Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 18
18 enmng / MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 JLlV Blásið til brottferðar Salka og Arnaldur leiksviðsins. Elska þau hvort annað? Þar er efinn. Mar- ía Ellingsen og Gunnar Helgason í hlutverkum sínum. tragíkómíska sem setur svo eindreginn svip á hana í sögunni. Úr þessum stílfærða bakgrunni skera aðalper- sónumar sig, stórar og harmrænar, til vitnis um að einnig í ómerkilegu plássi sé lifað sögulegu lífi. Þær eru leiknar raunsæilega í sýningunni en mér fannst skorta nokkuð á, til mótvægis, að sá leikur væri nógu innlifaður og skiiningurinn á persónunum nógu djúpur. María Ellingsen og Gunnar Helgason vissu hver þau voru sem verkakona og pólitískur æsingamaður en í ein- rúmi voru þau ekki sannfærandi. Lík- amstjáning beggja þarf að verða mark- vissari, og það á einnig við Þrúði Vilhjálmsdóttur í hlutverki Sigur- línú. Steinþór verð- ur of einhliða í túlkun Benedikts Erlingssonar; höf- undar leikgerðar- innar hafa ef til vill ekki skynjað ruddalegan sjarma þessa alþýðumanns sem Halldór dáðist svo mikið að undir niðri, og um leið taka þeir ákvörðun fyrir Sölku - og okkur - sem sagan skilur eftir opna: Hún mim aldrei láta undan ásókn Steinþórs. Eini leikarinn sem nær að mínu mati þessum djúpa skilningi og tján- ingu er leikmaður- inn Magnea Björk Valdimarsdóttir sem leikur Sölku yngri. Hún gaf sig alla í hlutverkið og náði makalausum tökum á því. Sam- leikur hennar og Þorvalds Kristjáns- sonar í hlutverki Amalds unga var skemmtilegt og samspii hennar og Benedikts Erlings- sonar í hlutverki Steinþórs var hjartaskerandi, bæði andstaðan og ekki síður uppgjöf- in. Hafnarfjarðarleikhúsið sýnin Sölku - ástarsögu eftir skáldsögu Halldórs Laxness Leikgerð: Hilmar Jónsson og Rnnur Amar Arnarson Leikmynd: Rnnur Amar Arnarson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir Gervi og grímur: Ásta Hafþórsdóttir Ljós: Bjöm Bergsteinn Guðmundsson Leikstjóm: Hilmar Jónsson Víðáttumikið sviðið er rökkvað. Til hægri stendur stúika og hortir út um glugga á dálítilli kytru. Það kveður við brottfarartlaut frá strand- ferðaskipi. I fjarska rísa tignarleg vestfirsk fjöll, nær liggur hryggja í áttina til okkar. Það er úða- rigning. Utan úr myrkrinu heyrast köll. Menn eru beðnir að bíða eftir kvenmanni með stelpu- krakka sem ætli í land hér; konan sé svo sjóveik að hún komist ekki hratt yfir. Svo sjáum við þær staulast inn í skímuna á bryggjunni, dúðaðar ótal flíkum eins og fátækt fólk var fyrir hundrað árum og hefur óvænt komist aftur í tisku á okk- ar gósendögum. Leiklisf Silja Aðalstelnsdóttir Þessi upphafsmynd Sölku - ástarsögu í gamla fiskvinnslusalnum í Hafnarfirði, verður ógleym- anleg, svo áhrifamikU er hún, og hvað eftir ann- að í sýningunni komu svona augnablik þar sem efhi, mynd og hljóð sameinuðust í æðra veldi, tU dæmis þegar Sigurlína gengur bryggjuna tU baka í brúðarklæðum, á leið í faðm frelsara síns, meðan dóttir hennar situr í fátæklegu skjólinu sem hún hefúr komið sér upp í fjörunni. Hinsta ferð móðurinnar verður táknmynd þess sem Salka vUI fyrir alla muni forðast: að elska ein- hvem svo mikið að hún glati sjálfri sér. Skáldsagan Salka Vaika er byggð upp kring- um nokkur leiðarminni, sálminn „Þú vínviður hreini", kríuna sem fer og mávinn sem er kyrr, svo fáein séu nefnd. Þessum leiðarminnum sleppir leikgerðin að mestu en heldur hringnum góða, sem við fáum aldrei að vita hvort var dýr- mætur eða skítti, og bætir við nýju, sniUdarlegu leiðarminni: brottfararflautinu. Þráðurinn í leik- gerðinni er endurlit Sölku yfir ævi sína á Óseyri meðan hún er að ráða við sig hvort hún eigi að sleppa Amaldi lausum eða halda honum hjá sér. Þetta er góð leið og hjálpar handritshöfundum, Hilmari Jónssyni leikstjóra og Finni Amari Amarsyni leikmyndahönnuði, við að velja úr ótæmandi fjársjóði sögunnar. Innlifað sviðið og lýsingin hafa orðið tU í vinnunni við handritið og aUt myndar eina heUd sem oft minnti á gaml- ar ljósmyndir. Sagan frá hendi HaUdórs Laxness er merki- lega tvískipt í tóni. Flestar aukapersónur era gróteskar, skrípamyndir af fóiki, en aðalpersón- umar era marghliða og djúpar. Þessu var náð á sviðinu með því að hafa „almenning“ með grím- ur og hinar grótesku persónur í fáránlegu gervi sem oft tókst sérlega vel, tU dæmis Kvia-Jukki, hinn ólánlegi biðUl Sigurlinu sem Jón St. Krist- jánsson lék, Angantýr Dofra Hermannssonar og Ágústa Bogesen sem Jóhanna Jónas lék. Sigur- lína sjálf stendur á mörkum hinna tveggja per- sónugerða en leikgerðin setur hana eindregið í hóp aðalpersóna og rænir hana hinu Alvöru ævintýri í ævintýrinu um Lævirkjann syngjandi segir af foður einum sem á þrjár dætur. Þeg- ar hann fer í ferðalag spyr hann þær hvað þær vUji fá að gjöf þegar hann kemur tU baka og eldri dætumar biðja um gimsteina og perl- ur. Þá yngstu, Gleym-mér-ei, langar hins veg- ar í syngjandi lævirkja og reynist langerfið- ast að uppfylla þá ósk. Eftir mikla leit finnur faðirinn loks lævirkja en þá viU ekki betur tU en svo að eigandi fuglsins er ljón sem heimt- ar í staðinn að gjöf það fyrsta sem mæti föð- umum við heimkomuna. Þetta samþykkir faðirinn fúslega enda vanur þvi að hundur- inn hans sé fyrstur tU að flaðra upp um hann þegar hann kemur heim. En nú bregður svo við að Gleym-mér-ei tekur á móti honum og þegar hún heyrir af loforðinu fer hún sjálf- vUjug tU ljónsins. Leiklisl Halldóra Friðjónsdóttir Gleym-mér-ei kemst brátt á snoðir um að ljónið hræðUega er í raun prins i álögum og af því hún er bæði góð og kjörkuð einsetur hún sér að frelsa kóngsson. Vonda nomin, sem hefur hneppt hann í álagafjötra, er ekk- ert á því að sleppa bráð sinni en með stað- festu og hjálp góðra gjafa frá sólinni, tungl- inu og vindinum tekst Gleym-mér-ei æUunar- verk sitt. Allt fer vel að lokum. Linda Ásgeirsdóttir, Agnar Jón Egllsson og KJartan Guðjónsson í hlutverkum sínum. Fimm leikarar taka þátt í uppfærslunni á Gleym-mér-ei og Ljóna kóngssyni og eru þeir jafnframt höfundar leikgerðar. Þetta em þau Agnar Jón EgUsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Agnar fer með hlut- verk Ljóna og Gleym-mér-ei er leikin af Lindu en aðrir leikarar fara með fleiri en eitt hlutverk. Hópurinn hefur greinUega skemmt sér konunglega við að koma þessu Utia ævin- týri á svið og það sktiar sér í leiknum. Gam- ansemin er aldrei langt undan og því verða ógnvænleg fyrirbæri eins og nomin og varð- mennimir ekki það skelfUeg að þau veki ótta meðal yngstu áhorfendanna. Einlægni í túlk- un Lindu og Agnars vegur svo upp á móti gríninu og því verður útkoman hæftieg blanda gamans og alvöm. Umgjörð sýningarinnar er einfóld og greinUegt að verkið var upphaflega sýnt á minna sviði en Iðnó býður upp á. Þeim mun meiri áhersla er lögð á búningana sem em bæði faUegir og vandaðir. Tónlist og söngur lífga verulega upp á sýninguna og ef eitthvað er hefði tónlistamotkun mátt vera meiri. Gleym-mér-ei og Ljóni kóngsson er prýðUeg skemmtun fyrir alla sem era böm í hjarta og ekki spillir að enn er í heiðri hafður sá ágæti siður, sem tekinn var upp í tengslum við sýn- ingar á Dimmalimm, að gefa öndunum að sýningu lokinni. Ævintýraleikhúsið sýnir í Iðnó: Gleym-mér-ei og Ljóni kóngsson Leikgerð: leikhópurinn Búningar: Rannveig Gylfadóttir Tónlist: Kristján Eldjárn Aðstoð við leikstjórn: Halla Margrét Jó- hannsdóttir Að leita langt yfir skammt Morgunblaðið sló því upp um daginn að norski landkönnuðurinn Thor Heyerdahl hefði fúndið gögn í páfagarði sem sönnuðu að íslendingar hefðu fúndið Ameríku. Litiu seinna barst frétt um sama efúi frá Noregi mn fréttastofu Ríkisútvarpsins. Reyndist sönnunargagn Heyerdahls þá vera rit eftir Adam frá Brimum, þýskan klerk á síðari hluta 11. aldar, sem aldrei hefúr verið týnt. Adcun skrifaði fræga bók um sögu erki- biskupsdæmis Hamborgar, en Norðurlönd töldust þá til þess. Það sem fréttaritari út- varpsins hcifði eftir Adam líktist grunsam- lega mikið ummælum þessarar bókar um Vínland, sem vora meðal annars prentuð í ís- lenskri þýðingu Bjöms Sigfússonar í tímarit- inu Sögu 1958 og hafa jafúvel komist inn í námsbækur íslenskra framhaldsskóla. Þar ber Adam Svein Úlfsson Danakonung fyrir fróðleik sinum um norrænar eyjar og segir meðal annars: „Auk þessa hefúr hann skýrt mér frá enn einni ey, er margir hafa fundið í úthafinu og er nefúd Vínland, það að vínber vaxa þar vtilt og gefa ágætasta vín af sér. Þar vaxa akrar ósánir með gnótt koms, það veit ég ekki af ævintýrasögn, heldur öraggri frá- sögn Dana.“ Ragnheiður var merkileg Mörgum hafa gramist mnmæli sem nýlega vora látin faUa í Fókusi, fylgiriti DV á fóstu- dögmn, um Ragnheiði biskupsfra Jónsdóttur eða „fimmþúsundkerlinguna" eins og krakk- amir segja. Þar var sagt að hún væri svo ómerktieg að pr—— íslenska al- fræðibókin nefúdi hana ekki. En ýmis- legt er merki- legt þó ekki standi það þar. Eins og fram kemur m.a. í grein eftir Elsu E. Guðjónsson, textti- og búningafræðing, i ritinu Hugur og hönd frá 1990 var Ragnheiður mikUvirk hannyrðakona og annálaður kennari í þeirri grein. Nokkur gullfaUeg útsaumsverk, sem enn eru tU, era rakin tU hennar. Þar að auki var Ragnheiður gift tveimur Hólabiskupum, Gísla Þorlákssyni og Einari Þorsteinssyni. Minningartafian þekkta um Gísla biskup sem Þjóðminjasafnið á þar sem Gísli er með öUum þremur eiginkonum sínum var máluð samkvæmt skriflegri pöntun og nákvæmri fyrirsögn Ragnheiðar sem þá var orðin ekkja Gísla. Nathalie Sarraute látin Nýlega lést rússnesk-franska skáldkonan Nathalie Sarraute, ein af þekktustu rithöf- imdum Frakka af sinni kynslóð og helsti for- sprakki frönsku nýsögunnar. Nathalie Sarraute fæddist í Rússlandi, en heimUdum ber ekki saman um hvort það var árið 1900 eða 1902. Eftir að foreldrar hennar sktidu var hún ýmist hjá föður sínum í Rússlandi eða hjá móðm- sinni í Frakklandi, en fluttist svo með föður sínum tU Frakklands þeg- ar hann flúði þangað 1908. Hún var orðin virtur lög- fræðingur þegar hún byrj- aði að skrifa tæplega fertug. Fyrsta bókin hennar, Tropismes, kom út 1939, og vakti at- hygli fyrir nýstárlegan stU. í sögunni gerist ekki margt hið ytra en þeim mun meira í hugarheimi sögumanns. Franskir menning- arvitar héldu mikið upp á hana en ekki varð hún vinsæl meðal almennra lesenda fyrr en hún gaf út bemskuminningar sínar á níræð- isaldri, Enfance (1983). Þar rekur hún sögu fyrstu tólf áranna í lífi sinu svo snUldarlega að engum þarf að leiöast. Bókin varð feiki- vinsæl og allt í einu var höfúndurinn á allra vöram í heimalandi sinu og víðar. „Mér finnst ég ekki vera Rússi eða Frakki eða gyðingur eða eitthvað. Ég horfi aUs ekki þannig á sjálfa mig - að utan,“ sagði hún í viðtali eftir að Bemska kom út. „Mér finnst ég ekki heldur endtiega vera kona eða göm- ul. Aðrir taka eftir þessu og hafa orð á þvi við mig, en ég horfi aldrei á sjálfa mig úr fjarlægð." Meðal bóka Nathalie era Le planétarium, Les fruits d’or og L’usage de la parole. Engin bóka hennar hefúr verið þýdd á íslensku en fróðleik um hana og verk hennar má t.d. finna í grein Þórhildar Ólafsdóttur um þróun skáldsögunnar í Frakklandi í Tímariti Máls og menningar 3,1987 og grein Torfa Tulinius, Æviskeiðið og augnablikið, um sjálfsævisög- ur franskra nýsöguhöfúnda í sama tímariti árið 1991,1. hefti. ( - !(«.>> i m. * -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.