Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 Fréttir Skoðanakönnun DV um starfrækslu nektardansstaða á íslandi: Einungis fjórðungur hlynntur - mikil andstaða hjá konum og stuðningsmönnum Vinstri-grænna Mikil andstaða er gegn starf- rækslu nektardansstaða á íslandi. Þetta kemur fram í skoðanakönn- un DV sem gerð var í síðustu viku. Um 75% þeirra sem tóku afstöðu lýstu sig andsnúna starfrækslu nektardansstaða. Andstaðan er meiri meðal kvenna en tæplega 90% þeirra eru mótfallnar nektar- dansstöðum. Ekki er mælanlegur munur á afstöðu eftir höfuðþorgar- svæðinu og landsbyggðinni. Þetta eru helstu niðurstöður skoðana- könnunar DV. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt á milli höfuð- borgarsvæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Spurt var „Ertu fylgjandi, andvíg(ur) eða hlutlaus gagnvart starfrækslu nektardans- staða hér á landi?“ Afgerandi niðurstöður Heildamiðurstaða könnunarinn- ar var á þá leið að 18,7% voru fylgj- andi starfrækslu nektardansstaða hér á landi, 55,3% vom andvígir og 22% voru hlutlausir. Óákveðnir voru 2,8% en 1,2% neituðu að svara. Af þeim sem tóku afstöðu voru 25,2% fylgjandi dansstöðun- um en 74,8% andvígir. Þetta verða að teljast nokkuð afgerandi niður- stöður ef fólk hefur verið í vafa. Mun meiri andstaða hjá konum Þegar skoðuð er afstaðan eftir kynjum er niðurstaðan mjög afger- andi. Meðal karla eru 27,3% fylgj- andi en 41% andvígir. Hjá konum aftur á móti voru 10% fylgjandi en 70% andvíg. Hjá þeim sem tóku af- stöðu í könnuninni voru 40% karla fylgjandi starfrækslu nektardans- staða en 60% era andvígir. Hjá konunum em hins vegar einungis 12,6% þeirra sem tóku afstöðu fylgjandi á meðan 87,4% eru and- vígar. Öllu fleiri karlar vom með- al þeirra sem lýstu sig hlutlausa, eða 61%, á meðan 39% hlutlausra voru konur. Mesta andstaðan hjá VG en minnst hjá Frjálslyndum Ef skoðuð er afstaða fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það kýs kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Mesta andstaðan er hjá stuðningsmönnum Vinstri- Nektardans á Islandi - heildarafstaða fl|f §; Allt úrtakið # %' . •C::|Slp-í|'ú! 70 74,8% Andvígir 00 j p- 00 mm ■ ■ 40 Þeir sem afstöðu tóku m m íjTjI iti,7 Nektardans á Islandi - afstaða eftir kynjum grænna en 91,1% stuðningsmanna þeirra eru mótfallnir nektardans- stöðum á íslandi. Þar af voru allir kvenkyns fylgjendur flokksins sem einn á móti stöðunum. 79,2% stuðningsmanna Samfylkingar- innar eru mótfallnir nektardans- stöðum, þar af 86,2% kvenna. Um 75% stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins eru mótfallnir og 73,3% stuðningsmanna Framsóknar- flokksins. Minnsta andstaðan kemur fram hjá stuðningsmönn- um Frjálslynda flokksins. 57,1% frjálslyndra eru mótfallnir starf- rækslu nektardansstaða á íslandi. -hdm Vænti þess að stöðum fækki „Ég er- andvíg rekstri þessara staða. Það má ævinlega vænta þess að ólíkar skoðanir séu um málið en ég fagna þessari niðurstöðu," segir séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. „Ég vænti þess að nú verði unnið að því að þessum stöðum fækki. Það er hlutverk stjórnvalda að vinna gegn þessum stöðum og ég vona að þau geri það.“ Fagna niðurstöðunni „Eg fagna þessari niðurstöðu. Það er vitað að i Evrópu einni hverfa 200.000 stúlkur á ári sem enginn veit hvert hafa farið og það eru mjög margir sem telja að þeim hafl verið rænt og þær seldar í vændi. Á fundi sem ég var á var rætt um að mafían var fljótari að komast inn í Kosovo en Rauði kross- inn vegna þess að þar var stúlkur að finna og þetta er orðinn bara vaming- ur,“ segir Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir, formaður UNIFEM á ís- landi. Heldurðu að svdna niðurstaða eigi eftir að ýta við stjómvöldum um að taka á þessum málum? „Það ætla ég. rétt að vona. Það sem er athyglisvert i þessu er líka að nú er rætt um að karlmennimir séu famir að tala um hvað þetta sé hræðilega niðulægjandi. Þetta er nefnilega ekki bara niðurlægjandi fyrir konur heldur einnig fyrir karlana. Það er því von mín að karlmenn komi með í þessa baráttu þvi þetta er allra mál. í Kanada em til dæmis karlmenn famir að taka sig saman undir merki Hvíta borðans Sr. Auöur Eir Vilhjálmsdóttir. til að berjast á móti þessu.“ En nú er niðurstaða könnunar DV á þá leið að umtalsvert færri karlmenn em mótfallnir nektardansstöðunum. Heldurðu að það eigi eftir að breytast í framtíðinni? „Já, ég tel það. Ég held að karlmenn geri sér ekki alveg grein fyrir þessu. Fólk virðist halda að þessar stúlkur séu þama af fúsum og fijálsum vilja en það tel ég ekki og er hrædd um að það hangi eitthvað annað þama á spýt- unni. Vændið er kannski bara birting- arform á einhverju öðm sem er eitur- lyijaneysla til dæmis. Það er bara ver- ið að fjármagna fíkn. Svo em margir sem halda að þessum stúlkum sem hef- ur verið rænt séu hreinlega gefín eit- urlyf. Ég held allavega að það verði að taka þetta alvarlega og skoða málin betur," segir Sigríður Margrét. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Mjög ánægjulegt „Mér finnst þetta vera mjög ánægjulegt og finnst það sýna að fólk sér það alvarlega sem getur þrifist í kringum svona staði," segir Guðrún Ögmundsdóttir alþingis- maður. „Ég held að það sé ekki spuming að nú verði stjórnvöld að fara af stað með aðgerðir enda vilja allir reyna að taka á þessu og núna virðist vera hljómgrunnur fyrir því. Það er því bara spuming um að drífa í því.“ Sást ekki á aðsókninni „Það getur vel verið að þetta sé niðurstaðan úr einni skoðanakönn- un en allavega sér maður það á að- sókn á þessa staði að þeir lifa vel,“ Guðrún Ögmundsdóttir. segir Ólafur Amfjörð Guðmunds- son, veitingamaður á Club 7. Held- urðu að stjórnvöld muni nú eitt- hvað aðhafast í málinu? „Ég er margoft búinn að óska eft- ir því að þau taki við sér og setji ákveðnar leikreglur um þessi mál. Það verður gott mál ef þeir beita sér 1 því að gera þetta þannig að það verði einhver mynd á því.“ Kemur ekki á óvart „Þessi niðurstaða kemur nú kannski ekki að óvömm," segir Vig- fús Þór Ámason, sóknarprestur í Grafarvogssókn. „Flest fólk veit að þessir staðir era ekki beint heil- brigður þáttur í lífínu. Það er alla- vega mín skoðun. Ég held að með þessu sé fólk að taka afstöðu til alls Sr. Vigfús Þór Árnason. Ólafur Arnfjörð Guðmundsson. þess sem tengist þessum stöðum. Það er þessi vitneskja um að þessar stúlkur koma frá fátækum löndum og hafa ekki val um það sem þær eru að gera. Það er ekki manneskju- legt. Mér finnst eiginlega bara merkilegt að það skuli vera 25% með.“ -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.