Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 Spurningin Hefurðu áhyggjur af Suður- landsskjálftanum? Jón Helgi Haraldsson kokkur: Nei. Gunnar Indriðason nemi: Nei, engar áhyggjur. Hlynur Einarsson nemi: Nei. Andrés Guðjónsson nemi: Já, ég hef áhyggjur af honum. Lára Herborg Þorsteinsdóttir nemi: Já, miklar. Guðrún Vala Benediktsdóttir sölufulltrúi: Nei, ekki mjög miklar. Lesendur Björgum Eyjabökkum, fórnum Austfjörðum Björgum Eyjabökkum, friðum þá fyrir öðru raski en jeppum og gæsaveiði- mönnum, segir m.a. í bréfi Heigu. Frá Eyjabakkasvæðinu margumrædda. Greinileg eru hjólförin í auðninni. Helga Sigurjónsdóttir, Eski- firði, skrifar: Mikið getum við verið ánægð með þá stefnu sem virkjunarmál eru að taka og það án þess að við höfum þurft að gera neitt nema reka dálítið einhæfan áróður fyrir friðun hálendis og Eyjabakka sem að vísu eru mestmegnis sandur og ógróðið land en sýnist afar fallegt ef sýndar eru myndir af fjallatoppum og stuðlabergi sem færu þó ekki undir vatn. Miklir hagsmunir og fjármunir eru hér í húfl ef fólk vildi aðeins koma auga á þá. Hækkun fasteigna- verðs á Reykjavíkursvæðinu er t.d. umtalsverð og eykst sífellt við meiri eftirspum. Litlar tveggja eða þriggja herbergja íbúðir í kjallara eða í blokk í Reykjavík eru orðnar dýrari en einbýli á Austfjörðum. Og síðar, þegar við verðum búin að stefna öllum Austfirðingum á Reykjavíkursvæðið, eigum við víst að byggja upp öfluga ferðamanna- þjónustu á fjörðunum og sýna ferða- mönnum „draugabæi" eins og í henni Ameríku. Þið munið; gull- grafarabæina í kúrekemyndunum. Ferðamennimir gætu þá skropp- ið á trukkum og skoðað Eyjabakk- ana og „Ghosttown" á fjörðunum. Þetta hljómar bara Mlega! Aldrei hefur gengið jafnvel og nú að flæma Austfirðinga suður. Jafnvel úr landi. Hvergi hefur orðið eins mikil fólksfækkun og er ekkert lát á. Hér er fólk að selja hús sin á 50% af bmnabótarmati og jafnvel lægra. Aðrir skilja eignimar eftir, hirða ekki um þær og taka stefnuna á góð- ærið syðra. Undanfarin ár hefur allt mögulegt verið reynt til að fækka þessum hræðum hér en margir hafa þráast við og hokrað í þessum verðlausu húskofum sínum í trausti þess að ástandið batni. Loforðum um ein- hvers konar stóriðju hefur enda verið haldið á lofti í mörg ár. Hvað hefur svo þetta fólk við stór- iðju að gera? Þá yrði draumurinn um mannlausa Austfirði að engu orðinn. Nei, þannig má þetta ekki fara. Nú verður að reka smiðshögg- ið á fólksflóttann. Höldum áfram einhliða áróðri, hrekjum Austfirð- inga á brott. Björgum Eyjabökkum, friðum þá fyrir öllu raski öðru en jeppum og gæsaveiðimönnum og háfleygum listaspírum. Með því gleðjum við biskupshjarta og bæt- um geð borgarstjóra Reykjavíkur. Og umfram allt: Fórnum Austfjörð- um. Leyndardómurinn um kjarnorkuvopnin - höldum honum fyrir okkur Ingimar hringdi: Enn er komið að umræðunni um kjarnorkuvopn, hvort þau hafi ver- ið hér á landi eða ekki. Umræðan passar að vísu einmitt nú, þegar fram undan er sögð samkoma hjá nýja flokknum, Vinstri grænum. Þar má áreiðanlega gera einhverja ályktun um málið. Einkennilegast finnst mér þó að talsmaður Sam- fylkingarinnar, hún Margrét Frí- mannsdóttir, þessi gæðakona sem mér sýnist hún vera í hvívetna og hlynnt þeim sem minna mega sin, skuli þykjast vilja aflétta leyndinni um kjamorkuvopnin á Keflavíkur- flugvelli. Verði leyndinni létt einmitt nú verður aldrei hægt að taka þetta mál upp aftur og það finnst mér skaði því hér getur verið um eilífð- armál að ræða sé haldið rétt á spöð- unum. Ég segi þvi við þá sem eru að krefjast allsherjar sannleika um þessar sprengjur fyrir 40 árum eða svo: látið af þessum kröfum, við skulum heldur halda leyndardómn- um fyrir okkur og trúa engu sem okkur er sagt til eða frá um málið. Allra síst ef það kemur erlendis frá. Byggðastefna og búseta - ævintýramennska meö Qármuni Stefán Bjömsson skrifar: Varla verður sagt um íslensk stjómvöld í tímanna rás að þau hafl ekki sinnt verkefnum sem tengjast byggðaþróun, tilraunum til að leysa dreifbýlisvandann svonefnda. Byggðastofnun var eitt sinn helsta skjólið sem hægt var að skjóta sér á bak við þegar illa áraði á lands- byggðinni sem oftar og menn fóm- uðu höndum. Byggðastofnun úthlut- aöi einfaldlega styrkjum eða veitti lán til hinna og þessara verkefna á landsbyggðinni og menn létu kyrrt liggja í bili. En síðar koma aðrar stofnanir inn í myndina. Nú er það t.d. Iðn- tæknistofnun sem hefur vinninginn í skýrslugerðum. Hún hefur nú kortlagt þau tækifæri sem tiltæk em í upplýsingageiranum og koma þar fram ekki færri en 211 verkefna- hugmyndir sem svo em til orðnar af hópi 60 manna víðs vegar úr þjóð- Fyrst eru það greiðar samgöngur á landi og síðan atvinnutækifærin, ekki öf- ugt, segir m.a. í bréfinu um byggðavandann. líflnu eins og það heitir í fréttaupp- slætti. Þetta verður auðvitað líka látið heita gott í bili. Það er heldur ekkert annað sem kemur upp í hugann, hvorki frá þessari stofnun né öðrum. Því það verða ekki verkefni á sviði sím- svörunar, úthringingarþjónustu, yfirfærsluverkefna eða gagna- skráningar - fyrir enn aðra skýrslu sem bjarga dreifbýlisbú- um hér á landi. Allt þetta er ekk- ert annað en ævintýramennska með fjármuni Islenskra skattborg- ara. Ekkert getur læknað byggða- stefnuvandann annað en greiðari samgöngur til helstu þéttbýlis- svæðanna utan Reykjavíkur. Það á bæði við um samgöngur til Vest- fjarða og Austfjarða, sem eru í ekki í neinu vegasambandi sem kalla má því nafni í dag. Menn skulu athuga það að atvinnuskil- yrði koma ekki á undan samgöng- unum. Fyrst eru það greiðar sam- göngur á landi og síðan atvinnu- tækifærin. Skýrsla Iðntæknistofn- unar er gagnslaus nema hún taki á þessum vanda einum allra fyrst. Þjóðhetjur heimsins Vilhjálmur Alfreðsson skrif- ar: Það er ekki oft í þessum heimi að réttlæti og þakklæti fara sam- an. Það gerðist þó sannarlega fyrir nokkru þegar samtökin Læknar án landamæra fengu friðarverðlaun nóbels. Þessir læknar og starfslið þeirra eru hvorki meira né minna en þjóð- hetjur heimsins. Um það ættu flestir að geta verið sammála. Verður engin Þjóðarsál? Þórður Sigurðsson sendi þess- ar línur: Ég er ekki enn farinn að heyra í þættinum Þjóðarsál á Rás tvö hjá Ríkisútvarpinu og er þó komin í gang svokölluð vetrar- dagskrá hjá stofnuninni. Þjóð- arsálin er einn sá þáttur sem að- allega endurspeglaði skoðanir al- mennings og á ég þá við almenn- ing í þess orðs fyllstu merkingu. Maður gat hringt inn skoðun sína á mönnum og málefnum liö- andi stundar og þótt þetta væri ekki nema um hálftími var það sú s'tundin sem maður taldi sig eiga sjálfur vegna þess að þetta var óritskoðað að mestu. Ég spyr þvi: Verður kannski engin Þjóð- arsál? Lesendasíða DV hafði sam- band við Rás 2 og spurðist fyrir um málið. Þar var því svarað til að enn hefði ekki verið fyllilega ákveðið hvort af þættinum yrði, hann væri enn til umræðu, en þrengsli í dagskránni stæðu enn í vegi, hvemig sem málinu lyktaði endanlega. Klifað á kjarnavopnum Ámi Einarsson hringdi: Þaö ætlar ekki af landanum að ganga, hann (eða þeir þsuma á Alþingi) er ekki í rónni fyrr en hann finnur eitthvert gam- alt deilumál til að taka upp til að endurflytja og teygja og toga daglangt og jafnvel dag eftir dag. Þannig hefur vikan sem nú er að líða verið hrein hörm- ung á Jjósvakamiðlunum sem hafa klifað á málinu: kjarn- orkusprengjur eða ekki kjarn- orkusprengjur á Keflavíkur- flugvelli einhvem tíma fyrir um 40 árum. Er þetta fólk eðli- legt? Gott var að fá Skjá einn í gang. Þar var ekki dvalið við þessa endaleysu. Stuttar en snarpar fréttir og létt og skemmtileg dagskrá á eftir. Stjómmálamenn; blessaðir hættið þessu gagnslausa tuði um kjamorkuna. Vitiö þið ekki að nú er komið að vetninu, „há effun" RÚV og öllu hinu ríkis- draslinu? Sjómannaaf- sláttur á frysti- togara Pétur hringdi: Eftir lestur fréttar í DV um frystitogarana sem slást um mesta aflaverðmæti íslandssög- unnar kom upp í hugann þessi sjómannaafsláttur sem er eins og hver önnur ölmusa til sjó- manna með milljónatekjur á ári. Skyldi þá sjómennina á Amari HU eða Baldvini Þor- steinssyni EA muna mikið um að halda sínum sjómannaaf- slætti? Hvers vegna er nú verið að halda í svona reglur eins og sjómannaafslátturinn er sem gera sjómönnum meiri skaða en gagn? Allir vita sem er að sjómannaafslátturinn vekur einungis öfund annarra launa- manna í garð sjómanna og á ógnartekjum þeirra. Er það ekki afar skiljanlegt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.