá færeyska fiármála- ráðuneytinu. Það eru einkum tekjuskattar og virðisaukaskatt- urinn sem gefa meira af sér. Forsetinn sigrar Ömggt má telja að Zine al-Abi- dine Ben Ali, forseti Túnis, og flokkur hans hafi farið með sigur af hólmi í kosningum í gær. Úrslit verða kunngjörð í dag. Kohl vinsæll á ný Helmut Kohl, fyrrum Þýska- landskanslari, nýtur nú meiri vinsælda en Schröder kanslari og er bara kátur með það, að því er fram kemur í tímaritsviðtali. De la Rua vinnur Ef marka má útgönguspár vann Femando de la Rua, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, yfirburða- sigur í forsetakosningunum í Argentínu í gær. Sækja um náðun Lögmenn Maurice Papons, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi í Frakklandi fyrir að aðstoða nas- ista við að senda hundruð gyð- inga í útrýming- arbúðir, ætla að fara fram á það við Jacques Chirac forseta að hann náði sakborninginn af heilsufarsástæðum. Papon, sem er 89 ára gamall, flúði Frakkland til að komast hjá fangelsisvist en hann var handtekinn í Sviss á fimmtudagskvöld og fluttur í fangelsi í Frakklandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.