Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 Fréttir_____________________________________________________ Aðgerðarstigi II var lokið, flotgirðingin ónýt og öll tæki flutt suður: Þétting mistókst og olía lekur áfram - hafnarsvæði SeyðisQarðar óvarið fyrir menguninni Dy Seyðisfirði: Eins og fyrr hefur verið greint frá i DV var starfað við köfun og rann- sókn á flakinu af olíuskipinu E1 Grillo, sem legiö hefur hér á sjávar- botni á utanverðu hafnarsvæðinu í rúmlega hálfa öld. Ekki er erfitt að gera sér í hugarlund hvílikt tjón og eyðilegging þetta hefur verið fyrir byggðarlagiö og íbúa þess. Þegar sú frétt spurðist út að nú skyldi hafist handa urðu menn léttari á brún og væntu jákvæðra tíðinda. Kafarar og hvers kyns köfunarút- búnaður kom hingað með flutninga- skipi og varðskip kom síðan til að vera til staðar, ef eitthvert óhapp skyldi henda við köfunina og allt ör- yggi yrði sem best tryggt. Byrjað var síðan að kafa föstudaginn 24. september og hófst þar með það sem þeir sem að verkinu stóðu kölluðu aðgerðarstig II. Þriðja aðgeröarstig- ið yrði síðan þegar að því kæmi að ná olíunni úr skipinu. Segir nú ekki frekar af þessu ann- að en það að næstu daga var unnið frekar að könnun flaksins og fundu kafaramir þrjá lekastaði. Þessir staðir voru hreinsaðir og þéttir eftir föngum. Öllum þeim undirbúningi lauk síðasta dag septembermánaðar og töldu þeir sem að unnu að nú væri búið að þétta skipið og þar með væri aðgerðarstigi II lokið. Varð- skipið hélt síðan á brott með allan útbúnaðinn og það sem fram- kvæmdinni tengdist. Ólafur H. Sigurðsson bæjarstjóri segir fréttamanni DV að skýrslan ffá Hollustuvemd ríkisins um að- gerðarstig II hafi ekki borist enn þá en meðan svo er skýrist ekki full- komlega hvað rannsóknin leiddi í ljós. Ólafur segist þó hafa rætt þessi mál í ráðuneytinu og ráðherrann hafi sagt að ekki verði beðið lengur en til næsta sumars að hefja fram- kvæmdir. Nú var það svo að ekki leið nema rúmur sólarhringur frá því að björg- unarleiðangurinn var farinn að hafnarverðir hér urðu varir við ol- íuleka á nýjan leik og hefur hann haldist síðan, að vísu í miklu minni mæli en áður var. Flotgirðingin sem áður var höfð umhverfis flakið er nú ónýt og er því hafnarsvæði og allt umhverfi algerlega óvarið fyrir þeirri olíu sem úr flakinu kemur. Enginn skyldi því undrast þótt ekki sé létt brúnin á forráðamönnum hafnarinnar á Seyðisfyrði og raunar finnst bæjarbúum öllum að mikið sé á þá lagt. -JJ DV Akureyrarhátíð í Reykjavík DV, Akureyri: „Það verður væntanlega mikið fjölmenni og mikið fjör, enda boðið upp á mjög vandaða dagskrá," segir Jakob Örn Haraldsson, en hann er einn þeirra sem standa að Akureyr- arhátíð sem haldin verður i Árbergi í Glæsibæ í Reykjavík 6. nóvember. Jakob segir að á hátíðinni nú, sem er sú fjórða í röðinni, verði mjög glæsilegur kvöldverður í boði. Séra Pétur Þórarinsson verði veislu- stjóri. Hljómsveit Ingu Eydal mun leika fyrir dansi með gestasöngvar- ana Bjarka Tryggvason og Helenu Eyjólfsdóttur innanborðs. Það verði því góðar forsendur til að ná upp gamalli og góðri „sjallastemningu" á svæðinu. Miðapantanir eru í Ár- bergi og í versluninni Jóni Ind- íafara í Kringlunni. -gk Leiðrétting: Samið við Skessuhorn Vegna greinar í DV síðastliðinn fimmtudag 21. október undir yfir- skriftinni „Borgnesingar taka við fréttaflutningi fyrir RÚV“ skal það tekið fram að rétt er að Ríkisútvarp- ið hefur samið við Skessuhom um fréttaflutning á Vesturlandi. Þeir fréttaritarar sem fyrir eru munu áfram sinna fréttaflutningi úr kjör- dæminu á sömu forsendum og verið hefur. Samkomulag RÚV og Skessu- homs er fyrst og fremst hugsað sem viðbót við þá fréttaþjónustu sem fyr- ir er í kjördæminu. Undirritaður biður viökomandi aðila afsökunar á fréttinni. -DVÓ Sjóvarnargarður í Ólafsvík: Eins og grjótiö sé lagt með teskeið DV, Ólafsvik: Unnið er aö gerö sjóvamargarðs við Ólafs- braut i Ólafsvik. Er hann fyrir neðan Ólafs- braut 55 en þar eru til húsa Litabúðin, Sólar- sport og Verslunin Kassinn. Þessi garður er unninn fyrir fé úr sjóði sem Alþingi úthlutar úr og einnig greiðir Snæfellsbær hluta. Þessi garður er 60 metra langur og alls fara um 3200 rúmmetrar í hann. Það eru vinnuvélar Bjama Vigfússonar frá Kálfárvöllum sem vinna verk- ið. Ekki er annað hægt en dást að því hve vel hann er gerður. Það er eins og grjótið sé lagt með teskeið þótt það sé gert með stórvirkum vinnuvélum. Mikil þörf var á þessari sjóvöm því sjór gekk á land í norðaustanveðrum. -PSJ Unnið að gerð grjótgarðsins í Ólafsvik. DV-mynd PSJ ÞJÓNUSTUAUGLYSmGAR 550 5000 arsteinn Garðarsson Kársnesbraut 57 • 200 Kópavogi Sími: 554 2255 • Bíl.s. 896 5800 LOSUM STÍFLUR ÚR Wc Vöskum Niðurföllum O.fl. MEINDÝRAEYÐING VISA/EURO ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN 10 ÁRA REYNSLA VÖNDUÐ VINNA STIFLUÞJONUSTR BJflRNR Símar 899 6383 • 554 6199 ..................y..< Röramyndavél Fjarlægi stíflur úr W.C., handlaugum, baðkörum og frórennslislögnum. tar [X] til ai óstands- skoða lagnir Dælubíll til að losu þrær og hreinsa plön. Ódýrt þakjárn, LOFTA- OG VEGGKLÆÐNINGAR. Framleiðum þakjárn, lofta- og veggklæðningar á hagstæðu verði. Galvaniserað alu-zink, rautt, hvítt, koksgrátt og grænt. TIMBUR OG STÁL HF. Smiðjuvegi 11 .Kópavogi. Sími 554 5544, fax 554 5607 Biiggingaverhrahar—HDseigendur Tökum að okkur smíði og uppsetningar á handriðum og stigum. Öll almenn smíði úr járni og ryðfríu efni. Ef það er málmur er það okkar fag. Rafmagn og stál ehf. Sími 555 6996 897 8008 FJARLÆGJUM STIFLUR úr vöskum.WC rörum, baðkerum og niðurföllum. ptSirr) RÖRAMYNDAVÉL y til að skoða og staðsetja skemmdir í WC lögnum. i DÆLUBÍLL VALUR HELGASON ,8961100*5688806 SENDUM BLOMIN STRAX ALIAN SÓLARHRINGINN STEFÁNSBLÓM AAk S. 551 0771 Traktorsgröfur - Hellulagnir - Loftpressur Traktorsgröfur i öll verk. tföfum nú einnig öflugan fleyg á traktorsgröfu. Brjótum dyraop, veggi, gólf, innkeyrslur, reykháfa, plön o.fl. flellu- og hitalagnir. Qröfum og skiptum um jarðveg i innkeyrslum, görðum o.fl. Útvegum einnlg efni. Qerum föst tilboð. VELALEIGA SIMONAR EHF. SÍMAR 562 3070 og 892 1129. -TFWTa 15% staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur ° /'TSY'SH og stighœkkandi * X ® ö Smaauglysingar birtingarafsláttur Eai ^ 550 5000 Geymið auglýsinguna. Dyrasímaþjónusta Raflagnavinna ALMENN DYRASÍMA- OG RAFLAGNAÞJÓNUSTA. Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri. Endurnýja raflagnir í eldra hús- næði ásamt viðgerðum og nýlögnum. Fljót og góð þjónusta. JÓN JÓNSSON LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Sími 562 6645 og 893 1733. Skólphreinsun Er stíflaö? Fjarlægi stíflur úr wc, vöskum, baðkerum og niðurföllum. Nota ný og fullkomin tæki, rafmagnssnigla. Röramyndavél til að mynda frárennslislagnir og staðsetja skemmdir. Ásgeir Halldórsson Sími 567 0530 Bílasími 892 7260 BIISKURS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- Oryggis- GLÓFAXIHF. ÁRMÚLA 42 • SlMI 553 4236 hurðir hurðir SL jKAR Sfeypusögun, kjarnaboranir og minnihótfar múrbrot Holtabyggð 4 Hofnarfirði Símor: 554 4720 • 868 6096 • 426 7011 • 698 7021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.