Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 28
MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 .40 P ringiðan Það var bakarlnn Pétur S. Pétursson sem kom sá og sigraði f fegurðarsamkeppninni Him ‘99 sem haldin var á Astró á föstudagskvöldið. Sigurvegarinn kom meðal annars fram í boxbúningi til að heilla stúlkurn- ar. Hljómsveitin Sóldögg hélt upp á fimm ára afmælið sitt f Þjóð- leikhúskjallaranum á föstu- dagskvöldið. Einar Ágúst úr Skítamóral mætti á staðinn ásamt Eric og Guðnýju Helgu. Beggi, hinn rámi söngvari hljómsveitarinnar Sóldagg- ar, sparaði raddböndin ekki á fimm ára afmælistónleik- um hljómsveitarinnar í Þjóðlelkhúskjallaranum á laug- ardaglnn. DV-myndir Hari Vinkonurnar Björg Alfreðsdóttir og Hafsteina Sigurbjörnsdóttir skelltu sér á Astró á föstudagskvöldið. Þar fór nefnilega fram fegurðarsamkeppnin Him ‘99 þar sem nokkrir ungir sætir strákar kepptu um hylli gesta. Undarlegar verur voru á vappi fyrir utan Iðnó við Tjörnina um tvöleytið á laug- ardaginn. Eða um sama leyti og ævintýrið Gleym- mér-ey og Ljóni kóngsson var frumsýnt þar á bæ. M Ævintyrið Gleym-mer- 1 ei og Ljóni kóngsson J var frumsýnt í Iðnó á laugardaginn. Leik- 7 hússtjórinn Magnús / Geir var með þau ' Ragnar Tryggvason og Ingibjörgu Eddu Snorra- börn sér fulltingis. Danskennarinn Jón Pétur fagnar því um þessar mundir að danskólinn hans og Köru Arngrímsdóttur er orðinn 10 ára. í tilefnl þessa var heljar- innar danshátíð í Laugar- dalshöllinni á laugardaginn. Hér er Jón Pétur ásamt nokkrum af lærisveinum sín- um f gegnum tíðina. Fimm lista- konur, búsett- ar í London, eru búnar að leggja undir sig Nýlista- safnið. Á laug- ardaginn opn- uðu þær sýn- inguna „Fjar- skyn“ þar f húsi. Dóra Takefusa og ein listakvenn- anna, Anna Júlía Frið- björnsdóttir, tóku tal sam- an. Leikritið Salka ástarsaga var frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu á föstudaginn. Aðal- leikkonan og aðstandandi verksins, María Ellingsen, færir hér Auði Laxness blóm fyrir hjálpina við að koma þessu verki Halldórs aftur á fjalirnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.