Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1999, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 25. OKTÓBER 1999 Afmæli Skúli Gautason Skúli Gautason, leikari, hljómlist- armaður og dagskrárgerðarmaður, Njörvasundi 37, Reykjavík, er fer- tugur í dag. Starfsferill Skúli fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum. Hann gekk í Vesturbæjarskóla, Melaskólann, í Barnaskóla Vestur-Landeyja einn vetur, var í Hagaskólanum, veit eitt ár skiptinemi á vegum AFS í Texas, lauk stúdentsprófi frá MR 1979, hóf síðar nám við Leiklistarskóla ís- lands og lauk þaðan prófum 1986. Skúli lagðist í ferðalög eftir stúd- entspróf, stundaði síðan ýmis störf, s.s. sjómennsku og byggingarvinnu og starfaði um skeiö við tölvudeild Olíufélagsins hf. Skúli var fastráðinn leikari hjá LA 1986-88, og var dagskrárgerðar- maður hjá ríkissjónvarpinu 1988 þar sem hann hafði umsjón með þáttunum Hvað er á seyði og Á sveimi. Skúli var einn af stofnendum Bif- hjólasamtaka lýðveldisins, Snigla. Skömmu síðar stofnaði hann hljóm- sveitina Sniglahandið og lék með henni til 1995. Snigla- bandið lék fyrir dansi, hélt tónleika, gaf út geisladiska og var með eigin útvarpsþátt auk þess sem hljómsveitin fór fræga tónleikaferð til Sovétríkjanna 1989. Skúli varð af'tur fast- ráðinn leikari hjá LA um nokkurt skeið. Hann flutti síðan til Reykjavík- ur, ásamt konu sinni, þar sem þau stunda nú bæði klassískt söngnám. í Nemendaleikhúsinu lék Skúli m.a. í leikritunum Hvenær kem- urðu aftur, Rauðhærði riddari?, Ó muna tíð og Tartuffe. Hjá LA lék hann m.a. Guðmund á Búrfelli, í Pilti og stúlku, Einar Áskel í SEun- nefndri sýningu, og séra Jens Skúla í Nönnu systur. Þá lék hann Sonny Carlsson í söngleiknum Tjútt og trega og uppljóstrarann í kvikmynd- inni Sómdóma Reykjavík. Skúli hefur auk þess leikstýrt yf- ir þrjátíu uppsetningum hjá leikfé- lögum víða um land, s.s. verkefhun- um Mýs og menn, með Freyvangs- leikhúsinu, Tobacco Road með Leik- félagi Hólmavíkur og Fenris-verkefmnu sem er samstarfsleikhúsverkefni um sextíu og fimm ung- menna frá öllum Norður- löndunum. Fjölskylda Kona Skúla er Þórhildur Örvarsdóttir, f. 18.4. 1976, söngkona. Hún er dóttir Örvars Kristjánssonar, tónlistarmanns í Reykja- vík, og Hildar Svövu Karlsdóttur, læknaritara í Hvera- gerði. Dætur Skúla og Þórhildar eru Véný og Æsa Skúladætur, f. 12.2. 1999. Dóttir Skúla og Halldóru Geir- harðsdóttur leikkonu, er Steiney Skúladóttir, f. 7.1. 1990. Systkini Skúla: Nína Gautadóttir, f. 28.6. 1946; Brynjólfur Gautason f. 29.9. 1947, d. 21.12. 1967. Foreldrar Skúla: Gauti Hannes- son, f. 7.8.1909, d. 4.4. 1982, kennari, lengst af við MiðbæjEirskólann i Reykjavík, og Elín Guðjónsdóttir, f. 4.5. 1926, húsmóðir. Ætt Gauti var sonur Hannesar, b., kennara og fræðimanns i Hleiðar- garði í Eyjafirði Jónssonar, b. þar Jóhannessonar, b. á Möðruvöllum Jónsson. Móðir Hannesar var Sig- ríður Ólafsdóttir, b. í Hleiðargarði Guðmundssonar. Móðir Gauta var Jónína Jóhanns- dóttir, b. á Gautsstöðum á Sval- barðsströnd Bergvinssonar, b. í Sandvík og Grjótargerði Einarsson- ar. Móðir Jóhanns var Friðbjörg Ingjaldsdóttir, b. á Gautsstöðum Jónssonar, b. þar Þorgrímssonar. Móðir Jónínu var Elín Sesselja Jónsdóttir, b. í Rauðhúsum og á 111- ugastöðum í Fnjóskadal Jóhanns- sonar, b. á Efstalandi Jónssonar, b. í Ystagerði Jónssonar. Móðir Elínar Sesselju var Salmome Guðmundótt- ir, b. í Rauðhúsum Jónssonar. Elín er dóttir Guðjóns, b. í Berja- nesi í Landeyjum Einarssonar, b. á Fornuströnd Pálssonar, b. á Minni- borg Jónssonar, b. í Króktúni Magn- ússonar. Móðir ElínEir var Sigríður Jónsdóttir. Skúli Gautason. Sigríður Jónsdóttir Sigriður Jónsdóttir húsmóðir, Sólheimum 20, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigríður fæddist í Keflavík og ólst upp á Vatnsnesi í Keflavík. Að lokn- um unglingaskóla fór Sigríður í Kvennaskólann í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan 1942. Sigríður var búsett í Keflavík til 1986 er hún flutti til Reykjavíkur. Sigríður var húsmóðir og sinnti ýmsum öðrum störfum s.s. fisk- vinnslu, verslunarstörfum, og vann ' alla fjöisKyiduna á frábaEru verði Fatamarkaðurinn Laugavegi 103 Sími: 562 3311 við Sjúkrahús Keflavíkur. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur vann hún við aðhlynningu aldraða í Hafnar- búðum. í Keflavík sinnti Sigríður ötullega að stuðningsstarfi við kristniboð og var formaður Kristniboðsfélagsins í Keflavík um árabil. Fjölskylda Sigríður giftist 3.11. 1945 Jóhanni Hjartarssyni, f. 30.1. 1921, húsa- og húsgagnasmíðameistara. Hann er sonur Hjartar Þorkelssonar neta- gerðarmeistara og Magneu Guðrún- eu* Jensdóttur húsmóður. Böm Sigríðar og Jóhanns em Bjamfríður Jóhannsdóttir, f. 16.2. Fréttir 1946, sjúkraliði, búsett í Reykjavík en maður hennar er Örn Bárður Jónsson prestur; Jóhann G. Jóhannsson, f. 24.11. 1948, framkvæmdEirstjóri, búsettur í Reykjavík en kona hans er Jóna Lúð- víksdóttir fulltrúi; Mál- fríður Jóhannsdóttir, f. 16.9. 1956, leikskólakenn- ari, búsett í Keflavík, en maður hennar er Ragnar Snær Karlsson fram- kvæmdastjóri; Hjörtur Magni Jóhannsson, f. 18.4. 1958, prestur, búsettur í Reykjavík en kona hans er Ebba Margrét Magn- úsdóttir læknir. Systir Sigríðar er Ásdís Jónsdóttir, f. 24.2. 1927, húsmóðir, búsett í Kefla- vík en maður hennar er Hilmar Pétursson, fyrrv. fasteignasali í Keflavík. Foreldrar Sigríðar: Jón Sigurðsson, f. 16.9. 1897, f. 7.12. 1966, verkamaður í Keflavík, og Ágústa Sig- urjónsdóttir, f. 16.9. 1899, áður húsmóðir í Keflavík en dvelur nú á dvalar- heimilinu GarðvEmgi í Garði. Ágústa varð hundrað ára í september sl. Stærsta málaða altaristafla landsins: María mey í Stykk- ishólmskirkju DV, Stykkishólmi: Stærsta málaða altar- istafla landsins mun vera í Stykkishólmi. Stykkishólms- söfnuði barst að hún að gjöf nýverið og var hún helguð við hátíðlega athöfn í kirkj- unni þann 10. október. Það er listakonan Kristín Gunn- laugsdóttir sem málaði myndina en hún sýnir Mar- íu mey rétta frumburð sinn fram til safnaðarins. Myndin er 3,20 sinnum 2 metrar á stærð og setur mikinn svip á kirkjuna en myndefnið þyk- ir einstakt í lúterskri kirkju því Maríumyndir eru fátíðar i þeim. Söfnuðinum barst einnig gjöf frá börnum Jóns P. Jónssonar og konu hans, Ástu Guð- mundsdóttur, en Jón var héraðslæknir í Stykkishólmi í fjölda ára. Gjöfin er kaleik- ur og patína til notk- unar við athafnir í gömlu kirkjunni. -BB Altaristafla Kristínar Gunnlaugsdóttur er mikið verk, meira en sex fermetrar á stærð, og nýtur sín vel í kirkjunni í Stykkishólmi. DV-mynd Birgitta Til hamingju með afmælið 25. október 95 ára Hólmfríður Sigurðardóttir, Kleppsvegi, Hrafiiistu, Reykjavík. 90 ára Sigtryggur Jóhannesson, Göngustaðakoti, Dalvík. 85 ára Fjóla Jónasdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. 80 ára Eyjólfur Thoroddsen, Boðagranda 4, Reykjavík. Sjöfn Jóhannsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfírði. 75 ára Ester A Laxdal, Lindasíðu 4, Akureyri. Jóhanna Ólafsdóttir, Garðabraut 22, Akranesi. Sigríður Jónsdóttir, Sólheimum 20, Reykjavík. 70 ára Kristín Magnúsdóttir, Logafold 156, Reykjavík. Sigurður Albert Jónsson, Fremristekk 8, Reykjavík. 60 ára Eggert Sigfússon, Breiðuvík 11, Reykjavík. Hróðmar Hjartarson, Esjubraut 15, Akranesi. 50 ára Guðmundur H. Hagalín, fjármálastjóri í Eminum, Lækjasmára 86, Kópavogi. Eiginkona hans er Jóhanna B. Jóhannsdóttir, starfsmanna- stjóri Myllunnar. Þau verða að heiman. Guðjón Steingrímsson, Aragötu 15, Reykjavík. Guðrún Georgsdóttir, Sambyggð 8, Þorlákshöfn. Hlín Helga Pálsdóttir, Sóleyjargötu 7, Reykjavik. Jozef Misiejuk, Suðurgötu 13, Reykjavík. Kristjana Harðardóttir, Víðihvammi 1, Hafnarfirði. Sigmar Ólafsson, Huldugili 13, Akureyri. Sigurður Gunnarsson, Staðarvör 10, Grindavík. Þorbjöm M Datzko, Kópubraut 4, Njarðvík. 40 ára Bragi Björgvinsson, Bollagörðum 121, Seltjarnarnesi. Guðrún Gunnarsdóttir, Skaftahlíð 40, Reykjavík. Guðrún Sólveig Guðmundsdóttir, Engjaseli 35, Reykjavík. Jakob Guðmundur Svavarsson, Háteigsvegi 19, Reykjavík. Jóna Björg Óskarsdóttir, Miðstræti 12, Neskaupstað. Jóna Björk Ragnarsdóttir, Grundargötu 86, Grundarfirði. Kristín Olafsdóttir, Gaulverjabæ, Selfossi. Kristján Friðbjöm Marteinsson, Hafnarbyggð 35, Vopnafirði. Marina Lopez Benito, Þórsgötu 17, Reykjavík. Óskar Eyvindur Ólafsson, Steiná 2, Blönduósi. Óskar Guðmundsson, Veghúsum 15, Reykjavík. Sigrún Birgisdóttir, Njarðarholti 3, MosfeOsbær. Sólveig Magniisdóttir, Reykjavíkurvegi 42, Reykjavík. Vilmundur B. Kristjánsson, Skúlagötu 56, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.