Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 16
i6 menning MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 JL9*%iT Við tímamót Yfirvofandi þúsaldamót (svo nýyröin séu notuð) setja mark sitt æ skýrar á tilveruna. Þúsund ögrandi, ósnortin ár framundan virð- ast hvetja mannkynið til að treysta rætur sínar í reynslu fortíðarinnar, líta um öxl, spá í framtíðina og spegla núið á báða bóga og stefna saman óUkum menn- ingarheimum í leitinni að hinu kaotíska samhengi allra tíma. Dæmi um þetta má sjá í Gerðarsafhi i Kópa- vogi en í kjallaranum sýna Sissú Pálsdóttir, Steina Va- sulka og Anita Hardy Kaslo „Árþúsunda arkitektúr" og á sýningu Amar Inga í vest- ursalnum mætast straumar í ýmsum skilningi. Sundurgerð Öm Ingi: Ég er. Akureyringurinn Öm Ingi er goösögn í mínum huga en þetta er í fyrsta sinn sem ég stíg fæti inn á sýningu hjá hon- um. Hann er greinilega allt í senn, hug- myndaríkur, afkastamikill og flinkur þó sumar hugmynda hans þyldu vel frekari úr- vinnslu og vissulega megi setja út á tækni- legu hliðina hjá honum, t.d. anatómíuna. Fyrirtæki hans, Amarauga, framleiðir myndbönd og þætti af ýmsum toga sem virð- ast bæði vera áhugaverð og talsvert öðravísi en gengur og gerist. Sýningin er einlæg, kraftmikil, fúrðuleg og fjölbreytt. Sundurgerðarleg er kannski besta orðið en verkin era ólík innbyrðis. Með því að skipta henni upp, t.d. í eina eða tvær málverkasýningar, Ijósmyndasýningu og nokkrar innsetningar, mætti vel skerpa á einstökum verkum því miðað við ströngustu kröfur um öguð vinnubrögð er Örn Ingi bremsulaus. Hann leggur öll sín tromp í einu á borðið og kreistir úr sér hvern dropa (sbr. Ingi föstum fótum í annars konar hefð, nefni- lega hefð alþýðulistamanna á borð við Sölva Helgason sem væntanlega er þjóðlegasta hefðin. Myndlist Áslaug Thorlaicus allar taurallurnar og titilverkið „Ég er“) án þess að velta smáatriðunum of mikið fyrir sér. Þaö er hins vegar ástæðulaust að gera kröfur um öflugri bremsur enda stendur Öm Verk manna og náttúru Sýningin „Árþúsunda arkitektúr" er meira en samsýning, hún er að hluta til samvinnuverkefhi þar sem verk Steinu og Sissúar renna í raun saman í eitt. Ljósmyndaröö Anitu stendur hins vegar sem sjálfstætt verk. Ljósmyndirnar sýna arkitektúr frjókoma frá fomöld og krabba- meinsfruma úr samtimanum i mjög mikilli stækkun. Ekki get ég greint frjókorn frá framu, því get ég ekki borið þetta tvennt saman og lesið samhengið, en myndimar era fallegar og standa vel sem slíkar. Frauðplastform Sissúar mynda bakgrunn myndbanda Steinu, eins konar helli. Þannig tengjast þau bæði elstu heimildum um mannvist og plastöldinni sem við lifum. Um leið vísa þau í alþjóð- lega byggingarlistasögu, arfleifð Egypta, Grikkja og Rómverja. píramídi, hleðslur og tilhöggnir „steinar“ og bogar á stangli minna á þær minjar sem hvað best tengja okkur við fyrri aldir og ár- þúsund. Vídeóið sýnir svo síbreytilegan en jafhframt óhagganleg- em arkitektúr jarðar- innar sjálfrar, yfirborð hennar og framkrafta á ólíkum stöðum í heiminum. Þetta er metnaðar- full sýning og spenn- andi tilraun. Hún er þó ekki með öllu galla- laus því þrátt fyrir há- tækni er „showið" ekki nægilega pottþétt. Hlutur Sissúar er eins og leikmynd sem þolir illa nálægðina við áhorfandann því raun- ar stendur hann inn í henni miðri. Það hefði þurft að vera hægt að myrkva salinn betur, maður pirrar sig á snúram og límböndum, auk þess sem uppstillingin er að mínu mati óþarflega dramatísk og flókin á köflum. Það er hins vegar ákaflega flott að sjá mynd- bandsverkin blandast hvert öðra og brotna á ójöfnum fleti og ef maður horfir fram hjá tæknilegum ágöllum er þetta áhrifaríkt og glæsilegt verk. Eitt af verkum Steinu Vasulka og Sissúar. Sýningarnar standa til 31. október. Gerðar- safn er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Tónlistin sem heyrist ekki Charlie Chaplin var fjölhæfur listamaður, svo ekki sé meira sagt. Fyrir utan að skrifa handritin að óteljandi myndum sínum, leika aðalhlutverkin, leikstýra þeim og framleiða þær sjálfur samdi hann einnig tónlistina við þær og var ansi lunkinn við það þótt hann væri að mestu sjálfmenntaður í tónlist. Hann naut svo aöstoðar færra manna við að skrifa tónlistina og útsetja hana en hafði víst afar ákveðnar skoðanir á því hvemig hún ætti að hljóma, hvaða hljóðfæri skyldu notuð og hvar í hljómsveitarútsetningum. Hinar svokölluðu þöglu myndir voru því aldrei alveg þöglar því alls staðar þar sem þær voru sýndar var músíkin meö og hún segir oft meira en mörg orð. Tónlistin var oftast flutt af píanista í minni sýningarsölum en í stærri sölum, svo sem eins og á West End eða Broadway, mátti búast við 40-60 manna hljómsveit og þannig var það í Há- Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir skólabíói á laugardaginn. Þá vora sýndar tvær Chaplinmyndir, Iðjuleysingjarnir og Drengurinn við undirleik Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Þessi viðburður var sam- starfsverkefni Kvikmyndasjóðs íslands og Sinfóníuhljómsveitarinnar annað árið í röð og virtist ekki mælast síður fyrir nú en í fyrra og var bíóiö troðfullt af áheyrendum og áhorfendum á öllum aldri. Myndimar vora gerðar sama árið, 1921, og eru afar ólíkar þótt flækingurinn sé í aöal- hlutverki í þeim báðum og Edna Purviance leiki líka í báðum. Iðju- leysingjarnir er stutt og iðandi af gríni og glensi en Drengurinn öllu alvarlegri þótt húmorinn sé aldrei mjög langt undan, enda ber hún undirtitUinn „Mynd með brosi og ef tU viU tári“. Myndin vakti strax mikla hrifn- ingu og var það ekki síst að þakka frammistöðu „Drengsins" Jackies Coogans sem varð stjama á einni nóttu, fyrsta súperbamastjam- an með öllum þeim vandræðum sem því fylgir. Hann varð síðar að Fester frænda í vinsæl- um sjónvarpsmyndaþáttum um Adamsfjöl- skylduna sem voru framleiddir á áranum 1964-66 og ef mér misheyrðist ekki vora það ekki einu tengslin við þá ágætu fjölskyldu því brot úr upphafsstefi þáttanna hljómuðu á einum stað. Það er gaman að fylgjast með hvernig Chaplin notar tónlistina á ólíkan hátt tU þess að auka áhrif myndarinnar og ég verð að játa að ég hafði aldrei hugs- að út í það áður. Stund- um notar hann hana sem eins konar prógrammúsík þar sem sama stefið fylgir per- sónum eða stemmnings- músík, stundum alveg úr samhengi við sögu- þráðinn eins og tU að skapa mótvægi við það sem er að gerast á tjald- inu. Stjómandi hijóm- sveitarinnar var Frank Strobel sem stjómaði flutningnum af miklu öryggi. Leikur hljóm- sveitarinnar var yfir- höfuð prýðisgóður, gít- ar og trommur gáfu henni léttara yfirbragð, ljúfsár tónninn í strengjunum á hjart- næmum stöðum og aUt hjálpaðist að til að ná fram sem bestum heUd- aráhrifum. Þetta virk- aði svo vel að maður datt á kaf inn í myndimar og gleymdi að „hlusta“ - en svoleiðis á það að vera, ekki satt? Persónulega var þetta ljúf upplifun fyrir mig þar sem myndin tengist einni af mínum fyrstu bemskuminningum, sitjandi í fanginu á afa í Hafnarbíói, grátandi úr mér augun yfir að- skilnaði feðganna í Drengnum. Hver veit nema þessi viðburður verði í framtíðinni að indæUi bemskuminningu einhverra þeirra ungu gesta sem hann sóttu. Jackie Coogan varð stjarna á einni nóttu í hlutverki drengsins. Hér er hann með „föður“ sínum. Fyrirlestrar og námskeið HaUdór Ásgeirsson myndlistarmaður fjall1 ar um eigin verk og viðhorf til myndlistar í fyrirlestri í dag kl. 12.30 í Listaháskóla ís- lands í Laugamesi, stofú 024. En á miðviku- daginn kl. 12.30 heldur Einar Garibaldi Ei- ríksson myndlistarmaður fyrirlestur í Skip- holti 1, stofú 113. Fyrirlesturinn nefnist „Sex minnispunktar" og fjallar um hugmyndir ítalska rithöfúndarins Italo Calvino um list- sköpun og stöðu listarinnar við aldarlok. Námskeið í vatnslitamálun, skissugerð úti og inni, hefst á miðvikudaginn kl. 18. Kennd verður meðferð vatnslita og vatnslitapappírs og farið í myndbyggingu og formfræði. Kenn- ari er Torfi Jónsson myndlistarmaður og kennslan fer fram í Skipholti 1. PolyesterUtógrafía er nýr grafiskur miðUl. Aðferðin er einfold og ódýr en fjölbreytt í notkun og þess vegna kjörin tU kennslu í skólum. Við vinnslu á polyesterplötur er hægt að nota tölvu, laserprentara og ljósrit- unarvél, en þær henta líka vel tU að teikna og mála á þær. Námskeið i slíkri vinnslu hefst á fimmtudaginn kl. 18; kennari er Ríkharður Valtingojer myndlistarmaður og fer kennslan fram í Skipholti 1. Guðný og Gerrit leika ekki Af óviðráðanlegum orsökum faUa niður tónleikar Guðnýjar Guðmundsdóttur og Ger- rit Schuil sem vera áttu í Salnum í Kópavogi í kvöld. Áskrifendur fyrstu Tíbrárraðarinnar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Salinn í síma 5 700 400. Smurbrauðsbókin „Ida Davidsen er mikil listakona, því danskt smurbrauð er ekki aðeins helgað mat- arlyst heldur er það í senn listhandverk," segir Vigdís Finnboga- dóttir í formála að Smurbrauðsbók Idu og Miu Davidsen sem ný- lega kom út. Þar eru bestu uppskriftir David- sen-fjölskyldunnar að smurðu brauði og er far- in sú leið að láta þekkta einstaklinga, erlenda og íslenska, velja eftir- lætisbrauösneiðina sína úr þeim 178 valkost- um sem bjóðast í frægu veitingahúsi hennar við Store Kongensgade í Kaupmannahöfn. Framan við uppskriftimar er frásögn af „Húsinu Davidsen“ og frægðarferli þess. Meðal þeirra sem velja sér brauðsneið era Victor Borge (rækjur, grásleppuhrogn og krabbahalar m.m.), Vigdís Finnbogadóttir (reyktur áll og eggjahræra), Böðvar Guð- mundsson (síld), Einar Már Guðmundsson (hrátt hangikjöt) og Bubbi Morthens (rifja- steik með stökkri puru, tómötum og rauðrófu). PPforlag gefur bókina út. Kraftaverkafólk Annað tölublaö Óperublaðsins á árinu kom út nýlega með viðtölum við nýja menn hjá Islensku óperunni, Bjarna Daníelsson ópera- stjóra og Gerrit Schuil listrænan stjómanda. Meðal annars efnis má nefna frásögn Magn- úsar Magnússonar af uppáhaldsóperunni sinni, Tristan und Isolde, val nokkurra tónlistaráhuga- manna á draumagengi sínu í Aidu og grein um Mannsrödd- ina sem íslenska óperan frum- sýnir á miðvikudaginn. Einnig skrifar Guðrún Pét- ursdóttir grein sem hún nefn- ir „Frumkvöðlar kvaddir" og hana prýðir ljósmynd af glæsi- legasta pari íslenskrar óperasögu, Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur og Garðari Cortes í hlut- verkum Violettu og Alfredos í La Traviata eftir Verdi árið 1983. Guðrún bendir á að „hrjálæöislega bjartsýni" hafi þurft til aö stofna ópera hér á landi fyrir tuttugu áram og staka Stephans G., „Löngum var ég lækn- ir minn / lögfræöingur prestur" nái engan veginn yfir starfssvið Ólafar og Garðars á frumbýlingsár- unum. „Þá hefðu allnokkur starfsheiti bæst við: sauma- kona og sendillinn, söngvar- inn og stjórnandinn, skúrar- inn og skraddarinn, málar- inn og miðlarinn, kokkurinn og kynnirinn, gestgjafinn og grjótberinn, - svo að fátt eitt sé talið.“ Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.